Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR U. NÓVEMBER 1982 LflÍÍA!!! ÞEGAR TOLVAN BYR TIL MORGUNMATINN ■ Japanir hafa alltaf verið fljótir að tileinka sér nýja tækni og nú eru myndsegulbandstæki og heimilistölvur orðin almennt notuð þar á heimilum. Tölvutæknin hefur valdið mikilli bylt- ingu í daglegu lífi í Japan og hér á eftir er sagt frá nokkrum dæmum um það. Nobuko Oshima, 41 árs húsmóðir, hefur flest nútíma þægindi á heimili sínu: Stereógræjur, litsjónvarp og nýlega fékk hún sér tæki, sem gæti fljótlega orðið eins algengt og síminn í Japan, en það er tölva, sem sýnir á sjónvarpsskján- um ýmsar gagnlegar upplýsingar. Með því að ýta á takka á fjarstýritæki, getur Oshima fengið nýjustu fréttir og veður- fregnir á skjáinn, einnig lista um það, sem leikhúsin bjóða upp á, lestarferðir, stjörnuspá og mataruppskriftir. Yoshiki, 10 ára gamall sonur Oshimu, á líka völ á fjölbreyttum sjónvarpsleikjum. „Þetta er svo ólíkt því, sem var í bamæsku minni", segÍT Oshima. „Þá lék ég mér úti og veiddi fiðrildi.“ Klukkan 6 á hverjum morgni hljóma uppáhaldslögin hans Takeakes Yoshida um híbýli hans í Tokyo. Sjálfkrafa dragast gluggatjöldin frá, ljósin kvikna og rafmagnshrísgrjónasuðuvél fer í gang. Þegar Yoshida er búinn í rafstýrða sánabaðinu sínu, er morgunmaturinn tilbúinn og búið að kveikja á sjónvarp- inu. Hverju einasta tæki í íbúð Yoshidas - jafnvel baknuddtækinu í dýnú hans - stjórnar örtölva. Yoshida er tölvufræðingur og vildi komast að því ■ Yoshiki Oshima fylgist með upplýsingum, sem birtast á sjónvarpsskerminum á heimilinu. hve langt hann kæmist í því að nýta sér alla nýjustu tæknina. Það kostaði Yosh- ida tæpar 14 milljónir króna að útbúa heimili sitt þannig. En hann hefur komist að því að hvorki peningar né tækni geta skapað friðsemd og hann játar að stundum finnist honum að hann sé að kafna í sínu tæknivædda umhverfi. Koichi Kishida, háttsettur starfsmað- ur hjá tölvufyrirtæki, var vanur að vinna langt fram á kvöld í skrifstofu sinni í miðborg Tokyo. Nú vinnur hann mest heima hjá sér. Með aðstoð tölvu getur hann stjórnað starfsfólki sínu. Hann getur sent og tekið við skilaboðum og er í beinu sambandi við aðalskrifstofur fyrirtækisins. Sjö aðrir starfsmenn ætla að gera slíkar breytingar á starfsháttum sínum. Þeir telja það spamað fyrir fyrirtækið, þar sem fyrir skrifstofuhús- næði þurfi að greiða síhækkandi leigu. Það sé því mun hagkvæmara ef hægt er FRAM TOLVUSKOLI Helgarnámskeið Vegna þess fjölda fólks sem leitað hefur til skólans með fyrirspurnir og sýnt tölvunámi áhuga en ekki séð sér fært vegna anna og/eða fjarlægðar að sækja námskeið skólans hefur verið ákveðið að efna til helgarnámskeiða í tölvufræðum. Námskeiðin verða með tvennu sniði: • NámskeiðA þarsemhægtverðuraðIjúkaannaðhvortAlmennugrunnnámskeiðieða Basic námskeiði áeinni helgi (laugardegi og sunnudegi). Kennt verður með hléum frá kl. 10 á laugardagsmorgni til kl. 18 sama dag og frá kl. 13 á sunnu- degi tilkl. 17. • Námskeið A er hannað með þá í huga sem eiga langa leið fyrir höndum til að geta svalað fróðleiksfýsn sinni. Námsefni og tækjabúnaður er valinn með það fyrir aug- um að sem mest þjálfun náist á sem skemmstum tíma. Kostakjör: ARNARFLUG býður nemendum FRAMSÝN sérstakan afslátt af flugfar- gjöldum þegar haldið er til náms og heim aftur. • Námskeið B Á sama hátt og á A námskeiðinu er hægt að Ijúka hvort heldurAlmennu - grunnnámskeiði eða Basic námskeiði um helgar nánartiltekið á þremur sunnudagsnámskeiðum sem standa hvern sunnudag frá kl. 13 til kl. 17. • Námskeið B ætti að henta þeim sem í Reykjavík og nágrenni búa en hafa ekki aðstöðu vegna anna eða vegalengdartil að sækja hin reglulegu námskeið skólans. Tölvuskólinn FRAMSÝN vill með HELGARNÁMSKEIÐUM skólans leggja sitt af mörkum til þess að allir landsmenn sem áhuga hafa á tölvufræðum sitji við sama borð og eigi jafna möguleika til menntunar. TÖLVUNÁM ER FJÁRFESTING í FRAMTÍÐ ÞINNI. TÖLVUSKÓLINN FRAMSÝN, SÍÐUMÚLA 27, PÓTSHÓLF 4390, 124 REYKJAVÍK, SÍMI: 39566. að koma því við, að vissir starfsmenn starfi heima með aðstoð tölvu. Tölvustýrð vélmenni í Bandaríkjunum og Evrópu hefur verið hægfara þróun í að nota vélmenni til ýmissa starfa, einkum vegna þess að verkamenn hafa óttast að vélmennin gerðu þá atvinnulausa. í Japan tryggja stórfyrirtæki verkamönnum vinnu fram að 60 ára aldri og því er óttinn við atvinnuleysi ekki eins mikill. Þar hafa vélmenni líka verið tekin í notkun við ýmis störf, einkum sóðaleg og hættuleg störf, eins og málmsuðu, málun og við að lyfta þungum hlutum. Japanskt verkafólk hefur því tekið vélmennunum vel. Vélmenni eru t.d. líka farin að útbúa japanskan mat á veitingastöðum og er þá aðeins ýtt á takka og út úr vélmenninu koma á klukkustund 1.200 hrísgrjóna- kökur, en það er um þrisvar sinnum meira en vel þjálfaður matreiðslumaður gæti útbúið. Suzumo fyrirtækið, sem framleiðir þessi vélmenni, hefur síðan í desember í fyrra selt rúmlega 350 vélmenni, sem hvert um sig kostar 112 þús kr. Suzomi „kokkurinn“ er tiltölulega einföld vél; en hún sýnir, hvemig vélmennaæðið breiðist út í Japan. Vél- HHi HMHI.Ji ■ Tölvustýrðir armar vélmennis ann- ast um sjúkling á japönsku sjúkrahúsi. mennin eru ekki lengur bara í ævintýra- sögum, heldur raunvemleiki og hafa gjörbreytt mörgum vinnustöðum. 59% af öllum vélmennum, sem í notkun em í heiminum í dag em talin vera í Japan. Vélmennin í dag em útbúin úr örtölvu og örmum. Örtölvan stjómar örmunum og það er hægt að forrita hana til að gera ýmiss konar störf. Vélmennin eru orðin svo fullkomin að mannshöndin þarf lítið sem ekkert að koma nærri í þeim verksmiðjum, þar sem þau em, t.d. er í Fujitsu Fanuc tækjaverksmiðjunni að - eins einn verkamáður,sem fylgist nætur- langt með 10 vélmennum og öðrum vélakosti. En þessari nýju tækni hefur þó fylgt það að atvinnuleysi hefur aldrei verið hærra í Japan en nú síðan 1950 eða 2,5%, sem er að vísu lágt miðað við atvinnuleysi á Vesturlöndum og því em ýmsir áhyggjufullir út af samkeppninni milli verkamanna og vélmenna. Nokkur þeirra tölvublaða, sem eru til sölu. Tímamynd - Róbert SAU TÖLVU- BLAÐA HEfllR AUKKT SfD- USTU MÁNUEH ■ „Sala á tölvublöðum hefur aukist þó nokkuð undanfarið sérstaklega síðustu tvo til þrjá mánuði," sagði Sigurður Öm Sigurðsson hjá Innkaupasambandi bók- sala, er spurst var fyrir um sölu á slíkum blöðum. „Við emm aðallega með ensk blöð“, sagði hann ennfremur, og má þar nefna Computing Today, Micro-Computer Printout, Popular Computing, og Com- puter and Video Games. Þessi blöð eiga bókaverslanir að geta boðið upp á, en kaupmenn hafa verið tregir til að taka sum blöðin, þar sem þau hafa ekki endursendingarrétt, en þetta fer nú vafalaust að breytast, eftir því sem eftirspumin eftir tölvublöðunum verður meiri, en eftirspumin eykst um leið og tölvueign almennings eykst.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.