Tíminn - 09.11.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.11.1982, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1982. 7 erlent yfirlit ■ í DAG hefjast að nýju fundir Madrid-ráðstefnunnar svonefndu, en þar mæta fulltrúar þeirra ríkja, sem undirrituðu Helsinki-sáttmálann sumar- ið 1975. Alls eiga 35 ríki fulltrúa á ráðstefnunni, eða 33 Evrópuríki, auk Band.'íkjanna og Kanada. Helsinkisáttmálinn er eins konar yfir- lýsing um, að ríkin, sem undirrituðu hann, skuli standa vörð um mannrétt- indi og frelsi, stuðla að frjálsari skoðana- skiptum og viðskiptum, og vinna að bættri sambúð viðkomandi þjóða á alllan hátt. í yfirlýsingunni felst þó sú mikilvæga takmörkun á þessu, að ríkin skuli ekki hlutast til um innanlandsmál hvers annars. Það var ákveðið í Helsinki að þátt- tökuríkin skyldu stofna til viðræðna öðru hverju, þar sem rætt yrði um framkvæmd yfirlýsingarinnar. Fyrsta ráðstefnan af þessu tagi var haldin í Belgrad og urðu þar mikil orðaskipti og gagnkvæmar ásakanir um að yfirlýsingin hefði ekki verið virt. Niðurstaðan var svo sú, að næsta ráðstefna þessa efnis skyldi haldin í Madrid haustið 1980. ■ Breytir Shultz afstöðu Bandaríkjanna á Madridráðstefnunni til afvopnunarráð- stefnu Evrópu? Rætt um afvopnunar- ráðstefnu Evrópu Adalmál Madridráðstefnunnar, sem hefst f dag HAUSTIÐ 1980, þegar Madrid ráð- stefnan hófst, var andrúmsloftið orðið annað en í Helsinki fimm árum áður. Sovétríkin höfðu sent her inn í Afganist- an, en töldu það þó ekki brot á Helsinkiyfirlýsingunni, þar sem stjórn Afganistan hefði beiðið um liðveizlu. Formlega stóðst þétta, en vestræn ríki tóku þetta þó ekki gott og gilt. Þá hefðu ýmsir einstaklingar í Sovétríkjunum talið að stjórnvöld hefðu neitað sér um þau mannréttindi, sem felast í Helsinki- sáttmálanum. Madridráðstefnan er nú búin að standa í tvö ár með nokkrum hléum. Mestur tíminn hefur farið í gagnkvæmar ásakanir um brot á ákvæðum Helsinkiyf- irlýsingarinnar. Atburðirnir í Póllandi urðu nýtt ágreiningsefni og þó einkum eftir að herlög voru sett þar rétt fyrir síðustu áramót. Pólverjar og Rússar hafa hins vegar talið, að umræður í sambandi við þetta séu brot á Helsinkiyfirlýsingunni, því að hér sé verið að hlutast til um innanlandsmál. Vafalaust munu síðustu atburðir í Póllandi verða verulegt umtalsefni á ráðstefnunni, þegar hún hefur störf sín að nýju í dag eftir nokkurra mánaða hlé. Á þeim tíma hefur það gerzt, að pólska þingið hefur sett lög, sem m.a. banna starfsemi óháðu verkalýðsfélaganna. Bandaríkin og fleiri vestræn ríki munu efalítið gagnrýna þetta. Sovétríkin og fylgiríki þeirra munu sennilega mótmæla þessu sem afskiptum af innanlandsmálum, en jafnframt koma með gagnásakanir. Fróðlegt verður að fylgjast með því, hvort þau svara með gagnárásum á nýju stjórnarskrána í Tyrklandi. í henni er að finna margvísleg frávik frá mannréttinda- þætti Helsinki-yfirlýsingarinnar. Gagnrýni á þetta mætti hins vegar telja brot á því ákvæði Helsinki-yfirlýs- ingarinnar að hlutast ekki til um innan- ríkismál, a.m.k. eins og Sovétmenn hafa túlkað það. Það má því vera, að Sovétríkin og fylgiríki þeirra, leiði það hjá sér að minnast á Tyrkland. Það getur hins ■ Madridráðstefnuna bar á góma, þegar þeir Shultz og Grómiko ræddust við í New York. vegar verið ýmsum vestrænum ríkjum erfitt að leiða atburðina þar alveg hjá sér, eins og t.d. Hollendingum og Dönum, því að fulltrúar þessara þjóða hafa á öðrum vettvangi, t.d. í Evrópu - ráðinu, gagnrýnt harðiega mannréttinda, brot tyrknesku hershöfðingjanna. AÐ ÞESSU sinni muo athyglin beinast að Madridráðstefnunni öllu meira en oftast áður, því að vart verður dregið lengur að taka ákvörðun um aðalmál hennar, en það er hvort kvödd skuli saman sérstök ráðstefna, sem fjalli um afvopnun í Evrópu. Rússar hafa lengi beitt sér fyrir því, að slík ráðstefna væri haldin, en Bandaríkjamenn verið tregir, því að þeir hafa óttazt, að hún yrði ekki meira en áróðurssamkoma, eins og málum nú er háttað. Milli Bandaríkjanna og Evrópuríkj- anna í Atlantshafsbandalaginu er nú risinn verulegur ágreiningur um þetta. Evrópuríki telja það orðið aðkallandi að halda slíka ráðstefnu og stafar það ekki sízt af þrýstingi frá friðarhreyfingum. Það myndi vafalítið gefa friðarhreyf- ingunum byr í seglin, en slíkt ráðstefnu- hald strandaði á tregðu og mótspyrnu vestrænu ríkjanna. Evrópuríkin í Nato myndu liggja undir þeirri gagnrýni, að þau létu hernaðarsinna í Bandaríkjun- um alveg ráða ferðinni. Hin nýja ríkisstjórn í Vestur-Þýzka - landi lýsti yfir því, þegar hún kom til valda, að hún væri því fylgjandi að slík ráðstefna verði kvödd saman. Margt bendir til, að Kohl kanslari telji það miklu skipta, að það verði ákveðið fyrir þingkosningarnar, sem eiga að fara fram í mars næstkomandi, að slík ráðstefna verði haldin fljótlega. Hlutlausu ríkin, sem taka þátt í Madrídráðstefnunni, hafa einnig áhuga á að slík ráðstefna verði haldin sem fyrst. Þau hafa undirbúið málamiðlunartillögu, sem verður lögð fyrir ráðstefnuna. Það yrði vafalítið áróðurslegt áfall fyrir vestrænu ríkin, ef það kæmi í ljós, að Bandaríkin kæmu í veg fyrir, að evrópsk afvopnunarráðstefna yrði haldin. Þess vegna vænta margir þess, að Bandaríkjastjórn breyti afstöðu sinni, enda sé henni það auðveldara að afstöðnum þingkosningunum í Banda- ríkjunum. í þessum efnum treysta menn ekki sízt á Shultz utanríkisráðherra. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar ásnlfurhuðun Brautarholti Sími 39711 Móttaka á gömlum Miðvikudaga kl. 5-7 Fimmtudaga kl. 5- munum 5-7 Efnarannsóknir Rannsóknarstofa mjólkuriönaðarins óskar að ráða starfskraft frá og með 1. janúar 1983 til að sjá um efnarannsóknir í mjólk. Æskilegt er að viðkomandi hafi háskólamenntun. Laun samkv. launakjörum opinberra starfsmanna. Rannsóknarstofa mjólkuriðnaðarins Laugavegi 162 Reykjavík. Kjarnaborun Tökum úr steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, glugga, og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6" og 7" borar. HLJÓÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. Kjarnaborun sf. Símar 38203-33882 Raflagnir Fyrsta flokks þjónusta Ef þú þarft að endurnýja, gera við, bæta við eða breyta raflögnum, minnir Samvirki á þjónustu sína með harðsnúnu liði rafvirkja, sem ávallt eru tilbúnir til hjálpar. SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 441586 Er miðstöðin í ólagi? Auk nýlagna tökum viö aö okkur kerfaskiptingar og setjum Danfosskrana á ofna. Einnig meirihátt- ar breytingar og viðgerðir á vatns- og miöstööva- kerfum. Kristján Pálmar & Sveinn Frímann Jóhannssynir, Löggiltir pipulagningameistarar Uppl. i sima 43859 & 44204 á kvöldin. GLUGGAR 0G HURÐIR Vönduð vinna á hagstœðu verði, Leitið tilboða. ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9. Hf. S. 54595.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.