Tíminn - 10.11.1982, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER1982.
erlent yfirlit
PAÐ ER viðurkennt af Reagan forseta
sjálfum, að hann muni þurfa að leita
meira samráðs við þingið en áður vegna
úrslitanna í þingkosningunum síðast-
liðinn þriðjudag. Forsetinn mun einkum
hafa haft efnahagsmál í huga, þegar
hann sagði þetta.
Þetta gildir þó ekki síður um utan-
ríkismálin en innanríkismálin. Samhliða
kosningunum fóru fram atkvæða-
greiðslur í allmörgum fylkjum og stór-
borgum um afstöðu kjósenda varðandi
bann á framleiðslu kjarnorkuvopna.
Niðurstaða þeirra gengur mjög í berhögg
við þær tillögur, sem forsetinn hefur lagt
fram í viðræðum" risaveldanna um
takmörkun kjarnavopna.
Spurningin, sem atkvæðagreiðslurnar
snerust um, var nokkuð mismunandi
hvað orðalag snerti, en kjarninn var alls
staðar hinn sami. Hann var á þá leið,
hvort kjósendur vildu hvetja stjórnvöld
til samninga um gagnkvæma stöðvun á
framleiðslu kjarnavopna og tilrauna
með þau.
Niðurstaðan var sú, að um 60%
þeirra, sem þátt tóku í atkvæða-
greiðslunni, svöruðu þessu játandi.
Atkvæðagreiðsurnar náði til fylkja og
borga, þar sem um fjórðungur banda-
rískra kjósenda á kosningarétt.
UMRÆDDAR atkvæðagreiðslur fóru
fram í eftirgreindum fylkjum: Massa-
■ Edward Kennedy er í fylkingarbrjósti þeirra, sem vilja semja um stöðvun á
framleiðslu kjarnavopna sem fyrsta áfanga afvopnunar.
Verður f ram-
leiðsla kjarna-
vopna stöðvuð?
Eindregin afstaða bandarískra kjósenda
■ Weinberger dugði ekki að vitna i Brésnjef.
chusetts, Michigan, Montana, New Jers-
ey, Norður-Dakota, Oregon, Rhode
Island, Kaliforníu og Arkansas.
{ öllum þessum fylkjum svaraði
mikill meirihluti kjósenda jákvætt, nema
í Kaliforníu og Arkansas. í Kaliforníu
svaraði naumur meirihluti jákvætt, en í
Arkansas urðu þeir, sem svöruðu nei-
kvætt, í meirihluta.
Pá fóru atkvæðagreiðslur einnig fram
í nokkrum stórborgum, eins og Chicago,
Washington, Philadelphia, Denver,
New Haven, og í nokkrum minni
borgum og héruðum. Úrslitin urðu alls
staðar þau á þessum stöðum, að meiri-
hlutinn svaraði jákvætt.
Af hálfu forsetans og fylgismanna
hans var reynt að vinna gegn því, að
spurningunni væri svarað jákvætt. Pví
var ekki sízt haldið fram, að hún veikti
þær tillögur, sem Bandaríkin höfðu lagt
fram. í viðræðum við Rússa, en þær fela
í sér, að báðir aðilar takmarki fjölda
eldflauga og kjarnaodda.
Fáum dögum áður en atkvæða-
greiðslurnar fóru fram, notaði Weinber-
ger varnarmálaráðherra sem tilefni
ræðu, sem Brésnjef hafði flutt, þar sem
hann átaldi Bandaríkin fyrir vígbúnaðar-
áætlanir. Weinberger sagði, að þeir, sem
svöruðu spurningunni jákvætt, væru að
taka undir með Brésnjef og veikja
samningsstöðu Bandaríkjanna.
Meirihluti kjósenda lét sér þetta ekki
nægja. Margir þeirra telja tillögur Reag-
ans vera þannig, að útilokað sé að
Rússar geti fallizt á þær, og þeir munu
því aðeins leiða til langvinns samninga-
þófs, en á meðan haldi vígbúnaðar-
kapphlaupið áfram.
Þess vegna verða viðræðurnar að
snúast í upphafi um stöðvun á fram-
leiðslu kjamavopna og tilrauna með þau.
í framhaldi af því eigi svo að hefjast
viðræður um takmörkun þeirra kjarna-
vopna, sem nú eru fyrir hendi.
Margir þeirra þingmanna, sem náðu
kosningu í fyrsta sinn, lýstu sig því
fylgjandi, að viðræður risaveldanna
hæfust á því, að rætt yrði um stöðvun á
framleiðslu kjarnavopna og tilrauna
með þau.
í vetur munaði litlu, að slík tillaga yrði
samþykkt í fulltrúadeild Bandaríkja-
þings. Verulegar líkur þykja nú til þess,
að meirihluti hinnar nýkjörnu fulltrúa-
deildar verði slíku banni fylgjandi.
SENNILEGA hefur það haft meiri
áhrif á afstöðu kjósenda í umræddum
atkvæðagreiðslum en tilvitnun Weinber-
gers í Brésnjefs, að sérstök biskupa-
nefnd, sem starfar á vegum kaþólsku
kirkjunnar í Bandaríkjunum, birti
nokkrum dögum áður bréf eða boðskap,
sem fjallaði um kjarnorkuvígbúnaðinn.
í bréfinu lýsa biskupamir sig eindregið
fylgjandi því, að samið verði um
gagnkvæma stöðvun á framleiðslu kjama-
vopna og tilrauna á þeim. Þeir lýsa sig
einnig fylgjandi þeirri hugmynd, að
Bandaríkin og bandalagsríki þeirra lýsi
yfir því, að þau muni ekki nota
kjarnavopn að fyrra bragði.
Bréf biskupanna og atkvæða-
greiðslurnar um kjarnavopnin virðast
augljós merki þess, að friðarbaráttan sé
að færast í vöxt í Bandartkjunum ekki
síður en í Vestur-Evrópu.
Þeim fjölgar í Bandaríkjunum, sem
líta þannig á, að Reagan og félögum
hans sé ekki næg alvara í viðræðunum
við Sovétríkin. Þeir hafi lagt fram
málamyndartillögur, sem séu svo hag-
stæðar Bandaríkjunum, að Rússar telji
sig með góðu móti geta hafnað þeim.
Þess vegna sé nauðsynlegt að breyta
um vinnuaðferðir og iáta Rússa horfast
í augu við raunhæfar tillögur, eins og
gagnkvæma stöðvun á framleiðslu
kjarnavopna og tilrauna með þau, ásamt
tilheyrandi eftirliti.
Rússar taki nú slíkum tillögum líklega
og þess vegna beri að ganga úr skugga
um, hvort þeim sé alvara. Að öðrum
kosti vinna þeir áróðursstríðið og víg-
búnaðarkapphlaupið heldur áfram.
Fleiri og fleiri óttast og það ekki að
ástæðulausu, að slíkt muni leiða til
tortímingar.
Þórarinn Þórarinsson, P
ritstjóri, skrifar
Afganistan:
Yf ir þúsund
manns fórust
■ Vestrænir fréttamenn í Pakistan
segja að yfir 1000 manns hafi látið
lífið í Afganistan þegar sovéskur
herflutningavagn lenti í árekstri við
eldsneytisvagn í jarðgöngum í fjall-
garði norðan við Kabúl. Gífurleg
sprenging varð við áreksturinn sam-
kvæmt þessum heimildum og þeir
sem létust, sovéskir hermenn og
óbreyttir afganskir borgarar köfn-
uðu.
Heimildirnar herma að allt að sjö
hundruð hermenn hafi týnt lífi en
tala óbreyttra afganskra borgara er
nokkuð á reiki nefndar eru tölur allt
frá 400-1200 manns. Eru þessar tölur
hafðar eftir afgönskum skæruliðum.
Sovéskir fjölmiðlar hafa ekki minnst
einu orði á þennan atburð. Talið er
að þetta slys hafi orðið fyrir u.þ.b.
viku síðan. Þeir sem létust voru
samkvæmt frásögn skæruliðanna lok-
aðir inni í göngunum og köfnuðu af
reyk eða brunnu inni eftir sprenging-
Pólland:
Loford og hót-
anir stjórnvalda
■ í dag eru boðaðar aðgerðir í
Póllandi til stuðnings hinum bönn-
uðu verkalýðssamtökum, Samstöðu.
Leiðtogar Samstöðu hafa hvatt fólk
til að gera 8 klukkustunda verkfall í
dag og að taka þátt í mótmælaað-
gerðum að því loknu.
Stjórnvöld í Póllandi hafa lýst því
yfir að þau muni beita öllum hugsan-
legum ráðum til að koma í veg fyrir
mótmælaaðgerðirnar. Ekki er vitað
til hvaða ráð þau hyggjast grípa en
að undanförnu hafa þau reynt að
kaupa velvilja eða hlutleysi almenn-
ings með ýmsum Ioforðum, t.d. hafa
verkamenn í Gdansk fengið launa-
hækkun nýverið.
Ef fortölur hafa ekki dugað hafa
yfirvöld beitt hótunum og mörgum
hefur verið vikið úr störfum sínum,
ef yfirvöld hafa talið þá sér óholla.
Þá hefur stjórnin í Varsjá reynt að
nota fyrirhugaða heimsókn Jóhann-
esar Páls páfa 6. á sumri komanda.
Segja þau að ekki geti orðið af
heimsókninni, ef ekki ríki friður og
atvinna í landinu.
Begin lýsir
sig saklausan
■ Menachem Begin hefur borið
fyrir rétti að • hann hafi frétt af
fjöldamorðunum í Beirút eftir að
þau voru afstaðin, nánar tiltekið í
fréttatíma BBC útvarpsins.
Einn af hershöfðingjum ísraels-
hers, Rafael Eitan, hefur borið fyrir
sama rétti að hann hafi varað
forsætisráðherrann við því að falang-
istar hygðust efna til blóðbaðs í
flóttamannabúðum Palestínumanna
í Beirút, og er viðvörun hershöfð-
ingjans staðfest í fundargerð ríkis-
stjórnar Israelsmanna sama dag og
fjöldamorðin hófust. Fleiri hershöfð-
ingjar úr ísraelsher hafa skýrt frá því
að þeir hafi kviðið því að fjöldamorð
væru í uppsiglingu þegar falangistar
fóru inn í búðirnar.
Begin sagði þegar dómarinn las
fundargerðina frá ríkisstjórnarfund-
inum að hann hefði haft svo mörgum
hnöppum að hneppa meðan á
fundinum stóð að hann hefði ekki
tekið eftir viðvörunum hershöfðingja
síns. Þess má geta að það hefur
komið fram að íseraelskir skrið-
drekahermenn hafi gert viðvart um
fjöldamorðin þegar á fyrsta degi og
stangast það á við framburð for-
sætisráðherrans.
■ Begin tók ekki cftir aðvðrunum hershöfðingja síns.