Tíminn - 14.11.1982, Blaðsíða 29

Tíminn - 14.11.1982, Blaðsíða 29
SUNNÚDAGÚR 14. NÓVEMBER 1982. * » t * 1 *v 29 Yfirlýsing vegna viðtals um barnalækningar í Helgar-Tíma ■ Sunnudaginn 7. nóvember birtist við mig viðtal í „Tímanum". Ýmsir virðast hafa átt erfitt með að gera greinarmun á skoðunum mínum og ályktunum blaðamannsins. Því vil ég skýra mál mitt’ í nokkrum orðum: 1) . Ung- og smábarnaeftirlit er þjón- usta við almenning, sem nær til sérhvers barns, sem fæðist. Hún er greidd af skattpeningum almennings og fólk á því kröfu á, að sú þjónusta, sem heilbrigðis- yfirvöld bjóða á þessu sviði, sé nokkurn veginn sambærileg án tillits til búsetu. í Reykjavík og nágrenni hefur þetta tekizt að mestu fram til þessa. 2) . Á seinni árum hefur framkvæmd ung- og smábarnaeftirlits verið að dreif- •ast um Reykjavíkurborg en verið mið- stýrt frá Heilsuverndarstöð Reykjavík- ur. Þessi dreifmg hefur flutt ung- og smábarnaeftirlit nær búsetu barnanna og gert flestum foreldrum hægara um vik að koma'með þau til eftirlits. Hverfisstöðvar varpa og betra ljósi á einstök svæði og auðvelda yfirlit yfir einstök hverfi. Hins vegar torveldast heildaryfirsýn yfir allt Reykjavíkursvæðið. Fólk flytur mikið á milli hverfa og það er erfiðara að fylgjast með, hvort eitthvert ákveðiðbarn hefurkomið fram einhvers staðar, þegar unnið er á mörgum stöðum samtímis. Hættan á því að einstök börn týnist eða gleymist í kerfinu eykst með öðrum orðum. Hættan á því að ruglingur komist á t.d. skráningu ónæmisaðgerða eykst einnig að sama skapi. Starfsaðstaða verður sjaldnast ná- kvæmlega hin sama á einstökum hverfis- stöðvum og aðstöðumunurinn hefur óhjákvæmileg áhrif á starfshætti. Ef ekki er vel að gætt, getur samræming á þjónustu látið undan síga og þar með jafnrétti yngstu borgaranna. 3) . Skoðanamunur er á því, hvaða aðilum heilbrigðisyfirvöld ættu að fela ung- og smábarnaeftirlit í framtíðinni. Eftir tuttugu ára starfsreynslu og átök við vandamál ung- og smábarnaeftirlits á Reykjavíkursvæðinu, er það persónu- leg sannfæring mín, að sérmenntaðir barnalæknar og sérmenntaðir hjúkrun- arfræðingar ættu að vera fyrsti valkostur heilbrigðisyfirvalda. Þetta eru þeir starfskraftar, sem bezt geta haldið velli í þessu starfi,hvað sem á dynur. Sé þeiria ekki vqI, verða heilbrigðisyfirvöld að sjálfsögðu að leita til annarra. Þeir læknar, sem stunda heimilislækn- ingar nú,mynda stóran en allsundurleit- an hóp hvað varðar menntunog starfs- Risadjass á Borginni ■ Hér á árum áður var síðdegisjazzinn á sunnudögum í Breiðfirðingabúð geysi- vinsæll. Á sunnudaginn kemur efnir Jazzvakning til íslenskra risajazzhljóm- leika á Hótel Borg og hefjast þeir klukkan hálf fimm (16.30). Þar koma fram allar helstu jazzhljómsveitir okkar: Kvartett Kristjáns Magnússonar, Nýja kompaníið og Tríó Guðmundar Ingólfs- sonar ásamt Viðari Alfreðssyni. Auk þess mun fjöldi ágætra jazzleikara kíkja inn og djamma. Einsog kuiínugt er tapaði Jazzvakning nær 100 þúsund krónum á tónleikum Charlie Haden's Liberation Music Orc- hestra í Háskólabíói þann 24. október s.l. Hreyfingin á enga sjóði til að ganga í og því getur hún aðeins treyst á vini og velunnara jazztónlistarinnar sér til fulltingis. Allir þeir hljóðfæraleikarar er fram koma á sunnudaginn gefa vinnu sína svo og aðrir er vinna að tónleikun- um. Vonandi láta jazzunnendur sig ekki vanta, því ef vel verður mætt getur Jazzvakning borgað þær skuldir er erfiðastar eru. Auk hljómsveitanna munu ýmsir aðrir þekktir jazzleikarar láta í sér heyra og vonandi flestir jazzunnendur er staddir verða á höfuðborgarsvæðinu þennan sunnudag. reynslu á sviði barnalækninga. Ekki svo að skilja, að í þeim hópi sé ekki að finna fólk með mikinn áhuga fyrir börnum og málefnum þeirra og staðgóða þekkingu í barnalæknisfræði. En aðrir vilja sem minnst af börnum vita og í því sambandi má minna á, að það er ekki langt síðan að farið var að kenna barnalæknisfræði sem sérstaka grein við læknadeild Há- skóla íslands. En þetta misræmi í afstöðu og menntun mundi að mínu mati útiloka, að hægt væri að samræma ung- og smábarneftirlit í Reykjavíkurborg á sama hátt og áður, ef það væri tekið úr höndum barnalækna, þar sem það hefur verið frábyrjun,og fengiðí hendurheim- ilis- og heilsugæsiulækna. Starfssvið og áhugsvið breiðmenntaðri lækna er og það víðtækt, að það yrði óhjákvæmilega mun erfiðara fyrir þá en barnalækna að einbeita sér að málefnum barna. Aðrir málflokkar munu óhjákvæmilega og réttmætlega gera kröfur til starfsþreks þeirra og tíma. 4) Hins vegar finnast mér það sjálf- sögð mannréttindi, aðeinstakirforeldrar geti falið heimilislækni sínumeðaheilsu- gæslulækni sínum eftirlit barna sinna, ef þeim svo sýnist og það er VAL FORELDRANNA SJALFRA. Mér finnst einungis, að það ætti ekki að vera valkostur heilbrigðisyfirvalda. Halldór Hansen yfirlæknir barnadeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Heimilislæknar kæra um- mæli í Helgar-Tíma ■ Tímanum hefur borist svohljóðandi fréttatilkynning frá stjórn Félags ís- lenskra heimilislækna: „í blaðagrein sem birtist í helgarblaði Tímans 7/11 ’82 er höfð eftir Halldóri Hansen yfirlækni ummæli sem stjórn Félags íslenskra heimilislækna telur alvarlegan róg um störf heimilislækna og starfshæfni. Stjórnin telur ekki rétt að ræða þessi mál nánar í fjölmiðlum, en hefur lagt inn kæru til siðanefndar Læknafélags íslands." Undir þessa fréttatilkynningu skrifa læknarnir Eyjólfur Þ. Haraldsson og Guðfinnur P. Sigurfinnsson. Ekki kemur fram hvaða ummæli það eru sem heimilislæknarnir eru ósáttir við. Viö kynnum, SONY HIGH-TECK 200 samstæðan er ekki bara stórglæsileg heldur býöur hún líka upp á margt þaö nýjasta og besta frá SONY. Beindrifinn, hálfsjálfvirkur plötuspilari. 2x30 sínus vatta magnari meö tónjafnara og innstungu fyrir Digital Audio Disc. 2ja mótora kasettutæki meö snertitökkum, Dolby o.s.frv. 3ja bylgju útvarp FM steríó, MB, LB. 2 60 vatta hátaiarar. Skápur meö glerhurö og glerloki. VERIÐ viöbúin verö aðeins 17.690.00 stgr. ef pantað er strax. Keflavík EPLIÐ fsafiröi Kaupfélag Hafnfirðinga Strandgötu m ^JAPIS hf Brautarholt 2 Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.