Tíminn - 10.11.1982, Side 1
IVIenning
armál
— bls. 9
Heimilis
tfminn:
fslendingaþættir fylgja blaðinu í dag
TRAUST OG
FJÖLBREYTT
FRÉTTABLAÐ
Miðvikudagur 10. nóvember 1982
256. tölublað - 66. árgangur
póstur
bls. 10
Koo og
Andrew
— bls. 2
Félagar á
Max bar
- bls. 23
Línur skýrast í harðnandi keppni um forsetaembætti FIDE:
ÖRUGGT ER AÐ FRIÐRIK
KOMISTIAÐRA UMFERÐ
Frá Uluga Jökulssyni - Luzern
■ Aukinnar bjartsýni gætir nú hér í
Luzem á meðal stuðningsmanna Frið-
riks Ólafssonar, að hann komist í aðra
umferð, þegar kosið verður á morgun
í embætti forseta Aiþjóðaskák-
sambandsins. Kosningabaráttan er í
hámarki, og til marks um það hversu
hörð framgangan getur orðið, þá má
geta þess að Guðmundur G. Þórarins-
son, sem er staddur hér í Luzem til
þess aðveraFriðrik til fulltingis, ræddi
í gær við forseta sovéska skáksam-
bandsins Krokius og annan fulltrúa
Rússa, Sevastianov um hugsanlegan
stuðning Rússa við Friðrík í hanastéls-
boði hjá aðalkeppinaut Friðriks, Cam-
pomanes!
Hafði Guðmundur átt að hitta
Rússana í gær og fá þeirra afstöðu á
hreint en vegna sjónvarpsviðtals
þeirra, þá höfðu þeir ekki tíma, og
Sevastianov bauð Guðmundi því að
koma í kokteilboðið til Campomanes-
ar og lét hann fá boðskort sitt í þeim
tilgangi. Guðmundur G. Þórarinsson
mætti því nauðugur viljugur í kokteil-
boð hjá Campomanes og stóð úti við
vegg og ræddi við Rússana! Þeir vilja
ekki gefa upp hvern þeir muni styðja
enn, en talið er að þeir muni styðja
Kazic í fyrri umferðinni, en falli hann
út, þá muni þeir styðja Friðrik í seinni
umferðinni. Þeir greindu Guðmundi
þó frá því að þeir hefðu verið á þriggja
tíma fundi í gær og ekki komist að
niðurstöðu um það hvem þeir vildu
styðja.
Guðmundur ræddi einnig við
Bandaríkjamenn í þessu boði Cam-
pomanes, en þeir vildu ekki heldur
greina frá afstöðu sinni.
Rússarnir vildu fá að heyra mat
Guðmundar á stöðunni og sagðist
hann hafa sagt þeim að Friðrik ætti 50
atkvæði vís, Campomanes ætti í kring
um 40 atkvæði vís, en væri að tapa
atkvæðum og Kazic ætti 20 til 30
atkvæði vís, allt eftir því hve miklu
Campomanes tapaði.
fslendingamir hér í Luzern virðast
vera orðnir sannfærðir um að Friðrik
komist í aðra umferð.
■ Mjog harður arekstur varö a gatnamotum Laufasvegar og Njarðargotu um klukkan 16 í gær. Austin Mini var ekið af Laufásvegi inn á Njarðargötu án
þessað ökumaður hans virti biðskyldu sem þar er. Skipti engum togum, Volvo Amazon sem ekið var upp Njarðargötu lenti á framhomi Austin-bílsins. Við
höggið missti ökumaður Austin-bflsins meðvitund og var hann fluttur í slysadeild. Þar raknaði hann fljótlega úrrotinu og reyndist ekki alvarlega meiddur.
Báðir bflarnir skemmdust mikið. -Sjó./Tímamynd Róbert.
Verkfall í Snælandsskóla f gærvegna óánægju kennara:
FRÆÐSLUSTJÓRI LOFAR
AÐ LEYSA UR MAUNU!
■ „Við ætlum að hafa vinnudag
kennara á morgun - sem við höfum
heimiid til 9-10 daga á ári - en kennsla
hefst síðan aftur á flmmtudag,“ sagði
skólastjóri Snælandsskóla í Kópavogi,
Donald Jóhannesson, í gærkvöldi.
Kennsla við skólann var felld niður í
gær til að pressa á um 7 siundakennar-
ar við skólann fengju fastráðningu.
„Það fékkst viss bráðabirgðalausn á
málinu á skólanefndarfundi nú áðan
þar sem fræðslustjóri lofaði persónu-
lega að leysa þetta mál með þeim eina
fyrirvara að menntamálaráðherra sam-
þykkti hans tillögur, sem við treystum
á að hajjn geri“, sagði Donald.
Aðspurður kvað Donald engan
sparnað felast í því að hafa kennarana
lausráðna, greiðslurséu jafnháar. Eng-
inn í öllu kerfinu hafi hins vegar fengist
til að svara því af hverju tregðan við
fastráðningu hafi raunverulega stafað.
- HEI