Tíminn - 06.11.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.11.1982, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982. Mll EIGA VEL- GENGNINA PÖNK- INU AÐ MKKA ■ Chris Barnes býr til skart- gripi undir listamannsnafninu Judy Blame. Hann segir um sig og kunningja sína. „Ég veit að fólk horfir á okkur og hugsar sem svo - Ég þori að veðja, að hann er atvinnulaus þessi. En staðreyndin er sú, að við vinnum öll og það mikið.“ Chrís er í hópi framúrstefnu- listamanna, sem setja svip sinn á skemmtanalífið í London. Þeim hefur veríð líkt við kabarettlistamennina í Berlín á fjórða áratugnum, sem túlk- ■ Ég held að frú Thatcher sé gáfuð, en vanti jarösamband. Þó eru hlutirnir heldur að skána“, segir George O’Dowd, 20 ára söngvari í grúppunni „Culture Club. Éyrsta albúmið þeirra heitir „Kissing to be Clever.“ uðu fyrst og fremst úrkynjun mannkynsins. En þó að hug- myndir þessara ungu lista- manna þyki vægast sagt nýstár- legar, eru tískuhús um heim allan farin að eltast við þær og líkja eftir varningi þeirra. Á kvöldin má ganga að þeim vísum á klúbbum eins og Cha Cha, en á daginn stunda þeir sína vinnu af kappi. Þeirra ■ „Nú þegar ég umgengst fjölmiðla- og auglýsingafólk“ segir Stephen Linnard, „verð ég að taka starf mitt alvarlega, og klæða mig samkvæmt því“. Stephen er 23 ára, og er orðinn þekktur sem fatahönnuður með sérstakan stíl. Hann þykir dæmigerður fyrír sína kynslóð, sem mest berá núna í London. vinnutími er síst styttrí en ef þeir ynnu í bönkum, verk- ■ smiðjum eða á skrifstofum. Þeirra vinnustaðir eru íbúðir þeirra, þar sem þeir búa til fatnað, skartgripi, kvikmyndir eða tónlist eftir eigin höfði. „Við erum tilneydd að nota okkar eigin sköpunargáfu“, seg- ir einn þessara listamanna, Stephen Jones, sem orðinn er eftirsóttur hattagerðarmaður um allan heim. „Ég er svo Ijónheppinn að vera laginn í höndunum", bætir hann við. „Það var pönkið, sem kom okkur í skilning um, að við gætum eiginlega gert hvað sem okkur langaði til, bara ef við höfum kjark til að framfylgja sannfæríngu okkar“, segir annar, John Maybury, sem fæst við kvikmyndagerð. Það, sem er sameiginlegt með þessum listamönnum, auk > þess, sem þeir aðhyllast sama form, vinnuhætti og félagslíf, er ódrepandi bjartsýni. Á sama tíma og Bretland stynur sáran undan atvinnuleysi og alls kyns óáran, lifir þessi hópur góðu lífi, þó að varla sé hægt að segja, að verk hans falli algerlega í smekk fjöldans. John Maybury orðar þetta þannig: „Við erum þessum áratug það sama og Julie Dríscoll, David Bailey og Mick Jagger voru þeim sjöunda.“ ■ Scarlett segir: „Við erum von framtíðarinnar. Við vitum hvað við viljum, og bráðlega verðum við öll fræg!“ Líklega er eitthvað til í þessu hjá Scarlett, a.m.k. er hún sjálf, 19 ára, orðin þekkt sem model og hún vinnur í Cha Cha-klúbbnum í London. STJUPSON- URRITU KEMUR HENNI T1L hjAlpar KONAN LÆKN- AÐI MANN SINN AF SPILAFÍKNINNI ■ Hér áður fyrr var Rita Hayworth lofsungin sem eitt aðalkyntákn Hollywood, á síð- um blaðanna. En þær fréttir, sem berast af henni nú á dögum, eru bæði fáar og dapurlegar. Fyrir u.þ.b. einu ári var Rita svipt sjálfsforræöi. Dóttir hennar, Jasmin, tók að sér að bera ábyrgð á henni og gerðum hennar. Ekki eru þó áhyggjur Ritu, sem nú er orðin 53 ára, þar með úr sögunni. Hún er nefnilega Ula haldin af sjúk- dómi, sem hefur ótímabæra öldrun í för með sér. Jasmin hefur leitað til frægra sérfræðinga um þver og endi- löng Bandaríkin í þcirri von, að einhver þeirra gæti orðið móður hennar til hjálpar. Öll þessi lækningarleit hefur haft alveg óhemjukostnað í för með sér og þó að Rita hafi unn- ið sér inn stórar fjárfúlgur á meðan hún var upp á sitt besta, var henni ekki lagið að ávaxta ■ Rita Hayworth má muna tímana tvenna. Áður var hún ein dáðasta kvikmyndastjarna heims og rakaði saman fé. Nú er hún sjúk og eignalaus. fé sitt. Jasmin var þvi komin í mikinn vanda með fjármálin, þegar hjálp barst úr óvæntrí átt. Stjúpsonur Ritu úr þriðja hjónabandi hennar, sonur Ali Khans prins, bauðst til að hlaupa undir bagga. Til að byrja með lagði hann sem svarar einni milljón króna inn á bankabók Ritu. Það er því lán Ritu í óláninu að eiga góða og hjálpsama fjölskyldu. ■ Hún Clara Polak í Portland, Oregon, gat svo sem vel unnt manni sínum, Sidney, þess að spila póker við félaga sína svo sem eins og tvisvar í mánuöi. En þegar aUt útlit virtist fyrir, að hann ætlaði að fara að eyða öllum helgum í þetta tómstundagaman sitt, greip hún til sinna ráða. Hún fór til hússins, þar sem spilið fór fram, vatt sér inn fyrir og tilkynnti manni sínum, að annaö hvort kæmi hann strax með henni heim og hætti að eyða öllum þessum tíma í spilamennsku, eða hún væri farin að heiman. En Sidney var svo niðursokkinn í spUa- mennskuna, að hann sagði henni bara að hafa þetta ná- kvæmlega eins og henni þókn- aðist. -Gott og vel, sagði Clara. -Ég ætla þá að vera með i spilinu í kvöld. Vinningshafi kvöldsins varð svo auðvitað Clara, sem ekki hætti spilamenskunni fyrr en allir félagarnir voru rúnir inn að skyrtunni. Nú á Sidncy enga spilafélaga lengur, þar sem gömlu kunningjarnir neita að hleypa honum í spil með sér. Misheppnaður megrunarkúr ■ Frú Alice Charles í Bournemouth í Englandi bar fram girnilega tertu fyrir fjöl- skyldu sína, sem þrátt fyrir góðan vilja, gat engan veginn torgað henni allri. Helmingur- inn gekk af. Þegar frúin var búin að bera tertuleifarnar fram í eldhús, stóðst hún ekki mátið og fékk sér smábita, þó að hún værí á ströngum megr- unarkúr. Áður en við var litið, hafði hún lokið við tertuna. En nú voru góð ráð dýr. Maður hennar hafði veitt henni mikinn siðferðislegan stuðning við megrunarkúrinn og nú var hún hrædd um, að hann myndi bregðast illa við, ef hann yrði var við afdríf tertunnar. Hvað átti hún til bragðs að taka? Eina ráðið, sem henni datt í hug, var að kaupa sér aðra tertu alveg eins og borða hana til hálfs. Þá myndi mann henn- ar ekki gruna neitt!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.