Tíminn - 09.11.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 09.11.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDD? Skemmuvegi 20 • Kopavogi Simar (91)7 75-51 & 7-80-30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bila til niðurrif; Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armúla 24 36510 Ungkratar höfðu sitt fram ■ Dropar greindu frá því fyrir helgi að ungkratar hygð- ust æskja þess að fulltrúatala þeirra á nýliðnu flokksþingi um helgina miðaðist við í- myndaðan fjölda kjósenda Al- þýðuflokksins við síðustu kosningar sem ætla mætti að væru á ungkrata-aldri. Kjör- nefnd þingsins þurfti að taka afstöðu til þessa erindis og voru uppi skiptar skoðanir um það. Það sem skipti þó sköpum var að ungliðarnir mættu með aUa sína fuUtrúa á þingið áður en nefndinni hafði tekist að taka afstöðu tU erindisins. Treysti nefndin sér ekki til að reka helming þeirra heim aftur, og því varð úr að hún samþykkti útreikninga þeirra. Þessi tilhögun ungkrata átti m.a. að tryggja að Vilmundur Gylfason hlyti örugga kosn- ingu í embætti varaformanns flokksins, en sú von brást þannig að segja má að ungkrat- arnir hafi bæði haft sigur og ósigur út úr málatUbúnaði sínum. Davíö karlmenni ■ A síðasta borgarstjórnar- fundi var tekin fýrir tUlaga um endurskipun Jafnréttisnefndar Reykjavíkur. Nýverið skUaði gamla Jafnréttisnefndin frá sér ítarlegri könnun á jafnréttis- málum í höfuðborginni, þar sem kemur í Ijós að víða er pottur brotinn á kostnað kvenmanna í jafnréttismálum, þó dæmi finnist þess að niður- stöður séu með öfugum for- merkjum. Nokkrir kvenkyns borgar- fulltrúar stigu í pontu og fóru að ræða jafnréttiskönnunina efnislega samhliða tUlögunni um endurskipun nefndarinnar. Mætti það nokkrum kulda af hálfu fundarstjóra sem minnti þær á að málið væri ekki á dagskrá, heldur undir öðrum Uð. Gerður Steinþórsdóttir bar þá fram viðaukatUlögu sem fólst í því að hin nýja Jafn- réttisnefnd myndi einbeita sér að því að skUa af sér tUlögum á grundveUi fyrmefndrar at- hugunar sem verða mættu tU aukins jafnréttis í höfuðborg- inni. Var tUlagan rædd, en enginn karlmaður lagði orð í belg. Fór svo að lokum að Gerður Steinþórsdóttir sté upp í pontu á ný og spurðist fyrir um hvort enginn karlmaður ætlaði virki- Þessar bækur búa allar yfir ákveðnum léttleika, og ég er þeirrar skoðunar að það sé þörf á slíku, þar sem svartsýni og dumbungur ríkir.“ „Dætumar neituðu að trúa því að ég hefði skrifað bókina“ Aðspurður um það hvort Mömmu- strákur væri barnabók fyrir böm á öllum aldri, sagði Guðni Kolbeinsson: „Ég skrifaði bókina með það fyrir augum áð allir gætu haft gaman af, en jafnframt dregið einhvem lærdóm af bókinni - vonandi." - Er það rétt að dætur þínar hafi aðstoðað þig við samningu bókarinnar? „Ég las hvern kafla fyrir dætur mínar þrjár, sem eru 4, 8 og 10 ára, en sonur minn var svo heppinn að vera í sveit, þannig að hann slapp. Nú, ég las fyrir þær og sagði þeim að þetta væri úr bók sem ég væri að þýða, til þess að ég fengi hlutlausa umfjöllun. Ég reyndi að fylgj- ast grannt með dætrunum þegar þær vom að hlusta, óg þegar mér fannst sem þær væru í daufara lagi, þá fór ég yfir kaflann á nýjan leik og breytti jafnvel einhverju. Þegar ég sagði svo dætrum mínum að ég væri höfundurinn að Mömmustrák, þá neituðu þær að trúa mér.“ „Lygasaga frá upphafi til enda“ Jón Ormur Halldórsson, aðstoðar- maður forsætisráðherra var að því spurður hversu mikið hann og aðalsögu- hetjan í bók hans ættu sameiginlegt, en söguhetjan er deildarstjóri í ráðuneyt- inu: „Þetta er lygasaga frá upphafi til enda, en ég nýti að sjálfsögðu þá þekkingu sem ég hef aflað mér, og ég geri ráð fyrir að svo sé um alla sem skrifa - þeir skrifa út dropar frá eigin reynslu og þekkingu.“ Jón Ormur var að því spurður hvers vegna hann hefði skrifað þessa bók: „Það hefur lengi blundað í mér að skrifa þessa bók, og ég geri ráð fyrir að þegar hugmyndimar vom orðnar nokkuð mótaðar, þá hafi ég verið reiðubúinn að festa þær á blað.“ - Hvemig getur aðstoðarmaður forsætisráðherra fundið sér tíma til þess að skrifa heila skáldsögu: „Ég sef minna en flestir aðrir menn, ekki nema 4 til 5 tíma á nóttu. Þessi bók er því skrifuð að mestu leyti fyrri hluta nætur og svo yfirfarin um helgar. Nei, forsætisráð- herra ritskoðaði bókina ekki - hann las hana á Þingvöllum nú um helgina.“ „Maðurinn sem segir frá, hann er ég...“ Bók Sæmundar Guðvinssonar, Við skráargatið er flokkur smásagna sem em tengdar saman í tíma og rúmi. Ixsand- inn kynnist venjulegri fjölskyldu í Reykjavík og er ýmsum atvikum bmgðið upp í spéspegli. Sæmundur var að því spurður hvort þarna væri um hans eigin fjölskyldu að ræða: „Ja, fjölskyldan er aldrei nefnd á nafn, en maðurinn sem segir frá, hann er ég... Ég segir nú ekki að ég hafi upplifað eða reynt allt sem þama er greint frá, en margt hef ég reynt sjálfur, og ef mér hefur þótt ástæða til, þá hef ég lagað söguna aðeins til, eða bamað söguna eins og það eí kallað. Mér hefur alltaf þótt gaman að spekúlera í fólki og litlu atvikunum sem gerast allt í kring um okkur, og það má sennilega segja að þessi bók sé að mestu leyti afrakstur þessara spekúlasjóna minna.“ - AB ■ Eitt allra yngsta forlag landsins, bókaforlagið Vaka, í eigú Olafs Ragn- arssonar, sem stofnað var í fyrra, haslaði sér þá þegar traustan völl í bókaútgáfu landsmanna, og ekki virðist hugurinn í Ólafi og starfsmönnum hans minni nú, því á þessu ári gefur Vaka út 30 bókatitla, og þar af koma 14 út nú fyrir jólin. Þeir bókatitlar hjá Vöku sem vekja hvað mesta athygli manna að þessu sinni eru „Mömmustrákur" eftir Guðna Kol- beinsson, „Spámaður í föðurlandi" eftir Jón Orm Halldórsson og „Við skráargat- ið“ eftir Sæmund Guðvinsson. Vaka hélt í gær fund með fréttamönnum, þar sem þessir þrír menn sem eru nú allir að stíga sín fyrstu spor sem rithöfundar, en eru þjóðkunnir fyrir önnur störf sín, voru mættir ásamt Ólafi Ragnarssyni. lega að tjá sig um þetta mái. Heyrðist þá í Davíð borgar- stjóra: „Eg telst til þeirra ennþá.“ Var hann þá að vitna til þess að fyrr við umræðuna gerði hann grein fyrir kostnaði við gerð jafnréttisathugunar- innar, og taldi það greinilega gott innlegg í jafnréttisum- ræðuna. Krummi ... ...er að velta því fyrir sér hvort ákvörðun forsætisráðherra um að fara ekki í prófkjör reynist „lygasaga frá upphafi til enda“ eins og saga aðstoðarmanns forsætisráðhcrra. Ífiitiiw ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER fréttir Fjöldi innbrota í höfuðborginni ■ Á annan tug innbrota voru kærð til rannsóknarlögreglu ríkis- ins um og eftir helgina. Þjófar voru á ferð í versluninni við Garðastræti 2 í Reykjavík. Höfðu þeir á brott með sér talsvert af peningum. Skemmdarfýsn réði ferð þeirra sem brutust inn í Ölduselsskóla, þar voru nokkrar hurðir stórskemmdar. Tvær bíla- sölur, Bílasala Garðars og Bílasal- an við Barnónsstíg 78, voru heim- sóttar af innbrotsþjófum, tveimur ungum mönnum, sem voru staðnir að verki á Barónsstígnum. Ekið var á bílskúrshurð Nýbarðans við Borgartún í Reykjavík og síðan farið inn. Næturvörður í nærliggj- andi húsi varð hávaða var og lét lögregluna vita. Tókst henni að handsama sökudólginn. ' Þjófar voru á ferð í versluninni Breiðholtsblóm við Amarbakka 2 í Breiðholti. Engu var stolið svo vitað sé. Þá var farið í bama- heimilið Iðuborg við Iðufell, talsvert var rótað og skemmt. Þjófar vom gripnir eftir að þeir höfðu brotist inn í Garðahéðin í Garðabæ og verkstæði í sama húsi. Útihurðin á dekkjaverkstæð- inú Barðinn við Skútuvog var sprengd upp. Einhverju stolið. Lögreglunni hefur tekist að upp- lýsa málið. Loks var miili 20 og 30 vindlingjalengjum stolið úr Skeif- unni við Tryggvagötu. - Sjó. Bflvelta í Hvalfírði ■ Bílvelta varð við Kiðafell í Hvalfirði á sautjánda tímanum í gær. Vólkswagen bíll valt út af veginum og fór að minnsta kosti tvær veltur. Ökumaðurinn var Ðuttur á slysadeild í Reykjavík. Ekki var vitað hverslu alvarleg meiðsli hans vom þegar Ttminn talaði við Iögregluna í Hafnarfirði í gær. - Sjó. Þjófar stórskemmdu fímm tonna trillu ■ Fimm tonna splunkunýrri plast- trillu (að verðmæti um 700 þús. kr. með tækjabúnaði) var stolið frá smábátabryggjunni á Akureyri að- faranótt s.l. sunnudags, henni strandað og síðan skilað aftur stórskemmdri. Er eigandinn kom á sunnudag hékk trillan eiginlega í landfestun- um marandi í hálfu kafi. Eftir dælingu komu í ljós mörg smágöt á botni hennar og síðan greinilegt far eftir að hún hefði tekið niðri þegar hún hafði verið tekin á land. Þykir stuldur og síðan strand eina skýringin á skemmdunum. -Sjó. „Leggjum áherslu á að koma á framfæri nýjum höfundum“ Ólafur Ragnarsson sagði m.a: „Við hjá Vöku leggjum áherslu á að koma á framfæri nýjum höfundum, ogvarðandi þessi þrjú verk sem við kynnum hér í dag, þá hefur verið um ákveðið frum- kvæði af hálfu forlagsins að ræða því við höfum haft samband við höfundana og knúið á urri að þeir skrifuðu þessi ágætu verk, eða lykju því verki sem þeir væru byrjaðir á. ■ Það má vart á milli sjá hver kappanna er stoltastur: Sæmundur með Við skráargatið, Jón Ormur með bók sína Spámaður í föðuriandi, Ólafur Ragnarsson, útgefandi bókanna og Guðni með Mömmustrákinn sinn. Tímamynd G.E Vaka kynnir þrjá íslenska höfunda: ER LYGASAGA UPPHAFI TIL ENDA 7 — segir Jón Ormur Halldórsson um bók sína Spámadur í födurlandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.