Tíminn - 12.11.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.11.1982, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982. * * r Plötur helgarinnar: Örvar Kristjánsson - Heyr mitt ljúfa lag ■ Sá maöur sem vafalaust hefur þanið nikkuna hvað mest og best hérlendis undanfarin ár, er án alls efa Örvar Kristjánsson. Nú er Örvar aftur kominn á stúfana eftir nokkurt hlé, að þessu sinni með plötuna „Heyr mitt ljúfa lag“. Á þessari nýju plötu Örvars eru 12 lög sem Örvar tók upp ásamt liðsmönnum hljómsveitarinnar Galdrakarlar síðast liðið vor. Að þessu sinni leitar Örvar víða fanga og meðal höfunda sem efni eiga á plötunni eru Merle Haggard, Evert Taube, Earl Klugh og auk þess er á plötunni gamalt og gott lag sem Bjarni Bö gerði frægt hér fyrr á árunum, en það er lagið „Meira fjör“. „Heyr mitt ljúfa lag“ er sannkölluð nikkuplata með alþjóðlegu ívafi en platan var tekin upp í stúdíó Stemmu. Pétur Hjálmarsson og Örvar stjórnuðu upptökum, en aðrir Galdrakarlar göldr- uðu útsetningar, Útgefandi er Fálkinn hf. Eagles - Greatest hits vol. 2 ■ Pað þarf örfáum blöðum um það að fletta að bandaríska hljómsveitin Eagles var ein alvinsælasta hljómsveit síðasta áratugs. Lög eins og „Take it easy" þeyttu hljómsveitinni upp á toppinn og þar var hún allt þar til hún hætti í politíkinni. Sem svo margar aðrar heimsfrægar hljómsveitir hefur Eagles gefið út svo kallaðar „Best of“ plötur og að þessu sinni hafa útgefendurnir sent frá sér plötuna „Eagles - Greatest hits vol. 2“. Annar slíkur pakki hefur sem sagt komið út áður. Á þessu nýjasta stykki eru hörkulög sem allir muna enn eftir og nægir þar að nefna, „Hotel Californ- ia“, „Life in the fast lane" og „New kid in town“. Það eru allir gömlu Eagles kapparnir með á þessari plötu og það verður ekki annað sagt en að þessi gömlu lög veki vissar minningar. Steinar hf. eru útgef- andi á íslandi. -ESE Dollar - The Dollar album ■ Einn er sá dúett sem er nær því óþekktur á íslandi, en hefur notið gífurlegra vinsælda í Bretlandi og víðar í engilsaxneskum löndum. Dollar nefnist dúettinn, en hann skipa skötuhjúin Thereza Bazar og David Van Day. Þeim skaut fyrst upp á stjörnuhimininn með laginu „Shooting star“ árið 1978 og hlýtur það því að teljast hin mesta furða að ekki hafi heyrst meira í þeim hingað upp á klakann en raun ber vitni. Tónlist Dollar er dæmigert hús- mæðrapopp, en þau Bazar og Day eru sögð gera þannig tónlist betri skil en flestir aðrir og eru þá víst ABBA og Labba lá meðtaldar. The Dollar Album er ekta 12 laga plata og trú sinni sannfæringu bjóða Dollar upp á hina ágætustu slagara. að þessu sinni hefur meira að segja verið óvenju vandað til plötugerðarinnar því að Trevor Horn, sem leitt hefur hina ýmsu stórstjörnur til enn meiri fraigðar stjórnar upptökum. Útgefandi plötunnar á íslandi er Steinar hf. -ESE Chicago -16 ■ Chicago-flokkurinn hefur sent frá sér nýja plötu og sent fyrr eru þeir frumlegir í nafngiftunum. Platan hcitir 16 og það er greinilegt að Chicago-menn hafa tekið Ingólf Davíðsson, sem ritar um gróður og garða í Tímann sér til fyrirmyndar, en Ingólfur setur gjarnan númer á greinar sínar í stað fyrirsagna. Á þessari sextándu plötu Chicago eru tíu titlar, en tvö laga plötunnar hafa náð töluverðum vinsældum fram að þessu. Eru það „What you're missing" og „Follow me“. Eins og á fyrri plötum cru lögin í rólegri kantinum.enginnæsingur, heldur yfirvegaðar melódíur með blæstri og látum. Þeim sem kunnað hafa að meta Chicago undanfarin ár ætti að þykja plata þessi kjörgripur hinn mesti. Útgefandi á íslandi er Steinar hf., en platan er pressuð á íslandi. -ESE Það skal tekið fram að hér er um kynningu, en ekki hljómplötugagnrýni að ræða. Sýningar VIDEOBANKINN Laugaveg 134 sími 23479 ÆSSSn einn með öllú Vídeómyndir ★ Vídeótæki ★ Vídeókasettur (óáteknar) ★ Vídeómynda vélar 1-3 túbu vélar. ★ Kasettuhylki. YÍDEÓBANMNN býðer ★ Sjónvörp ★ Kvikmyndavélar 16 mm ★ Allar myndir með réttindum ★ Vfírfærum 16 mi fílmur lit eða svai hvítar á vídeóka settu. ■ Óvenjuleg sýning verður í gangi i Nýlistasafninu þessa helgi. Það eru þau Árni Ingólfsson og Guðrún Tryggvadóttir sem mála skrattann á vegginn og verður aðeins hægt að sjá málverkasýningu þeirra þessa einu helgi. Sýningin opnar kl. 20 í kvöld. Sýningin verður svo opin um hclgina frá kl. 14 báða daga. ar og grafhýsi sérstaklega velkomin ■ Áríðandi orðsending til allra af- komenda alþjóðlega glæpamannsins Fantómasar og áhugamanna um flug- dreka og grafhýsi. Haldið verður liálf- gildings ættarmót í Skruggubúð, Suður- götu 3a á morgun kl. 15. Þannig segir hinn íslenski súrrealisti Sjón m.a. í tilkynningu sinni um sýningu sína á teikningum og smáhlutum sem opnar í Skruggubúð á morgun. Nefnist sýningin Sjónhverfingar á skurðarborð- ■ Sjón er sögu ríkari og svo á hann cinnig teikningar og smáhluti Tímamynd Róbert inu, en á sýningunni verða um 20 teikningar og 15 smáhlutir. Sjálfur hefur Sjón starfað með ís- lenska súrrealistahópnum Medúsa síð- ustu ár, en galleríið Skruggubúð sem hópurinn rekur hefur verið opið síðan í júní. Það er því Ijóst að allir sem ættir sjnar eiga að rekja til Fantómasar sem gerði garðinn frægan í Austurbæjarbíói hér á árum áður, verða að mæta á ættarmótið, en það standur með hléum fram til 29. nóvember og er opið milli klukkan 15-21 um helgar og 17-21 aðra daga. ESE útvarp Fimmtudagur 18. nóvember 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Baen. Gull í mund 7.25 leikfimi. 7.55 Daglegt mál. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun- orð 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr). 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna. 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Iðnaðarmál. 10.45 Vinnuvemd. 11.00Við Poilinn. 11.40 Félagsmál og vinna. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. Fimmtudagssyrpa. 14.30 Á bókamarkaðinum. 15.00 Miðdegistónleikar. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Útvarpssaga barnanna. 16.40Tónhornið. 17.00 Bræðingur. 17.55 Snerting. Þáttur um málefni biindra og sjónskertra í umsjá Arnþórs og Gisla Helgasona. 18.05Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsis. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Fimmtudagsstúdióið. Útvarp unga fólkslns. 20.30 islensk tónlist fyrir blásara. 21.00 „Sögur fyrir atla fjölskylduna“. 21.45 Almennt spjall um þjóðfræði. 22.15 Veðurfregnir. Fréltir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Sigaunaástir“, óperetta eftir Franz Lehar. 23.00 „Fæddur, skirður..." Umsjón: Benóný Ægisson og Magnea Matthías- dóttir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. ■ Magnea Matthiasdóttir er enn á blómaskeiðinu, þ.e.a.s. hippaskeið- inu en þau mál kryfur hún öll tU mergjar ásamt Benna, líklega pis, í kvöltl. ★ Tískusýningar - ★ Mannfagnaðir. Tök- 11111 að okkur að mynda samkvæmið. Erum með öll tæki. YÍDEÓBANKINN BÝÐUR ★ ÖL ★ GOS ★ tóbak ★ SÆLGÆTl HJÁ OKKUR SÉRÐU HJÁ OKKUR FÆRÐU VIDEOBANKINN Laugaveg 134 sími 23479

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.