Tíminn - 09.11.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 09.11.1982, Blaðsíða 10
mmm ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1982. 10 heim ilistrm in n f umsjón: B.St. og K.L. Rannsókn á heilsufari aldraðs fólks í Reykjavík er að Ijúka: — segir í frétt frá Hjartavernd „Rannsóknin hefur gengið vcl, en hún hefur þó tekið lengri tíma en við áttum von á, sagði Arsæll Jónsson, læknir, þegar blaðamaður Heimilstímans leitaði upplýsinga hjá honum um hcilsufarsat- hugun á öldruðu fólki, sem fram hefur farið á Rannsóknarstöð Hjartavemdar. -Rannsóknin stendur yfir enn, en við reiknum með að henni Ijúki í þessari viku. Það hafa komið um 100 manns í þessa athugun, af 150 manna úrtaki 80 ára og eldri -Reykvíkinga, sem treystu sér til að koma í sams konar skoðun og almennt er framkvæmd í stöðinni. -Var nokkuð sérstakt, sem kom ykkur á óvart við þessa rannsókn? -Það má segja, að hafi komið nokkuð á óvart, hve margir úr þessum hópi voru furðanlega vel hressir og vel á sig komnir. Það er þó auðvitað margt' sem er að hjá sumum, eins og gengur þegar aldurinn er orðinn þetta hár. Félagsfræðingur heimsækir fólkið fyrir rannsóknina -Þórhannes Axelsson félagsfræðingur hefur heimsótt gamla fólkið á undan rannsókninni og ræðir við það þar og gerir fyrstu athugunina, sem gengur út á að huga að félagslegum aðstæðum fólksins. Síðan kemur til okkar kasta hér í Hjartavemd að kanna heilsufars- ástandið samkvæmt hinni stöðluðu rann- sókn sem hér hefur verið notuð undan farin 15 ár. Milli 20-30 þúsund íslending- ar hafa verið skoðaðir þannig á Rann- sóknarstöð Hjartaverndar. Vísindalegt gildi slíkrar könnunar hefur mikla þýðingu og rannsóknin á fólki yfir áttrætt hefur mikið gildi í samanburði á ýmsum aldurshópum. Lífslíkur miðaldra og eldri íslendinga hafa farið stöðugt vaxandi á undanförnum árum, jafnframt því að sjúkdómarnir breytast. Aðspurður um niðurstöður rannsókn- ar á öldruðu fólki sagði Ársæll að hann vonaðist til að heildarniðurstaða lægi fyrir tiltölulega fljótt, þar sem þetta væri tiltölulega lítill hópur. -Við höfum auðvitað safnað miklum upplýsingum og gögnum, sem þarfnast úrvinnslu, svo við höfum fengið ýmis aukarannsóknarefni, sem þarf að vinna betur úr. -Ætlið þið þá að halda áfram að rannsaka þennan hóp? -Það er ekkert ákveðið með það enn, en það væri vissulega áhugavert að fá að fylgjast með þessu fólki áfram, og við hefðum hug á því. Niðurstöðumar koma til með að vekja margar spumingar, og vonandi varpar rannsóknin skýrara ljósi bæði á félagslegt og heilsufarslegt ástand þessa fólks, sagði Ársæll. Jákvæð lífsskoðun er mikilvæg fyrir heilsuna -Finnst ykkur ástandið vera betra en búist var við? -Það má kannski segja það. Hjá mörgum er það svo, að þeir sjá um sig sjálfir, þrátt fyrir háan aldur og þessa krónísku sjúkdóma sem vilja fylgja ellinni. -Hvert er algengasta umkvörtunarefni hjá fólkinu? -Þau em svo margvísleg, - en það er kannski einna sárast fyrir okkur, sem tölum við þetta aldraða fólk þegar það kvartar um tilgangsleysi lífsins. Það er eins og sumum svíði það, að hætta störfum, og þyki sem þeir séu settir hjá og sjái þá engan tilgang í lífinu. Það er erfitt fyrir okkur að bæta úr því. Þetta er margt af þessu dugnaðarfólk, vinnu- þjarkar, sem eiga erfitt með að láta tímann líða í iðjuleysi og hafa ekki komist upp á lag með að nota tímann til góðs fyrir sjálfa sig. Svo em sem betur fer margir, sem halda jákvæðri lífs- skoðun og eru glaðir og ánægðir, og það er afar mikilvægt fyri heilsuna. Félagsfræðingurinn getur auðvitað ráðlagt því fólki, sem er einmana ýmislegt í viðtölum, en þetta er nú fyrst og fremst heilsufarskönnun, en ekki beint að við eigum að vinna að úrbótum. Þær koma svo vonandi í kjöifarið á rannsókninni. Sambandið við heimilis- lækni Ársæll læknir sagði að það væri eitt stórt atriði í þessari rannsókn, að þegar henni lyki væri send skýrsla til heimilis- læknis og viðkomandi er hvattur til að hafa samband við hann. „Sambandið milli læknis og sjúklings er ákaflega mikilvægt og þarna fær læknirinn allar niðurstöður heislufarsrannsóknarinn- ar,“ sagði Ársæll Jónsson læknir. í fréttatilkynningu frá Hjartavemd segir m.a.: „Aðaltilgangur með þessari könnun á heilsufari og aðstæðum aldraða fólksins er að fá samanburð við yngri aldurshópa sem rannsakaðir hafa verið eða rannsak- aðir verða á sama hátt. Sömuleiðis er gerð athugun á sjálfsbjargargetu , hátt- um og lffsþrótti fólksins. Reynt verður að fá svör við spumingum sem þessum: Hvers vegna hefur þetta fólk náð svo háum aldri? Hvemig er heilsufari fólks á þessum aldri háttað í raun og vem? Má telja þetta fólk forréttindahóp ? þar sem það lifir lengur en flestir aðrir?“ ■ Eftirmiðdagsstund ■ Hátúni 10B (Öldrunardeild Landspítalans) Ársæll læknir fylgist með þegar verið er að byrja bingó-keppni (Tímamyndir Guðjón) Ársæll Jónsson læknir. LÍFSLÍKU R MIÐALDRA OG ELDRI STÖÐUGT VAXANDI Sítrónu- búðingur ■ Sítrónubúðingur er frísklegur eftir- réttur eftir góða steik. í búðinginn þarf: 2 egg 11/4 dl. sykur rifínn börkur og safí úr 1 sítrónu 4 bl. matarlím 3 dl. þeytirjómi (2 1/2 dl. getur vel dugað) Þeytið fyrst eggjahvíturnar vel og síðan rjómann, hvert fyrir sig og setjið til hliðar. Þeytið þá eggjarauðurnar og sykurinn samanvið. Bleytið upp matar- límsblöðin og bræðið þau yfir vægum hita, og hrærið matarlíminu svo út í eggjarauðuhræmna. Allt er látlð bíða í nokkrar mínútur, en þá er öllu hrært varlega saman, og búðingnum hellt í form, sem áður hefur verið skolað með köldu vatni. Geymist á köldum stað (ekki þó í frosti) þar til á að bera búðinginn fram. Þá er losað varlega um brúnir búðingsins í forminu. Það er sett augnablik ofan í ílát með volgu vatni, en síðan er búðingnum hvolft á fat. Gott er að bera fram jarðarber, eða aðra niðursoðna ávexti með sítrónubúð- ingnum. Blúndukökur eða ískökur eru bomar með. ■ Sítrónubúðingurínn er skrautlegur, þegar rauð ber eru höfð innan í hringnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.