Tíminn - 13.11.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.11.1982, Blaðsíða 9
auðvita LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982. LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982. iDAG! ■ „Oft reynir á þolinmæði allra aðila þegar iðnfyrirtæki hér á landi reyna að framleiða vörur fyrir opinbera aðila, sem jafnan hafa áður verið innfluttar. Þá horfum við gjarnan bjartsýnir til nýrrar íslenskrar framleiðslu, en margt getur þó óvænt skeð áður en afgreiðsla fer fram, eins og t.d. síðast liðinn vetur, er við eftir útboð festum kaup á miklu magni af vöru, sem íslenskt fyrirtæki bauð og átti að fram- leiða í júnímánuði, en þá var notkunartími vörunnar, en varan ■ Asgeir Jóhannsson, forstjóri Inn- kaupastofnunar ríkisins lögfræði- og stjómsýsludeUdarReykja- víkurborgar ■ Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eim- skips ■ Jón Magnússon, formaður Neyt- endasamtakanna Hönnuðum sé því vart láandi þó þeir velji oft á tíðum fremur erlenda fram- leiðslu sem þeir þekki og treysti til bygginga á Islandi, en að elta uppi islensk fyrirtæki, sem hugsanlega gætu þó gert svipaða hluti. Sagði Ásgeir það oft vandasama ákvörðun við ráðstöfun almannafjár í byggingum hve mikla áhættu skuli taka við kaup á óreyndri innlendri frmaleiðslu eða þjónustu. Sveitarfélög velja frekar eftir verði en gæðum í erindi sínu kom Björn Friðfinnsson inn á sama efni, kom fram að á að giska 5-10% af öllum rekstrargjöldum sveitarfélaganna fari til kaupa á vörum kostur, og ef upplýsingar eru fyrir hendi um innlenda valkosti", sagði Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélags- ins ér ræddi á málþingi um innkaup almenns atvinnurekstrar. „En ég tel að innlendir iðnaðarmenn og iðnfyrirtæki séu oft slök í því að selja sína vöru og þjónustu. Að margir stjórnendur íslenskra iðnfyrirtækja hafi ekki nógu opin augu fyrir mikilvægi sölumennskunnar, heldur einblíni þeir um of á framleiðsluna, og nái því oft ekki til sín verkefnum sem hagkvæmt væri að vinna“. sagði Hörður. Einnig kvað hann oft ganga erfiðlega að fá verktaka til að standa við áætlanir sem gerðar hafi verið auk þess sem tæpast sé hægt að fá verkin unnin innanlands á jafn skömmum tíma og erlendis. Sagt frá málþingi um idnþróun og íslenska innkaupastefnu undir yfirskriftinni - Veljum íslenskt: ÝMIS UÓN í VEGINUM FYRIR ÞVÍ AÐ VEUA ÍSLENSKT FREMUR EN ERLENT er ekki enn komin úr framleiðslu nú í október!ok.“ Framanritad dæmi kom m.a. fram í ræðu Ásgeirs Jóhanns- sonar, forstj. Innkaupastofnun - ar ríkisins á málþingi um iðnþró- un og íslenska innkaupastefnu - undir yfirskriftinni „Veljum íslenskt“ - sem Landssamband iðnaðarmanna gekkst fyrir ný- lega. I máli margra kom fram að þrátt fyrir góðan vilja til að taka íslenskar vörur framyfír erlendar geti ýmiss Ijón verið í veginum. Ásgeir sagði að árið 1981 hafi Inn- kaupastofnun ríkisins keypt vörur - erlendar og innlendar fyrir um 150 millj. króna og greitt verktökum 118 milljónir fyrir framkvæmdir. Eftir töluverðu er því að slægjast í viðskiptum við ríkið. Bygginga- og fjárfestingavörur til sér- stakra framkvæmda, t.d. símstöðva, orku- vera, hafnargerða og fleira kvað hann yfirleitt innfluttar. Allir vita best - allt frá húsvörðum til arkitekta „En svo eru líka rekstarvörur, t.d. hreinlætisvörur, sem margar stofnanir nota, og búnaður - t.d. húsgögn - flest vörur sem framleiddar eru hér á landi, en eiga það sammerkt, að allir eða flestir notendur þeirra telja sig hafa vit á þeim og hvað sé best að nota eða henti best í hverju tilfelli. Og hér verður að segja hverja sögu eins og hún er. Við í Innkaupastofnuninni höfum reynt að hafa vakandi auga fyrir íslenskri fram- leiðslu í þessum vöruflokkum og að auka hlutdeild hennar miðað við inn- flutning, en árangur hefur verið of lítill. Þar hafa komið til sjónarmið margra manna allt frá húsvörðum og stjórnend- urm ræstingamála í ríkisbyggingum til arkitekta, sem hafa viljað nota sér- hönnuð húsgögn í byggingum sínum til að halda stíl, ög slík húsgögn stundum alls ekki framleidd á íslandi. Stjórnvöld veigra sér við átökum við smákóngaveld- ið Stjórnvöld hafa ekki verið reiðubúin að standa með reiddan hnefa yfir slíku smákóngaveldi, og baka sér þannigóvild viðkomandi manna. En án viljafestu stjórnvalda og ákveðinni stefnu er erfitt að ná æskilegum árangri“, sagði Ásgeir. Hann nefndi annað dæmi áþekk't því fyrstnefnda, um vöru sem afreidd var í ágúst - að liðnum notkunartíma - og verður því að geymast til næsta árs. Viðkomandi ríkisstofnun álasi nú Inn- kaupastofnun fyrir að hafa mælt með og ákveðið þessi kaup. Því megi spyrja, hver eigi að bera vaxtakostnaðinn og hvern í ríkiskerfinu eigi að hengja sem sökudólg í slíku tilviki. f slíkum málum - ellegar þegar vörur reynast ekki eins og til er ætlast - fái menn það svo kannski í bakið að þeir hafi verið að hygla pólitískum samherjum, þótt allt hafi verið gert í bestu meiningu fyrir þjóðina. Varðandi byggingar kvað Ásgeir það ljósí að miklu máli skipti fyrir íslenskan iðnað hvernig byggingar séu hannaðar í upphafi, hvaða efni og tæki sé húgsað að nota til þeirra ■ M.a. þurfi að hafa í. huga frá byrjun áð stærðir eininga séu viðráðanlegar íslenskum fyrirtækjum og að grundvöllur sé fyrir innlendri fram- leiðslu innréttinga og tækjabúnaðar. „Ég tel mikilvægt að hönnuðir geri sér þetta ljóst, en byggi ekki hönnun sína of mikið á grundvelli erlendrar þekking- ar sem þeir fá við menntun meðal erlendra þjóða“. Þarna hafi opinberir aðilar einnig möguleika á að beita sér. Mikil brotalöm í kynning- arstarfsemi ísl. iðnaöar Ásgeir kvað stofnunina hafa reynt að byggja upp útboðsmarkað á grundvelli frjálsrar samkeppni, og rakti það nokkru nánar. „Það er hins vegar ljóst að við konnun á því hvaða innlendir framleið- endur gætu hugsanlega tekið þátt í útboðum, eða boðið fram vöru sem leitað er eftir, er um mjög takmarkaðar eða óaðgengilegar upplýsingar að ræða frá íslenskum framleiðendum um fram- leiðslu þeirra og verkhæfni". Kvað Ásgeir þetta mikla brotalöm í kynning- arstarfsemi ísi. iðnaðar. og þjónustu frá innlendum fyrirtækjum, svo þar sé um stórar fjárhæðir að ræða. Við útboð komi vissulega oft upp spurning um hvort taka skuli lægsta tilboði t öllum tilvikum ellegar taka einnig tillit til annarra atriða, „Þannig er iðulega spuming um gæði og hef ég það á tilfinningunni að sveitarfélög velji oftar eftir verði en gæðum en einkaaðil- ar“, sagði Björn. Þetta kvað hann m.a. stafa af því að sveitarstjórnarmönnum geti oft reynst erfitt að sannfæra kjósend- ur eða fulltrúa þeirra um að ekki sé eitthvað óhreint í pokahorninu, ef lægsta tilboði sé ekki tekið, jafnvel þótt ýmsir starfsmenn sveitarfélaganna vilji leggja meiri áherslu á gæðin þó það kosti meira. „Ég vænti þess, að, þegar ákvarðanir eru teknar í íslensku fyrirtæki, að þá séu íslenskir valkostir alltaf skoðaðir. Menn vilja heldur kaupa innlent sé þess 6.000 - 7.000 gámar - en enginn til að gera við þá Þá varpaði Hörður fram spurningu um það hvort menn fylgist nægilega vel með nýjum tækifærum sem opnast. Nefndi hann sem dæmi að nærri láti að íslensk fyrirtæki séu með í notkun 6.000 - 7.000 einingar af gámum, að verðmæti um 10 - 12 milljónir dollara. Erlend fyrirtæki hafi sérhæft sig í viðgerðum og viðhaldi á þessum tækjum en það hafi hins vegar ekkert íslenskt fyrirtæki gert. Reynt hafi verið að bjóða slík verkefni út hér á landi, en reynsian sýni að sú vinna fáist margfalt ódýrara erlendis. „Er hér ekki verk að vinna", spyr Hörður. Jafnframt kvað hann lariga reynslu fyrir því hjá Eimskip að viðgerð- arkostnaður sé mun lægri erlendis en heima. í þessu sambandi kom og fram að enginn slippur hér á landi er nógu stór til að taka upp þau skip félagsins sem eru í föstum áætlunarsiglingum. „En líklega er hægt að taka þau öll í slipp í. Færeyjum". 7 ára börn séð 100.000 kornflöguauglýsingar „Mér er sagt að 7 ára börn í Bandaríkjunum hafi að meðaltali horft á yfir 100.000 auglýsingar fyrir korn- flögur“, sagði Jón Magnússon, form. Neytendasamtakanna m.a. á málþingi, þar sem hann talaði um innkaup almenn- ings og mátt auglýsinga. Jón tók fram að þetta væri vissulega öfgafullt dæmi. „En það er að mínu mati verið að loka augunum fyrir staðreyndum ef því er hafnað að auglýsingar hafi veruleg áhrif á val neytandans hér á landi. Og annað bendir til að sá máttur sé hér síst minni en í nágrannalöndum okkar“, sagði Jón. Sem rök fyrir því nefndi hann m.a. að oft sé harla erfitt fyrir venjulegan kaupanda hér að afla sér haldbærra upplýsinga með einföldum hætti áður en kaup séu gerð. Önnur atriði svo sem auglýsingar, tíska, innkaupavenjur og fordómar hafi því í heild meiri áhrif hér en í nágrannalöndunum. Á tískuvöru virðist verð og gæði aukaatriði Jón rifjaði m.a. upp skýrt dæmi um mátt auglýsinganna, þá gffurlegu sölu sem var hér á landi fyrir nokkrum árum á þvottaefninu Dixan frá Henkel, er tvímælalaust hafi verið vegna gífurlegrar auglýsingaherferðar í sjónvarpinu, er ekkert innlent fyrirtæki hafði möguleika á að etja kappi við. „Smán saman varð flestum ljóst, að Dixan bar af öðrum þvottaefnum". Við könnun Neytenda- samtakanna kom síðar í Ijós að Dixan var ekkert sérstakt þvottaefni og að innlendu þvottaefnin komu mun betur út. „Tískan ræður líka miklu um sölu. Ef um tískuvöru er að ræða virðist verð og gæði vera aukaatriði. Aðalatriðið er ytra form eða merki vörunnar. Reynslan hefur verið sú að varnaðarorð um takmörkuð gæði tískuvarnings hafa lítil áhrif á söluna meðan að varan er tískuvara og verðlagning slíkra vara er iðulega ekki í neinu samhengi við gæði þeirra", sagði Jón ennfremur. Sé þetta rétt látum við auglýsingar greinilega hafa stórum meiri áhrif á okkur en nokkru okkar væri sennilega ljúft að viðurkenna. . -HEI Nafn Nafnnúmer Heimilisfang □ Ég er áskrifandi að Tímanum □ Ég vil gerast áskrifandi að Tímanum Undirskrift Hver er stærsti jökull á íslandi? □ Eiríksjökull □ Vatnajökull □ Drangajökull íþróttafélög, skólar og fyrirtæki fá magnafslátt. Þá hefst annar áfanginn af fjórum í áskrifendagetraun Tímans. Að þessu sinni er vinningurinn glæsilegt Sharp myndband og sjónvarp að verðmæti um 50 þúsund krónur. Dregið verður úr innsendum seðlum frá þeim, sem eru að gerast áskrifendur að Tímanum, fimmtudaginn 2. desember næstkomandi. Huggulegur jólaglaðningur það! Hér birtist annar getraunaseðillinn í áskrifendagetraun- inni fyrsta sinni. Spurningin er einföld eins og í fyrstu umferðinni. Nú er spurt um stærsta jökul á íslandi. Svarið spurningunni hér að ofan, útfyllið seðilinn og sendið síðan úrklippuna til Tímans, Síðumúla 15,Reykja- vik, hið fyrsta. Merkið umslagið: Áskrifendagetraun. Þeir, sem eru skuldlausir áskrifendur að Tímanum þegar dráttur fer fram — þ.e. 2. desember næstkomandi — geta tekið þátt í getrauninni. Það er því enn góður tími til þess að gerast áskrifandi og senda inn útfylltan getrauna- seðil. Gerðu það strax í dag! Hmtr frabæru æfingagaiiar komnir aftur. i m til L Velúrpeysur Stmr°ír 723 Verð kr' 230-285 Verðk'-63*" Peysa, þverröndótt Buxur, dökkbláar StæOir:S-XL Verð kr. 560-595 Stserð/r I52tf/Xl Lnur Milliblátt Verðkr. 835-908 SPORTVÖRUVERSLUN Klapparstíg 44 Ingólfs Oskarssonar símiH783. PÓSTSENDUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.