Tíminn - 06.11.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.11.1982, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982. ■ „Þegar menn ræða þessi laxamál heyrist stundum, að í sambandi við aukna laxaframleiðslu sé markaður ekki fyrir hendi. Reynsla Norðmanna segir okkur að svo þurfi ekki að vera, ef vel sé að markaðsmálum staðið“ ■ Flotkvíar á sjótjörn í Kollaflrði. laxi en laxinum okkar. Þannig var 1980 aðeins 27% af laxainnflutningi til þessara landa atlantshafslax en hitt kyrrahafslax. Þessu hlutfalli vilja norskir laxasalar breyta í framtíðinni til hagsbóta fyrir eldislaxinn. Það verður víst þungur róður vegna þess hve verðið er lágt á kyrrahafslaxinum, sem fyrr segir. Mikið magn af kyrrahafslaxi fer í niðursuðu, sem dreift er um heim allan, enda er gífurlegur afli sem fæst af kyrrahafslaxi. Laxinn á hvers manns disk! Hinir norsku frændur okkar stefna að því að leita leiða til þess að auka neyslu á laxi í viðskiptalöndum sínum, því víða sé markaður þar alltof takmarkaður vegna þess hve fólk notar lítið lax til matar. Innflutningur á laxi til Frakklands svarar til þess að hver íbúi þar neyti aðeins 300 gramma af laxi til Frakklands magna á hvem Englending, Þjóðverja og Hollending er innan við 100 grömm. Ástæða þess er sú, að laxinn er lúksusvara. Laxasalar segja að það hljóti að vera hægt að breyta neysluvenjum almennings og fá hann til þess að borða meira, en nú er gert, af þessum gómsæta fiski - laxinum; að hann verði algeng fæða. Einar Hannesson Heimildir; Blaðið „Fiskeoppdrett", Bergen Laxeldi í sjó eftir Árna ísaksson, fiskifræðing U mf erðar- miðstöð í ■ Davíð Aðalsteinsson. ■ Davíð Aðaisteinsson er fyrsti flutningsmaður til- lögu um umferðarmiðstöð í Borgarnesi. Hún felur í sér að ályktað verði um að rfldsstjórninni verði falið að hlutast til um athugun á breyttu skipulagi fólks- flutninga með tilliti til þess að komið verði á fót um- ferðarmiðstöð í Borgar- nesi. Meðflutningsmenn eru aðrir þingmenn Vest- urlands þeir Alexander Stefánsson, Eiður Guðna- son, Skúli Alexandersson, Jósef H. Þorgeirsson og Friðjón Þórðarson. Tillagan er studd eftirfarandi röksemd- um: Góðar samgöngur eru mikilvægar í okkar þjóðarbúskap, enda er varið 10-15% af ríkisútgjöldum til þessa málaflokks. Með betra vegakerfi hljóta samgöngur að aukast og skilyrði til góðrar þjónustu að batna. Hagræðingar er- þörf á hinum ýmsu sviðum sam- göngumála, ekki aðeins að því er varðar fjárfestingar í samgöngumannvirkjum, heldur og ekki síður í nýtingu þeirra til hagsbóta fyrir samfélagið. Þjónusta, sem veitt er hér á landi á sviði samgangna, gegnir þar mikilvægu hlut- verki. Bent hefur verið á að ástæða væri til að endurskoða alla þætti sam- gönguþjónustu hér á landi með að markmiði aukna hagkvæmni, betri nýt- ingu flutningatækja, en meiri og öruggari þjónustu. Athuganir Framkvæmdastofnunar ríkisins hafa leitt í ljós að einfalda þurfi leiðarkerfi sérleyfisbifreiða, samhæfa hina ýmsu þætti samgönguþjónustunnar og að undangenginni rannsókn stofnana eða byggja, ef þurfa þykir, flutningamið- stöðvar á ýmsum stöðum á landinu. Einnig þarf að athuga í þessu sambandi innanhéraðssamgöngur og athuga nýjungar á því sviði og hafa í huga betri nýtingu þeirra samgöngutækja sem til eru. Undanfarin ár hafa farið allt að 50.000 manns með sérleyfisferðum um Vestur- land á ári hverju. Með tilkomu brúar yfir Borgarfjörð fara allflestir farþeg- anna um Borgames. Meðalnýting hjá sérleyfum hefur verið misjöfn eða frá um það bil 20-80% eftir árum og árstímum. í dag eru 5 sérleyfishafar sem aka frá Reykjavík um Borgames. Með þeirri tillögu, sem hér er flutt, er gert ráð fyrir að sú endurskoðun, sem áður er vikið að, verði hafin og er því um að ræða hluta af stærri heild. Þau sérleyfi, sem þessi tillaga varðar, mynda nokkuð samfellt umferðamet og leiða því hugann að aukinni hagkvæmni. gróður og garðarf ■ Grein af eldlilju með blaðaxlalaukum, rósaaldin, eldliljuiaukar, og reyniber (25/10 1982) Sumar kveður, vetur heilsar ■ Sumarið kvaddi með svölum laufvindum. Vetur svaraði á sama veg. Þyrlandi laufum fækkar. Gljá- víðirinn heldur ennþá sínum gljáandi grænu laufum, en flest tré og runnar standa afklædd hvarvetna. Vestur- bæjarvíðir, ribs, sumar rósir o.fl. eru þó aðeins háttuð til hálfs. Bráðum em það aðeins sígrænar tegundir, sem halda gróðurlit sumars- ins (greni, fura, einir, beitilyng, krækilyng, sortulyng, eski, skjald- burkni, o.s.frv.) Reynið að finna fleiri. Allmörg sumarblóm skarta enn í görðum, en æði mismunandi eftir bæjarhlutum o.fl. staðháttum. Vest- urbærinn er tiltölulega mildur, það gerir nálægð hafsins ojg lítil hæð yfir sjó. Mikið blómaskrúð er t.d. ennþá við Elliheimilið á Hringbraut, þar blómgast vorlaukarnir líka snemma á vorin. Uppi í Breiðholti er mun kaldara, þar >er flest komið í vetrarhvíld, einkum þar sem hæst ber og vindar gnauða óhindraðir. Síst má gleyma nauðsyn skjóls í okkar vindblásna landi, já, skjól og meira skjól! Þá þrífst furðu margt. Skjól og opið fyrir sól. Margir þekkja grasgarðinn í Laug- adalnum í Reykjavík, hafa lært þar að þekkja plöntur og velja tegundir í garða sína. Laugadalurinn er raunar ekkert kjörsvæði ræktunar, heldur kuldalægð frá náttúrunnar hendi, nema þar sem jarðhita gætir. Kalt loft er þyngra en hlýtt og rennur undan halla líkt og vatn. í köldu, kyrru veðri safnast það í lægðirnar, þar falla t.d. kartöflugrös oft, þó þau standi óskemmd uppi í brekkunum. Þrátt fyrir þetta er gróska í mörgu í grasagarðinum og þrífast þar furðu margar tegundir frá ýmsum löndum í hléi skjólbelta. Vissir kostir fylgja tilraunastarfi á svona erfiðum stað. Má kannski segja að tegund sem dafnar þar þrífist nær alls staðar. Margt er þama forvitnilegt í uppeldi og fjölgun, tegundir og afbrigði víðs vegar að ræktuð og reynd, auðvitað með harla mis- jöfnum árangri. Það sem stenst prófið verður smám saman á boð- stólum handa garðræktendum. Ég nefni dæmi af handahófi: Dísarunnar (Syringa) eru eftirsóttir vegna blómfegurðar, en margir hverjir varla nógu harðgerðir og heldur tregir að blómgast. Þó eru nú betri tegundir ( ræktun en áður var. í grasagarðinum benti Sigurður Albert á tegund, sem borið hefur stóra fagra blómskúfa á sumri hverju og ekki kalið. Mun sú eiga útbreiðslu skilið. Harðgerð tegund roðaberja (Ber- beris) reyndist einnig vel og slær fögrum haustroða á blöðin. Þarna eru fjölmargar smáhríslur selju í uppvexti eftir sáningu. Margir vilja fá selju í garð sinn, en treglega gengur að fjölga henni með græðlingum. Karlplöntur selju eru sérlega vinsælar, því hinir gullgulu reklaskúfar þeirra bregða ljóma á garðana á vorin. Fjölmargt fleira er vitanlega á döfinni í grasagörðunum tveimur, á Akureyri og hér. Þeir hafa viðskipti við grasagarða víða um heim. Þó vetur fari í hönd er suðrænt loftslag í gróðurhúsunum. Margir hér syðra heimsækja blóm- aval í Sigtúni, en sú stöð er með hinum bestu á Norðurlöndum. Þar gefur að líta mjög mikla fjölbreytni, plöntur frá öllum heimsálfum. Fólk gengur um að skoða og velur blóm á heimili sín - blaðjurtir, blómjurtir, blómlauka, kaktusa, pálma og pálm- aliljur o.s.frv. Þarna er einnig mikið þurrkaðra jurta til skreytinga. Nýjar og nýjar sendingar plantna sífellt til sýnis. Nú lækkar sól og lengir nótt, vetrardimman hrjáir innijurtirnar flestar. Þá er að grípa til gerviljós- anna og þarf lítinn útbúnað til ,bara hillu, t.d. bókahillu og fljóðljósrör, eitt eða fleiri. Blómin standa á hillunum og flóðljósrörin eru hengd yfir. Kveikt er á Ijósunum þegar skyggja tekur á kvöldin, eða jafnvel fyrr í skamm- deginu og slökkt fyrir nóttina. Ljósin örva til vaxtar og blómgunar, lengja oft mikið blómgunartímann. Pálsjurt (Saint Paulia) blómgast t.d. allan veturinn, ýmislega lit afbrigði. Best fer um lágar, þrýstnar jurtir í hillunni. Þið getið gert tilraunir með slíka flóðlýsta blóntahillu. Þrestir hafa verið iðnir við reyni- berin rauðu undanfarið, en ögn er þó eftir. Sums staðar má sjá rauðrósa- aldin og litla, rauða lauka í blaðöxl- um eldliljunnar í görðunum. Já, margt er að sjá og skoða, þó kominn sé þrjúhundraðasti dagur ársins, og hvasst og kalt í norðan- verðu landiu. Ingólfur Davfðsson, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.