Tíminn - 06.11.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.11.1982, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982. LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982. lliílJiJii fréttaf rásögn; Hópslysaæfingin sem haldin var í síðustu viku á Keflavfkurflugvelli: SKIPTAR SKODANIR NAFA KOMIO FRAM IIM HVERNK TIL TÖKST ■ Skiptar skoðanir hafa koniið fram um hvernig til tókst þegar almannavarnir ríkisins efndu til hópslysaæfingar á Keflavíkurflugvelli að næturlagi fyrir rúmri viku. Talsmenn almannavarna hafa viðurkennt að sumt hafi ekki tckist eins og til stóð en hins vegar halda þeir því fram að sé á heildina litið hafi æfingin tekist nokkuð vel. Tímanum er kunnugt um nokkra auðsæja hnökra sem urðu á framkvæmd æfingarinnar, t.d. voru aðilar eins og rannsóknarlög- regla ríkisins og Flugbjörgunarsveitin ekki látnir vita um æfinguna fyrr en of seint. Á sjúkrahúsinu í Keflavík misfór- ust skilaboð þannig að þeir sem kalla átti út mættu ekki fyrr en 45 mínútum of seint. Einn viðmælenda Tímans heldup því fram að margir, þ.á.m. menn úr mörgum björgunarsveitum hafi vitað um æfinguna áður en hún var haldin. Ennfremur hefur komið fram að varnar- liðsmenn sem áttu að standa vörð um vettvang, áttu að varna óviðkomandi aðgöngu að slysstaðnum, mættu seinna á slysstað en til stóð. Gerði það að verkum að allir sem vildu komust að flugvélarflakinu, en samkvæmt kerfinu sem fara átti eftir er slíkt ekki mögulegt. Hlutverk varnarliðsmannanna var einnig að koma í veg fyrir að fórnarlömb í uppnámi hlypust á brott. Rannsóknarlögreglan frétti af æfingunni í fjölmiðlum „Um þessa æfingu var okkur allsendis ókunnugt þar til við fréttum af henni í fjölmiðlum," sagði Hallvarður Einvarðs- son, rannsóknarlögreglustjóri ríkisins í samtali við Tímann. “Þó cr reyndin sú, að minnsta kosti þegar alvaran knýr að dyrum, að við höfum tiltekna þætti í rannsókn flugslysa á okkar könnu,“ sagði rannsóknarlögreglustjóri. Hallvarður sagði það skýrt tekið fram í réttarfarslögum er hópslys yrði ætti rannsóknarlögregla ríkisins að taka þátt í rannsókn þess. „í loftferðalögum er gert ráð fyrir ákveðinni lögreglurannsókn ef hópslys ber að höndum. Hún beinist að vissum þáttum slyssins, svo sem Ijósmyndun á vettvangi o.fl,“ sagði Hallvarður. Hallvarður vildi ekki tjá sig um hvort það væru afglöp af hálfu almannavarna ríkisins að boða ekki rannsóknarlög- regluna til æfingarinnar. „Hins vegar vona ég að í framtíðinni verði gert ráð fyrir okkur á svona æfingu og einnig að ekki gleymist að boða okkur hendi eitthvað í líkingu við það sem þarna var sett á svið. Stórt tryggingaspursmál „Það liggur í augum uppi að við hefðum kosið að vera með í þessari æfingu,“ sagði Njörður Snæhólm, yfir- lögregluþjónn RLR við Tímann,“ þó ekki hefði verið nema til að sjá hvernig allur þessi mannskapur vinnur saman á vettvangi," hélt hann áfram. -Hvert er ykkar hlutverk ef stórt flugslys verður? „Samkvæmt reglunni eigum við skil- yrðislaust að vera með við rannsókn á hópslysum. Ef lík eru illa farin kemur það í okkar hlut að ftnna út hver er hver og hvað tilheyrir hverjum. Þótt ég fúslega viðurkenni að hér er ekki um mikilvægasta þáttinn í vettvangsstarfsem inni að ræða þá er þetta stórt trygginga- spursmál," sagði Njörður. -Þið hafið sérstaklega kynnt ykkur þennan þátt rannsókna á hópslysum? „Rannsóknarlögregla á öllum Norður- löndum hefur í sínum röðum sveit, svo kallaða ID sveit, sem hefur það verkefni að þekkja lík sem eru illa farin eftir slys. Þessar sveitir funda árlega og síðan 1978 höfum við sent menn á fundina og lært mikið af því.“ -Þið hafið ekki slíka sveit hérna? „Nei því miður. En hér á tæknideild- inni starfa nokkrir menn sem eru vel undir það búnir að bregðast við hóp- slysi,“ sagði Njörður. Njörður sagði að mikilvægt væri þegar svona æfingar færu fram, að gera þeim sem þátt taka grein fyrir því, að ekki megi hreyfa við neinu sem hægt er að komast hjá að hreyfa. „Það má hvorki hreyfa lík eða aðra hluti ef mögulega er hægt að komast hjá því. Hvernig hlutir liggja þegar að er komið getur sagt heilmikið um hvernig slysið bar að,“ sagði Njörður Snæhólm. Súrt í brotið að vera ekki kallaðir út „Við leggjum allt kapp á að þjálfa okkur í aðkomu að flugslysum af öllu tagi því fannst okkur náttúrlega súrt í brotið að vera ekki kallaðir út,“ sagði IngvarF. Valdimarsson, formaður Flug- björgunarsveitarinnar i samtali við Tímann." „Það kom líka á daginn að það voru mistök að kalla okkur ekki út tímanlega. Skýringin sem við fengum frá almannavörnum, sem við . höfum átt gott samstarf við, var sú aö sá sem var í því að boða á æfinguna hljóp yfir okkur í símaskránni," sagði Ingvar. -Hver átti ykkar þáttur í æfingunni að vera? „Okkar hlutverk átti að vera sjúkra- flutningar. Við áttum að taka slasaða í bílana okkar og flytja þá á sjúkrahús í Reykjavík, og það gerðum við reyndar. Seint útkall leiddi aðeins til þess að okkar bílar voru aftast í röð sjúkraflutn- ingabílanna.“ -Þið hafið þá mætt á Keflavíkurflug- velli? „Þrátt fyrir að við vorum boðaðir klukkutíma of seint misstum við ekki alveg af æfingunni. Við höfum mjög gott útkallskerfi og vorum mættir suður frá löngu áður en æfingunni lauk,“ sagði formaður Flugbjörgunarsveitarinnar. Fjöldi björgunarmanna hafði af þessu pata „Það sem ég hafði við þessa æfingu að athuga var hversu margir vissu um hana fyrir fram. Ef slys eins og það sem líkt var eftir á sér stað í raunveruleikanum gerir það ekki boð á undan sér og við það átti æfingin að miðast,“ sagði Böðvar Ásgeirsson, liðsmaður í björg- unarsveitinni Ingólfur úr Reykjavík. „Æskilegt hefði verið að aðeins örfáir menn vissu um æfinguna en ég veit að fjöldi björgunarmanna hafði af henni pata. Hvaðan sem vitneskjan barst,“ sagði Böðvar. Spítalarnir vel undir hópslys búnir „Við höfum nú tekið saman talsvert af gögnum varðandi æfinguna þótt enn sé talsvert eftir,“ sagði Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri almannavarna, við Tímann, Það sem fyrst stingur í augun er að á slysstaðnum vantaði menn til að sinna frummeðferð og greiningu. Einnig kom í ljós að okkur skorti bæði mannafla og tæki til að flytja fórnarlömbin frá slysstað að hersjúkrahúsinu á Keflavík- urflugvelli. Við munum ræða við yfirvöld á Keflavíkurflugvelli um hvernig unnt verði að bæta úr þessu," sagði Guðjón. Guðjón sagði ennfremur að starfsem- in á hersjúkrahúsinu sjálfu hefði gengið mjög vel og einnig flutningur á þeim slösuðu til Reykjavíkur. Það er aðeins eitt í því sambandi sem ekki er búið að Vamarliðsmenn áttu að mynda vamarmúr um slysstaðinn en þeir mættu allt of seint. - Tímamynd: Róbert. ræða enn, það er sjúkrahúsið í Keflavík, hlutur þess ef svona slys ber að. -En sjúkrahúsin í Reykjavík? „Við getum ekki annað séð en að þau séu mjög vel undir það búin að taka við svona hópslysum, þ.e.a.s. að veita nauðsynlega frummeðferð til að halda lífi í mikið slösuðu fólki. Sérstaklega tóku menn eftir því að Borgarsjúkrahús- ið, sem nýlega hefur endurskipulagt sitt hópslysakerfi, er mjög vel undir hópslys búið,“ sagði Guðjón. -En hvemig stóð á því að rannsókar- lögregla ríkisins var ekki boðuð á æfinguna? „Hún var boðuð. Ég talaði sjálfur í eigin persónu við rannsóknarlögregluna. Ég veit náttúrlega ekkert um hvernig þeirra innanhússkerfi er, en áður en æfingin hófst talaði ég við vaktmann hjá þeim. Það er í algjöru samræmi við það sem okkur Hallvarði rannsóknarlög- reglustjóra hefur farið í milli.“ -Það vakti athygli á æfmgunni að vamarliðsmennimir sem stóðu vörð við vettvang mættu talsvert seinna en til stóð. Hafið þið fengið skýringar á hvað olli? „Við höfum ekki enn fengið skýringar á því. Þeir hafa haldið fund um æfinguna innbyrðis, en fundurinn með þeim og okkur verður ekki haldinn fyrr en í næstu viku,“ sagði Guðjón. -Sjó yitanrin Eyjólfur Konráð Jónsson DREIFING Almeiína Bókafélagið Rökræður um nýja stefnu íefnahags- máium Morgunblaðið 14. 8. 1982. Friðrik Friðrikson. „Að „patent“-iausninni til lækkunar verðbólgu slepptri, þá gætir hvarvetna góðrar frjáls- hyggju. Gert er ráð fyrir léttari skattbyrði, stærri hluta þjóðarframleiðslu ráðstafað af ein- staklingum sjálfum, aukinni sjálfsbjargarhvöt. Eykon er frjálslyndur maður. En þó togast á frjálslyndi og eitlhvað, sem jafnvel má telja stjórnlyndi á stöku stað." Morgunblaðið 14.8. 1982 Guðmundur Heiðar Frimannsson „I allri bokinni má glöggt finna óþol athafna- mannsins, löngun hans til að koma einhverju f Verk. Þótt menn vilji ugglaust gera einhvern ágreining við Eyjólf Konráð um úrræðin gegn verðbólgunni, þá held ég að flestir frjálslyndir menn í landinu voni, að hann og aðrir af líku tæi fái tækifæri á næstunni til að svala óþoli si'nu, stjórna landinu. Þá er að minnsta kosti ástæða til að standast þá freistingu að trúa bölsýninni. Heimdallur á þakkir skildar fyrir það góða framtak að gefa þessa bok út.“ Arni Sigússon, form. Heimdallar „Af lestri þessa rits vona ég að Ijóst sé, að hugmyndir Eyjólfs eru hugmyndir meginþorra sjálfstæðismanna enda er þingflokkur sjálf- stæðismanna virkur þátttakandi i tillögugerð hans. Gjörbreytt stefna hefur verið mótuð í efnahags- og atvinnumálum og henni ber að fylgja fram til sigurs. Hér er aö finna þá upp- sþrettu hugmynda og orku, scm breytt getur ófremdarástandi þvi' sem ■' þjóðfélagi okkar ríkir." Jónas H. Haralz. 30. nóv. 1979 „Þvi' er ekki að leyna, að þessi þáttur sóknar- innar gegn verðbólgu er sérstaklega vandmeð- farinn. Iþví sambandi hefur Eyjólfur Kornáð Jónsson i' grein i' Mbl. f október sl. sett fram athyglisverðar hugmyndir, sem þó hafa verið' li'tið ræddar opinberlega." Helgarpósturinn, I. júlí 1982 Helgi Skúli Kjartansson „Hver eða hverjir sem að þessu unnu, þá þykir mér það merkileg hugmynd og ágæt að taka upp umræður, einnig andmæli gegn aðalhöf- undi bókarinnar, og hygg ég það lýsi sjálfs- trausti útgefcnda fyrir hönd stjórnmálastefnu sinnar að vera svo ófeimnir við vissan ágrein- ing meðal fylgjenda hennar." Frelsið. 3. hefti 1980 I umræðum á málþingi Félags frjálshyggju- manna 5. apríl 1980, sem birtust í I. hefti þessa árs, lýsti Friedrich A. Hayek í fáum orðum nýjum tillögum si'num til lausnar verð- bóiguvandanum, en þær hafa vakið mikla at- hygli erlendis. Þessar tillögur cru mjög svipað- ar hugmyndunum, sem Eyjólfur Konráð Jóns- son alþingimaður kom orðum að i' nokkrum blaöagreinum 1978 og 1979 — áður en Hayek tók til máls.“ Olafur fsleifsson, Fisi. 27. ágúst 1981 „Skattalækkun sú, sem patentlausn Eykon snýst um, kynni vissulega að stuðla að tfma- bundinni lækkun verðlags, en það er álitamál, hvort hún drægi úr hraba verðbólgunnar og hversu varanleg áhrif þessarar aðgerðar yrðu.“ Norðanfari, okt. 1982 Friðrik Sophusson. „Flestum finnast hugmyndir Eyjólfs Konráðs ákaflega merkilegar og þaö sem hann segir er nokkuö sem menn hafa veriö aö fjalla um í öðrum löndum að undanförnu. Á meöai stjórn- málamanna og efnahagsstérfræðinga i' hinum vestræna heimi hafa fariö fram miklar umræð- ur um þessi mál á siðuslu árum, allt frá þeim ti'ma er menn áttuðu sig á, að þau hagfræði- legu lögmál sem starfað hafði veriö eftir allt frá striðslokum dugðu alls ekki lengur. Það varð að leita nýrra leiða." Austurstræsti 18, sími 25544, Skemmuvegi 36, Kópavogi, si'mi 73055. NÚ líður mér vel! STOR GLÆSl- LEGUR JÓLA GLADR■ WGUR Allir landsmenn geta orðið þátttakendur í askriftargetraun Tímans Næst drögum við 2. des., ’82 um 50,000 kr. vinning SHARP myndband og SHARP litsjónvarp. litsjónvarpstæki VC-7700 vídeótæki SÍÐUMÚLA 15 - REYKJAVÍK - SÍMI 86300 Aðeins skuldlausir áskrifendur getátekiðþátt í getrauninni. Getraunaseðlarnir birtast laugardagsblöðunum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.