Tíminn - 14.11.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.11.1982, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982. 11 ■ Gunnar Hámundarson. Gæti hann ekki átt ■ Bergþór landnemi. Hneigðist til guðfrxði- ■ Skarphéðinn Njálsson. Útvegsmaður á Snæ- ■ Ingólfur Arnarson. tískuverslanir í miðbænum? legra hugleiðinga og spíritisma. fellsnesi? FORNMENN TEIKN- AÐIR Á ANDAFUNDI Skeggtíska og hárgreiðsla á landnámsöld nauðalík því sem nú gerist ■ „Hvernig skyldu þeir hafa litið út forfeður okkar, landnámsmennimir, sem sigldu austan um hyldýpis haf, hingað í sælunnar reit.“ Enginn getur giskað á það, mundu menn segja, þótt víst séu til lauslegar lýsingar á sumum kempunum í fornsögum. En lýsingar koma nú aldrei í staðinn fyrir reglulega góða mynd. Ekki myndum við benda á einhvern skegglausan mann og segja: „Þetta er Njáll.“ Eða mann vel eygðan og vel limaðan með gullið hár og segja: „Þetta er Gunnar á HIíðarenda.“ Eða konu með sítt Ijóst hár og segja: „Þetta er Hallgerður langbrók.“ Nei, því miður hafa menn orðið að geta sér til um þetta allt með misjöfnum árangri. Sagði ekki einhver um styttuna af Snorra Sturlusyni, sem stendur í Reykholti, að hún minnti á kaupfélags- stjóra norðan úr Þingeyjarsýslum, sem hefði verið kosinn á þing? En svo vill nú til að ekki þarf að vaða í villu og svíma um þessi efni, ef menn aðeins athuga málin nokkur betur. Árið 1950 kom nefnilega út í Reykjavík athyglisverð bók, þar sem birtar voru myndir af mörgum helstu stórmennum fornsagnanna. Af myndunum verður ráðið að á þessum öldum hefur skegg- tískan verið ekki ólík því sem nú gerist og þess vegna tilvalinn tími árið 1982 að draga þessar myndir fram. Þær ættu að falla vel að ríkjandi smekk. Ekki þarf til dæmis annað en að hnýta bindi um hálsinn á Þráni Sigfússyni og fá honum pípu í munninn, til þess að þarna sé kominn deildarstjóri á Náttúrufræði- stofnun, eða dósent í stærðfræði við Háskólann. Ef við klæðum Hallgerði langbrók í rúllukragapeysu gæti þarna verið kominn formaður í einhverju félagi sjálfstæðiskvenna. Hugsum okkur Gunnar Hámundarson kominn með slaufu og smókingkraga. Hver treysti sér til að mótmæla því að þessi maður ætti þrjár herrafatatískuverslanir í miðbæn- um? Setjum sixpensara á höfuðið á Skarphéðni og þá verður nokkurn veginn augljóst að hann gerir út skel- veiðibát á Grundarfirði eða í Stykkis- hólmi. Helst er það Ingólfur Arnarson sem vefst fyrir okkur að staðsetja í nútímanum, - nema ef væri við ættfræði- grúsk á Þjóðskjalasafninu. En kona hans, Hallveig Fróðadóttir, þarf varla nýjan búning til þess að sjá megi á stundinni að hún er í þann veginn að setja upp textílsýningu í Bogasal Þjóð- minjasafnsins. Tilraunafélagið Njáll Já, svona leit þetta heiðursfólk semsé út. Er það áreiðanlegt? Það höldum við að verði að tcljast, því myndirnar eru gerðar á skyggnilýsingafundum sem fram fóru í Reykjavík að mörgum óljúgfróðum vottum viðstöddum. Þeir sem skráðu voru félagar í Tilraunafélag- inu Njáli og góður listamaður var nærtækur, eins og sjá má. Það var sá stórhuga framkvæmdamaður, Sigurjón Pétursson á Álafossi, sem fyrir rann- sóknunum stóð. Hefur honum eflaust runnið blóðið til skyldunnar, þar sem hann var sjálfur afarmenni að burðum, glímugarpur og á margan hátt maður gullaldarinnar í andanum. Bókin átti raunar að koma út árið 1948 á aldarafmæli spíritismans, en útgáfan dróst af ýmsum óviðráðanlegum orsökum. Bókin sem hér um ræðir, Bergþórssaga, dró nafn af fyrsta búanda á Bergþórshvoli og fjallar m.a. um það er hann tekur sig upp frá Noregi um svipað leyti og Ingólfur Arnarson og heldur til íslands. í formálsorðum segir Sigurjón Péturs- son m.a.: „Ég hef starfað að rannsóknum um framhaldslífið sl. 40 ár meira og minna. Þessi bók er árangur starfsemi minnar þau ár. Hér kynnumst við þáttum úr fortíð okkar sem sagnir hafa glatast um... Það var beinlinis ósk hinna framliðnu að þetta kæmi fram... Það hefur verið miklum erfiðleikum bundið að koma þessu áleiðis og eru myndirnar teiknaðar eftir skyggnilýsingum sjáenda af einum besta listamanni þessa lands. “ Sigurjón veit af efasemdarmönnunum í hópi lesenda og segir: „Sjálfsagt þættum við eitthvað rugluð ef við stæðum fyrir framan útvarpstæki og ætluðum okkur að hlusta á annarri ■ Þráinn Sigfússon, einn landnema sem kom með þeim Bergþóri og Geir- mundi. ■ Hallveig Fróðadóttir. bylgjulengd, en gefin hefur verið upp. Eins er það þýðingarlaust að vænta blessunar frá Jósepssyninum. Við getum aðeins notið blessunar af fóstursyni Jóseps, sem var getinn af Guði og er í sambandi við Guðdóminn... Skyggni er barninu blátt áfram eðlileg. Virðist því sem allt það sem er eðlilegt og saklaust sé frá hinu góða. Barnið skynjar ekki að skyggni sé óvanaleg fyrr en það mætir rengingum... Nú þekkja menn skyggni og vita að hægt er að rekja löngu liðna atburði, hvort sem það er 'heldur heil mannsævi, eða heildar- þráðurinn í ræðum prestanna 1 kirkj- unni... Þá komum við að þessu dásam- lega efni, sem heldur saman öllu lífi og starfi manns hér á jörðinni. Þetta efni er í daglegu tali kallað útfrymi." Guðfræðilegar orðræður Bergþórssaga hefst á því að þeir Bergþór og Geirmundur Gunnbjörnsson sitja úti í sólskini í Noregi og ræða m.a. þau illu áhrif sem Gunnbjörn telur Bergþór hafa orðið fyrir af völdum Halls þræls, sem er kominn úr suðurlöndum og er kristinn. Hallur ræðir margt við Bergþór, og spáir honum því m.a. að hann muni flytjast til „Bláu eyjarinnar" (þ.e. íslands) og setjast þar að. Biður hann unga manninn að fara vel með þá kristnu menn cem hann muni fyrir hitta á „Bláu eyjunni", en Ingólfur Arnarson hefur haft hina mestu mæðu af þeim í Reykjavík. Munu þar komnir Papar. Hallur þræll er forspár og segir Bergþóri að hann muni kynnast konu í víkingu og eignast með henn son sem verði mikill maður en skammlífur. Allt gengur þetta eftir, því Bergþór eignast Istivu sem er af tyrkneskum ættum og fer með hana til íslands. Þar hittir hann Ingólf Amar- son og fleiri mektarmenn og hann eignast soninn Skarphéðinn. Þeir Hallur og Bergþór bregða annars á margvíslegt guðfræðilegt tal og spíritisminn er heldur ekki langt undan: „Njótum við þá ekki sælu eftir dauðann, eins og hinir kristnu?" spyr Bergþór til dæmis Hall vin sinn. Margt kemur kynlega og nýstárlega fyrir sjónir í Bergþórssögu ekki síst þegar persónur Njálssögu taka að stíga fram á sjónarsviðið og menn sjá ýmsa atburði í nýju Ijósi, svo sem stuldinn í Kirkjubæ, illdeilur Hallgerðar og Berg- þóru og fleira. En þann söguþráð endumst við ekki til að rekja hér nánar. Beinum heldur sjónum okkar nánar að hetjum fomaldar hér á síðunni og lítum svo í spegilinn á eftir. Dálítill svipur hlýtúr að vera með okkur og forfeðrunum. Ekki er leiðum að líkjast! - AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.