Tíminn - 06.11.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.11.1982, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982. 11 krossgáta myndasöguri / 2 3 W [?"“ zíéisli EilEISi 15 3953. Lárétt 1) Innheimtumann. 6) Frostbit. 7) Sjó. 9) Tvíhljóði. 10) Bykkjur. 11) Hreyfing. 12) Eins bókstafir. 13) Ellegar. 15) Kambar. Lóðrétt 1) Þrif. 2) Eins. 3) Rannsakaði. 4) Nafar. 5) Framleiðsluvörur. 8) Sturluð. 9) Tóm. 13) Tveir eins. 14) Nafnháttar- merki. Ráðning á gátu no. 3952. Lárétt 1) Prammar. 6) Leó. 7) CI. 9) AT. 19) Kjóanna. 11) Ak. 12) Ið. 13) Tin. 15) Dauðrar. Lóðrétt 1) Packard. 2) Al. 3) Meðalið. 4) Mó. 5) Ritaðir. 8) IJK. 9) Ani. 13) TU. 14) Nr. bridgei ■ Báðir norðurspilararnir bjuggust við mikilli veislu í þessu spili frá leik íslensku sveitarinnar við ítalska sveit á Heimsmeistaramótinu í Biarritz. Norður. S. D86 H. K10976 T. K82 L.K8 N/NS Vestur. Austur. S.A S.K53 H. ADG852 H.43 T. G973 T. AD1065 L. 74 Suður. S. G109742 H.- T. 4 L. DG10652 L.A93 í lokaða salnum byrjaði Jakob á að passa í norður og austur opnaði á tígli. Það er kannski réttast að þegja með suðurspilin en Guðmundur sagði samt 1 spaða. Vestur doblaði til úttektar og Jakob sagði 2 spaða. Austur passaði og Guðmundur hækkaði í 3 spaða. Nú sagði vestur 4 hjörtu sem Jakob var fljótur að dobla. Með góðan 5-lit í trompi, 2 kónga í viðbót og félaga sem kom inná á hættunni var vandséð annað en þetta spil færi a.m.k. 34 niður. En nú fór samviskan að naga Guðmund. Hann átti ekki einn einasta varnarslag og hann þorði ekki að treysta á að Jakob, sem var passaður, ætti 4 slagi, þó hann ætti 5-lit í hjarta. Guðmundur var svo heppinn að rétt við borðið var sjónvarpstæki sem sýndi tímann sem eftir var, og hann gat horft á það á meðan hann sagði 4 spaða, annars væri hann líklega nú í sömu sporum og Grettir forðum. Vestur doblaði og spilaði út tígli og blindur var svosem engin hughreysting. Guðmundur endaði síðan 2 niður og Ítalía fékk 500. Við hitt borðið opnaði Hermann á 1 tígli og suður sagði 1 spaða. Nú stökk Ólafur í 4 hjörtu og norður doblaði. Pá gat suður ekki tekið út því hann hafði enga tryggingu fyrir spaðasamlegunni. Því miður fyrir norður var veislukost- urinn hálf fátæklegur og einu slagimir sem hann fékk voru 3 á hjarta. Hann var svo yfirkominn eftir spilið að hann breiddi úr spilunum sínum á borðið og kallaði menn að borðinu tilað sýna þeim þetta óréttlæti. En ísland fékk semsagt 590 við þetta borð og græddi því 3 impa á spilinu. meö morgunkaffinu - Þetta er nú mesta snillibragðið okkar til þessa. - Það getur verið, að þið kallið það að grunnurinn hafi skekkst. Við segjum að það gefi húsinu líf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.