Tíminn - 09.11.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.11.1982, Blaðsíða 1
Allt um iþróttir helgarinnar á bls. 11, 12, 13 og 14 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Þriðjudagur 9. nóvember 1982 255. tölublað - 66. árgangur Erlent yflrllt: Rætt um afvopnun — bls. 7 — Liflíkur aukast — bls. 10 Sex þús- und hafa horfið — bls. 17 Frönsk kvik- mynda- vika — bls. 23 |Forsætisrádherra gefur ekki kost á sér BfÐUR GUNNAR EFTIR BOÐI FRA KIÖRNEFND? — Hefö fyrir því ad þingmönnum flokksins sé boöiö sæti í prófkjöri AUir þingmenn Sjálfstæðisflokks- [ ins í Reykjavík, nema Gunnar Thor- ! oddsen forsætisráðherra höfðu skilað ; inn framboðstilkynningu til prófkjörs ; til kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik, fyrir kl. 17 í gær, en þá rann út framboðsfrestur. Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra sagði í samtali við blaðamann Tímans í gær að hann hefði ekki gert upp hug sinn hvort hann gæfi kost á sér, en hann bætti því jafnframt við að kjörnefndin gæti bætt við frambjóð- endum á listann, og það er einmitt það sem nefndin þarf að gera, því að það voru aðeins 17 manns sem skiluðu inn tilkynningu um þátttöku í prófkjöri í gær, en þeir þurfa að vera minnst 24 og eru oftast 30 til 40. Flestir þeir sem einhvern áhuga hafa á prófkjörsmálum Sjálfstæðisflokks- ins, eru nú þeirrar skoðunar, að Gunnar Thoroddsen bíði þess nú að kjörnefnd hafi samband við hann og bjóði honum sæti á listanum, þvi fyrir því hefur myndast hefð hjá kjör- nefndum Sjálfstæðisflokksins, að ef þingmaður flokksins gefur ekki kost á sér í prófkjör, þá hefur kjörnefnd samband við viðkomandi þingmann og spyr hann hvort hann vilji gefa kost á sér. Gunnar Helgason, formaður kjör- nefndar Sjálfstæðisflokksins var að því spurður í gærkveldi, hvort kjör- nefndin myndi fara þessa hefðbundnu leið og bjóö:i Gunnari Thoroddsen sæti á framl oðslista flokksins: „Pað eina sem ég il segja er að framboðs- frestur er liðinn, og síðan höfum við viku til þess að vinna prófkjörslista.“ -AB Sjá frétt á bls. 5 Stúlkan er talin hafa látist um leið og bfllinn valt. HORMULEGT BANASLYS — í Kópavogi um helgina eftir eltingaleik lögreglu vid réttindalausan og meintan ölvaðan ökumann ■ Tuttugu og þrír hafa látist í umferðinni hér á landi það sem af er árínu. Fimmtán ára stúlka, Ingunn Hildur Unnsteinsdóttir, til heimilis að Balseli 35 í Reykjavík, varð tuttugasta og þríðja fómarlambið þcgar bfll sem hún var farþegi í lenti á Ijósastaur og valt austast á Nýbýlavegi í Kópavogi laust fyrir miðnættið á föstudag. Oku- maður bflsins var 16 ára, réttindalaus og grunaður um ölvun. Um klukkan 23.45 varð lögreglan í Kópavogi vör við Hondu bíl sem ekið var á mikilli ferð austur Nýbýlaveg. Við Þverbrekku reyndi lögreglan að koma vegartálmum fyrir bílinn, en ökumaður virti þá að vettugi. Hélt hann áfram austur Nýbýlaveginn þar til komið var að Suðurhlíðarvegi, en þar missti hann vald á bílnum með þeim afleiðingum að hann lenti á Ijósastaur og valt. Bíllinn er gerónýtur. Fimm ungmenni, 14 til 17 ára, voru í bílnum, sem er eign ökumannsins. Talið er að Ingunn Hildur hafi látist samstundis, ein stúlka liggur mikið slösuð í Borgarspítalanum eftir slysið, en hin þrjú sluppu með minniháttar meiðsli. Sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.