Tíminn - 09.11.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.11.1982, Blaðsíða 2
íþróttir UPP OG NIÐUR Þegar Fram sigradi Njarðvík í mjög sveiflukenndum leik 95:92 ■ Þaö var gífurleg spenna þegar aðeins tvær sekúndur voru til leiksloka í leik Njarðvíkinga og Framara í Njarðvík á laugardaginn og staðan var 85-83 Fram í hag og Njarðvíkingar voru með knöttinn. Þeir nýttu þessar tvær sekúnd- ur vel, því Alex Gilbert tókst að k oma knettinum rétta leið áður en flautað var til leiksloka og framlenginu þurfti til að fá úrslit. í framlengingunni tókst Fram að knýja fram sigur, sem er ekki á allra færi í Njarðvík. Lokatölur leiksins urði 95 stig gegn 92. í upphafi var leikurinn mjög jafn og svo virtist sem sú yrði raunin í leiknum í heild. Jafnt var á öllum tölum þar til staðan var 18-18, en þá tóku Framarar mikinn fjörkipp og komust 30 stig yfir Njarðvík þegar munurinn varmestur.En undir lok fyrri hálfleiksins tóku Njarð- víkingar vel við sér og minnkuðu m uninnj' 13 stig. í síðari hálfleiknum minnkuðu Njarð- víkingar muninn í 7 stig, en áfram héldu Framarar Sunnanmönnum í hæfilegri fjarlægð að því er stigaskor snerti. Munurinn var ekki mjög mikill, en þó allt upp í ellefu stig, en áður en yfir lauk tókst Njarðvíkingum að jafna metin enda þótt það væri á elleftu stundu. En það nægði þeim þó ekki. Stigahæstur leikmanna á vellinum á laugardaginn var Alex Gilbert hjá Njarðvík, sem skoraði 42 stig, en hann ásamt Gunnari Þorvarðarsyni voru bestu menn Njarðvíkinga. Hjá Fram var Brazy bestur og liðið hefur breyst mjög til batnaðar með tilkomu hans. Hann skoraði 32 stig og var stigahæstur hjá Fram, en næstur honum kom Símon Ólafsson með 21 stig. Axel Nikulásson skýtur á körfuna í leiknum gegn KR. NAIIMUR SKURHJáKR Jón Sigurdsson skoraði sigurkörfuna á elleftu stundu ■ Það var mikil spenna í íþróttahúsinu þegar leið að lokum leiks KR-inga og Keflvíkinga í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik á sunnudaginn. Þegar hálf önnur mínúta var til leiksloka var staðan 73-72 Keflvíkingum í vil, en KR-ingar með knöttinn. Rétt áður en flautað var til leiksloka reyndi Stewart Johnson svo skot og hitti ekki. Jón Sigurðsson náði frákastinu og afgreiddi knöttinn rétta leið og halaði þar með inn tvö stig í spennandi og vel leiknum leik. Tim Higgins lék ekki með Keflavík, en hann fór af landi brott í vikunni án þess að gefa á því neinar skýringar og kom ekki til leiks á sunnudag. Var þar skarð fyrir skildi hjá „sunnanmönnum“. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og þess vegna hefði úrslitin getað orðið á báða vegu. En það voru KR-ingar sem voru í hlutverki sigurveg- arans, öfugt við það sem gerðist í leiknum gegn Njarðvík á miðvikudag, en þá töpuðu þeir jafn naumlega og þeir unnu Keflavík. Hjá KR var Johnson stigahæstur, enda þótt hann sýndi engan stjörnuleik og næstur honum í skorinu kom Kristján Rafnsson með 14. Hjá Keflavík léku þeir Þorsteinn Bjarnason og Axel Niku- lásson best og vár Þorsteinn stigahæstur með 19 stig, en Axel skoraði 18. Það var greinilegt að Keflvíkingar ætluðu ekki að láta fjarveru Higgins hafa nein áhrif á úrslit leiksins, enda munaði ekki miklu er upp var staðið. sh 13 >róttir TÓLF vm MISNOTUÐ! — ísland náði aðeins þriðja sæti á Norðurlanda móti pilta 21 árs og yngri ÞÓR MEÐ TVO SIGRA ■ 1. deildarlið Þórs frá Akureyri lék tvo leiki í Borgamesi gegn Skallagrími um helgina. Norðanmenn sigruðu í þeim báðum, hinum fyrri með 93 stigum gegn 79, en í síðari leiknum sem leikinn var klukkan 11 á sunnudagsmorgun með 114 stigum gegn 76. Stórsgur. Robert McField skoraði 47 stig á laugardag- inn, en 63 á sunnudag, þannig að samtals skoraði hann 110 stig í þessum tveimur leikjum, sem telst nokkuð gott. Hjá Skalla- grími var Guðmundur Guðmundsson stigahæstur í fyrri leiknum með 30 stig, en í þeim síðari var Hafsteinn Þórisson með 21 stig. Á föstudagskvöldið léku Haukar og Grindavík og sigmðu Haukar, sem hafa fullt hús í 1. deild með 79 stigum gegn 63. Þar var Pálmar Sigurðsson stigahæstur hjá Haukum með 24 stig, en í liði Grindvíkinga var Saises stigahæstur og gerði 28 stig. Létt hjá Val Unnu ÍR 99:73 í körfuknattleik ■ Valsmenn unnu mjög öruggan sigur á ÍR-ingum í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik á laugardaginn. Þeir höfðu forystu allan leikinn en í fyrri hálfleik var aldrei mikill munur á liðunum. En í þeim síðari tóku Valsmenn af skarið og lokatölur leiksins urðu 99 stig gegn 73 þefm í vil. ÍR-ingar máttu greinilega ekki við því að missa þá Kristin Jörundsson og Hrein Þorkelsson útaf snemma í leiknum vegna meiðsla, en þeir léku ekkert í síðari hálfleik. Hjá Val var Tim Dwyer stigahæstur eins og svo oft áður, en hann skoraði 25 stig. En ekki langt á eftir honum kom Jón Steingrímsson með 20 stig og lék hann sinn besta leik í langan tíma. Þar með eru ÍR-ingar án stiga í úrvalsdeildinni, en Valsmenn og Kefl- víkingar tróna í toppsætinu með 8 stig, en bæði liðin hafa tapað einum leik. Staðan ■ Staðan í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik er sem hér segir: Valur Keflavík Njarðvík KR Fram ÍR 4 1 458-400 8 4 1 441-403 8 3 3 526-515 6 3 2 434-431 6 2 3 427-439 4 0 6 444-542 0 ■ íslendingum gekk erfiðlega að finna rétta leið fyrir boltann í netið hjá andstæðingum sínum á Norðurlanda- móti leikmanna 21 árs og yngri sem fram fór um helgina. Hvorki fleiri né færri en 12 vítaköst fóru forgörðum og það munar um minna í keppni við sterkar þjóðir í handknattleiknum eins og Dani og Svía. Enda má segja, að það ásamt óöguðum leik síðust mínúturnar hafi gert útslagið í leiknum gegn Dönum. Þá náði íslenska liði forystu þegar 8 mfnútur voru til leiksloka, en fum og fát olli því að þeim tókst ekki að nýta sér hana til sigurs og misstu leikinn niður og töpuðu með tveimur mörkum. Það má segja að það sem sett hafi íslenska iiðið niður í þriðja sætið hafi verið skortur á skyttum og einnig var það vandamál, að andstæðingarnir höfðu mjög gott lag á að klippa á hommennina og gera þá nær óvirka. Það sem helst gladdi augað var mikið af skemmtilegum línusendingum á Þorgils Óttar Mathiesen sem nýtti margar þeirra til marka, en hann skoraði alls 14 mörk í leikjunum fjórum, þar af sex gegn Dönum, en þá sýndi hann mjög góðan leik. Flest mörk íslendinga í keppninni skoruðu Þorgils Óttar 14 og Hermann Björnsson og Óskar Þorsteinsson skoruðu jafn mörg. Guðmundur Al- bertsson skoraði 13, Willum A. Þórsson 6, Jakob Sigurðsson og Júlíus Jónasson 3 hvor, Geir Sveinsson 2 mörk og Jóhannes Benjamínsson eitt mark. Markahæstir leikmanna á mótinu urðu Finninn Mikael Kallman, en hann skoraði 22 mörk, Jan Rundhove skoraði 17 en hann er norskur og Lars Ahlert Svíþjóð skoraði jafn mörg. Þeir Jonas Sandberg frá Svíþjóð og Svein Fossheim Noregi skoruðu 16 mörk hvor. Úrslit einstakra leikja á mótinu urði sem hér segir: Ísland-Noregur 20.T8 Danmörk-Svíþjóð 22-17 Ísland-Finnland 19-19 Danmörk-Noregur 17-15 Danmörk-ísland 21-19 Svíþjóð-Finnland 19-16 Svíþjóð-Noregur 26-25 Danmörk-Finnland 22-20 Svíþjóð-Ísland 30-22 Noregur-Finnland 22-18 Með því að sigra Finna tryggðu Norðmenn íslendingum þriðja sætið í keppninni, en Danir urðu Norður- landameistarar og Svíar urðu í öðru sæti. Fer Stielike til Stuttgart? Uli Stileke ■ Miklar líkur eru nú taldar á að Uli Stileke sem nú leikur með Real Madrid, en er einn fremsti varnar- maður Vestur-Þjóðverja snúi senn heim til Þýskalands og muni þá leika með liði Asgeirs Sigurvinssonar Stuttgart. Stileke er góður vinur þeirra Försterbræðra sem leika með Stutt- gart og þýska landsliðinu og sagt er að þeir hafí að undanförnu róið að því öllum árum að fá Stileke til liðs við félagið. Stileke hefur vegnað vel á Spáni og heft góðar tekjur af knattspyrnu, svo góðar að hann sé fús að snúa aftur heim, enda þótt tekjumöguleikar þar séu ekki eins miklir og á Spáni. Þeir -pörsterbræður álíta, að ef Stiieke komi til liðs við Stuttgart megi reikna með að vörn liösins verði nánast óvinnandi, en þeir bræður og Stileke eru uppistaðan í vörn lands- liðs Vestur-Þýskalands. Þeir bestu og þeir grófustu ■ Þeim leikmönnum sem best þóttu leika í Norðurlandamótinu um helgina voru veitt sérstök verðlaun sem SIS gaf í tilefni af keppninni. Sérstök dómnefnd, skipuð landsliðs- þjálfurum íslands, Svíþjóðar og Noregs valdi besta markmanninn, besta vamarleikmanninn og besta sóknarleikmanninn. Besti markvörðurinn var Norð- maðurinn Espen Karlsen, besti vam- arleikmaðurinn var Lars Ahlert Sví- þjóð og bestur sóknarleikmanna var kjörinn Daninn Michel Fenger. Þá var norska Iiði2 prúðasta liðið í keppninni, en þeir vom samtals reknir út af í aðeins 18 mínútur. Finnar og Svíar voru sendir til kælingar í 26 mínútur, Danir í 28 mínútur, en íslendingar voru látnir hvQa sig og róa í 32 mínútur, eða rúman einn hálfleik. Fjórir sigrar hjá ÍS ■ 1. deildarlið stúdenta í karla- og kvennaflokki gerðu sér ferð til Akur- eyrar um helgina og léku þar tvo leiki hvort lið. Karlamir léku fyrri leik sinn gegn Bjarma úr Fnjóskadal og sigraði IS 3-0. Stúdentamir unnu hrinumar 15-12,15-2 og svo aftur 15-12. UMSE voru andstæðingar karl- anna í seinni leiknum og urðu úrslit á sama veg 3-0 ÍS í hag. Þar lauk hrinunum' 15-7,15-9 ogloks 15-10. Stúlkurnar léku við KA tvo leiki. Þeim fyrri lauk með 3-0 sigri, en þá urðu lokatölur 15-4,15-10 og 15-7. í seinni leiknum var meira kapp í norðandömunum og sigraði ÍS þá eina hrinuna 16-14 eftir að KA hafði verið yfir fram undir lok hennar. Hinum hrinunum lauk 15-11 og 15-4. gk/Akureyri/sh. Higgins farinn frá Keflavík, yfirlýsing frá ÍBK ■ Vegna þess ástands sem nú er komið upp hjá félaginu varðandi brottför hins bandaríska þjálfara/ leikmanns okkar og þess orðróms sem komist hefur á kreik í kríngum þetta mál, telur stjórn KKRK það skyldu sína að upplýsa stuðnings- menn sína um hvað raunverulega gerðist. Til að byrja með, er nú Ijóst að hinn bandaríski þjálfari okkar, Tim Higgins, mun ekki framar starfa fyrir IBK þar sem hann hefur nú yfirgefið félagið og Ijóst er að ekki er lengur vilji til samstarfs af hálfu hans né okkar. Mál þetta er þannig til komið að okkur hafði boríst til eyrna sá orðrómur að Tim hefði hug á að yfirgefa félagið og fara til Bandaríkj- anna. Voru ýmsar ástæður tilgreind- ar i þeim efnum. 1. nóv. s.l. fórum við því á fund hans til að fá upplýst hvað til væri í þessu. Tjáði hann þá okkur að hann þyrfti að yfirgefa landið næsta dag þar sem heima fyrír biðu hans persónuleg vandamál sem hann gæti ekki leyst á annan hátt en að fara heim og takast á við þau. Tjáði hann okkur ennfremur að hann myndi koma til Islands aftur fyrír næsta leik ÍBK þann 7. nóvem- ber og að engin vandamál væru tengd starfi hans hér á landi. Þar sem samskipti okkar höfðu fram til þessa tíma veríð m jög göð og byggð á gagnkvæmu trausti, töldum við að lionuni væri treystandi í þessum efnum og miðuðum okkar ákvarðanir við það. Þegar hann síðan mætti ekki fyrir leik okkar við KR 7. nóv. s.l., höfðum við samband við hann og tjáði hann okkur þá að mjög ólíklegt væri að hann hefði vilja til að starfa hér á landi áfram, en tilgreindi ekki neinar ástæður fyrír þessari skoðun sinni. Vegna þeirrar óvissu sem nú er upp komin hefur stjóm KKRK ákveðið að leita eftir öðrum þjálfara/ leikmanni til að taka við starfi Tims. Stjórnin harmar mjög þá stöðu sem nú er komin upp, því Tim hafði náð mjög góðum árangri í starfi sínu bæði sem þjálfari og leikmaður. Ennfrem- ur vonum við að stuðningsmenn liðsins styðji nú við bakið á hinum ungu og efnilegu leikmönnum okkar sem fyrr, því oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn í hinni hörðu baráttu framundan. Fréltalilkynning. STÓR GLÆSI■ LEGUR JÓLA■ GLAÐN'■ OíGUR Allir landsmenn geta orðið þátttakendur í askriftargetraun Tfmans Næst drögum við 2. des., ’82 um 50,000 kr. vinning SHA RP myndband og SHARP litsjónvarp. Aðeins skuldlausir áskrifendur getatekíðþátt í getrauninni. Getraunaseðlarnir birtast í laugardagsblöðunum SÍÐUMÚLA 15 - REYKJAVÍK - SÍMI 86300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.