Tíminn - 09.11.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.11.1982, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1982. krossgáta 3954. Lárétt 1) Sjóferð. 6) Tog. 7) Tveir eins. 9) Öðljast. 10) Sperrtur. 11) Hasar. 12) Stafrófsröð. 13) Gyðja. 15) Venja við. Lóðrétt 1) Unna. 2) Stafrófsröð. 3) Fugl. 4) Þófi. 5) Gljúfrin. 8) Orka. 9) Fát. 13) 550.14) Sigurður Guðmundsson. Ráðning á gátu no. 3953. Lárétt 1) Rukkara. 6) Kal. 7) Sæ. 9) AU. lo) Truntur. 11) Ið. 12) ÐÐ. 13) Eða. 15) Greiður. Lóðrétt 1) Ræsting. 2) KK. 3) Kannaði. 4) Al. 5) Afurðir. 8) Ærð. 9) Auð. 13) EE. 14) Að. bridge ■ í leik fslands við breska sveit (Coyle, Shenkin, Hacket, Collings og Hoffman) á Heimsmeistaramótinu í Biarritz kom fyrir spil þarsem óheppileg vörn hjá Guðmundi og Jakob kostaði geim- sveiflu. Eftir spilið vildu þeir meina að hvor um sig hefði getað gert betur og þegar spilið var athugað nánar kom í ljós að báðir höfðu rétt fyrir sér. Norður. S. KG6 H. AG87 T. 75 L. K865 S/NS Vestur. Austur. S.9754 S.AD8 H.63 H. 954 T. 86 T. KD93 L. AD1073 Suður. S. 1032 H. KD102 T. AG1042 L.2 L.G94 Við annað borðið spiluðu Hermann og Ólafur 4 hjörtu í norður og þegar suðurspilin sáust var ekki erfitt fyrir vestur, þegar hann var inni á laufás, að spila spaða í gegn og taka spilið 1 niður. Við hitt borðið opnaði Hacket í suður á 1 hjarta, Hoffman hækkaði í 3 hjörtu og Hacket bætti því4rða við. Jakob spilaði út tígulsexunni og Hacket tók drottninguna með ás. Hann spilaði næst hjarta á ásinn og síðan tígli úr borði. Guðmundur fór upp með kóng, og þarsem Jakob varð að eiga innkomu á laufás tilað spila spaða í gegn spilaði Guðmundur laufníunni til baka og ætlaðist auðvitað til að það yrði tekið sem hliðarkall fyrir spaða. En miðað við spilin hjá Jakob var mikið líklegra að Guðmundur ætti einspil í laufi. Hann stakk því upp ás og spilaði meira laufi og nú átti sagnhafi 10 slagi. Guðmundur hélt því fram að ef hann hefði viljað fá laufstungu þá hefði hann tekið á spaðaásinn áður en hann spilaði laufi. Og Jakob hefði orðið að reikna með því að spaðaásinn væri í austur, annars ætti vörnin aðeins 3 slagi (tígul- slag, laufás og laufstunga). Jakob viður- kenndi þetta en benti líka á að Guð- mundur hefði getað auðveldað stöðuna með því að spila tígulkóngnum í fyrsta slag. Þegar hann fengi seinna á tígul- drottninguna og spili laufi væru allar líkur á að Jakob gæti séð að Guðmundur var með eitthvað annað í huga en laufstungu. Þetta eru óneitanlega gild rök hjá báðum og það eru margar svipaðar vamarstöður til. Hæ, Bonný, ég var aðV^ Fimm kiló!!! Vkvað ætlarðu vigta mig og ég er / Þaðheíst upp úr gera j málinu? fimm kilóum þyngri / mat mihi mala kok; en ég á að vera!/Vum °g rjómais — Hvernig stendur á þessu maöur, þú drekkur og drekkur en hallast ekki einu sinni? með morgunkaffinu - Ég vil ekki vera að kvarta, - en er ekki hægt að færa kortið...?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.