Tíminn - 13.11.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.11.1982, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 13. NOVEMBER 1982. Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvæmdastjórl: Glsll Slgur&sson. Auglýslngastjóri: Steingrlmur Gfslason. Skrifstofustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrelðslustjóri: Sigur&ur Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarlnn Þórarlnsson, Ellas Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Krlstlnn Hallgrfmsson. Umsjónarma&ur Helgar-Tfmans: Atli Magnússon. Bla&amenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghlldur Stetánsdóttir, Eirlkur St. . Eiríksson, Fri&rik Indri&ason, Hei&ur Helgadóttlr, Slgurður Helgason (fþróttir), Jónas Gu&mundsson, Kristfn Lelfsdóttlr, Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Gu&jón Einarsson, Gu&jón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosl Kristjánsson, Kristfn Þorbjarnardóttir, Marfa Anna Þorsteinsdóttlr. Rltstjórn, skrlfstofur og auglýslngar: Sí&umúla 15, Reykjavfk. Sfml: 86300. Auglýsingasfmi: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrift á mánu&i: kr. 130.00. Setning: Tæknidelld Tfmans. Prentun: Bla&aprent hf. Skringileg afstaða Alþýðuflokksins Óhætt er að fullyrða, að vinnubrögð Alþýðuflokks- ins á Alþingi í síðustu viku séu einstæð í þingsögunni. Vikan hófst hjá Alþýðuflokknum á þann veg, að þing hans samþykkti að ganga til viðræðna við ríkisstjórnina gegn uppfylltum þremur skilyrðum. Formaður Alþýðuflokksins gekk svo á þriðjudaginn á fund ráðherranefndar, sem hefur verið valin til viðræðna við stjórnarandstöðuna. Þar var þessum skilyrðum tekið vel og ákveðið að ræðast nánar við síðar. Einu skilyrðanna, þ.e. að leggja fram bráða birgðalögin, var strax fullnægt. Ljóst var af umræðum, sem fóru fram á miðvikudag- inn í þeim þingflokkum, sem styðja ríkisstjórnina, að einnig yrði tekið vel hinum skilyrðunum tveimur. Yfirleitt var því gert ráð fyrir, að viðræður myndu hefjast milli ríkisstjórnarinnar og Alþýðuflokksins í framhaldi af þessu. Það gerist svo á fimmtudaginn, að fundur er haldinn í þingflokki Alþýðuflokksins og þar samþykkt að leggja fram á Alþingi tillögu um vantraust á ríkisstjórnina. Menn eiga að vortum erfitt með að skilja þessi vinnubrögð. Skýringin er þó einföld. Innan Alþýðu- flokksins fara fram mikil átök, málefnaleg og persónuleg. Ymsir forustumenn flokksins vilja halda áfram nánum tengslum við Sjálfstæðisflokkinn. Þeir fóru strax að óróast, þegar Morgunblaðið fór að gagnrýna viðræður Alþýðuflokksins við ríkisstjórnina. Aðrir forustumenn Alþýðufiokksins vilja að fiokk- urinn marki sér sjálfstæða stöðu og sýni ábyrgð í verki. Svo hörð hafa átökin verið í Alþýðuflokknum síðustu daga, að formaður flokksins sá ekki aðra leið en að reyna að gera báðum hópum til geðs. Þannig er orðin til hin skringilega afstaða, sem Alþýðuflokk- urinn hefur nú á Alþingi. Annars þurfa stjórnarflokkarnir ekki neitt að kvarta undan vantrauststillögunni. Atkvæðagreiðslan um hana mun skera úr um það, hvort ríkisstjórnin hefur traust meirihluta Alþingis. Hafi hún traust meirihluta þingsins ber henni vitanlega skylda til að sitja áfram og reyna að leysa aðkallandi vandamál á sem æskilegastan hátt. Vegna stöðunnar í neðri deild Alþingis, verður stjórnin að leita samvinnu við stjórnarandstæðinga. Þetta er svipað því og gerast mun í Bandaríkjunum eftir þingkosningarnar þar. Þá reynir jafnt á ábyrgð ríkisstjórnar og ábyrgð stjórnarandstöðu. Þjóðin mun þannig fá gott tækifæri til að meta og dæma sjónarmið og vinnubrögð bæði stjórnar og stjórnarandstöðu. Geldinganesið Ekki er annað trúlegt en að Reykvíkingar fallist á það sjónarmið Kristjáns Benediktssonar borgarfull- jtrúa, að ekki komi til mála að reisa álbræðslu í Geldinganesi. Því verður ekki trúað, að borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins sætti sig við þetta eftir að hafa beitt sér fyrir því, að ný byggð rísi frekar við sjó en uppi í fjöllum. Eðlilegt er, eins og Kristján benti á í viðtali við Tímann, að sveitarfélögin á sunnanverðum Faxaflóa komi sér saman um staðarval fyrir stóriðju og skiptingu skatta í samráði við það. En Geldinganesið á ekki að vera með í þeirri mynd. Þ.|» Wimvrn á vettvangi dagsins VEXTIR OG VAXTAVERKIR — ORSÖK EÐA AFLEIÐING? eftir Bolla Héðinsson, hagfræðing ■ Ákvörðun Seðlabankans um að hækka vexti, ákvörðun tekin í hálfgerðri eða algerði andstöðu við ríkisstjórnina, hefur vakið umræður, sem ættu að leiða hugann að eðli og tilgangi vaxta og ávöxtun fjármagns. Engum blöðum er um það að fletta, að vaxtahækkunin, sem nú er orðin, á eftir að valda öllum rekstri hér á landi verulegum og ómæld- um erfiðleikum, hvort heldur er um að ræða rekstur fyrirtækja eða heimila. Á meðan vextir eru lægri en nemur verðlagshækkunum, þ.e. neikvæðir raunvextir, þá er verið að greiða þeim, er peningalánanna njóta, styrki til rekstrar. í sjálfu sér geta einhverjar ástæður réttlætt greiðslu styrkja til ýmiss konar rekstar, en hvað skyldi það vera sem réttlætir, að sparifjáreigendur þurfi að greiða þá styrki? Pað, sem einna helst er deilt um í sambandi við þá vaxtahækkun sem nú er orðin, er hvort líta beri á hækkunina sem orsök eða afleiðingu verðbólgu. Ljóst er að hinn aukni tilkostnaður, sem vaxtahækkunin veldur, er verðbólgu- hvetjandi. Hins vegar hlýtur spumingin að vera sú, hvort líta beri á neikvæða raunvexti sem eitthvað, sem eigi að geta staðist í þjóf.félaginu. Þegar til lengdar sjónarhóli mínum sem einstaklings, þá finnst mér hart að fá ekki lánað það fjármagn er égþaiínasi t.d. til húsbygg- ingar, því égfer ekki fram á neinar gjafir í formi lána með neikvæðum raunvöxt-. ,um, heldur einungis það, að fá fé að láni og borga af því fulla vexti. Ég fer einungis fram á að bankinn sinni því sem han á að gegna þ.e. milliliðahlutverki, sem fólgið er í því að finna fyrir mig sparifjáreigendur, sem eru reiðubúnir að lána mér peninga (og eins og gefur að skilja hyggjast ekki tapa á því) og að finna einstaklinga fyrir sparifjáreigendur sem fara fram á að fá að ráðstafa fé þeirra um ákveðinn tíma og vilja fúsir greiða fulla og eðlilega ávöxtun þess fjármagns. Með verðtryggingu fjármagns er stigið eitt skrefið til að skipta verðbólgunni „réttlátar" niður á landsmenn. Ekki verður fram hjá því litið, að þar með er einnig búið að gera sjálfvirkni verð- bólguskrúfunnar enn meiri en var fyrir, og þykir mönnum þó nóg um. Enda eru flestir sammála um, að vaxta- og launahækkanir kalli á frekari vaxta- og launahækkanir í einhverri mynd. Brátt mun svo komið, að búið er að verð- tryggja allt íslenska þjóðfélagið í hring. Tilgangur Seðlabanka Hlutverk og tilgangur Seðlabankans hefur eðlilega blandast inn í þá umræðu, sem fram fer um vaxtamál. Þykir mönnum, sem Seðlabankinn hafi farið út fyrir sitt verksvið, með einhliða ákvörð- un um vexti og aðeins með blendnu samráði við ríkisstjórnina. Enginn efast um hinn lagalega rétt, sem Seðlabankinn hefur til ákvörðunarinnar, spurningin stendur um hvort lagaheimildirnar, sem heimila Seðlabankanum þetta, séu réttlætanlegar. Lítandi til Seðlabankans, þá tryggja lagareglur, sem um hann gilda að viss stöðugleiki ríki í peningamálum þjóðar- innar á meðan sviptingar geta verið í heimi stjórnmálanna. Eða sér einhver fyrir allar þær afleiðingar sem það gæti haft í för með sér að Seðlabankinn yrði háðari stjórnmálamönnum meir en hann nú er og ýmsar grundvallarákvarðanir þar gætu verið háðar duttlungum hins pólitíska valds? Hverjir væru t.d. reiðu- búnir að leggja fé sitt inn á reikninga tryggða með lánskjaravísitölu, ef búast mætti við, að misvitrir stjómraálamenn færu síðan að krukka í þá vísitölu til að skapa hagstæðari útkomu fyrir sig um „Síðasta vaxtahækkun ætti í raun ekki að sýna mönnum fram á annað en það, að ekki þýði lengur að berja höfðinu við steininn, taki menn oeninga að láni verða þeir að greiða bá að fullu til baka með eðlilegri ávöxtun“ lætur gera neikvæðir raunvextir ekki annað en kalla á það, að þeir sem sparifé hafa til ráðstöfunar, ráðstafa því á annan veg en að leggja það í banka. Þar með er þeim rekstrarstyrkjum sem greiddir eru með neikvæðum raunvöxtum í reynd sjálfhætt. Því hlýtur það að vera í alla staði eðlilegra að líta á vexti sem afleiðingu þess sem á undan er gengið í verðlagsmálum heldur en orsök. Þegar um vexti er að ræða má hins vegar segja að sitthvað séu vextir og vextir. Hér er tekist á um hið tvíþætta eðli fjármagnsins. Annars vegar það fjármagn sem lánað er til langframa og hinsvegar það, sem lánað er til skamms tíma. E.t.v. er ósanngjarnt að þurfa að greiða vexti af fjármagni, sem lánað er til langs tíma í samræmi við verðbreyt- ingar frá degi til dags, viku til viku eða mánuði til mánaðar. Ef um fjárfestingu í húsnæði er að ræða, þá fá þeir sem í hana ráðast ekki ávöxtun fjár síns til baka fyrr en við sölu húsnæðisins, sem í mörgum tilvikum er óþekkt hvenær fram muni fara. Aftur á móti á ávöxtum þess fjár sem tekið er til rekstrar eða skammtímafjárfestingar að skila sér nokkuð samhliða þeim arði, sem skammtímafjárfestingin skilar. Hér er hins vegar oft á tíðum erfitt að greina á milli, þ.e. skammtímafjárfestingarinnar og langtímafjárfestingarinnar. Hlutverk viðskiptabankanna Sé lánsmarkaðurinn skoðaður frá Maður getur því farið að spyrja sig hvers vegna ekki að hætta þessari verðtrygg- ingu alveg og byrja aftur á núlli? Ef við sæjum fram á að geta byrjað aftur á núlli þá getur verið réttlætanlegt, í eitt skipti, að höggva á þennan hnút vaxta- og launahækkana, en aðeins í eitt skipti. Enda yrði slíku hnútarhöggi að fylgja strangar aðgerðir, sem líklegar væru til að öðlast tiltrú alls almennings, en tiltrú almennings á efnahagsaðgerðum er fors- enda þess að þær beri árangur. stundarsakir? Síðasta vextahækkun ætti í raun ekki að sýna mönnum fram á annað en það að ekki þýði lengur að berja höfðinu við steininn, taki menn peninga að láni verða þeir að greiða þá að fullu til baka með eðlilegri ávöxtun. Sé mönnum þetta ekki kleyft þá þýðir ekki að ráðast áð vöxtunum, sem aðeins reyna að halda í við verðlagshækkanir, heldur verður að takast á við meinið sjálft, verðbólg- una. ■ Líkan af byggingu nýja Seðlabankahússins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.