Tíminn - 09.11.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.11.1982, Blaðsíða 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn. Framkvœmdastjórl: Glsll Slgurðsson. Auglýsingastjórl: Stelngrfmur Glslason. Skrllstotustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrelðslustjórl: Slgurður Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarlnn Þórarinsson, Elfas Snæland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristlnn Hallgrfmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnúoson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttlr, Bjarghlldur Stefánsdóttlr, Elrfkur St. Elrfksson, Frlðrlk Indriðason, Helður Helgadóttlr, Slgurður Holgasorv(lþróttir), Jónas Guðmundsson, Krlstln Lelfsdóttlr, Skaftl Jónsson. Útlltstelknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Elnarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elfn Ellortsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosl Kristjánsson, Krlstfn Þorbjarnardóttlr, Marfa Anna Þorstelnsdóttir. Ritstjórn, skrffstofur og auglýsingar: Slðumúla 15, Reykjavfk. Sfml: 86300. Augiýslngasfmi: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Askrift á mánuði: kr. 130.00. Setnlng: Tæknldeild Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf. Árangurinn af ríkis- stjómarsamstarfinu Þrátt fyrir þá efnahagserfiðleika, sem ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir hafa þurft að glíma við að undanförnu vegna utanaðkomandi og ófyrirsjáanlegra áfalla, hefur tekist að ná margháttuðum árangri með núverandi stjórnarsamstarfi. Dr. Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, fjallar sérstaklega um árangurinn af störfum stjórnarinnar í ýtarlegu viðtali, sem birtist fyrir skömmu í „Suðurlandi“. Þar segir dr. Gunnar m.a.: „Ég tel, að verulegur árangur hafi náðst á ýmsum sviðum, þó að margvíslegir erfiðleikar hafi orðið á vegi. Ég vil fyrst nefna meginatriðið í stjórnarsáttmála og stjómarstörfum: Að gera allt sem unnt er, til að tryggja fulla atvinnu í landinu og koma í veg fyrir atvinnuleysi. Þó að hér hafi ekki verið atvinnuleysi um ára skeið, þá er nauðsynlegt að fylgjast jafnan með þessu gmndvallar- atriði; alltaf er veruleg hætta á að atvinnuleysi skapist eins og í grannlöndum okkar. Atvinnuleysi er eitt það geigvænlegasta böl, sem yfir þjóð getur dunið, fyrir heimili, sem í því lenda, fyrir unga fólkið, sem kannski er búið að ljúka sínum undirbúningi, sínu námi, og er fullt af starfsvilja og starfslöngun, en fær ekkert að gera misserum eða jafnvel árum saman. Stjórnarandstaðan talar á þá lund, að það sé nú ekki mikið afrek að hér sé full atvinna, því að svo hafi verið í mörg ár. Þetta er náttúrlega ekki gild röksemd. í nágrannalöndum okkar í Norður- og Vestur-Evrópu, og einnig í Ameríku, hefur á allra síðustu árum dunið yfir alvarlegt atvinnuleysi - víðast hvar 6 til 14 prósent. í Bretlandi eru nú yfir 3 milljónir manna atvinnulausar, en það samsvarar því, að á íslandi væru 13-14 þúsund manns atvinnulausir að staðaldri. Þegar við athugum skráningu atvinnu hér að undanförnu, þá eru án atvinnu ekki 6-14%, heldur 0.3 til 0.4%, sem hvergi telst atvinnuleysi. Þetta er meginatriði í okkar stjórnarstefnu. Það hefur tekist hingað til að tryggja fulla atvinnu þó að nágrannalöndin hafi stunið undir þessu böli. Nú blasa við margvíslegir erfiðleikar hjá þjóðinni, sem stafa af óviðráðanlegum ástæðum. En við höldum fast við þessa grundvallarstefnu að reyna að tryggja fulla atvinnu. Efnahagsaðgerðirnar í ágúst og september voru fyrst og fremst miðaðar við þetta höfuðmark.“ Forsætisráðherra vék síðan að nokkrum öðrum málum, sem ríkisstjórnin hefur náð árangri í á kjörtímabilinu: „I utanríkismálum var mjög vandasamt ágreiningsmál óleyst, Jan Mayen-deilan við Norðmenn. Við settum okkur það mark í stjórnarsáttmála að leysa þá deilu og það tókst. Hagstæðir samningar náðust um það vandasama og viðkvæma mál. Samgöngumálin eru ein stærstu mál þjóðarinnar. Við höfum lagt áherslu á að koma bundnu slitlagi á vegi. Þar hefur verið gert mjög stórt átak. Þegar ríkisstjórnin tók við í ársbyrjun 1980 var bundið slitlag á vegum 270 km alls. Á þrem sumrum, ’80, ’81 og 82, bættust við um 380 km, sem sagt miklu meira en gert hafði verið öll ár á undan samanlagt. Við ákváðum að verða við margra ára kröfum verkalýðssamtakanna og efna fyrirheit þriggja ríkisstjórna um aukningu verkamannabústaða. Þar hefur orðið geysimikil framför. Áfram hefur verið haldið virkjun jarðhitans og unnið að því að koma á hitaveitum víðs vegar um land. í vatnsvirkjunum hefur nú verið ákveðið stærra átak en nokkru sinni áður í sögu þjóðarinnar.“ Hér hefur verið drepið á fáein mál, sem sýna glöggt, að stjórnarsamstarfið hefur náð umtalsverðum árangri á mörgum sviðum. ESJ Án brádabirgdalaganna og fylgifrumvarpa þeirra verða fjárlög ekki marktæk Ræða Alexanders Stefánssonar við 1. umræðu fjárlaga ■ Það varsannarlegauppbyggjandiað hlusta á þjálfunarræðu formanns þing- flokks Alþfl. hér fyrir landsþingið. Það væri hægt að leggja út eitthvað á þá leið; burt með landbúnað, burt með sjávarút- veg úr íslensku efnahagslífi. Það verður boðskapur þingflokksformannsins á flokksþingi krata um næstu helgi. Það er lausnin fyrir íslenska þjóð. Einkenni þessa fjárlagafrumvarps fyr- ir árið 1983, sem hér er til 1 umr. eru fyrst og fremst þeir miklu efnahags- örðugieikar, sem við er að fást í íslensku efnahagslífi um þessar mundir. Það jaðrar við kreppuástand meðal flestra nálægra þjóða, sem gerir vart við sig með vaxandi þunga hér á landi, vegna verðfalls og sölutregðu á helstu útflutn- ingsvörum þjóðarinnar, við þetta bætist alvarlegur aflabrestur, stöðvun loðnuveiða og minnkandi borskafli. Það er öllum landsmönnum ljóst, að hér er alvara á ferðum, þjóðarfram- leiðsla og þjóðartekur hafa þegar dregist saman og mun svo augljóslega verða á næsta ári. Það er því augljóst mál, að allar forsendur í efnahagsmálum hafa gerbreyst á síðustu mánuðum. Við þessar aðstæður, þessa miklu erfiðleika er við blasa verður að skoða og meta fjárlagafrv. fyrir árið 1983. Fer ekki á milli mála, að minna verður til skiptanna úr sameiginlegum sjóði landsmanna en áður hefur verið. Eins og komið hefur fram í framsögu- ræðu hæstv. fjármáiaráðherra byggir ríkisstj. fjárlagafrv. á ákveðnum for- sendum um þróun launa, verðlags og gengis milli áranna 1982 og 1983, eins og fram kemur í athugasemdum við frv. Og þeirri stefnu ríkisstj. að tryggja hallalausan rekstur ríkissjóðs. Fjárfest- ingar ríkisstofnana og framlög til sameig- inlegra framkvæmda ríkis og sveitarfé- laga munu minnka verulega að magni til. Hins vegar er reynt að tryggja óskerta félagslega þjónustu. Með setningu bráðabirgðaiaganna í ágúst s.l. um efnahagsráðstafanir gerir ríkisstj. nauðsynlegar ráðstafanir til að gera þessafjáríagagerð marktæka. Án þeirra ráðstafana, sem í brbl. felst og þeim öðrum ráðstöfnunum, sem þeim eiga að fylgja svo sem nýtt viðmiðunar- kerfi fyrir laun og fleiri slíkar aðgerðir er nær útilokað, að fjárlög samkv. frv. verði marktæk, þar sem í brbl. eru ráðstafanir til að hamla gegn hraða verðbólgunnar og byggja upp vöm gegn atvinnuleysi. Mikill meirhluti þjóðarinnar gerir sér fulla grein fýrir efnahagsvandanum og styður því viðnámsaðgerðir ríkisstj. sem felast í brbl. sem eru lífsnauðsyn í þessari stöðu. Þjóðin fordæmir stjórnar- andstöðuna hér á Alþingi fyrir óábyrga afstöðu. Viðbrögð stjórnarandstöðunn- ar eru sorglegt dæmi um hvernig stjórnmálamenn skella skollaeyrum við þjóðarheill, ef þeir telja að þeir geti þannig komið höggi á andstæðing sinn. Ég tala nú ekki um þingmanninn, sem þáði mikilvæg embætti fyrir að styðja þessa ríkisstj., en hleypur svo undan merkjum þegar á móti blæs. Mikil er ábyrgðartilfinning slíkra manna,- en þjóðin gleymir ekki svona óheiðarlegum vinnubrögðum. Þjóðin krefst ábyrgðar íslenska þjóðin krefst þess í dag, að -Stjómmálamenn, ríkisstj. og alþm. svo og forustumenn hagsmunaaðila í landinu taki höndum saman um farsæla lausn þjóðmála, þar sem við blasir, að öðmm kosti, alvarleg efnahagsáföll, sem gætu leitt til samdráttar og atvinnuleysis. Hver vill verða valdur að slíku. Sam- þykkt brbl. og þeim fylgifrv., sem þeim mun fylgja og skynsamleg meðferð fjárlagafrv. er nærtækasta verkefnið. Ég skal ekki hafa langt mál um fjárlagafrv., þar sem ég á sæti í fjárveitinganefnd og tek þátt í umfjöllun um alla þætti þess. Sú vinna hófst raunar 1. okt. s.l. Við framsóknarmenn munum beita okkur fyrir góðri samvinnu í fjvn. óg á Alþingi, svo fjárlög fyrir árið 1983 geti orðið marktæk við ríkjandi aðstæð- ur. Þetta verður vandasamt og ekki vinsælt verk, þar sem við blasir, að ekki verður hægt að auka framlög heldur þvert á móti er nú mesta nauðsyn að draga úr ríkisútgjöldum. Ég tel að athuga verði vandlega, hvort hægt er að fresta rekstri nýrrar starfsemi eða aukn- ingu á ýmsum sviðum, sem áformað er að hefja samkv. lögum. Jafnframt hægja á eða fresta ýmsum opinberum fram- kvæmdum, sem ekki hefur þegar verið samið um að hefja. Og e.t.v. að fara sér hægar í virkjanaframkvæmdum um sinn og fresta frekari framkvæmdum við Kröflu. Þegar ég les fjárlagafrv. og heyri forstöðumenn ýmissa ríkisstofnana út- skýra fjárlagabeiðnir verð ég að játa,að ég tel sjálfvirkni í fjárlagatill. ýmissa stofnana allt of ríkjandi aðferð. Verð- lagsforsendum er bætt við fjárlagatölur gildandi árs og þar með er málið afgreitt. Of lítið sparað Allt of lítið virðist gert til að skoða í i TÍwBHHr^-■ ^ v 1 11 Ví ■ Frá Alþingi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.