Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1982. Útgetandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvœmdastjóri: Glsll Slgurðsson. Auglýslngastjórl: Steingrfmur Gfslason. Skrlfstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrelðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Ellas Snœland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Krlstlnn Hallgrfmsson. Umsjónarmaöur Helgar-Tfmans: Atll Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttlr, BJarghlldur Stefánsdóttlr, Eirlkur St. Elrfksson, Friðrik Indrlðason, Heiður Helgadóttlr, Slgurður Helgason(fþróttlr), Jónas Guðmundsson, Kristfn Lelfsdóttir, Skaftl Jónsson. Útlltstelknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. LJósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Eiln Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosl Kristjánsson, Kristln , Þorbjarnardóttlr, Marfa Anna Þorsteinsdóttlr. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Sfðumúla 15, Reykjavfk. Síml: 86300. Auglýslngasfmi: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskritt á mánuðl: kr. 130.00. Setnlng: Tœknldeild Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf. Óróleiki vegna Alþýduf lokksins ■ Það má sjá á skrifum Morgunblaðsins þessa dagana, að nokkurs óróleika gætir hjá forustumönnum stjórnarandstæðinga í Sjálfstæðisflokknum vegna afstöðu Alþýðuflokksins til ríkisstjórnarinnar og bráðabirgðalaganna. Auðráðið er af þessum skrifum, að umræddir forustumenn Sjálfstæðisflokksins hafa talið nokkurn veginn öruggt, að Kjartan Jóhannsson myndi fara í slóð Geirs Hallgrímssonar og hafna öllum viðræðum við ríkisstjórnina, nema hún segði af sér. Sjálfstæðis flokkurinn hefur vanist því í tvo áratugi með litlum undantekningum, að forusta Alþýðuflokksins væri honum fylgispök. Nú hefur þetta brugðizt, a.m.k. að sinni. Alþýðu- flokkurinn hefur ekki sett það skilyrði fyrir áframhald- andi viðræðum við ríkisstjórnina að hún segði af sér. Hann hefur hins vegar sett önnur skilyrði fyrir áframhaldandi viðræðum, sem eru miklu eðlilegri. Það leiðir náttúriega af sjálfu sér, ef samkomulag næst milli ríkisstjórnarinnar og Alþýðuflokksins varðandi þessi skilyrði, að viðræðurnar halda áfram. Það leynir sér ekki í skrifum Morgunblaðsins, að forustumenn Sjálfstæðisflokksins eru farnir að óttast að framvindan geti orðið á þessa leið. Enn einu sinni hafi það komið í ljós, að Geir Hallgrímsson og Ólafur Einarsson hafi heldur betur leikið af sér. Hér skal engu spáð um, hvert verður framhaldið á viðræðum ríkisstjórnarinnar og Alþýðuflokksins. Ef til vill á eitthvað eftir að koma til sögunnar, sem skýrir það hvort Alþýðuflokknum er alvara eða hann er aðeins að tefla biðleik. Innan flokksins er að líkindum ágreiningur um þetta. Þar er enn að finna menn, sem ekki vilja rjúfa tengslin við Sjálfstæðisflokkinn. Þar eru einnig menn, sem vilja að flokkurinn marki sér sjálfstæða stöðu. Þeir benda m.a. á, að. flokkurinn vann mesta sigur sinn í kosningunum 1978, þegar hann var ekki í neinum tengslum við Sjálfstæðisflokkinn. Viðræður ríkisstjórnarinnar og Alþýðuflokksins næstu daga geta því orðið lærdómsríkar um stöðu Alþýðuflokksins yfirleitt. Þær skera úr um það, hvort Alþýðuflokkurinn vill marka sér sjálfstæða, ábyrga stöðu eða hverfa aftur til þess að vera hjáleiga Sj álfstæðisflokksins. Fiskmatið Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra hefur með hreinskilningslegum ummælum á Fiski- þingi, vakið menn til aukinnar umhugsunar um fiskmatið og þá alvöru, sem er á ferðum, ef íslenzkar fiskafurðir missa þann gæðastimpil, sem þær hafa notið i erlendum fiskmörkuðum. Sjávarútvegsráðherra hefur þegar látið hefjast handa um ráðstafanir til úrbóta. En fleiri verða að leggja hönd á plóginn. Það er vel, að þetta hefur orðið aðalumræðuefnið á Fiskiþinginu. Allir þeir aðilar, sem hér koma við sögu, verða að taka höndum saman um að bæta úr því, sem miður fer. Afkoma þjóðarinnar byggist á því. Þ.Þ. vettvangi dagsins Kaffihúsaspekingar og undirstöduatvinnu vegir þjódarinnar eftir Jón Kristjánsson, rltstjóra Austra Það hefur verið mikið fjallað um þá erfíðleika sem framundan eru og hafa verið í efnahagslífi þjóð'arinnar. Menn velta fyrir sér með hvaða ráðum megi leysa efnahagsvandann og hvað eigi sök á honum og sýnist sitt hverjum. Margir telja aðalorsök efnahagsvand- ans allt of mikla fjárfestingu sem skilar ekki arði, og beri að snúa til baka á þeirri braut ef þjóðin á að eiga sér viðreisnar von hvað efnahaginn varðar. Þessu er haldið fram seint og snemma í áhrifa i- miklum fjölmiðlumaf mönnum semhafa hátt. Það hefur verið fjárfest mikið á síðustu áratugum og ef til vill höfum við ekki sést fyrir í baráttunni fyrir þjóðfé- lagi sem býður þegnum sínum upp á góð lífskjör og nútíma velferð. Hitt er athyglisvert hvaða fjárfestingu menn telja nú vonda. Það er ekki fjárfesting einstaklinga eða fjárfesting í ýmsum þjónustugreinum, heldur fjárfestingin í framleiðsluatvinnuvegunum ásamt fjár- festingu í orkumálum. Það hefur ekkert verið minnst á þótt einstaklingar byggi sér hús á stærð við félagsheimili í heilum sveitum, eða vídeóleigur rísi upp með 100 metra millibili í þéttbýlinu, eða fluttir sép inn þúsundir bíla af ótalmörg- um gerðum árlega, eða þá að byggð séu skrifstofuhúsnæði, sem ná til skýjanna, yfir ýmsar þjónustugreinar. Nei vandinn er talinn liggja í of mörgum fiskiskipum, of afkastamiklum frystihúsum, of mikilli fjárfestingu í landbúnaði, og ýmsum verksmiðjum sem menn hafa komið upp í iðnaði og menn kalla hinum verstu nöfnum. Það er æ sjaldnar talað um það að í þessum greinum er verðmætasköpunin fólgin, og í framleiðsluatvinnuvegunum skapast þau verðmæti sem standa undir öllum vídeóleigum, skrifstofuhöllum og lúxusbílum og reyndar öllum veitinga- húsum þar sem kaffihúsaspekingar ráða ráðum sínum yfir kaffibolla eða hádegis- Á að parkera atvinnulíf- inu við Reykjavíkurhöfn? ■ Sú einkennilega staða hefur oft komið upp í hafnarstjórn undanfarin ár, bæði áður og eftir að byrjað var fyrir alvöru að vinna að friðun rottunnar í gamla bænum, að útlendingum hefur þótt veldi Guðmundssona vera mikið hjá Reykjavíkurhöfn. Hafnarstjórinn Gunnar Guðmundsson, og frændur hans Albert Guðmundsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Björgvin Guðmundsson og Jónas Guðmundsson fóru með öll völd. Svona ættbálkaframa þekktu menn aðeins úr myrkviðum Afríku, og þegar áðumefndir reyndu undirdánulegast að leiðrétta þetta að hér væri aðeins um vissa tilviljun, og mjög algengt nafn að ræða þá skildu þeir það. — Mikil lífandis ósköp — en trúðu auðvitað ekki orði, því samheldnin var svo mikii hjá þessum ættboga, er hreiðrað hafði um sig í höfninni. Það kom því dálítið spánskt fyrir sjónir, þegar Svarthöfði byrjar að tala eins og útlendingur um þessa 126 ára gömlu nefnd, og heimtar svo þar ofan í kaupin að fá höfnina undir bílastæði, handa fólki, sem er að*fara í lagningu, eða á önnur mikil erindi í miðbæinn. Auðvitað geta hafnir verið hvar sem er, en það gegnir öðru máli með bílastæðin. Menn verða að geta lagt bílum sem næst munaði sínum, eða þjáningu. Til þess em bílar. Það munu nú vera liðin rúmlega 87 ár, síðan fyrsta gufuskipið lagðist að bryggju í Reykjavík, en það var gufubát- urinn ELÍN, er lagðist að svonefndri Fisphersbryggju, og upp úr því bar það ósjaldan við að hinar smærri skútur legðust þar upp að. — „Þetta er þá hægt, blessaður veri hann Fischer“, varð þá gömlum manni að orði, er hann upplifði þá stund að ganga þurrum fótum um borð í skip. , Þess er þó að geta, að hún Elín var ekkert stórskip. Höfnin og peningarnir Það þarf ekki að geta þess, að nú er Reykjavík orðin að stórhöfn, þar sem alls konar atvinnustarfsemi hefur að- setur sitt. Farmskip hlaðingámum, ekju- skip og fiskiskip landa þar og losa, sömuleiðis olíuskip. En Reykjavík erþó frábrugðin öðrum höfnum í þá veru, að hafnarsjóður verður sjálfur að fjármagna allar sínar framkvæmdir, meðan hafnarmannvirki í öðrum sveitarfélögum, og nágranna- byggðum, eru alfarið kostaðar af TÍkis- sjóði. Til dæmis þá borgar ríkissjóður 75 prósent af bryggjum, sem gerðar eru í Hafnarfirði og lánar auk þess 15 prósent með hagkvæmum lánum. Þó lætur ríkissjóður svo lftið að vista öll varðskipin í Reykjavíkurhöfn, svo og hafrannsóknaskipin, og borgar ekkert fyrir, ef frá er talið að skipin greiða fyrir vatn. En Reykjavíkurhöfn verður ekki rek- in fyrir sölu á Gvendarbrunnavatni, þó gott sé. Hún verður að hafa tekjur, til að standa undir milljóna rekstrargjöld- um og framkvæmdum. Við þetta hefur hafnamefndin að * mtitjo*2i ■ Þama er unnt að gera bflastæði, nota brekkuna, þannig að unnt er að aka inn á allar hæðir. Síðan má hafa verslanir við Vesturgötu, Garðastræti og ef til víðar. Þama er ekki einu sinni gengið á hagsmuni rottunnar, því bflastæði em þama fyrir hvort eð er. Ekkert þarf að rífa, aðeins að reisa rétt hús fyrir bfleigendur. Sama gildir um Austurvöll, Reykjavíkurtjöm og fleiri svæði. Hafnarsvæðið eiga menn hins vegar að láta í friði. Þar á ekki að gjöra almenningsbflastæði. Höfnin er vinnu- staður, lífæð atvinnulifs og flutninga. Menn verða nefnilega að gæta þess að parkera ekki atvinnulífínu um leið og þeir parkera bílnum sínum í miðbænum. mestu fengið frið, þar til nú, að ýmsir, þar á meðal borgarfulltrúar í Reykjavík, telja það alveg kjörið að taka athafna- svæði hafnarinnar og setja undir hárlagn- ingarbíla. Hafa sumsé komist að sömu siður- stöðu og kallinn, sem fór um borð í hana Elínu: — Þetta er þá hægt, blessaður veri hann Fischer. Auðvitað er hægt að leggja þama bílum. Gámasvæðin em malbikuð. Spumingin er hins vegar sú, hvað á þá að gera við skipin, fiskinn, vömmar, atvinnulífið. Spyr sá sem ekki veit? Borgin á þó marga góða kosti til að gjöra bílastæði í miðborginni, eftir að horfið var frá friðun rottunnar. Til dæmis má gera þriggja, til fjögurra hæða bílageymslu í Glaswgowportinu, sem hefur verið fullt af draugum, síðan í byrjun aldar, saman ber réttan skáldskap. Greindur maður, Jónas Elíasson, prófessor, hefur bent á að unnt sé — og auðvelt — að gjöra bílastæði undir Reykjavíkurtjörn , en víða erlendis em bílastæði grafin undir tjarnir, samanber Söeme í Kaupmannahöfn. Þá er einnig mjög ódýrt að byggja bílageymslu undir Austurvelli, og minna má á að borgin er nú að gjöra bílastæðin við hlið nýja Seðlabankans, sem nú er verið að reisa. Það bfiastæði er hins vegar gjört með dynamiti, sem er ekki ódýrasta gerð af jarðvinnu. í stórborgum erlendis em allsstaðar opinberar bílageymslur, og ein hefur verið reist á fslandi og hún á hafnar- svæði, en það er í Tollstöðinni, nýju. Hvað er síðan gert við það bílastæði, er þjóna átti almenningi? Það er leigt auðmönnum. Brúin yfir á munað heldri manna, sem geyma bifreiðar sínar í mitti Tollstöðvar- innar, stendur hinsvegar á hafnarsvæði, rentulaus. Reiknast mér að þessi munaðarbrú, ætti að gefa hafnarsjóði um 120 þúsund krónur í tekjur á ári, en Reykvtkingar fá þá peninga ekki, og varla er unnt að innheimta rétta lóðareign af Tollstöð- inni, nema með miklum hörmungum. Nei, maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, og Reykjavíkurhöfn dregur ekki fram lífið á Gvendarbmnnavatni. Og þótt mönnum þyki Reykjavíkurhöfn ómerkileg, þá er hún einn fjölmennasti vinnustaður landsins, og má ekki víkja fyrir fólki, sem þarf að fara í lagningu. Jónas Guðmundsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.