Tíminn - 12.11.1982, Page 1

Tíminn - 12.11.1982, Page 1
Píanóleikarinn Sam Avent leikur við hvern sinn fingur þrátt fyrir pilsnerinn ■ Góður gestur er í heimsókn á Hótel Loftleiðum þessa dagana. Er það hinn góðkunni breski píanóleik- ari Sam Avent, sem reynir hið ómögulega í þriðja sinn, nefnilega að skapa breska bjórstemmningu á íslandi. Hefur barnum á Hótel Loftleiðum verið breytt í „breskan pub“ og verður hann opinn með Sam við píanóið á hverju kvöldi fram til 21. nóvember. Píanóleikarinn Sam Avent á orðið marga góða kunningja hérlendis eftir fyrri heimsóknir sínar og er hann var hér síðast sagði hann í samtali við blaðamann Tímans að það væri erfitt að skapa hina einu sönnu bresku bjórstemmningu, annars staðar en í Bretlandi og eiginlega væri það allt að því vonlaust. Sam Avent lætur sér annars ekki allt fyrir brjósti brenna en hann byrjaði 13 ára gamall að leika á píanó með breskum dans- böndum. Síðan hefur hann helgað sig „pöbb-músikkinni“ og ferðast víða um heim í sambandi við það starf. Sem fyrr segir er barinn á Loftleið- hótelinu sérstaklega skreyttur vegna þessa „bjórævintýris", en því miður verður aðeins pilsner, eða íslenskur „þunnur" bjór á borðum. Sumir hafa svindlað á þessu með því að kaupa sér eitt staup af kláravíni með og hellt því út í, en það verður hver maður að gera upp við sig. Þess má geta að ýmsir smáréttir í breskum stíl verða á boðstólum og ættu þeir a.m.k. að geta kætt bragðlaukana. Jafnframt því sem bjórkvöldin byrja á Hótel Loftleiðum, verður haldið sérstakt villibráðarkvöld í kvöld og þar gefst fágætt tækifæri til að bragða gómsæta rétti sem sjaldan eru á boðstólum. -ESE Jazzsveitin AIR með tónleika hér ■ Áhugafólk um jazztónlist til- kynnir komu bandarísku jazzhljóm- sveitarinnar AIR til landsins, en hún mun halda tónleika 16. nóvember n.k. í íslenska óperuhúsinu (Gamla Bíói) kl. 9. Koma AIR til landsins telst til stærri viðburða í tónlistarlíf- inu hér á landi, því hljómsveitin er ein af bestu jazzsveitum vorra daga og nægir að nefna þessu til stuðnings, að AIR átti hljómplötu ársins 1980 í Downbeat að mati gagnrynenda. AIR skipa þeir Henry Threadgill, sem leikur á allar tegundir saxafóna, flautna og hjólkoppafón (þ.e. áslátt- arveggur er samanstendur af hjól- koppum og cymbölum); Fred Hopkins, leikur á bassa og Steve McCall á trommur. Upphaf hljóm- sveitarinnar má rekja allt aftur til 1971 þegar þrcmenningarnir komu saman í Chicago til að flytja ragtime tónlist Scott Joplins, cn sú tónlist hefur lengi verið á dagskrá þeirra. Vendipunktur fyrir hljómsveitina var þegar þeir fluttu til New York 1975 og byrjuðu að koma fram reglulega og hljóðrita hljómplötur. Síðan þá hefur AIR hlotið margvís- legar viðurkenningar og er óhætt að segja að af frjáls-jazz hljómsveitum (að Art Ensemble of Chicago undan- skildri) nýtur AIR hvað mestra vinsælda og virðingar gagnrýnenda. Hljómplötur þeirra félaga teljast til sígildra verka, t.d. Air Lore platan þar sem þeir leika nær eingöngu verk eftir Scott Joplin og Jelly Roll Morton í eigin útsetningum. Fullyrða má að AIR er ein fremsta jazz hljómsveit vorra daga. Hljóm- sveit sem aldrei fer troðnar slóðir í tónlistarsköpun eða útsetningum. Forsala á þennan tónlistarviðburð stendur nú yfir í Fálkanum, Lauga- avegi 24, og Gramminu, Hvcrfisgötu 50, og er miðaverð 150 kr. ; || ■ Hljómsveitin AIR. Tólf kíló af betrekki á túkall ■ Hvernig litist þér á að borga tvö kíló af krónum í strætó, eða tólf kíló fyrir lítinn yddara? Nú ef þú ætlaðir út í búð og fá þér jakkaföt, þá þyrftir þú að fá þér hjólbörur undir krónupenignana, sem þá myndu líklega ekki vega undir eitt hundrað kílóum. Nýr bíll myndi kosta einn vörubílsfarm af krónupeningum og líklega myndir þú þurfa að borga allmarga hjólbörufarma fyrir leiguna á vörubílnum. Og svona gengi þetta þangað til að þú yrðir svo bakveikur og bágstaddur, að þú þyrftir örugglega ekki að hafa áhyggj ur af því að þurfa að eiga sund- Iaugarfylli af krónupeningum til að borga þig inn á elliheimili. 12 kíló af verðbólgu Pað er ekki oft sem að ég sé ástæðu til að taka fram sparihrósyrðin um eitthvert atriði á dagskrá útvarps og sjónvarps, en það verð ég svo sannarlega að gera eftir hinn ágæta Kastljóss-þátt sjónvarpsins sl. föstu- dag. í þættinum var fjallað um verðlagsmál og var kastljósinu beint að hinum eilífu og sívaxandi verð- hækkunum sem yfir landslýð dynja þessa dagana. Rætt var við verðbólgu- hrjáðan almenning og enginn vissi hvað kaffipakkinn eða mjólkurlíter- inn kostaði á þeirri s'tundu. Ekki einu sinni formaður kaupmannasamtak- anna vissi hvaðan á sig stóð veðrið og þó hefur hann þótt sæmilega talnaglöggur fram að þessu. Hápunktur Kastljóssins var svo þegar stjórnandinn dró fram krukku fulla af krónupeningum (12 kíló) sem maður úti í bæ átti, en krónurnar voru af gömlu góðu gylltu gerðinni. Dæmisagan hér að ofan lýsir því svo hvert verðgildi þessara krónukílóa er í dag og ég verð að segja að þrátt fyrir að ég hafi verið búinn að drekka heila hvítvínsflösku þá hrökk ég í kút. Þarna var gamla Weimar-lýð- veldishrunssagan í Þýskalandi ljóslif- andi komin og hver er svo að bölva verðbreytingunni. Ef hún hefði ekki komið til og gert einhverja ríka, þá værum við að veggfóðra með hund- raðköllunum nú. Sem sagt húrra fyrir Kastljósi. Hrútleiðinleg langavitleysa Það er annars ansans merkilegt hvað fréttaskýringaþáttur eins og Kastljós getur verið góður. þegar ■ Má bjóða þér betrekk fyrir slikk? haft er í huga að það er sama fólkið scm ber ábyrgð á honum og fréttum sjónvarpsins. Þær eru yfirleitt dauðl- únar og ég verð að segja eins og er - hvar væri fréttastofa sjónvarps stödd ef hún hefði ekki Ómar Ragnarsson? Þó að loftmyndafrétirn- ar geti orðið þreytandi til lengdar, þá á Ómar fáa sína líka og einn af fáum á ríkisfjölmiðlunum, e.t.v. að lngva Hrafni undanskildum, sem hefur áhuga á að vcra fyrstur með fréttirn- ar. Nýlega var tekið uþp ógurlega fínt fréttamagasín hjá Útvarpinu og þar duga ekkert minna en 45 mínútur og hrútlciðinleg kynningarlög. Fyrst ég er á annað borð farinn að skrifa hér í þessum dálki, þá er best að segja það strax að ef fréttirnar í sjónvarp- inu eru dauðlúnar, þá eru fréttirnar í útvarpinu, dánar fyrir löngu. Að vísu gengur þctta dálítið í bylgjum og útvarpið getur notið sín þegar lýsa þarf beint af vettvangi, t.a.m. í kosningum og stjórnarmyndunarvið- ræðum, en að öðru leyti baka blöðin fréttastofuna varðandi fréttaöflun- ina. Það er ekki nóg að álpast út í bæ með segulband á öxlinni og taka fullt af þjónustuviðtölum til að fylla „lönguvitleysu". Og ekki nóg með það. íþróttirnar koma auðvitað síð- astar og þó að þeirra sé getið í yfirliti þá gcngur ekki að menn séu látnir bíða eftir úrslitum dagsins, heilu og hálfu kvöldin. Svo ég segi nú skilið við fréttirnar, þá legg ég til að síðustu að sjónvarpið taki upp örstuttan fréttatíma í dagskrárlok og geri þar kunnugar, vonandi nýjustu fréttir. íþróttir fyrir sagnfræðinga Ekki sá ég' Félagsheimili Hrafns Gunnlaugssonar á laugardagskvöld- ið, vegna 85 ára afmælis Blaða- mannafélagsins, en mér er sagt að fylleríið í félagsheimilinu hafi haldið áfram. Þetta fer nú að verða alvarlegt með ráðskonuna, enda er haft fyrir satt að ekki hafi runnið af henni í bráðum tvo mánuði. í alvöru, ætti ekki einhver að láta SÁÁ vita. Talandi um þennan íslenska fram- haldsmyndaflokk, þá er sagt að Jónas Guðmundsson, stýrimaður og alls ekki höfundur þáttar númer tvö, þori ekki orðið fyrir sitt litla líf að stíga fæti sínum inn í brauðgerðar- hús. Er Jónas dauðhræddur við allar franskbrauðsserðingarnar sem ganga Ijósum logum utan sem innan félags-. ■ heimilisins og hver veit líka nema einhver taki hann í bakaríið. Ekki ncnni ég hér að svekkja mig á því að lýsa yfir vanþóknun minni á vikugömlum fótboltaleikjum í sjón- varpinu, en ég spenni greipar og vona að fimleikafólkið sem var á skjánum fyrir bráðum hálfum mán- uði finni ekki aftur leiðina inn í íslenska sjónvarpið. Það bara gengur ekki að bjóða upp á svona hund- gamalt efni og reyna svo að láta líta út fyrir að allt hafi gerst í gær eða á morgun. íþróttir, og fréttir af þeim eru þannig í eðli sínu að þær verða að vera nýjar. Gamla ruglið skulum við láta sagnfræðingunum eftir. Og að lokum legg ég til að einhver finni jarðstöðina Skyggni fyrir for- ráðamenn Sjónvarpsins og Póstur og sími hætti að láta eins og kjáni. ^\ Kiríkur St.Eiríks- V ”9* son, skrífar um 4 ' ? dagskrá ríkis- (jölmidlanna. Dagskrá ríkisfjölmidlanna 13. nóvember til 19. nóvember

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.