Tíminn - 14.11.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.11.1982, Blaðsíða 2
SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982. ■Ragnar Lár myndlistarmaður. Tímamynd: Ella. Gjörningur í Norræna husiniu ■ Gjömingur verður í Norrænahúsinii laugard. 13. nóv. n.k. kl. 8.30. Þarkoma fram sameiginlega listamennimir Bat - Yosef, Haukur og Hörður, Elías Da- víðsson og Orthulf Prunner. Hugmyndin er að þrjár listgreinar; myndlist, hreyfilist og tónlist renni saman í eina heild. Bat-Yosef, sem nýverið hélt myndlist- arsýningu í Gallery Lækjartorgi, hefur frá árinu 1964 unnið að því að tengja saman ólíkar listgreinar. Sýningar af því tagi sem hún hefur átt fmmkvæði að, hafa verið sýndar á nútímalistasöfnum, í París á fjórða alþjóða Biennale árið 1965, í Bilbouquet leikhúsinu 1966 og víða annars staðar til dagsins í dag. Hlutverk sitt í gjörningum sem þessum skýrir Bat-Yosef á þann hátt, að með málun umbreyti hún hinu þekkta í hið óþekkta, hinu persónulega í hið ópers- ónulega. Tvíburabræðurnir Haukur og Hörður sem meðal annars eru þekktir fyrir hreyfilist sína, taka fyrir í þessum gjörning formfræðilega könnun á hreyf- ingu sem afmarkast af litahreyfingum. Bat-Yosef mun mála þá bræður sem síðan sýna hreyfilist á mörkum hins þekkta og óþekkta, við tónlist eftir Elías Davíðsson og Orthulf Prunner. Tónlistin er samin fyrir íslenska steina eða réttar sagt hljóðfæri sem Elías hefur sett saman úr íslenskum steinum og kallar Steinaspil. Elías Davíðsson starfar sem kerfis- fræðingur en hefur fengist við tónsmíðar frá unga aldri. Hann hefur samið bæði hefðbundna og leikræna tónlist, sem hefur verið flutt hérlendis og erlendis. Orthulf Prunner er stærðfræðingur að mennt en starfar sem organisti við Háteigskirkju og kennir auk þess tónlist og stærðfræði. Um Steinaspilið segir höfundurinn Elías Davíðsson: í sumar uppgötvaði ég að unnt væri að spila tónlist á íslenska steina. Ég fór í nokkrar ferðir í steinatínslu og hef komið mér upp fjölskrúðugu steinasafni sem nær yfir tæplega þrjár áttundir. Steinaspilið er ekki fastmótað hljóð- færi, heldur breytilegt að lögun og samsetningu. Steinana má leggja lausa á trélista með álímdu þéttigúmmíi, en listamir liggja þvert yfir trékassa, sem myndar hljómbotn. Einnig má leggja steinana á grasfleti í húsasundum, í þröngum dölum eða við fjallshlíð, Slá má steinana (eða klappa) með marimbakjuðum eða bara með öðrum steinum. Sármjólk með sultu á sunnudaginn ■ Barnaleikritið Súrmjólk með sultu verður sýnt á sunnudag kl. 15 í Alþýðuleikhúsinu Hafnarbíói. Hér er um að ræða gamanleik fyrir yngstu áhorfendurna sem gerist í eldhúsi „venjulegrar" fjölskyldu einn sunnu- dagsmorgun og sýnir að jafnvel í eldhúsi geta leynst ævintýri, enda er undirtitill leikritsins „ævintýri í alvörú.“ Sýningar eru nú að nálgast á sjötta tuginn og fer þeim brátt að fækka. Það eru því að verða síðustu forvöð að sjá þetta vinsæla leikrit. Ragnar Lár sýnir á sér nýja hlið Opnar sýningu með abstraktverkum í dag ■ „Fyrir þá sem telja mikilvægt að skilgreina alla hluti gæti ég sagt að þessi myndverk væru lýrískar abstraktsjónir með landslagsívafi“ sagði Ragnar Lár myndlistarmaður í samtali við Helgar- Tímann. Ragnaropnar í dag, laugardag, kl. 15 sýningu á 35 myndverkum í Gallerí Lækjartorgi. Hann sýnir þar teikningar og myndir unnar í olíu og með vatnslitum. „Ég hef alltaf verið fígúratífur í minni myndlist" sagði Ragnar, „en nú þegar mjög er áberandi að abstraktmálarar eru farnir að mála fígúratíft þá fer ég hina leiðina og mála absrakt. Þetta eru fyrstu abstraktverkin sem ég sýni opinberlega og þau eru öll unnin á þessu ári.“ Ragnar Lár hefur unnið að auglýsinga- gerð á Aku|-eyri s.l. 4 ár, en er nú hættur þeim starfa, og ætlar að helga sig myndlistinni ef unnt er. Síðasta sýning Ragnars var í Eden í Hveragerði í fyrra, en undanfarin ár hefur hann haldið fjölmargar sýningar úti á landi. Aftur á móti er nokkur tími frá því hann sýndi síðast í Reykjavík. Fyrsta málverkasýn- ing hans var í Ásmundarsal árið 1956. Fyrir jól koma út tvær bækur sem Ragnar hefur myndskreytt: Mömmu- ■ strákur eftir Guðna Kolbeinsson og. Veisla í snjóhúsinu eftir Hreiðar Stefáns- son. Listamaðurinn verður á sýningarstað, Gallerí Lækjartorgi, alla daga milli kl. 17 og 18 meðan á sýningunni stendur, en henni lýkur 21. nóv. GM Úrvalið er frá Nú eru fyrirliggjandi hjá hjólbarðasölum um land allt Bridgestone diagonal (ekki radial) vetrarhjólbaróar. 25 ára reynsla Bridgestone á íslandi sannar öryggi og endingu. Geriö samanburð á veröi og gæöum. Mjólkuidagsneftid í húsi Osta ogsmjörsölunnar, Ritmhálsi 2 Kynning veröur á nýjustu framleiösluvörum mjólkursamlaganna og boðnar bragöprufur. Einnig verða neytendakönnun og atkvæðagreiðsla. Maikaóur Fjölbreytt úrval af ís- og ostanýjungum á kynningarverði. Hátíðaboió Kynnt verða þrjú hátíðaborð auk partíborðs. Bæklingar með munu liggja frammi. Hlutavelta verður í gangi allan tímann og verða vinningar m.a. ýmsar mjólkurafurðir. Okeypis aðgangur Opið laugardag og sunnudag frá kl. 13 - 20.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.