Tíminn - 14.11.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 14.11.1982, Blaðsíða 22
SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982. Illugi Jökulsson skrifar um bækur á bókamarkadi „Fyrirmynd um fagurt líf og víðan skilning" 99Spámaður í föðurlandi,, eftir Jön Orm Halldórsson Jón Ormur Halldórsson: Spámaður í föðurlandi Vaka 1982 ■ Segið mér: skiptir maii að það skuli akkúrat verða aðstoðarmaður forsætis- ráðherra sem nú hefur skrifað bók er hlýtur, að minnsta kosti einum þræði, að verða skoðuð sem gagnrýni á stjórnkerfi og einkum stjórnendur landsins? Ég er hræddur um að margir muni búast við gleggri, nýstárlegri og tilþrifameiri gagnrýni af slíkum manni en finna má í þessari fyrstu skáldsögu Jóns Orms Halldórssonar - úr því hann telur á annað borð ástæðu til athuga- semda. En þá er á það að líta að Spámaður í föðurlandi er sem sagt ekki nema að hluta til áðurnefnd þjóðfélags- gagnrýni; hún er fyrst og fremst saga af manni sem lendir alveg óvart upp á kant við sitt samfélag og er bæði misskilinn og misnotaður af öllum kringum sig. Þessu vill bókin lýsa þannig að lesandi hafi nokkra skemmtun af. Gagnkvæmt áhugaleysi Eins og við mátti búast er þessi maður í upphafi harla venjulegur að flestu leyti. Þannig hefst bókin: „Heimurinn hafði sáralítinn áhuga á manninum sem var að vakna. Þetta var gagnkvæmt. Júlíus Jónsson, en svo hét maðurinn, hafði fyrir löngu gert sér Ijósa grein fyrir þýðingarleysi tilverunnar. Hann kapp- kostaði rólega sambúð við heiminn og hafði tekistað lifa venjulegu lífi í hartnær hálfa öld. Hann var raunsæismaður og bjó í raðhúsi vestur í bæ.“ (bls. 5) Júlíus þessi er deildarstjóri í atvinnumálaráðu- neyti íslands, deildarstjóri yfir minnstu og minnst metnu deildinni. „Um leið og hann tamdi sér raunsæi fyrir nokkrum árum, hafði honum orðið það Ijóst, að starf hans hafði enga úrslitaþýðingu fyrir hið stóra samhengi íslensks atvinnulífs. Þetta var meira spurning um að sjá til þess, að vinna legðist ekki niður fyrir sakir ráðuneytisins... Mest var það í því fólgið að vísa í réttar reglugerðir. Með réttum tilvísunum hélt hann öllu sínu á þurru.“ (10) Konu á Júlíus, og heitir Sigríður, og þrjú börn uppkomin að mestu. Honum þykir dálítið vænt um þessa fjölskyldu sína, án þess að leggja frekar út af því, en hún hefur aftur ámóti mestan áhuga á þessa heims gæðum og er hann hart hvattur áfram í lífsgæða- kapphlaupinu. Hann lætur yfirleitt undan til að forðast árekstra því hann er gæfur maður. Allt sem sé býsna venjulegt. Yfírheyrsla á himnum En það verður breyting á. Eina nóttina vill svo til að Júlíus deyr og svífur snimmendis upp til nokkurs konar himna - sem svipar reyndar ótrúlega mikið til ráðuneytisins þar sem hann vinnur fyrir brauði sínu. Þar hittir hann fyrir engil sem tekur að yfirheyra hann um jarðvistina og andleg mál. Eftir langar og heimspekilegar umræður kemst engill þessi að þcirri niðurstöðu að líf Júlíusar hafi verið svo tilgangslaust og tómt að við það verði vart unað. Hann er því sendur niður til jarðar á ný, lífgaður við og á að „vera þar fólki fyrirmynd um fagurt líf og víðan skilning" (35), hvorki meira né minna. Júlíus byrjar spádómsstörf sín hikandi og ráðvilltur, enda ekki í neinar reglu- gerðir að vísa, og er vitanlega álitinn snaróður orðinn. Hann færist þó smátt og smátt í aukana uns sjálf ríkisstjórn fslands riðar til falls og þjóðfélagið leikur á reiðiskjálfi. Hér verður ekki farið út í smáatriði spádómsferils deild- ■ JónOrmurHalldórsson,-ráðuneyt- isstarfsmaður gerist spámaður arstjórans úr ráðuneytinu, en óhætt að segja að fáir verða til að hlusta á boðskap hans óbrenglaðan, heldurtekur hver það úr máli Júlíusar sem honum hentar og snýr út úr ef svo ber undir. Þetta er söguefnið; nokkuð óvenjulegt máske, en efnistök höfundar öllu hefð- bundnari. Hann segir söguna undir merkjum íróníu sem oft heppnast satt að segja bara vel, einkum í fyrsta hluta bókarinnar þar sem lýst er, oft á skemmtilega stuttaralegan hátt, lífi Jú- líusar áður en hann verður fyrir reynslu sinni sem gerir hann frábrugðinn öðrum mönnum. Dauða hans er lýst á svipaðan máta: „Þrátt fyrir svo snöggan heilsu- brest og ungan aldur, tók það Júlíus ekki nema fáein augnablik að átta sig á dauða sínum. Margt varð líka til að koma honum á sporið." (19) Jón Ormur sýnir vtða í bókinni að hann er ansi næmur á smáatriði til að lýsa fari manna, og verður margt honum tilefni til háðskrar ádeilu. I fýrsta hluta bókarinn- ar situr Júlíus til að mynda fund um skuttogara og stofnanamálið skýtur upp kollinum: Kjörstaða nýtingar- hagkvæmni framleiðslu- falla „Ungur hagfræðingur benti á, að þó hér væri um jaðarframlag að ræða, sem í sjálfu sér skekkti ekki jákvæð gildi umrædda framboðsfalla með tilliti til markaðssamþjöppunar, þá yrði engu að st'ður að gefa gaum að leitnilögmálum í þessu eins og öðru, en ýmislegt benti til misvísunar þeirra og kjörstöðu nýtingar- hagkvæmni framleiðslufalla. Hann bætti því við til frekari skýringar, að auðvitað væri þetta mjög undir ýmsum flæðistærð- um komið, og hæpið væri í rauninni að segja nokkuð um þetta fyrr en reynsla væri komin á togarann. Menn yrðu alltaf að reikna með nokkurri jafnvægisleitni, þó slíkt væri kannski ekki vísindalegt. Aðspurður um, hvort hann væri með eða á móti, kvaðst ungi maðurinn ekki gefa svörun við svo einfölduðum spurn- arformum.“ (14) Stíll bókarinnar er annars að mestu hreinn og klár en ekki gallalaus; það kemur jafnvel fyrir að stofnanamálið læðist inn í bókina, einkum í ópersónu- legri frásögn af samtölum sem of mikið er af í bókinni, að mfnum smekk. Sum orð og orðasambönd eru ofnotuð svo stappar nærri nástöðunni alræmdu, ill- ræmdu - „gróflega", „gæfur maður“. Frjáls til að eiga fallegt hús Persónur bókarinnar, að Júlíusi undanskildum, eru flestar algerar auka- persónur og lauslega uppdregnar, þó það mætti segja mér að einhverjir þættust kannast við lýsingar á sumum þeirra. {rauninni er það ekki nema kona Júlíusar sem nálgast það að vera raunveruleg persóna en við hana hefði höfundur þó mátt leggja meiri rækt. í lýsingu hennar koma fram nokkrir athyglisverðir drættir, eins og þegar hún heldur sig frjálsa eftir að hún hefur sannfærst um að Júlíus sé orðinn geggjaður: „Þau Júlíus mundu lifa hvort sínu lífi. Hann mundi ekki framar standa í vegi fyrir draumum hennar. Þeir yrðu að veruleika. Hún mundi eignast fallega hluti og tæki sem spöruðu sporin. Hún mundi eignast sitt hús. Út af fyrir sig. Fallegra en stelpumar í klúbbnum áttu. Hún var frjáls." (63) Júlíus sjálfur er ekki ólagleg persóna, samkvæmursjálf- um sér altént, þó búast hefði mátt við meiri átökum í honum eftir því sem á spámennskuna liður. Innan þeirra tak- marka sem höfundur hefur valið bók sinni hentar Júlíus aftur á móti ágætlega. Innan takmarka, já. Það er að mínu viti galli á bókinni að Jón Ormur virðist ekki hafa sett niður fyrir sér hvert hann vildi fara með henni. f henni er tæpt bæði á sjálfum eilífðarmálunum um tilgang lífsins (og sumar þær hugleiðing- ar ekki ýkja áhugaverðar) og nokkurri þjóðfélagsádeilu, en við hvorttveggja skilið hálfvegis í lausu lofti. Ég er ekki að heimta afdráttarlaus svör Jóns Orms Halldórssonar við þeim spurningum sem hann öðruhvoru veltir fyrir sér í bókinni, en hann hefði þurft að hnýta enda betur saman í lokin. Hitt er annað að með bókinni hefur höfundur líkast til fyrst og fremst viljað skemmta lesendum sínum og til þess hefur hún, með áðurnefndum fyrirvörum, ágæta burði. Skorlur á firringu — „Geirfuglarnir” eftir Árna Bergmann Árni Bergmann: Geirfuglarnir Mál og menning 1982. ■ Fyrstu skáldsögu Árna Bcrgmanns iná kalla uppvaxtarsögu, þroskasögu drcngs en umfram allt mynd af þorpi og íbúum þess. Þorpið heitir Selatangar og er suður með sjó og það er fullorðinn maður sem er að lýsa æsku sinni þar og uppvexti um og eftir síðari heimsstyrj- öld, að manni skilst. Nú er það vitaskuld engin tilviljun að Árni Bergmann er einmitt uppalinn suður með sjó á þessum sama tíma; ég held mig geta fullyrt að hann sé að lýsa veröld sem hann þekkti sjálfur út í ystu æsar. Þar með er auðvitað ekki sagt að atburðir eða persónur eigi sér sérstakar fyrir- myndir - því um það hef ég enga hugmynd - en grunnur sögunnar er greinilega í raunveruleikanum. Það reynist vera einn helsti kostur þessarar bókar, nefnilega trúverðugleikinn. Fyrir mitt leyti tók ég hana alla vega trúanlega. Jóðlíf og frumbernska Sögumaður heitir Egill Grímsson og þarf vart að taka fram að faðir hans er sköllóttur. Egill þessi kom í heiminnj eiginlega fyrir tiiviljun eins og flestir aðrir, en hann er bráðger og getur sagt lesendum ýmislegt af' því sem gerðist bæði í jóðlífi hans og frumbernsku. „Þetta veit ég vegna þess að þetta er mín saga og ég hef fullan rétt á að vera þar sem hún gerist. Ekki get ég farið að senda staðgengi! á vettvang.“ (bls. 7-8) Nokkuð lúnkin staðhæfing þetta. Að öðru leyti er bókin að formi eins og hver önnur endurminningabók úr smáþorpi suður með sjó (og höfundur leggur áherslu á það með neðanmálsgreinum, a la Borges, þar sem vitnað er í ýmis rit og cru sum'til, önnur ekki), nema hvað í þessarí bók er skyggnst öllu dýpra í sál þorpsins en títt er í slíkum bókum. Uppvöxtur pilts; það er svo sem ekkert stórkostlegt sem fyrir hann kemur. Hann kynnict fyrst af öllu heimili sínu og ættingjum, síðan þorpinu eins og það leggur sig, heimurinn stækkar og hann eignast leikfélaga og lcikur sér, byrjar í skólanum og íþróttum, vaknar til kynhvatar og áhuga á bókmenntum og pólitík, setur sér óljós markmið í lífinu og hverfur að lokum á burt til að læra. „Plott“ er þannig ekkert í sjálfu sér, en útúrdúrar frá lífi sögumanns fjölmargir, enda segir Egill lesendum sínum að auðveldara sé að verða til.en „segja sögu sem er sífellt að slíta sjálfa sig í sundur með útskýringum og athugasemdum og tefur fyrir höfundinum, lesandanum og sjálfri sér,“ en bætir sig: „Úr þessum töfum eru bókmenntirnar búnar til, sagði Tóti frændi." (8) Altént þykist lesandi fljótt sjá að Selatangar og mannlíf þar séu aðalatriði þessarar bókar, en Egill fljóti með sem eins konar fulltrúi íbúanna. Nema hver? Pýramídaspámenn og höfundur Njálu Og hvernig er þá fyrrnefntniannlíf á Selatöngum? Jú, það er í rauninni giska rólegt og friðsælt þó að einhverjir vindar gári yfirboðið öðru hvoru. Eitt stórmál kemur upp - þegar Kanninn á Vellinum fer fram á að fá, og fær, kafbáta stöð í fjallinu Þórði - en jafnvel það raskar ekki ró þorpsbúa nema um stundarsakir. Þeir stunda sína bæjarmálapólitík hins vegar af krafti þótt ekki sé alltaf um mikið deilt, rífast um alþjóðamál þegar svo ber undir en eru annars hallir undir kenningar Joc- hums gamla, Rutherfords og Jónasar Guðmundssonar Pýramíðaspámanns og hafa mikinn áhuga á hver hafi skrifað Njálu. Stundum hugsa bæjarbúar um eilífðarmál og fara með kveðskap Einars Benediktssonar af því það er stutt til Herdísarvíkur; þeir strita fyrir brauði sínu og fara kannski á fyllerí þegar tækifæri gefst. Persónur bókarinnar eru varla til þess fallnar að koma verulega á óvart; hér er fólk sem allir kannast við ef að líkum lætur, annaðhvort úr bókmenntum eða bara lífinu sjálfu - hér er ein fyllibytta, einn litríkur kaupmað- ur, einn prestur, einn Einkennilegur Maður, einn eða tveir draugar, nokkrar mildar húsmæður, hver stjórnmálastefna á sér sinn fulltrúa og þar fram eftir götunum. Tóti frændi er hægláti báta- smiðurinn sem hefur farið í önnur lönd og margs orðið vísari en kosið að snúa heim, sem þekkir mannfólkið en fer dult með það; er „grunaður um gæsku“, eins og presturinn segir. Auk þess má nefna að í bókinni er óspart vitnað til fólks sem sannanlega hefur verið til, og einn úr þeim hópi kemur meira að segja á Selatanga og heldur ræður gegn kafbáta- stöðinni: Jóhannes úr Kötlum. Það dugir ekki til, enda er plássið „eign“ Ólafs Thors. Ástin kemur, ástin fer Persónurnar koma varla verulega á óvart, sagði ég, en það sem verður til þess að þetta fólk öðlast virkilegt líf á blaðsíðum bókarinnar er fyrst og síðast alger einlægni og hlýja sögumanns og höfundar. Þeint félögum þykir sýnilega báðum vænt um fólkið sem þeir lýsa. Stíll þeirra er ákaflega vandaður og hefur sjaldan hátt, en er oft Ijóðrænn og fullur af líkingum sem yfirleitt ganga upp, hugleiðingum um lífið, tilveruna og tímann. Svo tekur sagan kannski allt í einu rassaköst hingað og þangað í spriklandi fyndni, eins og í kostulegri samfaralýsingu, bls 106-107. Þá hefur ástin sótt drenginn Egil heim í fyrsta sinn en gufar svo jafn snögglega upp, honum til undrunar. Hinn fullorðni Egill orðar hugsanir hans: „Nema hvað: svo veit ég þar af mér að ástarefnið hans Magnúsar læknis er horfið, þetta sæta kláravín, þetta beiska heimabrugg andskotans. Hvað varð af því? Hvaða mixtúrur brutu það niður? Læddust þær með tifinu úr stofuklukk- unni, bárust þær með frískri norðangol- unni og söltum útsynningi? Voru þær hrærðar saman í daglegri umgengni við fólk sem var vel til mín? Ég var kominn svo langt frá Lóu Pétursdóttur að það lá við að ég skammaðist mín. Voru ástríðurnar svona miklu hversdagslegri og skammvinnari en Tóti frændi hafði látið að liggja? Voru þessi undur líka spor í förusandi, stigin við flöktandi ljós frá villuráfandi stjörnu sem gat slokknað hvenær sem var?“ (111) Ég skal taka fram að það er ekki ætíð svona mikið í húfi í bókinni. Tangi/Selatangar Nema tíminn. Tíminn er sögumanni stöðugt undrunarefni; hvernig hann ýmist hleypur spretthlaup svo enginn ■ Árni Bergmann: „Einu sinni var gleðibragur yfir litlum plássum.“ hefur við honum, eða stendur í stað og neitar að róta sér. Því er ekki nema sanngjarnt að láta þess getið að ég skynja ekki annað en að Árna Bergmann hafi tekist alveg óvenjulega vel að láta tímann líða í bók sinni, áreynslulaust og þægilega þó farið sé á stökki yfir tæpa tvo áratugi. Það má kallast vel lukkað, en er eftir öðru í bókinni. Hún er afar þroskað verk; samkvæm sjálfri sér að uppbyggingu og formi, þrátt fyrir útúr- dúra (eða vegna þeirra, sbr. Tóta frænda), og þó hún sé máske ekki ólgandi af frumleika er hún skemmtileg og áhugaverð aflestrar. Sem er fyrir mestu. Það er annars gaman að bera þessa bók saman við bækur annars höfundar sem einnig hefur skrifað um pláss suður með sjó: Guðbergs Bergssonar, en bækur hans um fólkið á Tanga gerast einmitt á ekki ósvipuðum tíma og Geirfuglarnir. f stuttu máli: um ólíkari bækur er tæpast að ræða þó skyldar séu í tíma og rúmi. Guðbergur notar miskunnarlaust ofurraunsæi til að rífa veröld fiskiþorpsins við sjóinn í sundur, en beitir síðan álíka miskunnarlausum sálarlífslýsingum til að byggja upp nýjan heim sem á sér í raun og veru hvergi stað nema í sjálfum persónum verkanna. Ófögur mynd af smásálarhætti, lítil- mennsku, kúgun, ruddaskap og hreinni og beinni heimsku. Vitanlega óþarft að taka fram að fleiri rithöfundar hafa lýst sjávarþorpum á ámóta hátt. Bók Árna er sem sé að öllu leyti hefðbundnari og kannski er það helst blær bókarinnar sem telst beinlínis til tíðinda á þessum síðustu og kaldranalegu tímum. Það er erfitt að verjast þeirri tilhugsun að Geirfuglunum sé ljóst, en einkum leynt, stefnt gegn einhverjum fyrrnefndum bókum; að Árni vilji sýna fram á - eins og segir í bókinni í svolítið öðru samhengi - að „einu sinni var gleðibrag- ur yfir litlum plássum". (159) Horfínn heimur Árni Bergmann gerir líka gys að (þó hann Egill gangi vel að merkja ekki svo langt) tilraunum sem nú orðið eru stundum gerðar til að fella mannlíf á þvílíkum stöðum sem Selatöngum inn í formúlur eða fræðikenningar sem samd- ar hafa verið inni við meðan lífið gekk sinn gang úti. Af því tagi eru meðal annars niðurstöður bróður sögumanns um náttúru þorpsbúa. Náttúran þótti nefnilega vakna snemma þar suður frá og eftir á þurfti að finna skýringu á því: „Jóhannes bróðir, sem nú er mest í félagssálfræði, heldur því fram að. snemmbært ástalíf þar suður með sjó hafi staðið í gagnkvæmum tengslum við vanþróun í öðrum skemmtanaiðnaði og svo tengst við skort á þeirri firringu sem síðar kom og klauf samfélagið í frumein- ingar sínar...“ (50) Skortur á firringu, já. Það mætti vel segja mér að slíkur frasi hafi einhvem tíma skotið upp kollinum í gagnmerkum rannsóknum félagsfræðinga. Og hvað? Ég sagði víst strax í upphafi að mér þætti bókin trúverðug (og þá á ég við að hún sé trúverðug sem saga Egils Grímssonar úr Selatöngum, ekkert annað). Það ber því ekki á öðru en Árna Begmann hafi tekist að sanna að minnsta kosti þessum lesanda að einu sinni hafi verið gleðibragur yfir litlum plássum. Hitt er svo annað mál að endir bókarinnar kom mér töluvert á óvart. Hann mátti ekki minni vera! Er Árni að veita Agli Skalla-Grímssyni afsökun fyrir því að rita endurminningar sínar, eða vill hann leggja áherslu á að heimur sögunnar sé svo sannarlega „horfinn heimur"? - eins og sjálft nafn bókarinnar gefur jú til kynna. Og með einhverjum hætti verður fólkið, og þorpið, betur til úr því það er ekki lengur til... í lokin. Það kæmi mér ekki á óvart þó þessi bók ætti víða eftir að mælast vel fyrir. Hún á það líka skilið; gerir mjög vel það sem hún vill gera.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.