Tíminn - 09.11.1982, Qupperneq 1

Tíminn - 09.11.1982, Qupperneq 1
Welshman frá Wales vann ■ Á laugardaginn fór fram afmælis- mót Borðtennissambandsins í 1- þróttahúsi Kennaraháskólans. Þeir Dave Welshman og David McElroy léku til úrslita í einliðaleik karla og sigraði Welshman, sem er frá Wales með þremur lotum gegn tveimur. Skotinn komst í 2-0, en Walesmaður- inn tók sig þá saman í andlitinu og náði að sigra í þremur síðustu lotunum. í kvennaflokki sigraði Ragnhildur Sigurðardóttir eftir úrslitaleik við Ástu Urbancic. Sigraði Ragnhildur með þremur lotum gegn engri. Oruggur sigur. ísland lenti í 4. sæti í Svíþjód ■ Um helgina fór fram Norður- landameistaramót stúlkna í hand- knattleik í Lidköping í Svíþjóð. íslenska liðinu gekk ekki nógu vel, en það hafnaði í Ijórða sæti. Þær unnu einn leik gegn finnsku stúlkun- um með 24 mörkum gegn 13. Fyrsti leikur liðsins var gegn Svíum og sigruðu sænsku stelpumar með 17 mörkum gegn 10 eftir að íslenska liðið hafði staðið í því sænska lengi framan af. Leikurinn gegn Dönum var sá slakasti hjá íslenska liðinu, en þá töpuðu þær með 32 mörkum gegn 11. Síðasti leikurinn var síðan gegn norsku stelpunum og þá tapaði Island með 16 mörkum gegn 11. Flest mörk íslenska liðsins skoraði Eria Rafnsdóttir eða 12 talsins. Ásta Sveinsdóttir skoraði 10 mörk í keppninni, en aðrar stúlkur færri. Pétur Gudmunds son í lands liðshópn- um hjá Dooley ■ „Mér líst mjög vel á þessa leikmenn og hlakka til að vinna með þeim,“ sagði Jim Dooley landsliðs- þjálfari um landsliðshóp þann sem hann hefur valið fyrir verkefni vetrar- ins. Hann hyggst velja 16 leikmenn, en ennþá hefur hann ekki náð til nema 14 þeirra sem í hópnum verða. Þeir leikmenn sem hann hefur valið eru: Kristinn Jörundsson, ÍR, Hreinn Þorkelsson, ÍR, Ríkharður Hrafn- kelsson, Val, Torfi Magnússon, Val, Kristján Ágústsson, Val, Símon Ólafsson, Fram, Þorvaldur Geirsson, Fram, Valur Ingimundarson UMFN, Axel Nikulásson, ÍBK, Jón Kr. Gíslason ÍBK, Pálmar Sigurðsson Haukum, Jón Sigurðsson KR, Pétur Guðmundsson og Jónas Jóhannsson Reyni Sandgerði. Tveir leikmenn hafa verið valdir, en Dooley hefur ekki náð að hafa samband við þá og verða nöfn þeirra því ekki tilkynnt fyrr en síðar. Það vekur athygli að Pétur Guð- mundsson skuli vera kominn í landsliðshópinn aftur og það ætti að auka möguleika liðsins á góðum árangri í vetur. sb Bædi Amór og Lárus skomðu Waterschei í efsta sæti í Belgíu ■ Lárusi Guðmundssyni og Arnóri Guðjohnsen tókst báðum að skora góð mörk í leikjum með liðum sínum í Belgíu um helgina. I.árus sem leikur með Waterschei skoraði eitt marka Waterschei gegn Beerschot en lið Lárusar sigraði með þremur mörkum gegn tveimur. Það var ekki nóg með að Lárus skoraði sjálfur, heldur lagði hann annað upp fyrir félaga sinn Voordeckers. Með sigri sínum í þessum leik er Waterschei kontið í efsta sæti.í belgísku deildar- keppninni, með jafn mörg stig og Standard. Arnór og félagar hans hjá Lokeren léku gegn Kortrijk og sigraði Loker- en með fjórum mörkum gegn engu og skoraði Arnór eitt þessara fjögurra marka. Arnór lék að vanda á miðjunni og þótti eiga mjög góðan leik. Lið Péturs Péturssonar Antwerp- en lék gegn Waregam á útivelli, en leiknum lauk með markalausu jafn- tefli, en Pétur fékk mjög gott tækifæri, en markverði Waregen tókst að koma í veg fyrir mark. CS Brugge, sem þeir Sævar Jóns- son og Ragnar Margeirsson leika með gerði einnig markalaust jafn- tefli, og sama var upp á teningnum hjá Tongeren, en með því leikur Magnús Bergs. Standard sigraði Beveren 2-0 og Anderlecht gerði jafntefli gegn FC Brugge 1-1. Þetta var síðasti leikur Lárusar með Waterschei um sinn, en hann var dæmdur í fjögurra leikja keppnis- bann eftir að honunt hafði verið vísað af leikvelli fyrir skömmu. Þess vegna getur hann ekki leikiö næstu fjórar vikur, en það er lán í óláni hjá honum, að hann hefur átt við meiðsli að stríða, en keppnisbanniö tryggir að hann njóti þeirrar hvíldar sem hann þarf til að jafna sig af mciöslun- um. ■ Óskar Þorsteinsson var einn sterkasti leikmaður íslenska liðsins á Norðurlandamótinu fyrir leikmenn 21 árs og yngri sem fram fór í Laugardalshöll um helgina. Sagt er frá keppninni á síðu 13. Bikarkeppni KKÍ Tveir stór- leikir í 1. um ferð ■ Bæði Njarðvík og Fram og Valur og KR A drógust saman er dregið var í bikarkeppni KKI í gær. Þetta eru fjögur af sterkustu liðum landsins og víst er að tvö þeirra komast ekki í 2. umferð bikarkeppninnar. Annars drógust eftirtalin lið saman: KR B-Þór Hörður-ÍBK UMFN-Fram HK-Haukar Breiðablik-ÍR ÍA-UMFG Valur-KR A ÍS situr yfir í 1. umferð. Leikjum umferðarinnar skal vera lokið fyrir 20. janúar næstkomandi. í meistaraflokki kvenna leika Haukar og Njarðvík, en KR og ÍR mætast í hinum leiknum, en aðeins flmm lið taka þátt í kvennakeppninni og situr ÍS hjá þar eins og í karlaflokki. ■ Amór Guðjohnsen skoraði gott mark fyrir Lokeren. UOFNUNARMARK ATU Tryggði Fortuna Dusseldorf annað stigið Borussia Dortmund skoraði ellefu mörk ■ Þegar innan við ein mínúta var til leiksloka í leik Werder Bremen og Fortuna Dússeldorf og staðan var jöfn, eitt mark gegn einu tókst Werder Bremen að skora og þar með var staðan 2-1 og aðeins örfáar sekúndur til leiksloka. Þessar sekúndur notuðu leik- menn Dússeldorf til hins ýtrasta og tókst Atla Eðvaldssyni að skora jöfnunar- markið rétt áður en dómarinn flautaði til merkis um að leiknum væri lokið. Atli hefur reynst liði sínu drjúgur liðsmaður að undanfömu og hefur skorað mörg mikilvæg mörk, sem hafa bætt stöðu liðsins á botni þýsku Bundesligunnar. Ásgeir Sigurvinsson lék ekki með Stuttgart gegn Hamborgarliðinu, en Hamborg sigraði með tveimur mörkum gegn einu. Þar skoraði Horst Hrumesch bæði mörk Hamborgarmanna, en Dieter Six skoraði eina mark Stuttgart.' Markvörður Hamborgarliðains þótti verja vel undir lok leiksins er Stuttgart sótti ákaft til að jafna metin. Bayern Munchen sigraði Hertha Ber- lin með þremur mörkum gegn engu og skoruðu Breitner, Rummenigge og Aug- enthaler mörk liðsins. Stærsti sigurinn var sigur Borussia Dortmund á Armenia Bieldfeld, en þar skoruðu leiklmenn Dortmund ellefu mörk en andstæðingar þeirra eitt. Þeir náðu reyndar forystunni í leiknum, en síðan ekki söguna meir. Manfred Búrgs- múller skoraði fimm mörk fyrir Dortmund. Með þessum sigri er Dortm- und í efsta sætinu í Bundesligunni með 19 stig og Hamborg er einnig með 19 stig, en aðeins verri markatölu. í þriðja sæti er Bayern Múnchen, Köln í fjórða og Stuttgart svo í fimmta sæti. sh/mól ■ Atli Eðvaldsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.