Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1982. i^Umsjón: B.St. og K.L. í spegli tímans GULL-GYÐJURNAR sem kvikmyndaframleidendur gátu alltaf treyst á GULLGYÐJURNAR - hverjar eru þær? jú, kvik- myndaframleiðendur hafa sín á milli gefið þeim kvikmynda- stjömum það nafn, sem aUtaf halda þeim myndum uppi sem þær leika í. í gegnum árin hafa þær margar hverjar verið eins og segull, sem dregur fólk að tU að sjá þær á hvíta tjaldinu, og hver mynd sem þær komu nálægt möluðu gull. Nýlega átti kvennablað í Englandi hálfrar aldar afmæli, og var þá rifjað upp í máU og myndum margt sem gerst hafði á þessum árum. Þar á meðal var drepið á sögu kvikmynd- anna, og leikkonur, sem ekki gleymast, þar voru fyrst nefnd- ar Gréta Garbo og Gloria Swanson. Þær em báðar enn á lífi, hátt á áttræðisaldri, Garbo felur sig sífellt fyrir umheimin- um, en Gloria heldur áfram að vera stórstjama í Hollywood, og liggur við að hún sé orðin þjóðsagnapersóna þar. Marilyn Monroe er ein þjóðsagnapersónan, þótt hún hafi ekki náð háum aldri. Hún var sögð hafa svo milúl áhrif á karlmenn, að jafnvel þeir, sem sáu hana aðeins í svip, svo sem þjónar eða leigubilstjórar, urðu ástfangnir af henni. Ein sagan segir frá því, að þegar hún ferðaðist eitt sinn með flugvél, hafi flugþjónn, ungur og huggulegur, komið tU henn- ar og vUjað fá að færa henni einhvem góðan mat. - Hvað má ég færa þér, stcik eða hamborgara? - Ekkert, þákka þér fyrir, svaraði stjaman; ég verð að gæta að línunum. -AUt í lagi, Ijúfan, þú skalt borða, en ég skal aðgæta línumar þínar, sagði þjónninn og horfði á hana aðdáunarorðum. Héma sjáum við gamlar og nýjar myndir af nokkmm af þessum GULLGYÐJUM svona tU upprifjunar. ■ Elizabeth Taylor - Sumir segja að fegurð og leikhæfUeik- ar fari sjaldan saman, en hún hefur verið kölluð ein fegursta kona í heimi og hefur ótviræða leikhæfileika, um það ber öUnm sainan. ■ Brooke Shields er stundum nefnd sem arftaki Elizabethar Taylor að fegurð, en hvort hún er eins mikU leikkona mun tíminn leiða í Ijós. ■ Fimm af hinum góðu, gömlu „gullgyðjum“, sem aldrei bmgðust: Greta Garbo hin dularfulla, Marlene Dietrich með sína æsandi dimmu söngrödd og fögra fætur, Joan Crawford, hin herðabreiða með „spæleggaugun“, sem krafðist alltaf að komið væri fram við sig eins og hún væri drottning, Vivien Leigh sem frægust varð sem Scarlett O’Hara í myndinni „Gone With the Wind“, en var reyndar þekktust sem sviðsleikkona í heimalandi sínu, Englandi og Grace KeUy, sem framtíðin blasti við, þegar hún gaf leikkonufrægð sína upp á bátinn og giftist prinsinum eins og í ævintýrinu. Þessar stjömur vom í hópi þeirra, sem héldu fjármálunum uppi hjá kvikmyndafyrirtækjunum, - og bankarnir lánuðu óspart tU framkvæmda, þegar þeirra nöfn komu við sögu. ■ Marilyn Monroe - það fyigdu henni óviðjafnanlegir töfrar, segja þeir sem henni kynntust, en hvort þeir urðu henni tU gæfu er önnur saga. ■ Betty Grable var mjög vinsæl á stríðsárunum og árun- um þar á eftir. Hún sagði: „Það em tvær góðar ástæður fyrir vinsældum mínum, - og ég stend á þeim“. Hún tryggði fætur sína fyrir of fjár. ■ Raquel Welch ma segja að sé dæmigerð guUgyðja. Hér er vinsæl mynd af henni, sem notuð var í auglýsingu. Á henni er hún í gylltum kjól, sem feUur að líkam- anum og sýnir vel línumar. ■ Bo Derek - nýjasta guUgyðj- an. Maður hennar, John Derek framleiðir hverja myndina á fætur annarri og mokar inn peningum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.