Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR XI. NÓVEMBER 1982 HEIMSÓKN í REIKNISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS: FJÖLBREYTT ÞJÓNUSTUVERKEFNI REIKNISTOFNUNAR H/ISKÓLANS ■ Brynja Halldórsdóttir, dcildarstjóri í verkefnadeild, og Helgi Jónsson, deildarstjóri í vinnsludeild Reiknistofnunar, að störfum við tölvuskjáinn.(Tímamynd: Anna) ■ Reiknistofnun Háskólans var stofn- uð vorið 1976, en áður hafði Raunvís- indastofnun Háskólans annast reikni- þjónustu frá árinu 1964. Um hlutverk Reiknimiðstöðvarinnar segir í reglugerð frá 11. mars 1976: Reiknistofnunin skal annast rekstur reiknimiðstöðvar við Háskóla íslands til úrvinnslu verkefna kennara og nemenda og annarra starfsmanna Háskólans og stofnana hans, einnig annast reikniþjón- ustu fyrir aðila utan Háskólans, þó skulu þarfir Háskólans hafa forgang, einnig að gangast fyrir námskeiðum og fyrirlestr- um til kynningar á nýjungum og fást við hver þau verkefni önnur, er stuðlað geta að eflingu þjónustustarfsemi Reikni- stofnunarínnar. Síðan Reiknistofnunin hóf starfsemi sína hefur orðið mikil og ör þróun í tölvumálum Háskólans. Sú þróun byrj- aði með tveimur raunarlegum gjöfum. Árið 1976 gaf IBM á íslandi þríþætta gjöf til Reiknistofnunar Háskólans, þar á meðal var tölva af gerðinni IBM 360/30. En frá því að tölvunotkun hófst við Háskólann og þar með á íslandi, sem var árið 1964, var sama tölvan starfrækt um 12 ára skeið. Hún var af gerðinni IBM 1620 og var orðin all úrelt, enda gefin Þjóðminjasafninu 1976. Þetta segir all mikið um tölvuþróunina að 12 ára gömul vél skuli vera talin safngripur. Samstæðan IBM 360/30 var mun stærri og afkastameiri en gamla IBM 1620. Varð gjöf IBM á íslandi því mikil lyftistöng fyrir Háskólann og til þess að renna traustum stoðum undir hina nýju Reiknistofnun. Hin gjöfin var frá ríkisbönkunum, en það var tölvuteiknari af gerðinni CAL- COMP 836. Og til þess m.a. að stjórna honum, var keypt tölva af gerðinni PDP 11/34 og var þessi búnaður tekinn í notkun sumarið 1977. Með þessari vél hófst svonefnd sívinnsla, þ.e. notkun útstöðva og þá einkum skjáa við tölvu- vinnslu. { árslok 1977 voru 4 útstöðvar tengdar við vélina, en ári seinna voru þær orðnar 12. Var þá skipt um vél og keypt tölva af gerðinni PDP 11/60. í árslok 1979 voru útstöðvarnar orðnar 24 og var þá tekin ákvörðun um kaup á stórri og fullkominni tölvu af gerðinni VAX 11/780. Var hún tekin í notkun í júlí 1980. Auk ofangreinds tölvubúnaðar hefur Reiknistofnunin haft aðgang að IBM tölvu Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavík- urborgar um fjarvinnslustöð (spjaldales- ara og línuprentara). Sérfræðileg þjónusta hjá Reiknistofnun Háskólans Auk reksturs tölvu tekur Reiknistofn- unin að sér þjónustuverkefni á sviði reiknifræði og tölvuvinnslu. Þar eð stofnunin er ekki rannsóknastofnun heldur þjónustumiðstöð, á hún sjaldan frumkvæði að fræðilegum rannsóknum. Hins vegar taka starfsmenn stofnunar- innar mikinn þátt í ýmsum rannsóknar- verkefnum á vegum annarra aðila, þar sem um reiknifræðilega eða tölfræðilega vinnslu gagna er að ræða. Enn fremur vinna þeir að því að kynna sér nýjungar á sviði tölvuvinnslu, gera tilraunir með þær og kynna þær hérlendis. Haldin hafa verið margvísleg nám- skeið, og ýmis leiðbeiningarrit gefin út. Þá fer mikill tími starfsmanna í að aðstoða tölvunotendur við að nota hugbúnaðinn, þ.e. stjórnkerfi tölvunn- ar, þýðendur fyrir hin ýmsu forritunar- mál og svonefnd stöðluð forritasöfn. Þessum söfnum hefur fjölgað mikið og eru nú til forritasöfn, sem auðvelda mjög notkun tölvu, m.a. á sviði tölfræði, aðgerðarrannsókna, hagrannsókna, textavinnslu, burðarþolsútreikninga, landmælinga og verkáætlanagerðar, svo dæmi séu tekin. Þá má nefna SEED- gagnasafnskerfið, sem Erfðafræðinefnd Háskólans notar (fyrsta „data base“- kerfið hér á landi), svo og safn forrita fyrir tölvuteiknarann. Dæmi um þjónustuverk- efni Reiknistofnunar Há- skólans. Hér verða til fróðleiks nefnd nokkur dæmi um þjónustuverkefni, sem unnin hafa verið á Reiknistofnun á síðustu þremur árum. f flestum tilvikum er um rannsóknarverkefni að ræða, sem stjórn- að er af aðilum utan Reiknistofnunar, en forritun og reiknifræðileg úrvinnsla yfirleitt unnin á Reiknistofnun af sér- fræðingum stofnunarinnar. Tölvukerfi fyrir stjórnsýslu Háskóla íslands, svo og fyrir áfangaskólann, þ.e. námsferils- eða nemendabókhald unnið í samvinnu við Menntamálaráðuneytið, fjóra fjölbrautaskóla og Menntaskólann í Hamrahlíð. Skrifað í COBOL-forrit- unarmálinu. Úrtaksgerð úr þjóðskrá og úrvinnsla skoðanakannana m.a. fyrir Félagsvís- indadeild, Hagvang, Hagstofu íslands og fjölmarga aðra aðila. Flugáhafnakerfi til að skipuleggja ferðir flugáhafna í samvinnu við Þorgeir Pálsson og Flugleiðir h.f. Kosningaspá og útreikningar á breytt- um atkvæðaseðlum (m.a. útstrikanir) í samvinnu við Þorkel Helgason og Guðmund Guðmundsson. Kerfi til úrvinnslu á fitumælingum loðnu fyrir Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins. Eftirlíking (simulation) af loðnuveið- um fyrir Loðnunefnd með GPSS-málinu Líkt var eftir vetrarvertíð, frá upphafi til enda, m.a. til að kanna væntanleg áhrif öflugra fjarlægðabóta fyrir loðnu- skipin. Gerð forrita til eftirlíkingar í rennslis- ferlum Skeiðarárhlaupa með aðstoð NAG-safnsins, en það er rannsóknar- verkefni Svens Þ. Sigurðssonar og Helga Björnssonar. Hönnun upplýsingakerfis fyrir Land- helgisgæsluna í samvinnu við Þorgeir PálsSon. ■ „Tölvan okkar héma cr með stærstu tölvum hér á landi“, sagði Jóhann Gunnarsson, forstöðumaður Reikni- stofnunar háskólans, í viðtali við Tímann. „Sigurður Nordal fann upp orðið tölva á fyrstu árum tölvunotkunar hér á landi og hefur hann þar fundið gott orð, sem flestum getur fallið í geð og fer vel Nemendur í tölvunarfræðum við Háskólann við nám hjá Oddi Benediktssyni, prófessor. (Tímamynd: GE) stafa minni, þjónað 40-50 notendum samtímis, hefur vinnsluhraða sem nemur 0,8 milljón aðgerðum á sekúndu, og er með stærri tölvum á landi hér. „Litlar" tölvur úr stærsta flokknum geta farið niður fyrir VAXinn að stærð og af- köstum. Ætli við verðum ekki að taka upp undirflokkinn súpermini? Þú sérð að tækniþróunin er að gera alla þessa flokkun meira og minna marklausa. „TÖLVIIR ERU AD VERÐA MINNA GALDRATÆKI í AUGUM FÓLKS” — rætt við Jóhann Gunnarsson, forstöðumann Reiknistofnunar Háskóla íslands í íslensku máli. En orðið tölva hefur verið misnotað og notað um allt mögu- legt, t.d. vasareiknivélar, sem alls ekki flokkast undir það nema einstaka, þær allra stærstu. Tölvan er svona hálfgert töfraorð, það hefur einhver galdur frá völvunni færst yfir á þetta orð fyrir tilverknað Sigurðar heitins Nordal. Þetta er skínandi gott orð, en það er erfitt að eiga við þessa misnotkun. Reiknivélar hafa ekki innritanlegt og breytilegt minni. Almennt séð eru alls konar hlutir kallaðir tölvur, sem ekkert eiga skylt við tölvur." Þrír flokkar... „Til þæginda eru tölvur stundum flokkaðar í 3 flokka: mikrótölvur eða örtölvur, minitölvur og svo það sem heitir á útlensku mainframe computer. Þær stærstu af síðastnefnda flokknum nefna menn oft súpertölvur. Engar slíkar eru til hér á landi, en þær eru meðal annars notaðar við geimferðir og á stærstu veðurstofum úti í heimi, og í kjarnorkurannsóknarstöðvum til dæmis. dæmis. Mörkin á milli flokka eru óljós og sífellt að taka breytingum. Örtölvur til almenningsnota voru fyrst seldar sem leikföng. Þær höfðu minni frá 1 og upp í 16 k (þúsund stafi), takmarkaða möguleika til tengingar aukabúnaðar, engin eða ófullkomin stýriforrit og kannski eitt forritunarmál, sem var oft aðeins mállýska vegna takmarkana sem vélin setti. Nú má fá örtölvur með miklu stærra minni, stýriforrit eru nær sjálfsögð og oft er úrval forritunarmála. Einnig fæst fjöldi notendaforrita til margvíslegra nota, svo sem alls konar bókhalds, áætlanagerðar, ritvinnslu. Þannig eru örtölvur komnar langt inn á það svið, sem kennt var við smátölvur eða minitölvur. Minni frá 16 k upp í 500 k, möguleiki til að tengja seguldiska (harða diska), allfjölhæf stýriforrit, handhægir pakkar af notendaforritum, öll helstu forritun- armál, meiri vinnsluhraði möguleiki á samtímavinnslu fleiri verkefna; þetta hefðu flokkunarmenn nefnt sem helstu einkenni minitölva. VAX tölvan okkar hér á Reiknistofn- un telst til þessa flokks samkvæmt fræðibókum. Hún getur haft 4 milljón Arkitektúr stærsta flokksins, ef við höldum samt áfram, leyfir fleiri inntaks- og úttakstæki, þar á meðal fjölda stórra seguldiska, enn fleiri samtíma notendur, aðalminni, sem skiptir tugum milljóna stafa, og svo framvegis. Ég skal ekki spá neinu um það hvenær við fáum til íslands vél sem kallast gæti súpertölva. Spá mín yrði trúlega of íhaldssöm. Með hverju árinu sem líður fáum við meira afl fyrir sama verð. Notkunin er sífellt að fara inn á ný svið, og eitt af því sem er ánægjulegt við þróunina eins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.