Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 10
10___________ fréttafrásögn FIMMTUDAGUR IX. NÓVEMBER 1982. FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1982. Mmwrn ■ Það var ekki auðhlaupið að því að fínna dýraspítalann í Víðidalnum, en það tókst eftir langa mæðu, með því að fylgja merkingum. Vegurinn frá Ar- bæjarskóla í Víðidalinn er lokað- ur fyrir umferð og verður að fara upp að Rauðavatni og beygja þar til hægri eftir götuslóða sem liggur að hesthúsum Fáks og dýraspítalanum. Þessi vegur kemur til með að teppast í fyrstu snjóum, segja dýralæknarnir og bæta við að fólk lendi oft í villum, þegar það er á leið upp í Víðidalinn með dýr sín til lækn- inga. Við fræðumst lítillega um starfsemi spítalans yfír kaffi- bolla, sem Gísli Halldórsson og Helgi Sigurðsson dýralæknar reiða fram. Þeir Gísli og Helgi réðust til starfa hjá dýraspítalanum 1. nóv. s.l., en auk þeirra starfa þar Sigfríð Þórisdóttir dýrahjúkrunarkona og Auður Arnþórs- dóttir aðstoðarstúlka. Sigfríð er jafn- framt stjórnarformaður spítalans, og hefur starfað við hann frá upphafi. Það var breskur maður að nafni Mark Watson, sem bauð dýraspítalann sem gjöf í ársbyrjun 1973, en Watson hafði lengi látið sér annt um ísland og meðal annars keypt ýmsa erlenda muni á söfnum erlendis og gefið til íslands. Hann bauð ríki og borg spítalann, en ríkið vildi ekki þiggja. Það varð svo úr að stofnað var sjálfseignarfélag um rekstur spítalans. Að því standa Reykja- víkurborg, Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum, Samband dýraverndunar- félaga íslands, Dýraverndunarfélag Reykjavíkur, Hundavinafélagið í Reykjavík og Hestamannafélagið DýraspRalinn í Víðidal heimsóttur: .ALGENGUSTU AÐGERÐIRNAR ERU SEMISAÐGERÐIR A NUNDUM OG Fákur. Watson gaf húsnæðið með öllum tækjum en sjálfseignarfélagið sér um reksturinn. Hvaða dýr hafa íslendingar fyrir gæludýr? aðallega hunda og ketti, og svo marsvín, hamstra og páfagauka. Eitt- hvað er um dúfur og kanínur. Önnur dýr fáum við yfirleitt ekki til meðferðar. Hvers konar aðgerðir eru algengastar? „Algengustu aðgerðirnar eru ófrjó- semisaðgerðir á hundum og köttum. Þar fyrir utan eru það beinbrot og önnur slysatilfelli, og skurðaðgerðir við æxlum og þess háttar. Við reynum að nota morgnana til þess að gera þær aðgerðir sem þarf, en síðdegis höfum við mótt- töku fyrir dýr sem þarf að leggja inn eða taka í gæslu. fólk kemur til okkar með óskilahunda ef þeir finnast, eins kemur lögreglan hingað með alla hunda, sem hún finnur í óskilum. Þá auglýsum við eftir eigendunum, en óskilahundum má ekki ráðstafa fyrr en auglýst hefur verið eftir eigendum og þeim gefinn viku frestur til að vitja hundanna. Helgi og Gísli starfa í vaktasamstarfi vic héraðsdýralækninn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, en jafnframt hafa þeir komið á vaktakerfi við spítalann þannig að þarer vakt allan sólarhringinn og því hægt að koma dýrum til lækninga ■ Nokkrir sjúklingar af kattakyni. ■ Svæfing fyrir aðgerð. og Helgi Sigurðsson og ÚFRIÓ- KDTTUM” dýralæknamir hvenær sem þörf er á. Þeir Gísli og Helgi segja ekkert því til fyrirstöðu að taka við dýrum utan af landi ef þörf krefur." Dýralæknar hvar sem er geta auðvitað framkvæmt þær aðgerðir sem við gerum hér, en í spítalanum er svæfingatæki og fullkomin aðstaða til að annast dýr eftir aðgerðir. Hafið þið stundað eitthvað sérnám til að undirbúa ykkur fyrir vinnu á dýra- spítala? Nei, dýralæknaskólamir reka allir dýraspítala í tengslum við sitt starf og það er aðeins hluti af almennri dýra- læknismenntun að starfa þar. Sigfríð hefur hins vegar sérmenntað sig til starfa sem dýrahjúkrunarkona, fyrsti íslendingurinn sem það gerir, en „önnur stúlka er nú um það bil að ljúka námi úr sama skóla í Englandi", segir hún. „Námið tekur tvö ár og skiptist í vinnu með dýralækni og bóklegt nám.“ Hvers vegna fórstu f dýrahjúkmn en ekki þá tegund af hjúkmn sem flestir fara í? „Það var köllun," svarar Sigfríð, „og skemmtilegri sjúklingar að fást við,“ bætir hún við og hlær. Nú er kominn tími til að kveðja, einhver er kominn með þröst, sem hann hefur bjargað úr kattarklóm og það liggur fyrir að kanna sár hans. Sigfríð vill samt koma því á framfæri áður en við slítum talinu að í næstu viku komi út breiðskífa sem dýraspítalinn stendur fyrir útgáfu á, svo og dreifingu. Á henni verða ýmsar kunnar dýravísur, með lögum eftir Jóhann Helgason, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, syngur og undir- leikarar verða m.a. Ragnhildur Gísla- dóttir, sem jafnframt útsetur lögin, Guðmundur Ingólfsson, Helga Þórarins- i dóttir, Richard Korn og Björn Th. Árnason. Platan verður seld til ágóða fyrir dýraspítalann og verður til sölu í hljómplötuverslunum og eins stendur til að ganga með hana í hús og bjóða hana til sölu. JGK ■ F.v. Sigfríð Þórísdóttir, hjúkrunarkona Gísli Halldórsson. HVHCtA* t vÁ«t :>* Kaupmenn — Kaupfélög Tökum upp daglega Gjafavörur í miku úrvali (Tré, postulín o.fl. o.fl.) Leikföng í hundraðatali fyrir drengi og stúlkur á öllum aldri INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg. Sími 37710 Góðar fréttir fyrir gamla og nýja áskrifendur Tímans: SÍÐUMÚLA 15 — REYKJAVÍK - SÍMI 86300 Hjólbarðasólun - Kaldsólun — Heiksólun Urvals dekk — Einstakt verð Hjólbarðasala w a sóluðum og nýjum hjólbörðum Fljót og örugg þjónusta Sendum gegn póstkröfu um land allt Öll hjólbarðaþjónusta - Opið alla daga GÚMMÍVINNUSTOFAN 0 Skiphoiti 35 — Reykjavík — Sími 31055.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.