Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1982 ■ Hxgt er að geyma ógrynni upplýsinga í minnum tölva. Sérstök lög tóku gildi um síðustu áramót sem takmarka þxr upplýsingar um einkahagi, sem leyfiiegt er að geyma á tölvum og veita óviðkomandi aðgang að. Ný lög um kerfisbundna skráningu á upplýsingum er varða einkamálefni, tóku gildi um síðustu áramót: SERSTOK TOLVUNEFND ANNAST UM FRAMKVÆMD TÖIVULAGANNA ■ Árið 1981 voru hér á landi sett lög um kerfisbundna skráningu á upplýsing- um, er varða einkamálefni. Þá var skipuð tölvunefnd og er starfsvettvangur hennar: 1. Veiting almennra starfsleyfa, skv. 5. gr. l.mgr. í lögunum, en þar stendur: Söfnun og skráning upplýs- inga, sem varða fjárhag manna og lögpersóna eða lánstraust, er óheimil án starfsleyfis, er tölvu- nefnd veitir, enda sé ætlunin að veita öðrum fræðslu um þau efni. 2. Veiting sérstakra starfsleyfa fyrir tölvuþjónustu. 3. Veiting leyfa til geymslu eða úr- vinnslu gagna erlendis. Og í 21. gr. laganna segir: Kerfisbundin söfnun og skráning upplýsinga um einka- málefni til geymslu, eða úrvinnslu erlendis er óheimil. Tölvunefnd getur þó heimilað hana, ef sérstak- lega hagar til. 4. Veiting undanþágu í sambandi við tengingu skráa. 5. Veiting leyfa til geymslu í söfnum. 6. Veiting undanþágu frá upplýsing- um. 7. Úrskurður ágreiningsefna. 8. Að ákveða hámarkagjald fyrir út- skriftir. 9. Að gefa umsögn til dómsmálaráð- herra. 10. Að setja reglur um form og efni umsókna og tilkynninga. 11. Að gefa út ársskýrslu. 12. Að veita almenningi upplýsingar. Formaður tölvunefndar er Benedikt Sigurjónsson, fv. hæstaréttardómari og aðrir í nefndinni eru Bjarni K. Bjarna- son, borgardómari, Bogi J. Bjarnason, aðalvarðstjóri, Benedikt Jónmundsson, útibússtjóri, Bjarni P. Jónasson, fv. forstjóri, Gunnlaugur G. Björnsson, skipulagsstjóri en ritari nefndarinnar er Hjalti Zóphóníasson, deildarstjóri. Gildissvið laganna Um gildissvið laganna segir m.a.: Lög þessi taka til hverskonar skráningar á upplýsingum varðandi einkamálefni ein- staklinga, svo og fjárhagsmálefni ein- staklinga, stofnana, fyrirtækja eða ann- arra lögpersóna, sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Lögin taka bæði til skráningar af hálfu atvinnurekenda, fyrirtækja, félaga og stofnana og til skráningar á vegum opinberra aðila. Með kerfisbundinni skráningu upplýs- inga er átt við söfnun og skráningu ákveðinna og afmarkaðra upplýsinga í skipulagsbundna heild. Ákvæði laganna eiga við um upplýs- ingar um einkamálefni, er varða tiltek- inn aðila, þótt hann sé ekki nafngreind- ur, ef hann er sérgreindur með nafn- númeri eða skráningarauðkenni, sem unnt er að persónugreina fyrir þá, sem búa yfir greiningarlykli. Æviskrárritun samkvæmt lögum nr. 30/1956 fellur utan marka laga þessara, svo og skráning í þágu ættfræðirann- sókna og æviskrárrita. Heimild til skráningar Um heimild til skráningar segir m.a.: Kerfisbundin skráning upplýsinga er því aðeins heimil að slík skráning sé eðlilegur þáttur í starfsemi viðkomandi aðila og taki einungis til þeirra, er tengjast starfi hans eða verksviði, svo sem viðskiptamanna, starfsmanna eða félagsmanna. Óheimilt er að skrá upplýsingar, er varða þjóðflokk manna, kynþátt og litarhátt, svo og skoðanir þeirra á stjómmálum eða einstökum stjómmála- legum efnum og á trúmálum, nema sérstök lagaheimild standi til þess. Söfnun og skráning upplýsinga, sem varða fjárhag manna og lögpersóna eða lánstraust, er óheimil án starfsleyfis, er tölvunefnd veitir, enda sé ætlunin að veita öðmm fræðslu um þau efni. Skráning upplýsinga og varðveisla þeirra Um það segir m.a. í lögunum: Beita skal virkum ráðstöfunum, er komi í veg fyrir að upplýsingar séu misnotaðar eða komist til óviðkomandi manna. Afmá skal skráðar upplýsingar, sem vegna aldurs eða af öðrum ástæðum hafa glatað gildi sínu, miðað við það hlutverk, sem skrá er ætlað að gegna. Skrár, sem sífellt em í notkun, skulu geyma upplýsingar, sem á hverjum tíma eru réttar, en úreltar upplýsingar skal afmá. Tölvunefnd getur leyft að afrit eða útskriftir úr skrám verði varðveittar í Þjóðskjalasafni eða öðrum skjalasöfnun með nánar ákveðnum skilmálum. Um tölvuþjónustu Um tölvuþjónustu segir m.a.: Ein- staklingum, fyrirtækjum eða stofnunum, sem annast tölvuþjónustu fyrir aðra aðila, er óheimilt að varðveita eða vinna úr upplýsingum um einkamálefni, sem falla undir sérákvæði 4. eða 5. greinar laganna eða undanþáguákvæði 3. málsgr. 6. greinar laganna, nema að hafa til þess starfsleyfi, er tölvunefnd veitir. Með tölvuþjónustu er átt við sérhvern starfsþátt í sjálfvirkri gagnavinnslu með tölvutækni. Starfsmenn við tölvuþjónustufyrirtæki eru þagnarskyldir, um þau atriði, sem þeir komast að við störf sín og skulu undirrita þagnarheit, áður en þeir taka til starfa. Um söfnun upplýsinga hér á landi til tölvuúrvinnslu erlendis Um ofangreint segir m.a.: Kerfis- bundin söfnun og skráning upplýsinga um einkamálefni til geymslu eða úr- vinnslu erlendis er óheimil. Tölvunefnd getur þó heimilað hana, ef sérstaklega hagar til. Um eftirlit með lögum þessum í VIII. kafla laganna segir m.a.: Dómsmálaráðherra skal skipa 3 manna nefnd, sem kölluð er tölvunefnd í lögum þessum. Nefndin skal skipuð til 4 ára í senn. Formaður hennar skal vera lög- fræðingur, sem fullnægir skilyrðum til að vera dómari. Einn nefndarmaður skal vera sérfróður um tölvu- og skráning- armálefni. Hann skal tilnefndur af Skýrslutæknifélagi íslands. Varamenn eru skipaðir með sama hætti til fjögurra ára í senn og skulu varamenn fullnægja sömu skilyrðum sem aðalmenn. Starfs- maður dómsmálaráðuneytisins skal vera ritari nefndarinnar. Tölvunefnd hefur eftirlit með fram- kvæmd laganna og leysir úr ágreinings- efnum. Gildistaka og framkvæmd laganna Lögin um kerfisbundna skráningu á upplýsingum, er varða einkamálefni tóku gildi 1. janúar 1982 og falla úr gildi 31. desember 1985. Dómsmálaráðherra skal láta endurskoða lögin og leggja fram frumvarp þar að lútandi fyrir Alþingi í þingbyrjun haustið 1984.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.