Tíminn - 13.11.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.11.1982, Blaðsíða 14
14 Wíwrnm Aðalbókari Laust er til umsóknar starf aöalbókara á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar. Um er að ræða mjög umfangsmikið og fjölbreytt bókhald auk venjubundinna bókhaldsstarfa. Er aðalbókara m.a. ætlað að sinna upplýsinga- gjöf, vinna að kostnaðareftirliti og stefnumótun á sviði bókhalds. Við leitum að manni með mikla starfsreynslu og góða menntun á sviði reikningshalds. Upplýsingar um starfið veita bæjarstjóri og bæjarritari. Umsóknum skal skila á Bæjarskrif- stofu Akraneskaupstaðar fyrir 25. nóv. 1982. Bæjarstjóri. flokksstarf BORGARSPITALINN LAUSAR STÖÐUR SÉRFRÆÐINGUR Staöa sérfræðings í geðlækningum við Geðdeild Borgarspítalans er laus til umsóknar. Væntanlegir umsækjendur skulu gera grein fyrir læknisstörfum þeim er þeir hafa unnið, vísindavinnu og ritstörfum. Upplýsingar um stöðuna veitir yfirlæknir deildarinnar Umsóknir er greini aldur.menntun og fyrri störfi skulu sendar stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar fyrir 12. des. 1982. SKRIFSTOFUMAÐUR Óskum eftir að ráða lipra mannseskju til afgreiðslustarfa á Rannsóknardeild Borgarspítalans. Vélritunarkunnátta ásamt kunnáttu í ensku og einuMorðurlanda- máli nauðsynleg. Upplýsingar um starfið veitir Brynjólfur Jónsson í síma 81200-368 milli k I. 10 og 12. Reykjavík, 12. nóv. 1982. Borgarspftalinn. Sovéskirdagar 1982 Tónleikar og danssyning Lokatónleikar listafólksins frá Mið-Asíu, óperusöngkonunnar Ojat Sabzalíevu, píanóleikarans Valamat-Zade og Söng- og dansflokks rúbobleikara Ríkisfílharmóníunnar í Tadsjikistan, verða í Gamla bíói sunnudaginn 14. nóv. kl. 20.30. Aðgöngumiðar á kr. 100.- seldir á listiðnaðarsýningunni í Ásmundar- sal við Freyjugötu föstudag kl. 16-19 og laugardag og sunnudag kl. 14-19, og við innganginn ef eitthvað verður þá óselt. Missið ekki af einstæðum tónleikum og litríkri danssýningu. MÍR. Stjórn Styrktarsjóðs ísleifs Jakobssonar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrxi úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er að styrkja iðnaðarmenn að fullnuma sig erlendis í iðn sinni. Umsóknir ber að leggja inn á skrifstofu Landssambands iðnaðar- manna, Hallveigarstíg 1, Reykjavík, fyrir 30. nóvember n.k. ásamt sveinsbréfi í löggiltri iðngrein og upplýsingum um fyrirhugað framhaldsnám. 18. flokksþing framsóknarmanna Flokksþingið hefst laugardaginn 13. nóvember kl. 10 f.h. á Hótel Sögu, Reykjavík. Áætlað er að þingið standi í þrjá daga. Þau flokksfélög sem enn ekki hafa kjörið þingfulltrúa eru hvött að gera það hið bráðasta og tilkynna flokksskrifstofu í síma 24480. Flugleiðir og Arnarflug hafa ákveðið að gefa þingfulltrúum verulegan afslátt af fargjaldi á flugleiðum sínum innanlands gegn framvísun ' Ikjörbréfs. Ennfremur hafa Hótel Saga og Hótel Hekla ákveðið að veita þingfulltrúum verulegan afslátt á gistingu meðan á þinginu stendur. Vegna skoðanakönnunar á Suðurlandskjördæmi Á 23. Kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Suðurlandskjördæmi sem haldið var í Vík 30. okt. s.l. var ákveðið að efna til skoðanakönnunar vegna framboðs til Alþingiskosninga. Skoðana- könnunin fer fram á auka kjördæmisþingi með tvöföldum fjölda fulltrúa og verður þingið haldið í félagsheimilinu Hvoli Hvolsvelli laugard. 4. des. n.k. og hefst kl. 13,30. Auk tilnefningar frambjóðenda frá framsóknarfélögunum er öllum flokksbundnum framsóknar- mönnum heimilt aö bjóða sig fram enda fylgi meðmæli 10-20 flokksbundinna framsóknarmanna. Framboð þurfa að berast til formanns kjörstjórnar Ingva Ebenhards- sonar Víðivöllum 18, á Selfossi, í síðasta lagi fyrir 30. nóv. n.k. Kjörstjórnin. Njarðvík — Aðalfundur Framsóknarfélags Njarðvíkur verður haldinn í Framsóknarhúsinu Keflavík sunnudaginn 21. nóv. kl. 14.00. 3. Önnurmál Dagskrá: 1. Venjulegaðalfundarstörf 2. Kosningfulltrúaákjördæmisþingið Stjórnin. Reykjanes Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður haldið í Skiphól Hafnarfirði sunnudaginn 28. nóv. n.k. og hefst kl. 10 f.h. Stjórnir framsóknarfélaganna í kjördæminu eru minntar á að kjósa fulltrúa á þingið. Dagskrá auglýst síöar. Stjórnin. Framsóknarvist á Hótel Heklu Næsta Framsóknarvist verður á Hótel Heklu n.k. miðvikudagskvöld og 17. nóvember. Verður byrjað að spila kl. 20.30, en æskilegast er, að þátttakendur mæti tímanlega til skrafs og ráðagerða um tilhögun Framsóknarvistarkvöldanna í vetur. Að venju er vel vandað til verðlauna, og svo eru kaffiveitingar í spilahléi, en engu að síður er aðgangseyri stillt í hóf. Framsóknarvistin er góð skemmtun fyrir unga sem eldri, og því ánægjulegri sem fleiri mæta. Þessvegna ætti áhugafólk að segja sinum sínum og kunningjum frá Framsóknarvistarkvöldunum á Hótel Heklu, um leið og það mætir sjálft. Framsóknarfélögin í Reykjavík. Prófkjör framsóknarmanna á Austurlandi— Framboð Kjördæmisþing Kjördæmissambands framsóknarmanna á Austur- landi þann 24. og 25. september ákvað að fram fari prófkjör um framboð flokksins í kjördæminu við næstu alþingiskosningar. Framboðsnefnd flokksins hefur nú ákveðið að framboðsfrestur verði til 10. desember næstk. Hér með er auglýst eftir framboðum í prófkjörið. Hvert framboð skal stutt stuðningsyfirlýsingu minnst 25 flokksmanna. Framboðum skal skilað til formanns framboðsnefndar Þorvalds Jóhannssonar Seyðisfirði, eða varaformanns Friðriks Kristjánssonar Höfn, sem veita allar nánari upplýsingar. Prófkjör fer fram eftir reglum sem samþykktar voru á kjördæmisþingi í september síðastliðnum. Prófkjörsdagur mun verða auglýstur síðar. Framboðsnefnd. Hátíðarsamkoman á Hótel Sögu hefst kl. 20.00 í kvöld laugardaginn 13. nóvember. Aðgöngumiðasala er á Hótel Sögu í dag við upplýsingarborð f lokksþingsins. Húsið opnað kl. 19.30. Borðpantanir hjá yfirþjóni í dag kl. 1.00 til 3.00 í síma 20221. Framsóknarfélögin í Reykjavík. Bingó Félag ungra framsóknarmanna heldur bingó n.k. sunnudag kl. 14.30 að Hótel Heklu Rauðarárstíg 18. FUF Reykjavik Framsóknarfélag Miðneshrepps heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 18. nóv. 1982 kl. 20.30 í húsi Verkalýðsfélags Miðneshrepps. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Skráning nýrra félaga. 4. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 5. Önnur mál. Framsóknarfólk mætið vel og stundvíslega. Undirbúningsnefndin. LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982. Kvikmyndir Sími 78900 Salur 1 Frumsýnir Svörtu Tigrisdýrin GOOD GUYS WEAR BLACK CHUCK NORRIS is JohnT BOOKER Hörkuspennandi amerísk spennu- mynd með úrvalsleikaranum Chuck Norris. Norris hefur sýnt það og sannað að hann á þennan heiður skilið, þvi hann leikur nú I hverri myndinni á fætur annarri. Hann er margfaldur karate- meistari. Aðalhlutverk: Chuck Norris, Dana Andrews, Jlm Backus. Sýndkl. 3. 5, 7,9 og 11 Bönnuð börnum Innan 14 ára Salur 2 Atlantic City Atlantic City var útnetnd fyrir 5 óskarsverðlaun I marz s.l. og hetur hlotið 6 Golden Globe verðlaun. Myndin er talin vera sú albesta sem Burt Lancaster hefur leikið í, enda fer hann á kostum I þessari mynd. Aðathlutverk: Burt Lancaster, Susan Sarandon og Mlchel Piccoll Leikstjóri: Louis Malle Bönnuð innan 12 ára Sýndkl.3. 5,7,9og11 Salur 3 Hæ pabbi CARiAí CjgPY Ný, bráðfyndin grínmynd sem alls staðar hetur fengið trábæra dóma og aðsókn. HVERNIG LlÐUR iPABBANUM ÞEGAR HANN UPP- GÖTVAR AÐ HANN Á UPPKOM- INN SON SEM ER SVARTUR Á HÖRU'ND?? Aðalhlutverk: George Segal, Jack Warden og Susan Salnt James. Sýnd kl. 3. 5, 7 og 9 Kvartmílubrautin Bumout er sérstök saga þar sem þér gefst tækifæri til að skyggnast inn í innsta hring 1/4 mílu keppninnar og sjá hvemig tryll'r' tækj- jnum er spymt 1/4 mílunni undir 6 sek. Aðalhlutv: Mark Schnelder, Ro- bert Louden Sýnd kl. 11 Salur 4 Porkys Ke«p an eye out for the funnie.it movie about growlng up Sýnd kl. 3. 5 og 7 A Félagarnir frá Max-bar) Sýnd kl. 9 og 11.05 Salur 5 Being There Sýnd kl. 9 (9. sýnlngarmánuður)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.