Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1982. Tþróttir _____________13 'Umsján: Sígurður Helgason írarnir unnu og fara í urslitin — Bsland tapaði 0-1 fyrir írum í unglingalandsleik ■ „Þetta var jafn Ieikur, sem hefði getað farið á hvorn veginn sem var, en írarnir unnu að þessu sinni," sagði Haukur Hafsteinsson þjálfari unglinga- landsliðsins í knattspyrnu, sem mætti Irum í seinni leik þjóðanna í Evrópu- keppni unglingalandsiiða í knattspyrnu í Dublin í gærkvöldi. „Það var mikill hraði í þessum leik og hann var mjög þokkalega leikinn og ég held ég geti sagt að hann hafi verið mun betri en leikur liðanna í Reykjavík." íslendingar áttu tvö bestu færin í leiknum, en tókst því miður ekki að nýta þau. Halldór Áskelsson átti annað færið og Sigurður Jónsson hitt. Markið sem veldur því að íslendingar komast ekki í úrslitakeppnina í Englandi rmaí kom þegar tólf mínútur voru til leiksloka. Og íslenska liðinu tókst ekki að jafna á þeim tíma sem eftir lifði af leiknum. Lið íslands var mjög jafnt og það er ekki hægt að hrósa neinum öðrum fremur. Segja má, að það hafi verið fyrst og fremst sterk liðsheild sem varð til þess að þetta góður árangur náðist. ísland hefur oft átt sterk lið í þessum aldurs- flokki og náðu til dæmis frábærum árangri í úrslitakeppni á Ítalíu 1973 og var það lið sem þá lék uppistaðan í A-landsliðinu um árabil. Og þótt ekki hafi unnist sigur að þessu sinni er ástæðulaust að ætla annað, en að í þessum hópi séu margir landsliðsmenn framtíðarinnar. íslenska liðið mun fara á morgun til Belfast og leika þar vináttuleik við unglingalandslið Norður-íra. Margir njósnarar erlendra félaga horfðu á leikinn í Dublin í gær, en augu þeirra beinast fyrst og fremst að Sigurði Jónssyni frá Akranesi, en vitað er að fleiri en eitt stórlið í Evrópu hafa sýnt því mikinn áhuga að fá hann til liðs við sig. Þó er Sigurður enn aðeins 16 ára gamall og hefur hann uppfyllt fyllilega þær vonir sem við hann hafa verið bundnar. sh Landskeppni í fimleikum — gegn Skotum 12. desember ■ íslensku fimleikafólki hefur verið boðið til landskeppni í fímleikum gegn Skotum í Edinborg 12. desem- ber næstkomandi. Fer landslið skip- að sex stúlkum og fjórum piltum til keppninnar, sem er fyrsta landskeppni Islendinga í fímleikum. Keppnisfólkið vinnur um þessar munðir að (járöflun fyrir ferðina og er hún fyrst og fremst fólgin í sölu á rækjum og einnig hefur verið efnt til happdrættis með aðeins 1200 miðum. Eru vinningar í happdrættinu 5 utanlandsferðir. Alls staðar er sama sagan sú, að illa gengur að fjármagna keppnis- ferðalög og aðra starfsemi íþróttafé- laga og verður keppnisfólkið oft að leggja mikið á sig til að afla nauðsyn- legs Qármagns. — íslendingar hlutu þrjú gull í keppninni ■ „Reynsluleysi í keppni á stórmótum háði mörgum af íslensku keppendunum á Solna-leikunumI“ sagði Arnór Péturs- son formaður Iþróttafélags fatlaðra í Reykjavík eftir keppnina sem fram fór um síðustu helgi. „Við gætum náð betri árangri ef hægt væri að senda fólk á fleiri mót á ári. Það var til dæmis margt fólk héðan, sem ekki gat farið vegna fjárskorts, sem hefði mjög líklega náð verðlaunasæti í keppninni ytra.“ Tveir íslendingar hlutu gullverðlaun í keppninni, þau Elísabet Vilhjálmsson og Hafdís Ásgeirsdóttir. Hafdís hlaut tvenn gullverðlaun í borðtennis bæði í þeim flokki sem hún á að keppa í vegna fötlunar sinnar og eins í næsta flokki fyrir ofan. Er það stórgóður árangur. Elísabet Vilhjálmsdóttir var meðal elstu keppenda á mótinu, en hún lét það ekki aftra sér frá því að vinna glæsilegan sigur í bogfimi. Hlaut hún 482 stig, sem er hennar langbesti árangur og hæsta stigaskor á íslandi. Á það bæði við karla og konur. Frábær árangur. Edda Bergmann keppti í sundi og hlaut hún silfurverðlaun í 100 metra bringusundi. Hún varð fjórða í -100 metra skriðsundi og í 6. sæti í 100 metra baksundi og synti á nýju íslandsmeti 2,19 mín. íslensk sveit tók þátt í riðlakeppni í boccia. Vann liðið einn leik, en tapaði tveimur naumlega og þar á meðal með aðeins einu stigi fyrir liði því, sem sigraði ■ Arnór Pétursson er formaður íþróttafélags fatlaðra, en mikill kraftur er í starfsemi þess um þessar mundir. í riðlinum. Reynsluleysi keppendanna í boccia háði þeim verulega og hefði fólkið haft meiri keppnisreynslu á stórmótum hefði að verið í fremstu röð. Hafdís Gunnarsdóttir frá Akureyri keppti í borðtennis, en náði ekki eins góðum árangri og efni standa til vegna reynsluleysis. Guðmundur Örn Guðmundsson lenti í 4. sæti í lyftingum, en hann lyfti 70 kílóum í bekkpressu. Af þessari upptalningu má sjá, að íslenska fólkið náði frábærum árangri í keppninni og er full ástæða fyrir forystu- menn Iþróttafélags fatlaðra að vera ánægðir með hann. En samt sem áður eru þeir ekki nógu ánægðir og setja markið hærra. sh Brazy fór á kostum — er Fram sigraði ÍBK 108 - 82 ■ Framarar sýndu stórleik er þeir mættu Keflvíkingum í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í fyrrakvöld. Það var Val Brazy sem bar þó af öðrum leikmönnum á vellinum og skoraði hvorki meira né minna en 45 stig. Hefur lið Fram tekið miklum stakkaskiptum eftir komu hans, en liðið vann ekki leik fyrr en hann kom til skjalanna. En það var ekki bara Brazy sem sýndi stórleik, heldur léku allir leikmenn Fram vel og haldi þeir uppteknum hætti verður erfitt fyrir önnur lið að stöðva þá. Framarar skoruðu samtals 108 stig gegn 82 stigum Keflvíkinga, en staðan í ' hálfleik var 53-40. Keflvíkingar sem unnu fjóra fyrstu leiki sína í úrvalsdeildinni máttu þola stórt tap, enda hafa þeir misst sinn besta mann, Tim Higgins. Eru Keflvíkingar á höttunum á efíir öðrum Ieikmanni frá Bandaríkjunum og yrði hann þá jafnframt þjálfari liðsins. Fyrir Fram skoraði Brazy 45 stig, Þorvaldur Geirsson skoraði 18 og Símon Ólafsson u:16 stig. Hjá Keflvíkingum var Axel Nikulásson drýgstur og skoraði hann 25 stig, en Jón Kr. Gíslason var ■ Val Brazy hefur verið í essinu sínu að undanförnu. Hér er hann á fullri ferð í með22ogÞorsteinn Bjarnason 21 stig. leik gegn Val. Tveggja metra Kani til UMFN ■ Bill Kottermann tveggja metra miðherji er kominn til úrvalsdeildar- liðs Njarðvíkur í körfuknattleik í stað Alex Gilbert, sem Njarðvíkingar sögðu upp á dögunum. Kottermann er mjög hávaxinn, vel yfir tvo metra hvítur á hörund, en Gilbert er blökkumaður. Það vakti athygli hversu góða íþróttamennsku Gilbert sýndi, er hann lék með Njarðviking- um tvo leiki eftir að honum hafði verið sagt upp og er slíkt vægast sagt mjög óvenjulegt. En vonandi verða þeir Njarðvíkingar ánægðari með Kotterinan. Tekst KR að vinna Val? ■ KR-ingar mæta Valsmönnum í úrvalsdeildinni í körfuknattlcik í kvöld og verður leikurinn háöur í íþróttahúsi Hagaskóla. Þessi leikur átti að fara fram 23. október s.l., en honum var þá frestað vegna ferðar unglingalandsliðsins til írlands. Bú- ast má við hörkuleik í Hagaskóla. Valsmenn hafa verið sterkir að undanförnu og KR-liðið hefur verið á uppleið og það er aldrei að vita nema þeim takist að veita Vals- mönnum harða keppni. STÖRG0ÐUR ARANGUR Á SOLNA-LEIKUNUM íþróttasam- band fatlaðra með fram- kvæmdastjóra ■ íþróttasamband fatlaðra hefur nýlega ráðið framkvæmdastjóra sem hafa mun umsjón með daglcgum rekstri sambandsins. Það er Markús Einarsson íþróttakennari sem ráðinn hefur verið til starfsins og hefur hann skrifstofu á Háaleitisbraut 11 á 2. hæð. Skrifstofa sambandsins verður fyrst um sinn opin þriðjudaga og fímmtudaga klukkan 1(P12 og mið- vikudaga og föstudaga klukkan_15- 18. Vonast stjórn íþróttasambands fatlaðra til þess að ráðning Markúsar verði til að aukarmöguleika fatlaðra á að stunda íþróttir við sitt hæfi. * , Mllls skipti um skoðun ■ Ein$ og greinf var frá hér í blaðinu í gær hafði verið ákveöið að Mick Mills færi til Sunderland qg léki með liði félagsins í 1. dcild ensku knattspyrnunnar. En á siðpstu stundu hljóp snurðá á þráðinn og í stað þcss að fara til Sundcrland fór hann til Southampton, og mun hann væntanlega leika með liði félagsins á laugardaginn. Þeim líjá Sout- hampton mun ckki af veita,1 því liðinu hefur vegnað illa í 1. deildar- keppninni það sem af cr og þurfa þeir á hressilegri andlitslyftingu að halda eigi staða þeirra að verða sómasam- leg. Og það er aldrei að vita, nema Mills hafi góð áhrif á leik liðsins. ★ Knattspyrnu keppnin 5000 kflómetra frá L.A. ■ Samkvæmt skipulagi Ólympíu- leikanna í Los Angelcs er gert ráð fyrir, að knattspyrnukeppnin verði háð 5000 kílómetra frá Ólympíuborg- - inni Los Angeles. Það er einnig talið vera meðal ástæðnanna fyrir því að Bandaríkjamenn fá ekki að halda Heimsmeistarakeppnina í knatt- spyrnu 1986, að ekki séu nógu margir vellir sem hægt sé að teija boðlega fyrir HM-keppni. Þess vegna m.a. er talið langlíklegast að Brasilía verði fyrir valinu sem framkvæmdaaðili 1986. ★ Swansea ad- eins með jafn- tefli gegn' Bientford ■ í fyrrakvöld voru háðir nokkrir leikir í ensku deildabikarkeppninni í knattspymu. Fátt var um óvænt úrslit, nema ef vera skyldi sigur Burnley á Coventry í Coventry, qn þeim leik lauk^með tveiníur morkum gegn einu. önnur úrsljt urðu sem hér segir: Notts County-Chelsea x 2-0 Birmingham-Derby / 3-1 Gillingham-Tottenham 2-4 Luton-Blackpool 4-2 Shcff. Utd.-Bamsley 1-3 Brentford-Swansea 1-1 Crystal Palace-Sheff. W 1-2 Everton-Arsenal 1-1 Jafntefli gegn Arsenal er smá sárabót fyrir Everton cftir stórt tap liðsins gegn Liverpool á laugardag- inn, en þessi tvö Iið, þ.e. Arsenal og Everton mætast einmitt í 1. deildinni á Highbury á laugardaginn. Leik- menn Everton voru fyrri til að skora, en þar var Gary Stevens á ferð, en Stewart Robson jafnaði fyrir Arsen- al.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.