Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1982. stuttar fréttir fréttir Hver hreppir utanlands- ferdirnar að Flúðum? ÁRNESSÝSLA: Önnur umferð í þriggja kvölda Framsóknarvist á vegum Framsóknarfélags Árnessýslu verður í Félagslundi í Gaulverja- bæjarhreppi næsta föstudag, 12. nóvember. Þriðja umferð verður síðan að Flúðum í Hrunamanna- hreppi föstudaginn 26. nóvember þaðan fer einhver heppinn og klókur spilamaður heim með utanlandsferð fyrir tvo í vasanum. Ferð sú verður farin með Sam- vinnuferðum og er að verðmæti 12.000 krónur. -HEI Stórutjarnar- mót 12.-14. nóvember NORÐURLAND: Ákveðið hefur verið að halda árlegt Stórutjarnamót Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti helgina 12.-14. nóvember n.k., að sjálfsögðu á Stórutjörnum. Undanfarin ár hafa um 150 unglingar á aldrinum 14 til 18 ára sótt þessi mót Æskulýðssambandsins. -HEI Enn búa margir vid léleg útvarps- og sjónvarps- skilyrði NORÐURLAND: „Enn búa viss héruð í kjördæminu við léleg út- varps- og sjónvarpsskilyrði. Þingið telur slíkt ástand með öllu óviðun- andi á óld tækni og vísinda og skorar á stjórnvöld að beita sér nú þegar fyrir úrbótum ,segir nt.a. ( ályktun kjördæmisþings framsóknarmanna á Norðurlandi-eystra. Jafnframt skorar þingið á þing- menn kjördæmisins að beita sér fyrir því að hraðað verði lagningu sjálf- virks síma í kjördæminu. Bent er á að í símamálum kjördæmisins ríki nú víða ófremdarástand. Þá telur þingið fyrir löngu tímabært að Ijúka rafvæðingu í sveitum, og leggur til að nú verði samþykkt tveggja ára áætlun þar sem Rafmagnsveitum ríkisins verði gert kleift að Ijúka þessu verkefni. -HEI Véladeild Sambandsins GM Gæðaþjónusta um allt land ■ í kjölfar verulegrar aukningar sölu GM bifreiða hérlendis á yfir- standandi ári og með bættri aðstöðu Þjónustumiðstöðvar Véladeildar Sambandsins í hinum glæsilegu húsa- kynnum að Höfðabakka 9 hafa aðstandendur Þjónustumiðstöðvar- innar róið að því öllum árum að bæta búnað og þjálfun þjónustuaðila GM um allt land. Liður í þessari viðleitni var heim- sókn tveggja sérfræðinga frá GM verksmiðjunum í Evrópu, Danans Sven Erik Uldall og Remi Vermant frá Belgíu, á vegum Þjónustumið- stöðvarinnar stýrðu sérfræðingarnir námskeiði hér í Reykjavík, sem stóð dagana 6. til 10. september. Til námskeiðisins var boðið þjónustu- aðilum GM um allt land svo og starfsmönnum Þjónustumiðstöðvar- innar. Þátttakan í námskeiðunum var góð og voru að meðaltali um 20 manns sem leituðu aukinnar fræðslu og þjálfunar dag hvern meðan nám- skeiðið stóð. í lok námskeiðsins báru leiðbein- endur og nemendur mikið lof hvorir á aðra og var samdóma álit allra að hér hefði verið stigið stórt skref til samræmingar vinnubragða um allt land og myndi fljótlega skila sér í bættri þjónustu við viðskiptamenn GM. Áður en haldið var heim notuðu menn tækifærið og kynntu sér að- búnað Þjónustumiðstöðvarinnar að Höfðabakka, verkstæði, varahluta- verslun, dekkjasölu og síðast en ekki síst hið nýja og glæsilega verkstæði fyrir vörubíla og vinnuvélar. 65 þúsund sjógönguseið um sleppt í ár ■ Fyrr á þessu ári gerðist Samband íslenskra samvinnufélaga hluthafi í fyrirtæki sem nefnist Fljót hf. og hefur það að markmiði að reka hafbeitarstöð á vartnasvæði Flóka- dalsár í Fljótum í Skagafirði. Axel Gíslason frkvstj., sem unnið hefur að þessum málum af hálfu Sam- bandsins og á sæti í stjórn fyrirtækis- ins, sagði í samtali við Sambands- fréttir að þarna hefði það verið á ferðinni að nokkrir aðilar hefðu haft það sameiginlega áhugamál að reyna að gera alvarlega tilraun til að komast að raun um það hvaða framtíð þessi búgrein ætti fyrir sér hér á landi, og því hefði Sambandið ákveðið að ganga til þessa samstarfs. Eignarhlutar í fyrirtækinuu eru þannig að Sambandið á 35%, Kf. Skagfirðinga á 15%, Veiðifélagið Flóki, sem samanstendur af heima- mönnum,á 25%, Guðmundur Jón- son kaupmaður í Byggingavöruversl- un Kópavogs á 15% og Teitur Arnlaugsson fiskifræðingur á 10%. Þeir Guðmundur og Teitur eru auk þess eigendur nýrrar klakstöðvar að Reykjarhóli í Fljótum, en Guðmund- ur er stjórnarformaður í Fljótum hf. Axel sagði einnig að nú í sumar hefði verið sieppt 65 þúsund sjógönguseið- um, sem áður höfðu verið alin og fóðruð í kvíum þarna nyðra. Hlutafé fyrirtækisins er ein miljón króna, og kostnaðurinn við þessa framkvæmd var mjög nálægt þeirri upphæð. Framundan er svo að bíða og sjá hvernig endurheimturnar verða. Gera má ráð fyrir að eitthvað af laxinum skili sér strax næsta sumar, en aðalheimturnar verða þó væntan- lega að tveimur árum liðnum. Námskeið um bygginga- og lánamál vel sótt VESTURLAND: Um 30 manns sóttu námskeiðið sem haldið var í Borgarnesi um undirbúning íbúða- bygginga og lánamál í því sambandi, að sögn Jón A. Eggertssonar, form. Verkalýðsfélags Borgamess. Kvað hann miklar umræður hafa verið að loknum framsöguerindum og margar spurningar verið lagðar fram. Ekki síst hafi fólki legið á hjarta að fá upplýsingar um lánafyrir- greiðslu og verðtryggingu lána. Kom- ið hafi fram að fólk telur mikla nauðsyn á að lánstími verði lengdur og fólki þannig gert auðveldara að standa undir greiðslum af þeim. í lok námskeiðsins sagði Jón þátttakendur hafa rætt um árangur af því. Þar hafi m.a. komið fram að æskilegt sé að hafa slíka fræðslu mun almennari en nú er. Ástæða væri til að halda slík námskeið árlega í Borgarnesi. Þetta var 17. námskeiðið sem Verkalýðsfélag Borgamess stendur að í samvinnu við MFA, en auk þess stóðu að námskeiðinu: Verslunar- mannfélag Borgarness, Hörður í Hvalfirði og Neytendasamtökin í Borgamesi. I undirbúningi er að efna til félagsmálanámskeiðs ásamt því að leiðbeint verði í framsögn. í Borgar- nesi síðari hluta nóvember. -HEI HYTT FRYSTISKIP TIL SAMBANDSINS? ■ Skipadeild Sambandsins hugleiðir nú þá möguleika að láta smíða fyrir sig nýtt frystiskip, með freðfiskflutningana til Bandaríkjanna fyrir augum. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin í þessum efnum, en Skipadeildinni hafa borist fjölmörg tilboð í smíðina og að sögn Axcls Gíslasonar, framkvæmdastjöra eiga þeir von á fleiri tilboðum á næstunni. - Þessi mál em öll í athugun og það gæti allt eins verið að við myndum festa kaup á eldra skipi, sagði Axel Gíslason í samtali við Tímann. Axel sagði að það væri eðlilegt að kanna þessi mál, en Ijóst væri að Skipadeildin þyrfti að leysa flutningamálin milli Bandaríkjanna og íslands með einhverjum hætti. Tvö skip Sambandsins em nú í freðfiskflutningunum, Jökulfellið sem keypt var 1968 og Skaftafellið sem var smíðað sérstaklega fyrir Sambandið árið 1971. Ef smíðað verður nýtt skip með freðfiskflutningana fyrir augum, þá verður Jökulfellið selt, en hugmyndin mun meðal annars vera sú að fá skip sem einnig gæti hentað fyrir stykkjavöru- og gámaflutning frá Bandaríkjunum til Islands. -ESE Tímamynd EUa ■ Frá aðalfundi Hafnarsambands sveitarfélaganna á Hótel Sögu, Hafnarsamband sveitarfélaga fundar: Fjárhagsstada margra hafna mjög bágborin — vegna banns vid loðnuveidum og végna minnkandi afla ■ Nýlega var haldið þing Hafnarsam- bands sveitarfélaga, en þetta var 13. ársfundur Hafnarsambandsins. Gunnar B. Guðmundsson, hafnarstjóri í Reykja- vík, sem er formaður Hafnar sambandsins setti fundinn og bauð fuUtrúa og gesti velkomna, en meðal gesta við setningu fundarins voru Steingrímur Hermanns- son, samgönguráðherra, nokkrir al- þingismenn, skipaskoðunarstjóri og siglingamálastjóri, formaður Sambands sveitarfélaga og framkvstj. fulltrúi FFSl og fleiri félaga. Fundarstjóri var kjörin Ingibjörg Rafnar. Steingrímur Hermannsson, ávarpaði fundinn og rakti sögu hafna á íslandi, og hvernig þróun hafnamála hefði fylgt þróun skipastólsins, Þörf fyrir betri hafnir væri nú meiri, vegna þess að þjóðin ætti stærri og betri skip. Hann greindi frá frumvarpi er hann hyggst leggja fyrir alþingi um endurskoðun hafnarlaga, en í frumvarpinu verða ýmis nýmæli, rannsóknir verða auknar vegna hafnarmannvirkja og öryggisreglur hertar. Að lokinni ræðu Steingríms Her- mannssonar hófust siðan almenn fundar- störf. Fjölmörg mál á dagskrá Er kosið hafði verið í nefndir, var rætt um fjárhagsstöðu hafna og gjaldskrár- mál. Gylfi fsaksson, verkfræðingur hafði unnið skýrslu um þessi mál og er ljóst að hagur margra hafna er nú verri en áður, og stafar það m.a. af banni við loðnuveiðum og minnkandi sjávarafla. Nokkrar umræður urðu um þetta mál, og töldu ýmsir að fjaíhagsaðstoð við loðnuflotann og verksmiðjurnar, hefði einnig átt að ná til hafna landsins. Ólafur St. Valdimarsson skrifstofu- stjóri í samgönguráðuneytinu skýrði frá endurskoðun hafnarlaga og helstu ný- mælum. Vænta menn mikils af þessu frumvarpi er ráðherra er að láta semja. Að lokum flutti Hörður Sigurgests- son, forstjóri Eimskipafélags íslands hf. fróðlegt erindi um sjóflutninga og vöru- dreifingu. Að loknu erindi hans, var starfsemi Eimskipafélagsins í Sundahöfn skoðuð og ennfremur ekjuskipið Eyrar- foss og nýja ekjubrúin, og að lokum voru boðnar veitingar um borð í skipinu. Fyrir hádegi á miðvikudag, voru nefndarstörf, en helstu mál fundarins eru, auk venjulegra aðalfundarstarfa: Raforkusala til skipa, skipulagsmál Hafnarmálastofnunar og efling rann- sókna, gjaldskrármál og fjarskipti í höfnum. Fundinum lauk á miðvikudag, en síðdegis þann dag þáðu fundarmenn boð samgönguráðherra, Steingríms Her- mannssonar. Rúmlega 80 fulltrúar sátu fundinn, auk sérfræðinga, fulltrúa stofn- ana og sveitarstjórnarmanna, en aðild að sambandinu eiga 60 hafnir. JG Tónlistarlækningar og fágætar náttúrubylgjur — Snælda frá Geir Viðari Vilhjálmssyni og Skífunni ■ Fræðsluefni um tónlistarlækningar frá Rannsóknastofnun vitundarinnar er nýkomið út á snældu, sem SKÍFAN Laugavegi 33, Reykjavík dreifir. Langi þig að læra hvernig breyta má um sálarástand, víkka út vitund þína og skynja nýjar hliðar á þér, þá er nýútgefinn fræðsluþáttur, sem Geir Viðar Vilhjálmsson, sálfræðingur flutti í Ríkis- útvarpinu einmitt við þitt hæfi, segir í fréft frá útgáfunni. í lýsingu frá Geir segir um efni snældunnar: „Hér eru bæði leiðbeiningar til dýpra sálarástands og einnig er sýnt hvernig beita má myndrænum táknum með öndunaræfingum, til samtengingar hins líkamlega og andlega huga. Þessi aðferð til tónlistarlækninga sam- ræmir orð, tónlist og tákn og opnar sjálfsvitundinni leiðir til víðáttumeiri skynjunar á þeim áhrifum sem tónlist vekur.“ Sú leið til tónlistarlækninga sem Geir fjallar um byggir á langtíma rannsókn- um, sem Helen Boony, einn af ráð- gjöfum Rannsóknarstofnunar vitundar- innar hefur ásamt fleirum unnið að. Helen Bonny hefur tvisvar dvalið hér á landi og haldið námskeið í samvinnu við Geir V. Vilhálmsson. Þær leiðbeiningar sem hér birtast má hagnýta til sterkari innlifunar í tónlist yfirleitt, en á hinni hlið snældunnar eru fágætar náttúrubylgjur frá Lorian félag- inu í Kaliforníu. ■ Snældan sem Geir Viðar hefur gert með tónlistarlækningum. Tímamynd Ella.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.