Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 8
8 inci'iiiini';1 FIMMTUDAGUR U. NÓVEMBER 1982 ■ Steinþór útskýrir eitthvað á skerminum fyrir tilvonandi nemanda. ■ Þær Ester Óttarsdóttir og Brynja Hafsteinsdóttir voru að hugsa um að skrá sig í námskeið, þegar ég leit inn í Arkimedes og þær eru sjálisagt byrjaðar í töivunáminu núna. Tímamyndir: Anna NYJASn TOLVUSKOUNNIREYKJAVIK ■ Nýjasti tölvuskólinn í Reykjavík heitir Arkimedes og hóf starfsemi sína. nú fyrir nokkrum dögum. Eigandi hans er Steinþór Diljar Kristjánsson, stærð- fræðingur. Hann kennir stærðfræði og tölvufræði við Tækniskóla íslands. Og einnig kennir hann tölvufræði við fram- haldsdeild Samvinnuskólans í Reykjavík Námskeiðin í Arkim^desi standa yfir í hálfan mánuð hvert námskeið og fer kennsla fram á hverju kvöldi frá mánudegi til föstudags. Steinþór Diljar sagði tilganginn með námskeiðunum þann að veita mönnum almenna undir- stöðuþekkingu á tölvunum sjálfum og kenna þeim að stjórna þeim, Steinþór kennir á Luxor-tölvur og gefur nemend- um sínum kost á ýtarlegri leiðsögn í tölvufræðum með röð af sex nánjskeið- um. Þannig eiga nemendur þess kost að nema fyrst Forritun I og í því eru helstu skipanir í BASIC og byrjað á forritun. í Forritun II eru sérhæfðar BASIC skipanir. Gerð og uppbygging forrita og ýtariegar æfingar. 3. stigið er svo Skráavinnsla -1 og þar er numin meðferð gagnasafna og upp- byggingskráam.a. ISkráavinnsluIIeru ýmsar gerðir skráa og næst tekið við Kerfisfræði I og er þar numin samtenging forrita í gagnavinnslukerfi og fleira og í Kerfisfræði II er unnið við uppsetningu gagnavinnslukerfis og notaðar stórar gagnaskrár. Fyrstu námskeiðin hjá Arkimedesi kosta 1300 kr. hvert námskeið og er það kynningarverð, en verð námskeiðanna mun annars verða 1500 kr. ■ „Við byrjuðum inn- flutning á smátölvum (microtölvum) strax í upp- hafí þessarar svoköluðu Microtölvubyltingar“, sagði Oddur Einarsson hjá Þór h.f., er ég spurðist fyrir um tölvur hjá þeim. „Micro-tölvur hafa verið ■ Oddur Einarsson hjá Þór h.f. við eina af Commodore-tölvunum, sem fyrirtækið flytur inn. „SKAK OG ELDFLAUGALEIKJ R VINSÆLT í HEIMIUSTÖLVUR” — segir Oddur Einarsson hjá Þór h.f. skilgreindar erlendis, sem flokkur tölva, sem kosta á bilinu 100 dollarar - 7-10 þúsund dollarar. Micro- tölvur skiptast síðan í þrennt: 1) Heimilistölvur (Home Computers), 2) Einkatölvur (Personal Computers) og 3) Við- skiptatölvur (Business Computers). Skilgreining á Microtölvum hefur mið- ast við, hversu öflug ör- tölvan (Microprocessor) í þeim er. Fram að þessu hafa flestar Microtölvur verið með svokölluðum 8 bita örtölvum, en nú eru að koma fram 16 bita örtölvur í Microtölvunum, sem koma til með að gera þær verulega mikið öflugri og svo kann að fara að Microtölvan skari verulega inn á svið Minitölvanna, en Minitölvur hafa aðal- lega verið byggðar upp í kringum 16 bita örtölvu. Tölvumar, sem við seljum heita Commodore, en Commodore fyrirtæk- ið, sem er bandarískt, er eitt af fáum fyrirtækjum, sem framleiðir eingöngu Microtölvur, og af öllum þremur gerðun- um. Heimilistölvur (Home Computers) eru ætlaðar til að tengjast beint í sjónvarp og þeir, sem aðallega nota þær, eru fjölskyldur, sem vilja fræðast um tölvur og kynnast þeim af eigin raun og einnig þeir, sem eru að læra í tölvu- skólum. Á þær er hægt að fá einföld ritvinnsluforrit, og leikjaforrit hafa hing- að til fyrst og fremst miðast við heimilistölvur og einkatölvur (Personal Computers). Vinsælir leikir eru t.d. skákforrit, eldflaugaleikir og einn leikur er mjög vinsæll, en hann heitir Jelly Monsters (afbrigði af leik, sem kallast Pacman). •Commodore heimilistölvan er með lit og hljóðmöguleikum og er 5 KB. Við hana er fáanlegur fjöldi jaðartækja. Einkatölvur (Personal Computers) hafa fram til þessa aðallega verið seldar til framhaldsskóla og einstaklinga, sem þurfa einhverra hluta vegna á tölvu- vinnslu að halda heima hjá sér. Það er fyrirsjáanleg mikil aukning á notkun þeirra á næstunni og þar kemur helst til verðlækkun og aukning á afkastagetu. Næsta tölva sem væntanleg er af þessari gerð í Commodore verður með 64 KB innra minni og með þeim verða fáan- legur fjöldi forrita m.a. áætlanagerðar- forrit, og ritvinnsluforrit og gagnagrunn- ur. Viðskiptatölvurnar hafa verið mikið notaðar undir bókhald hjá litlum fyrir- tækjum. Með þessum microtölvum geta lítil fyrirtæki náð mjög háu stigi í tölvuvæðingu. Þessar tölvur hafa 2000 stafa skerm og lyklaborð samkvæmt íslenskum staðli."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.