Tíminn - 06.11.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.11.1982, Blaðsíða 16
Opið virka daga' 9-19. Laugardaga 10-16 HEDDf Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75-51 & 7 80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag abriel /ry: n. HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiíla 24 Sfmi 36510 Hl Nidurstödur komnar úr þolprófun múrsteinanna úr Dalaleirnum: mm „EKKERT TIL FYRIRSTODU VERKSMIÐJUFRAMLEIÐSLU” — Rætt við Kolbrúnu Björgólfsdóttur, leirlistamann í Búdardal ■ „Hér eru allir afskaplega ánægðir. Við vorum að fá niðurstööurnar úr þolprófun múrsteinanna úr Dalaleimum, sem raunverulega eru ennþá jákvæöari en nokkur þorði að vona, en við vorum búin að bíða ansi lengi eftir þessu í hálfgerðri óvissu. Þeir sem sáu um prófanirnar telja ekkert þvi til fyrirstöðu að fara út í verksmiðjuframleiðslu, framhaldið sé nú í okkar höndum“, sagði Kobrún Björgólfsdóttir, leirlista- maður í Búðardal er Tíminn spurði hana frétta af Dalaleir. „Það voru 16 tegundir af steinum með allskonar íblöndun sem fóru í prófun til Iðntæknistofnunar þar sem þeir voru settir í veðrunarpróf ásamt sambæri- legum dönskum múrsteinum - þessum venjulega og kalksteini. Fjórir af stcin- unum okkar og danski steinninn sýndu enga veðrun og margir aðrir litla. Annað sem var ánægjulegt í þessu dæmi að þessir 4 steinar eru einmitt þeir sem eru eingöngu með íslensku fylliefni, þ.a. tveir með Hekluvik ri og tveir með gjalli. efni sem við höfum nóg af. En 90% af efninu í steinunum er Dalaleir," sagði Kolbrún. -Máiið stendur nú þannig að verið er að gera könnun á vélakosti í múrsteina- verksmiðju sem vonast er eftir í dcsember. Vélarnar sem þarf að kaupa éri. hrcinsitæki til að hreinsa leirinn, leirpressa til að móta steinana og stór og mikill ofn. Fari verðið ekki langt fram úr því sem við gerum ráð fyrir býst ég við að hér verði sett upp verksmiðja, en það ræðst líka af því hvort hægt verður að safna nægu hlutafé. Hér er verið að byggja iðngarða - sem eru langt komnir - og Dalalcir á þar um 300 fermetra rými sem okkur er sagt að eigi að verða tilbúið í vor. Til að byrja með býst Kolbrún við að um 5 manns munu starfa í vcrksmiðj- unni. Einhverjum finnst þaö sjálfsagt ekki há tala, en miðað við að Búðardalur er aðeins um 350 manna þorp er það ekki svo lítið, eða t.d. hlutfallslega svipað og 200-250 manna verksmiðja í Reykjavík. -Nú er múrsteinn nær óþekkt byggingar- efni á íslandi. Verður þá nægur markað- ur fyrir hann ? -Það er búið að gera markaðskannanir fyrir okkur bæði hjá fyrirtækjum, versl- unum og fleirum. M.a. hafa ýmsir aðilar sem flytja inn þessi hálftilbúnu hús-sem mörg hver eru miðuð viö að fólk hafi frjálst val um eingangrun og klæðningu og í sumum tilvikum bara grindur-sýnt áhuga á kaupum frá okkur. Menn eru líka mcð alkalískemmdirnar í huga. Steinhleðsla utan á slíkar skemmdir stöðvar þær. Einnig eru arinhleðslur að verða sífelt vinsælli ogjafnvel milliveggir úr múrsteini. Hlutir eru líka að breytast töluvert í sambandi við eldhús. Fólk vill gjarnan hafa steina á eldhúsborðum, kringum vaska og eldavélar og því um líkt. „Raunar er það þessi „lúxusmarkað- ur“ sem við erum fyrst og fremst að hugsa um til að byrja með því hann sýnist nokkuð öruggur. Síðan eru enda- lausir möguleikar að fara út í veggflísar og annaö", sagði Kolbrún. Múrsteininn úrDalaleir segir hún rauðbrúnan að , lit - dekkri en danska steininn - eða ekki ósvipaðan íslenskri mold þegar hún er blaut. -En hvað þá um verðið? -Við ætlum að verða fyllilega sam- bærileg í verði t.d. miðað við danskan stein, enda væri ekkert vit í að fara út í þetta annars. -HEI LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER fréttir Sáttatillaga var samþykkt ■ Báðir samningsaðilar í ÍSAL kjaradeilunni gengu í gærmorgun að sáttatil- lögu ríkissáttasemjara og var verkfalli í Álverksmiðj- unni því frestað. Búist er við að nýr samningur verði borinn undir fundi í þeim 10 félögum sem fara með samningamál starfsmanna ÍSAL á mánudag. „Það var búið að semja um mörg atriði, þó aðalatr- iðið, sjálf kauphækkunar- prósentan væri eftir. í rauninni bar meira á milli hjá samningsaðilum en oft áður þegar tillaga hefur verið lögð fram. En það var bara annaðhvort að gera það nú eða ekki. Það hefði getað orðið svo af- drifaríkt ef byrjað hefði verið að loka kerjunum, að það var ekki um annað að gera en að láta sig hafa það“, sagði ríkissáttasemj- ari Guðlaugur Þorvaldsson er hann var spurður þar að lútandi. Samninginn kvað hann á svipuðum línum og aðra samninga sem gerðir hafa verið í sumar, þ.e. að svo miklu leyti sem um það gæti verið að ræða, því samningar starfsmanna Ál- versins væru töluvert mikið frábrugðnir öðrum kjara- samningur auk þess sem þeir hafi samið á öðrum tímum. — HEI. „Þessar niðurstöður lyfta afskaplega mikið undir okkur“, sagði Kolbrún Björgólfsdóttir, leirlistamaður í Búðardal. Tímamynd HEI Blaðburðarbörn Tímann vantar fólk til blaðburðar í eftirtalin hverfi: óskast Sfokkseyri Sími 3274 Sími: 86300 dropar Verðlagið ofviða verðlagsstofnun ■ Á fundi sem verðlagsstofn- un efndi til í vikunni með blaðamönnum kom fram að verðbólgan hcfur leikið þá ágætu stofnun svo grátt að hún á í erfiðleikum með að koma niðurstöðum kannanna sinna á framfæri við neytendur. Þar af leiðir væntanlega að mögu- leikar kannananna til að hamla gegn verðlagshækkunum minnka. Stofnunin hefur ekki fé til að auglýsa í sjónvarpi og útvarpi. Hún hefur heldur ekki fé til að dreifa niðurstöðunum til almennings í pósti þar eð pósturinn myndi éta upp allt það fé sem stofnunin hefur yfir að ráða til verðkannana á einni viku. Sú spurning hlýtur óhjá- kvæmilega að vakna hvort hér sé ekki komið til sögunnar það fræga sambandslcysi milli vinstri og hægri handarinnar. Það er Ijótt til að vita að ríkið hefur ekki efni á að láta cina stofnun sina vinna á sem á- hrifamestan hátt að viðnámi gegn verðbólgunni, vegna þess að aðrar stofnanir þess heimta fyrir svo mikið fé. Hvernig væri að sjónvarpið birti niður- stöðumar ókeypis í hverjum auglýsingatíma, eða að póstur- inn felli niður burðargjöld af upplýsingum stofnunarinnar til ncytcnda. Er ekki sami hattur- inn yfir þessum stofnunum ölium hvort eð er? Hátt uppi ■ Finnar opnuðu nýverið sendiráð á Íslandi sem kunnugt er. Sendiráðið er í hinu nýja Húsi verslunarinnar á 13. hæð. Koivisto Finnlandsforseti vígði sendiráðið með þvi að hengja þar upp skjöld. Er honum varð litið út um gluggann sagði hann “Hér eiga menn áreiðan- lega oft eftir að verða hátt uppi“. Vimmi sigurviss ■ Vilmundur Gylfason og fylgismenn hans era sigurvissir fyrir sína hönd hvað varðar kosningu til varaformanns Al- þýðuflokksins sem fer fram síðar í dag, og telja sig hafa örugg atkvæði 51% þingfull- trúa, en eins og kunnugt er gcfur Magnús H. Magnússon, núverandi varaformaður Al- þýðuflokksins, kost á sér til endurkjörs. Þegar þeir félag- arnir Vimmi og Magnús áttust ‘ síðast við sigraði sá síðarncfndi með miklum mun. Varfærnari kratar telja að Vilmundur hafi sótt nokkuð á frá síðasta flokksþingi, en þó ekki svo að nægi til að fella gömlu kemp- t una. Aðalfídusinn í væntanlegum kosningasigrí Vilmundar er sá að ung-kratar munu ætla að gera kröfu til þess að fá svo marga fulltrúa inn á þingið sem svarar til kjósendatölu Al- þýðuflokksins í síðustu kosn- ingum. N.B. Sem þeir hafa áætlað að séu á sínum aldri. Hvað kjörbréfanefnd gerir vegna þessarar uppákomu á síðan eftir að koma í ljós. Krummi ... ... telur það ekki næga kjara- bót fyrír starfsmenn álversins að fá ókeypis flúor í tennurnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.