Tíminn - 13.11.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.11.1982, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982 Fjármálaráðherra rukkar Haffnarfjardarbæ og Iðnlánasjóð um kostnað vegna rannsóknarinnar á ISAL: ff MED OLLUOVIÐ — segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði sem ætlar að endurkrefja ríkið um 595 þús. kr. ■ „Mér hefur verið falið að skrifa fjármálaráðuneytinu og krefja það um að það greiði okkur þetta fé, sem þeir halda fyrir okkur, ranglega, en upphæð- in er 595 þúsund krónur. Ef ráðuneytið verður ekki við því, þá var mér falið að fá lögmann til þess að innheimta þessa upphæð,“ sagði Einar I. Halldórsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, þegar Tíminn spurði hann hvað bæjarstjórnin hygðist gera vegna þess að dregnar hafa verið 595 þósund krónur af greiðslum þeim sem Hafnarfjarðarbær ætti að fá í sinn hlut á þessu ári af framleiðslugjaldi ÍSALS. Er Hafnarfjarðarbæ, ásamt Iðnlánasjóði gert að standa straum af kostnaði þeim sem eftirlit með starfsemi ÍSAL á síðastliðnu ári hafði í för með sér, en alls reyndist þarna um 2.8 milljónir króna að ræða. Höskuldur Jónsson, ráðuneytisstjóri (jármálaráð- uneytisins greindi blaðamanni Tímans frá því að stærsti partur þessarar upphæðar væri tiikominn vegna endur- skoðunar- og eftiriitsstarfa sem unnin hefðu verið árið 1981. Þar með er talinn sá kostnaður sem var af störfum Coopers & Lybrands árið 1981, fyrir íslensk stjómvöld og fleira. „Bæjarráð tók fram í samþykkt sinni,“ sagði Einar, „að þessar athuganir sem iðnaðarráðherra hefur látið fram- kvæma hafa verið án nokkurs samráðs við Hafnarfjarðarbæ og eru bæjarfélaginu með öllu óviðkomandi. Það kemur enginn rökstuðningur fram í þessu bréfi, hvers vegna við ættum að standa straum af þessum kostnaði. Við erum ekki í nokkrum vafa um að á þessu munum við fá leiðréttingu, því að það er ekkert í samningum ríkisins við Hafnarfjarðar- bæ, sem heimilar ríkinu að hafa af okkur þetta fé.“ „Ég kannast nú ekki við það bréf sém þó talar um, en ég hygg að það hafi verið sent ór Ríkisbókhaldi," sagði Höskuldur Jónsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráð- uneytisins, þegar Tíminn sprði hann um áðurnefnt bréf, og tilefni þess að það var sent til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Höskuldur var að því spurður hvort það væri ekki óeðlilegt að ríkið krefði Hafnarfjarðarbæ um að taka þátt í kostnaði, sem bærinn hefði á engan hátt stofnað til: „Það er nó svo, að ef þessi endurskoðun stóryki tekjur Hafnarf- jarðarbæjar, þá finnst mér það ekki sjálfgefið að allur kostnaður við slíka tekjuöflun skuli greiðast ór ríkissjóði,“ sagði Höskuldur. Höskuldur var að því spurður hvort tekjur ríkissjóðs myndu ekki stór aukast einnig, ef tekjur hafnarfjarðarbæjar ykjust: „Vitaskuld, en eins og þetta hefur verið framkvæmt, hvort sem það hefur verið löglega eða ólöglega, þá er þetta sameiginleg tekjulind Hafnarfjarð- ar og ríkissjóðs, og að nokkru leyti Iðnlánasjóðs.“ - AB Flokksþing Framsóknarflokksins haldið um helgina: „Fagna þessari miklu þátttöku” — segir Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins ■ „Ég fagna þessari miklu þátttöku á flokksþingi og tel hana góðs vita. Ég hygg að hana megi rekja til þess að það er óvissa í stjómmálunum og menn vilja taka þátt í að móta stefnu flokksins. Má því gera ráð fyrir fjörugum og gagn- legum umræðum", sagði Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknar- flokksins spurður hvað hann telji helstu ástæðu þess að flokksþingið sem hefst í dag verður það lang fjölmennasta sem haldið hefur verið. í gær var vitað um yfir 660 manns sem sækja munu þingið. Spurður um helstu málin svaraði Steingrímur: „Ég efast ekki um að þarna verður mjög rætt um efnahagsmálin og þróun þeirra, bæði það sem tekist hefur sæmilega og líklega ekki síður það sem mður hefur farið. Nátengd þeim eru að sjálfsögðu atvinnu- málin og því örugglega fjallað urn það dökka utlit sem nó er hjá atvinnuvegun- um, ekki síst egna rekstrarfjárskorts. Sömuleiðis tel ég víst að stjórnarskrár- málið - einkum kosninga- og kjördæma- málið - verði mjög til umræðu. Við þurfum að taka afstöðu til þess á næstu dögum“, sagði Steingrímur. Auk þess- ara stóru mála kvað hann auðvitað verða fjallað um flokksmálin, starf flokksins og skipulag. Flokksþingið er æðsta vald í málefnum Framsóknarflokksins og gerir óttekt á störfum þingflokks og annarra forystumanna hans frá því síðasta flokksþing var haldið. Flokksþing Framsóknarfloksins verð- ur sett á Hótel Sögu kl. 10 í dag. Eftir kosningu embættismanna þingsins flytur Steingrímur yfirlitsræðu formanns og ritari síðan sína skýrslu. Pá verða kosnar nefndir þingsins. Að loknu hádegishléi hefst fundur aftur kl. 13.30. Verða þá mál lögð fyrir þingið og síðan almennar umræður fram eftir degi. I kvöld verður síðan kvöldverðarhóf í Sólnasal, þar em menn bregða á glens og gaman og stíga dansinn eitthvað fram eftir nóttu. Á morgun verða nefndastörf fram að hádegishléi, en síðan verða kosnir 25 aðalmenn í miðstjórn. Kl. 14.00 hefjast aftur almennar umræður fram eftir degi. Síðdegis verður farið að afgreiða mál, svo og um kvöldið og á mánudeginum. - HEI ■ Hin árlega jólapappírssala Lions-klúbbsins Njarðar er hafin. Klóbbfélagar selja pappírinn víða í borginni, t.d. í Colombo við Síðumóla 17, anddyri Borgarsjókrahóss- ins og víðar. Þegar nær dregur jólum veður pappírinn seldur ór bílum Flugbjörgunarsveitarinnar á Lækjartorgi. Allur ágóði af sölu pappírsins rennur til líknarmála. Á myndinni eru Pétur Sturluson, framreiðslumaður og Björgvin J ónsson, tannlæknir. Tímamynd Ella Ellert B. Schram, ritstjóri DV, sækist eftir þingsæti í prófkjöri sjálfstæðismanna ■ „Ég er bóinn að taka ákvörðun og ég ætla að gefa kost á mér,“ sagði Ellcrt B. Schram, ritstjóri DV í viðtali við Tímann í gær, þegar hann var spurður hverju hann hygðist svara kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins, sem ritaði honum bréf, til þess að kanna hvort hann ætlaði sér að taka sæti á prófkjörslista Sjálf- stæðisflokksins hér í Reykjavík. „Ég hef í dag tilkynnt kjörnefndinni að ég er tilbóinn að gefa kost á mér í prófkosningu sjálfstæðismanna í Reykj- avík,“ sagði Ellert. „Ástæðurnar fyrir því að dráttur hefur orðið á þessari ákvörðun,“ sagði Ellert, „eru ýmsar: Ég hef þurft að gera upp stöðu mína, að því er varðar nóverandi starf. Ég vildi sannfærast um stuðning ef ót í prófkjör væri komið og ég vildi skoða hug minn 'vel um áframhaldandi aískipti af stjórn- inálum. Nó hef ég sem sagl tekið ákvörðun. Ég vil leggjaSjálfstæðisflokk- num það lið sem ég má. Ég sækist eftir þingsæti og, að endingu og af gefnu tilefni vil ég taka fram að ef það næst, þá mun ég sitja í því sæti.“ AB Þriðja fjölmiðlakönnun SÍA stendur yfir: KANNA Á SÉRSTAKLEGA VIDEÓVÆÐINGU ■ Þessa dagana stendur yfir þriðja fjölmiðlakönnunin sem Samband ís- lenskra auglýsingastofa stendur fyrir. Sem fyrr er það Hagvangur sem sér um framkvæmd hennar, og hafa spurninga- listar verið sendir ót til tvö þósund einstaklinga. Spurningalistarnir voru sendir ót fyrr í þessari viku, og er ætlast til að þeim verði skilað í næstu viku. Könnunin nær til hvers konar fjölmiðl- aneyslu, sjónvarps, ótvarps, dagblaða og þrjátíu tímarita. Einum nýjum þætti hefur verið bætt inn í nó, sem er könnun vídeó-neyslu fólks. Verður sjálfsagt mjög forvitnilegt að heyra hver niður- staðan veðrur ór þeim þætti könnunar- innar. Aldur þeirra sem spurðir verða er nokkru lægri en áður, þ.e. 13 ár, til þess að komast að hva það er sem unglingar hafa mest áhuga á. Einnig verður só nýbreytni tekin upp varðandi könnun á ótbreiðslu dagblaða, að spurt verður hvar þau eru lesin. Kennaramir í Snælandsskóla: Fá setn- ingu íliáSfa stöðu ■ Kennarar í Snælandsskóla í Kóp- avogi telja sig nó hafa fengið góða órlausn sinna rnála hjá menntamála ráðherra. í frétt frá ' ráðuneytinu kemur fram, að ákvörðun fjármálar- áðherra unt styttingu kennsluskyldu kennara um eina stund á viku (sem ek.ki lá fyrir þegar gengið hafi verið frá kennararáðningum í haust) opnist möguleikar til setningar í u.þ.b. 3 heilar kennarastöður í Kópavogi Stundakennararnir í Snælandsskóla sætta sig við ráðningu í hálfar stöður, þannig að væntanlega fá þeir nó allir setningu sem skólastjóri og skóla- nefnd höfðu ntælt með. - HEI Fikniefna-| lögreglan með 5 f varðhaldi ■ Sakadómur í ávana og fíknicfn- amálum hefur órskurðað fimm manns í gæsluvarðhald, frá 15 til 30 daga, það sem af er vikunni. Hér eru á ferðinni tvö aðskilin mál. Annað tengist tæplega fertugum manni sem var handtekinn á Kefl- avíkurflugvelli við komuna frá Am- sterdam á þriðjudag. f fórum hans fann tollgæslan taisvert af fíkniefn- um, sem ekki liggur Ijóst fyrir hverrar tegundar eru. Efnin eru nó til rannsóknar á rannsóknarstofu Háskólans. Að sögn Gísla Björnssonar, yfir- manns fíknicfnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, er hitt inálið mjög umfangsmikið, að minnsta kosti hvað snertir þann mannfjölda sem við það er riðinn. Hófst það með handtöku ungs rnanns á þriðjudaginn. í kjölfar handtökunnar var gerð hósleit í hósi í miðborginni og undust þar fíkni- efni. Maður og kona voru handtekin í hósinu og úrskurðuð í varðhald, hón í 15 daga en hann í 30. Á fimmtudaginn var fjórði maðurinn tekinn og hann einnig órskurðaður í gæsluvarðhald. - Sjó. Loga veitt lausn ■ Forseti íslands hefur hinn 8. þ.m., samkvæmt tillögu dómsmálar- áðherra, veitt LogaEinarssyni, hæst- aréttardómara, lausn frá embætti frá 1. janúar 1983 að telja, samkvæmt ósk hans. Ævintýraheimurinn '★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★ Erum með: VHS - og 2000 með ogántexta VIDEOSPORT Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 33460. Opiðalla daga kl. 13.00-23.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.