Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1982 5 ■ Tölvuskóli IBM hefur starfað í meira en 15 ár, en í þeim skóla nema aðallega starfsmenn viðskiptavina IBM. Helgi Níelsson, starfsmaður Skýrsluvéla ríkisins við tölvustýrt nám. (limamynd Anna) J :gð IR VI ■ líll K- ■ Guðmundur Hannesson, deildarstjóri. (Tímamynd Anna) VEGANESTI” — segir Guðmundur Harmesson, deildarstjóri í Kerf isf ræðideild ÍBM ■ „Fyrstu IBM gagnavinnsluvélarnar komu til íslands árið 1950, og voru þær m.a. notaðar við manntal og gerð þjóðskrár,“ sagði Guðmundur Hannes- son, deildarstjóri í Kerfisfræðideild IBM, er ég hitti hann að máli nú í síðustu viku og skoðaði mjög fullkomnar tölvur fyrirtækisins. „Síðan hefur þróun á sviði gagnavinnslu verið óslitin, en IBM tölvur voru fyrst teknar í notkun hér á landi árið 1964. Tölvunotkun hefur aukist hér jafnt og þétt og jafnframt hefur skilningur á gagnsemi þessara tækja stöðugt vaxið. IBM (International Business Machin- es) á íslandi starfar sem sjálfstætt útibú frá hinu erlenda fyrirtæki. Við erum eingöngu með IBM vélar eins og gefur að skilja, en hér vinna eingöngu íslend- ingar, 60 talsins. Fyrirtækið hefur því íslenska yfirstjórn. Fyrirtækið varð 15 ára 1. maí s.l. Forstjóri þess er Gunnar M. Hansson, en hann tók við af Ottó A. Michelsen nú á þessu ári, en Ottó hafði þá stjórnað fyrirtækinu frá byrjun. IBM á íslandi er skipt í fjögur svið, sem hafa öll á að skipa vel menntuðu starfsfólki. ★ Tæknisvið, en þar vinna þeir sem setja upp og þjónusta vélarnar, eða með öðrum orðum viðgerðarmenn fyrirtækisins. Viðhalds og viðgerðar- þjónustan er einn mikilvægasti þátt- urinn í starfsemi fyrirtækisins. ýk Markaðssvið, sem skiptist í Söludeild og Kerfisdeild. Hlutverk Söludeildar er að selja IBM búnað, markaðsöflun og sjá um sambandið við þá viðskipt- avini, sem hafa fengið vélar frá okkur. Allir IBM viðskiptavinir hafa ákveðinn sölumann, sem þeir geta snúið sér til. í kerfisfræðideild eru sérfræðingar í forritun, stjórnkerfum véla og kerfisgreiningu, sem allt eru mjög mikilvægir þættir í okkar starfi. Sérfræðingarnir hafa líka mikil sam- skipti við viðskiptavininn. Þeir eru tæknilegir ráðgjafar hans og sölu- mannsins. ★ Fjármálasvið, sem sér um fjármála- stjórnun fyrirtækisins. Við vinnum alltaf með nákvæmar fjármálaáætl- anir 2 ár fram í tímann og mjög nákvæmarfjármálaáætlanir 1 árfram í tímann. Við segjum stundum að fyrirtækinu sé markmiða og áætlana- stýrt. if Stjórnunarsvið. Þeir, er þar starfa, sjá um öll skrifstofustörf, pantanir og afgreiðslu á vélum og forritum. Samskipti okkar við önnur IBM fyrirtæki eru geysilega mikil og njótum við góðs af allri þekkingu sem þar er fyrir hendi. IBM er með eigið fjarskipta- net, sem við hér á íslandi tengjumst inn á. Veitir það okkur m.a. ómetanlegar upplýsingar við öflun tæknilegra upplýs- inga. Fyrirtækið leggur sig mjög í líma við að veita fullkomna þjónunstu hvort sem um er að ræða á sviði tækni, sölu eða kerfisfræði. Við setjum stolt okkar í að uppfylla þarfir viðskiptavina okkar, sem eru dreifðir um allt land, hvort sem þeir eru stórir eða litlir. Þetta er eitt af meginmarkmiðum fyrirtækisins, enda eru ánægðir viðskiptavinir okkar besta veganesti." Stillanlegt tölvuboró -dýrmœtur þóttur ívinnuvemd Tölvuborðið frá System B8 er kærkomin nýjung fyrir alla sem vinna við tölvu. Auðvelt er að hækka og lækka þann hluta borðsins sem skermurinn stendur á, færa hann fram og aftur. Ef margir vinna við tölvuna er auðvelt að halla skerminum og snúa honum til beggja hliða. Einnig er auðvelt að hækka og lækka þann hluta borðsins sem leturborðið stendur á, færa hann fram og aftur. Þar sem hægt er að stilla fremri og aftari hluta borðsins sinn í hvoru lagi, er leikur einn að velja rétta og þægilega vinnustöðu við borðið. Þá má ekki gleyma ýmsum fylgihlutum borðsins s.s. armhvílu sem sett er framan við letúrborð tölvunnar, handritahaldara og hliðarplötu sem hægt er að festa á borðið. Fremri og aftari borðplata tölvuborðsins er stillanleg sín í hvoru lagi og hægt að snúa og halla tölvuskerminum. annars vegar. Tölvuborðið er hluti af system B8 skrifstofuhúsgögnum. ISKRIFSTOFU HUSGOGN HALLARMÚLA 2 - SlMI 83211 Tölvuborðið er hluti af system B8 skrifstofu- húsgögnum sem hönnuð hafa verið eftir niðurstöðum nákvæmra rannsókna. Bætt vinnuaðstaða minnkar líkur á atvinnusjúkdómum og gerir mannleg mistök sjaldgæfari; ómetanlegur kostur þegar tölvuvinnsla er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.