Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1982 FJOLHÆFAR TÖLVUR FYRIR HEIMIU OG FYRIRTÆKI” — segir Fróði Björnsson, forstöðumaður í Radíóbúðinni ■ „Allar tölvur hafa orð- ið fullkomnari og ódýrari með tímanum“ sagði Fróði Björnsson, forstöðumaður tölvudeildar í Radíóbúð- inni. Ef sama þróunin hefði orðið í bílaiðnaði mundi Rolls Royceinn kosta nú í dag nokkrar krónur og kæmist 100.000 km á lítra af bensíni. Við í Radíóbúðinni seljum Appletölv-' ur, Apple II+, Apple III. Apple 11+ er með 48 K minni og Apple III er með 256 K minni. Apple er fjölhæf tölva, bæði fyrir heimili, viðskipti og vísindarannsóknir og hægt að fá alls kona aukabúnað með henni, en Apple III er aðallega fyrir fyrirtæki. Apple 11+ tölvurnar eru seldar með diskadrifi og tölvuskjá, en hagstæðasta verðið fékkst með því að kaupa þær þannig í samstæðum. Með komu tölvanna eru ritvélar að verða úreltar og í Applefyrirtækinu, sem er bandarískt fyrirtæki, þar sem vinna 3.200 manns eru aðeins 2 ritvélar notaðar nú. í stað þess nota starfs- mennirnir tölvu. Helsti kostur Apple tölvanna er fjölhæfni þeirra, forritin skipta þúsund- um og tölvurnar eru þannig hannaðar að það er hægt að stinga stýrispjöldum inn í þær og nota þær sem stjórntæki við ýmiss konar tækjabúnað, td. á rannsókn- stað rafeindaverkfræðingar og aðrir sérfræðingar um tölvur af þeirri einföldu ástæðu, að þeir voru nánast þeir einu, sem gerðu sér fyllilega grein fyrir gæðum og getu hinnar nýju tölvu. Svo fullkomin þótti þessi fyrsta Apple-tölva, að fljót- lega fór eftirspumin langt fram úr framleiðslugetu fyrirtækisins. Árið 1977 hrinti Apple fyrirtækið af stað byltingu á tölvumarkaðinum með Apple II tölvunni, en hún var fyrsta tölvan í þessum stærðarflokki, sem framleidd var fullsamsett og tilbúin til notkunar. Á sama tíma var tölvubúnað- ur keppinautanna seldur í hlutum og gæðin urðu þá óhjákvæmilega í hlutfalli við kunnáttu kaupenda við að lóða og lagni þeirra við samsetningu slíks búnað- ar. Apple II tölvan var ennfremur fyrsta fullkomlega forritanlega tölvan af þess- ari stærð og færði hún því einstaklingum og fyrirtækjum mikið af eiginleikum og getu stórra tölvusamstæðna, en nú á viðráðanlegu verði og með áður óþekktu hagræði fyrir notendur. Notendum Apple tölvanna fór nú ört fjölgandi og fór að taka til atvinnurekenda, viðskipta- fyrirtækjaog atvinnurekstrar af öllu tagi. í dag eru Apple tölvur notaðar um allan heim jafnt í smáum sem stórum fyrirtækjum, í skólum allt frá barna- skólum og upp í háskóla, í tilraunastof- um við vísindarannsóknir og sem stjórn- tæki við alls konar tækjabúnað bæði í iðnaði og við rannsóknir af öllu tagi. Meira en 550.000 Apple tölvur eru nú í notkun víðsvegar um heim og 40.000 tölvur af þessari tegund eru nú seldar á mánuði hverjum. Apple fyrirtækinu er spáð enn vaxandi velgengni og er talið að það verði framvegis í hópi allra stærstu framleiðenda í heiminum á þessu sviði. astofum. Þá vinnur hún úr upplýsingum sjálfkrafa og skrifar út eða geymir á diski. Þá er líka hægt að tengja margar saman t.d. fyrir skóla. Víða um heim er farið að nota tölvur mikið í skólum. Þær koma að vísu ekki í staðinn fyrir kennara, en geta hjálpað nemendum mikið, t.d. ef einhver á erfitt með að skilja stærðfræði, er tölvan þolinmóð og nemandinn getur verið við tölvuna þar til hann hefur skilið stærðfræðiverkefn- in.“ Fyrsta tölvan sett saman í bflskúr „Tilkoma fyrirferðarlítilla en öflugra tölva markaði tímamót í sögu tækni- framfara og opnaði mönnum leið til þess að framkvæma ýmsa vinnu á margfalt hraðari og öruggari hátt en áður," sagði Fróði ennfremur. „Apple fyrirtækið varð fyrst allra til þess að gera almenningi kleift að eignast það sem áður hafði eingöngu verið á færi stórra fyrirtækja og stofnana að eignast - tölvubúnað og hið geysimikla hagræði sem því fylgir. Fyrirtækið stofnuðu árið 1976 tveir stórhuga ungir bandariskir verkfræðing- ar. Fyrstu Apple tölvuna settu þeir saman í bflskúr heima hjá öðrum þeirra. Þótt smátt væri byrjað, þýddi það þó ekki að fyrsta tölvan hafi á nokkurn hátt verið einföld að gerð. Þvert á móti, þá var hún ótrúlega fullkomin enda voru viðskiptavinir hins nýja fyrirtækis fyrst í ■ Ámi G. Jónsson, kerfisfræðingur hjá Radíóbúðinni, við Apple tölvu. Tímamynd GE SERNAM- SKEIÐIIM HELGAR ■ Tölvuskóiinn Framsýn hóf starfsemi sína 15. september s.I. og er skólastjóri hans Diörik Eiríksson. Markmið skólans er að veita fræðslu og tilsögn um tölvur og meðferð þeirra. Nám- skeið skólans eru ætluð byrjend- um, einnig stjórnendum og starfsmönnum fyrirtækja. „Við kennum á margar mis- munandi tölvutegundir, sagði Diðrik Eiríksson. „Við höfum náð samvinnu við ýmsa tölvusala og þar á meðal eru Hljómbær, Rafrás og Japis. Af vélakosti Framsýnar má nefna Luxor, North Star, Osborne og IBM- PC, sem er ein vinsælasta smá- tölvan í heiminum í dag. Hámarksfjöldi á námskeiðun- um hjá okkur er 12 manns. Námskeiðin eru 2 vikur og hefjast kl. 18.15 virka daga og kl. 13 á laugardögum. Einnig munum við hafa sér- námskeið um helgar, sem ætluð eru fólki utan af landi og er þá um 18 tíma námsskeiði Iokið á laugardegi og sunnudegi. Helg- arnámskeiðin eru sem sagt jafn- löng þeim, sem standa í tvær' vikur, hvað kennslutíma snertir.“ ■ Diðrik Eiríksson innritar nemanda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.