Tíminn - 14.11.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 14.11.1982, Blaðsíða 19
SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982. 19 kvikmyndasjá ■ Franska kvikmyndavikan hefst í Regnboganum í dag, laugardag, og eru sjö franskar kvikmyndir sýndar á vikunni. Daniel Charbonnier hjá franska sendiráðinu hefur samið kynn- ingartexta um myndirnar, franska kvikmyndavikan er haldin á vegum franska sendiráðsins og til styrktar Rauða krossi íslands. Allar myndir eru sýndarmeð enskum skýringatexta. Surtur/ Anthracite Stjórn: Edouard Niermans (1980) Aðalhlutverk: Jean-Pol Dubois, Bruno Cremer, Jean Bouise, Jéröme Zucca Handrit: Edouard Niermans Kvikmyndataka: Bernard Lutic Tónlist: Alain Jormy Sýningartími: 90 mín. ■ Kvikmyndagerðarmaðurinn Edouard Niermans er gestur sjöundu frönsku kvikmyndavikunnar í Reykjavík. Hann mun kynna mynd sína á opnun- ardegi hennar, laugardaginn 13. nó- vember. Edouard Niermans fæddist árið 1943. Hann hóf feril sinn sem leikari og lék í leikhúsi, í kvikmyndum og sjónvarpsleikritum, en gerðist síðan aðstoðarkvikmyndaleikstjóri (einkum hjá Francois Reichenbach), og gerir þá tvær stuttar kvikmyndir: „La Mém- oire foudroyée" („Eldingu lostið minni". 1967) og „La Syncope" („Yfir- liðið—1976, en hún fékk verðlaun í Cannes það sama ár). „Surtur", fyrsta kvikmynd hans af fullri lengd, var frumsýnd á Cannes- hátíðinni árið 1980. Henni hefur verið mjög hrósað fyrir fullkomna tækni, einlægni og tært hugmyndaflug. Myndin gerist árið 1952 í gagnfræða- skóla jesúítareglunnar í Rodez-héraði. Eins og við má búast, var Edouard Njermans ungur að árum látinn fara í heimavistarskóla sem rekinn var af jesúítum. Myndin er að miklu leyti byggð á persónulegri reynslu hans. Þegar Surtur var frumsýnd skýrði Edouard Niermans frá áformum sínum með gerð þessarar myndar: „Bernsku- og æskutímabilinu er of oft lýst sem skemmtigöngu milli sakleysis og ga|- gopaskaparen ístaðinn er hér um að ræða tímabil þegar maður kemst í kynni við klíkuskap og óumburðar- lyndi, lærir að svindla, pína sjálfan sig og haga sér aumingjalega. Mig langaði til að reyna að sýna þennan raunveru- leika“. Nótt, útítaka/ ExterieurNuit Stjórn: Jacques Bral (1980) Aðalhlutverk: Christine Buissnn, André Dussolier, Gérard Lanvin Handrit: Jacques Bral Kvikmyndataka: Pierre-William Glenn Tónlist: Karl-Iieinz Scháfer Sýningartími: 1. klst. og 50 mín. ■ Eftir að hafa brotið allar brýr að baki sér, kemur Leó (Gérard Lanvin), jass- leikari nokkur, sér fyrir heima hjá Bony (André Dussolier), æskuvini sínum, en sé er rithöfundur. Saman kynnast þeir Coru (Christine Boisson) ungri einmana utangarðskonu sem ekur leigubíl að nóttu til. Félagarnir tveir dragast mjög að henni. Vegna þess hver Leö lifir óvenjulegu lífi og er þar með tilbúinn að taka þátt í ýmsum ævintýrum, getur Cora tekið upp sam- band við hann. Með þessum tveim viðkvæmu sálum tekst smám saman djúpt ástarsamband, bæði Ijúft og þrung- ið ofbeldi. Myndin er saga þessarar heitu og vonlausu ástar, sem dæmd er til dauða. „Nótt/útitaka“ er mynd sem lýsir þessum þerm persónum, andlitsmynd í þrem hlutum. Cora, Leó og Bony eiga það sameiginlegt að geta ekki látið drauma sína rætast og að fela undir hrjúfu yfirborði löngunina til að ná sambandi hvort við annað. Um tíma hittast þau aftur og endurheimta trúna á lífið, sem svo síðan skilur þau að. Eitt nafn þarf að nefna í sambandi við þessa mynd en það er nafn Pierre-Wil- liam Glenn sem tók hana. Hann er einn af fremstu kvikmyndatökumönnum Frakka. Diva/Storsöngkonan Stjórn: Jean-jacques Beineix (1981) Aðalhlutverk: Wilhelmenia Wiggins- Fernandes, Fredéric Andréi, Richard Bohringer, Thuy An Luu. Handrit: Jean-Jacques Beineix et Jean Van Hamme Kvikmyndataka: Vladimir Cosma Sýningartími: 1 klst. 50 mín. ■ Cynthia Hawkins er svört og ákaf- lega fögur. Hún hefur stórkostlega söngrödd, er ein af mestu sópransöng- konum veraldar. Eini galli þessarar söngstjörnu er að hún neitar algjörlega að láta taka söng sinn upp. Jules er 18 ára og vinnur sem póstmaður. Hann ekur um borgina á gula vélhjólinu sínu sem er útbúið með stereotækjum. Hann hefur aðeins eitt áhugamál, tónlistina, aðeins eitt átrun- aðargoð: Cynthiu Hawkins. og aðeins einn galla: hann tekur ólöglega upp á segulband. Cynthia Hawkins kemur við í París til að halda eina söngskemmtun. Jules felur segulband undir úlpunni sinni og tekur rödd hennar upp. Nadia er fyrrverandi símavændiskona. Hún reynir að komast undan melludólgi nokkrum, en dagar hennar eru brátt taldir. Áður en hún deyr, les hún ákæru inn á svarta segulbandsspólu, líkri þeim sem ungi póstmaðurinn notar. Hún kemur þar upp um forstöðumenn stórs vændishrings. Parna er um að ræða ómetnalegar upptökur, og fyrir algjöra tilviljun lendir seinni spólan í vélhjólstösku Jules við hliðina á hinni fyrri. Án þess að hann viti af því, er Jules síðan éltur af lögreglunni, af atvinnumorðingjum og af leyndardómsfullum Kínverjum. Hann hefur aðeins eitt athvarf, Alba og Gorodish, óvenjulegt par sem lifir í heimi undarlegra hljóma. Margt hefur verið sagt um „Stórsöng- konuna," margt skrifað um þessa fyrstu mynd Jean-Jacques Beineix. Hún hefur verið kölluð fagurfræðilegur „krimmi", draumkennd „glæpamynd", í „kitsch" stíl níunda áratugsins. Þegar myndin kom út í París síðastlið- ið haust, náði hún litlum vinsældum, þrátt fyrir að utan Frakklands varð hún strax fræg, fékk verðlaun og skjóta dreifingu. Hún hlaut viðurkenningu með fjórum Sesar-verðlaunum (eins konar óskarsverðlaun Frakka) í febrúar síðastliðnum (Jean-Jacques Beineix fékk Sesar fyrir bestu fyrstu mynd, Vladimir Cosma fékk Sesar fyrir besta tónlist, Philippe Rousselot fékk Sesar fyrir bestu myndatöku, og Jean-Pierre Ruh Sesar fýrir bestu hljóðupptöku). Hófst þá önnur sigurför „Stórsöngkon- unnar.“ Ári eftir frumsýningu er hún enn sýnd í fimm stórum kvikmyndahúsum París- ar. Aðalefnið i myndinni er leit Jules, leit sem engan árangur getur borið, úr því að átrúnaðargyðja hans sem sjálf leitar fullkomnunar, lætur ekki handsama neitt af sér. Eftirförin sem Jules verður fyrir án þess að hafa óskað þess, er aðeins dreifing á sama þema. Næsta mynd Jean-Jacques Beineix verður, að hans eigin sögn, „ennþá ein Ieit, við hliðina á lögreglusögu". Sú verður byggð á skáldsögu eftir David Goodis. „Tunglið í göturæsinu”. í aðalhlutverki verður Gérard Depardieu. „Þetta verður ákaflega draumórakennd mynd. Frásögnin kemur og fer, frá raunveruleikanum til draums og mar- traðar", þessi skilgreining gæti einnig átt við „Stórsöngkonuna." Jean-Jacques Beineix játar að hann sé draumóramað- ur. „Það er ein setning sem fylgir mér. Hún er eftir Brassens. Þetta er mynd og ég þekki í henni eina af mínum helstu lífsreglum: „eilífðarferðamaður sem rær áfram á öldunum og lætur sig dreyma““. Stjórn: Ariane Mnouchkinc (1978). Aðalhlutverk: Phillippe Caubére (Mo- liére), Josette Derenne (Madcleine Béjart), Birgitte Catillon (Armande Béjart), Jean-Claude Penchenat (Louis XIV), Rober Pianchon (Colbert), Dan- iel Mesguich (Pilippe d’Orléans), Jon- athan Sutton (La Grage). og allir leikarar „Théátre du Soleil“. Handrit: Ariane Monuchkine Kvikmyndataka: Bcrnard Zitzermann Tónlist og útsendingar: René Clémencic Sýningartími : 4 klst. 20 mín. ■ Svipmynd úr Moliere. Moliere eða líf heiðarlegs manns Þessi mynd er sýnd í tveim hlutum. Kaupa verður miða á hverja sýningu fyrir sig. ■ Ariane Mnouchkine hefur nú stjórn- að hinum fræga leikflokki Sólarleikhúss- ins (Théátre du Soleil) í átján ár. Hver sýning þessa leikflokks er viðburður, sönn hátíð. Sýningarnar fara fram í Vopnabúrinu í Vincennes (La Carto- ucherie de Vincennes), þessum óvenju- lega og töfrandi stað rétt utan við París. Mestri hylli áhorfenda hafa náð þær sýningar sem nefnast „1789“, „1793", „Gullöldin", „Mefistó", „Ríkharður II“, og nú alveg nýlega, „Þrettándakvöld". Aðspurð um tengsl hennar við kvik- myndir, lýsir Ariane Mnouchkine yfir: „Ég hef ákaflega gaman af kvikmyndum og fer miklu oftar í kvikmyndahús heldur en í leikhús. Að undanskyldum um það bil fimmtán sýningum sem Giorgio Strehler, Roger Planchon og Roger Blin hafa sett upp. hef ég orðið fyrir meiri áhrifum frá kvikmyndagerð- armönnum eins og Renoir, Rossellini eða Mizoguchi heldur en frá leikstjórn- um sem vinna í leikhúsi". „Moliére" er önnur kvikmynd Ariane Mnouchkine, en árið 1974 gerði hún heimildarmynd um sýningar Sólarleik- hússins. Ariane Mnouchkine hafði úr nógu að spila svo sem efni hennar hæfði: tuttugu milljóna franka sjóð, tvö hundruð manns sem allir unnu á sama kaupi í heilt ár, en þannig eru samstarfsreglur Sólarleikhússins, eitt þúsund og tvö hundruð búningá sem sérstaklega voru búnir til fyrir myndina, en sjálf mynda. takan tók sex mánuði.Verkefnið var líf Jean-Baptiste Poquelin, sem kallaður var Moliére (1622-1673). Myndin er saga baráttu þessa manns, mistaka hans og sigra, á öld þegar íburður gat aldrei hulið hungur eymd og áþján. Undarlegt ferðalag/ Un Etrange Voyage Stjórn: Alain Cavalier (1981) Aðalhlutverk: Jean Ruchefort, Camille de Casabianca, Arlette Bonnard Handrit: Alain Cavalier og Camille de Casabianca Kvikmyndataka: JeanFranyois Robin Sýningartími: 1. klst. 39 mín. ■ Alain Cavalier býr til glæsilegar kvikmyndir, næstum snyrtilega. Hann hefur ekki gert nema átta kvikmyndir áf fullri lengd á tuttugu árum. Meðal þeirra þekktustu eru „Le combat dans l’ile" („Bardaginn á eyjunni" - 1962 - með Jean-Louis Trtignat og Romy Schneider í aðalhlutverkum), „L’insoumis" („Upp- reisnarmaðurinn" - 1964 - með Alain Delon og Léa Massari í aðalhlutverk- um), „La Chamade" („Hjartsláttur" - 1968 - með Catherine Deneuve og Michel Piccoli). Ef til vill eru myndir Alain Cavalier unnar af svo mikilli nákvæmni vegna þess hver þær eru fáar. Þær eru töluvert sérstakar, en þó mjög ólíkar innbyrðist hvað stíl og hugmyndir snertir. Undarlegt ferðalag er byggt á atviki sem talað var um í blöðum árið 1978. Pierre, rnaður um fimmtugt (leikinn af Jean Ruchefort), fer að leita að móður sinni sem hvarf meðan hún var í lest á ferð milii Troves og Parísar. Hann verður brátt fullviss þess að móðir hans, sem kom í lestina í Troyes, fór ekki úr henni í París, þrátt fyrir að lestin nam hvergi staðar á leiðinni. Pierre ákveður því að ganga frá París til Troyes, og fylgja járnbrautarteinunum. Dóttir hans, Amélie (sem Camille de Casabi- anca leikur, en hún er dóttir leikstjórans sjálfs), en samband þeirra hefur verið gloppótt, samþykkir að slást í för með honum. Með hverjum deginum sem líður, færa samræðúrnargöngumennina, föður og dóttur, nær hvort öðru. í þessari mynd segist Alain Cabalier hafa vilja ná fram „þessu vandasama jafnvægi milli geðshræringar og spennu. „Með því að veita „Undarlegu ferðalagi" öll atkvæði sín, komst dóm- nefnd Louis Delluc verðlaunanna - sem oft eru nefnd „Goncourt kvikmyndalist- arinnar" - að þeirri niðurstöðu að honum hafi tekist það. ■ Úr Undarlegt ferðalag eftir Alan Cavalier. Harkaleg heimkoma/ Retour en Force Stjórn: Jean-Marie Poiré (1980) Aðalhlutverk: Victor Lanoux, Bern- adette Lafont, Pierre Mondy llandrit: Jean-Marie Poiré og Josiana Balasko Kvikmyndataka: Yves Lafaye Tónlist: William Scheller Sýningartími: 1 klst. 34 mín. ■ Eftir að hafa gert þrjár myndir er Jean-Marie Poiré, sem skrifaði handrit og samtöl margra mynda eftir Michel Audiard, Georges Lautner og Edouard Molinardo, nú búinn að ávinna sér nafn sem gamanmyndaleikstjóri. Myndir hans eru dæmigerðar fyrir vissa tegund kvikmynda sem blómstrar um þessar myndir í Frakklandi. Þessar kvikmyndir taka beint upp gálgahúmor kaffileikhúsanna eða byggja á andanum sem þar ríkir. Innihald þessara grín- mynda er eins og uppskrift þeirra, einfalt og áhrifamikið: venjulegar per- sónur lenda i furðulegustu ævintýrum, leikararnir eru þekktir, tilsvörin hnyttin, atburðarásin í óreiðu og fyrir koma óvænt atvik og allskyns uppákomur gerast. Harkaleg heimkoma er önnur mynd Jean-Maric Poiré (hann gerði árið 1978 „Les Petits calins" („Stelpur í stráka- leikt") og arið 1981 „Les' hommes préférent les grosses" („Karlmenn kjósa fitubollur") . Þetta er saga Adriens Blaussac, náunga sem sleppur úr fangelsi eftir að hafa afplánað átta ára dóm fyrir vopnaða árás. Hann býst við að hitta nú fjölskyldu sína og dágóða úpphæð sem „vinir“ hans hafa grætt fyrir hann. En Andrien kemst brátt að raun um annað: fjölskyldan hefur ekki hegðað sér sem skyldi í fjarveru hans og „vinirnir" eru tregir til að skila peningunum sem hann fól þeim til geymslu. Gleðin yfir endur- heimtu frelsi snýst því fljótlega upp í vonbrigði og rifrildi. En fyrir áhorfendur reka eltingaleikir og spaugileg atvik hvert annað. ■ Með byssu við hnakkann í Harka legri heimkomu,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.