Tíminn - 11.11.1982, Page 1

Tíminn - 11.11.1982, Page 1
Aukablað um tölvur fylgir Tímanum í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Fimmtudagur 11. nóvember 1982 257. tölublað - 66. árgangur Erlent yfirlit: Indira og Zia - bls. 7 IERÐKYNNING ERDIAGSSIOFNUl INNK KP Verð- kynning2 — bls. 12 spitali — bls. 10-11 Gull- gyðjur — bls. 2 Reykjavíkurborg íhugar byggingu söluíbúda ffyrir aldraða: fBÚÐIR FYRIR ALDRAÐA REISTAR A MIKLATÚNI? ■ „Miklatún er einn af þeim stöðum sem viö embættismennirnir leyföum okkur að benda á,“ sagði Þórður Þ. Þorbjamarson, borgarverkfræðingur í samtali við Tímann, þegar hann var spurður um hugmyndir hans og Stefáns Hermannssonar, varðandi staðsetn- ingu á söluíbúðum fyrir aldraða, en hann og Stefán hafa nú lagt fram lauslega áætlun um það hvernig standa mætti að byggingu á 70-80 söluíbúðum fyrir aldraða, sem alls yrðu um 6000 fermetrar að gólfflatarmáli. „Svona hús, af þessari stærd, er nú eins og krækiber í helvíti, ef það er reist á Miklatúni," sagði Þórður, „við áætlum 6000 gólfflatarmetra, sem myndu deilast niður á nokkrar hæðir, þannig að húsið þyrfti ekki að þekja meira en 2000 fermetra." Þórður sagði að kostnaður við að reisa svona hús, með tilheyrandi þjónustu væri áætlaður um 95 milljónir __ —MT 9a <?/ Þessar sætu tátur voru í stórum hópi krakka frá Borgamesi og Akranesi sem heimsótti íslensku ópemna í Gamla bíó í gær og horfði og hlýddi á Litla sótarann. Hermdu fregnir úr Ingólfsstrætinu í gær að krakkarnir úr Vesturlandskjördæmi hefðu verið alveg jafnheillaðir af Litla sótaranum, og jafnaldrar þeirra á Reykjavíkursvæðinu. Tímamynd - Róbert miðað við mitt næsta ár, og sagði hann að hlutur borgarinnar yrði 15-30%, allt eftir því hversu mikla þjónustu ætti að veita gamla fólkinu. - AB Sjá nánar bls. 3 Háskóli íslands: VEITINGU —samt vantar enn 4-5 milljón- ir svo end- ar nái saman ■ Háskóli íslands fékk nú fyrir nokkrum dögum aukafjárveitingu til að standa undir útgjöldum yfirstandandi árs og nam upphæðin 7 milljónum króna. Stefán Sörensson háskólaritari sagði í samtali við Tímann í gær að þessi upphæð nægði hvergi til að ná endum saman. „Við sóttum um um 12 milljónir króna og ég tel að við þurfum 4-5 milljónir króna ef Háskólinn á að geta greitt óhjákvæmileg útgjöld eins og stunda- kennslu. Stefán sagði að þegar fjárlagafrum- varpið fyrir árið í ár kom fram hefði því verið haldið fram af hálfu Háskólans að 12 milljónir (eða sambærilega upphæð miðað við þáverandi stöðu krónunnar) vantaði og það virtist ætla að koma í ljós að það hefði verið rétt mat. Stefán sagði að ekkert hefði verið rætt við stjórnvöld um frekari fjárveitingu, aukafjárveitingin væri komin fram fyrir fáum dögum og ekkert hægt að segja um framhaldið að svo stöddu annað en að vandi Háskólans væri enn óleystur. Ekki náðist í háskólarektor í gær, en hann mun vera erlendis. _ JGK 1

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.