Tíminn - 14.11.1982, Blaðsíða 30

Tíminn - 14.11.1982, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982. ■ Bahwan stendur berfættur í blóð- læknum. Sigðarlaga hnífur blikar ógn- andi í hægri hendi hans. Hann grípur með vinstri hendi niður í bláan plastbala fylltan með klórlút og grípur þaðan upp eitthvað grænt og gláandi, sem iðar í hendinni. Petta er vankaður froskur. Hann leggur hann á borð við hlið sér og bregður hnífnum með æfðum hand- tökum skurðlæknis og sneiðir fæturnar frá kroppnum. Fæturnir fljúga í stórum boga niður í saltupplausn. Niður í saltupplausnina sækja konur fæturnar síðar, strjúka kjötið af beininu og pakka því niður í öskjur. Sjálfum skrokknum fleygir Bahwan í stóra körfu. Svo er næsti froskur gripinn. Á hverri vakt getur hann afgreitt 6000 froska, en vaktin er 12 stundir eða öll nóttin. Sawant fisksalan við Sassoon dokkina í Bombay. Þar hefur Bahwan þessa vinnu sem hann hefur litlar mætur á, en hefur hins vegar ríka þörf fyrir. Tíma- kaupið er tvær rúpíur. en það samsvarar þrem ísl. krónum. Það þykir ekki svo slæmt tímakaup í Indlandi og fyrir þetta getur hann framfleytt konu og fjórum börnum, sem urðu eftir úti í þorpinu Gujarat, þegar hann sjálfur hélt til borgarinnar. Bahwan er þar með orðinn þátttak- andi í frosklappaiðnaðinum, sem stend- ur með miklum blóma um þessar mundir, en afurðirnar eru seldar til ■ Gammarnir bíða eftir að fjölskylda hins látna haldi heim að nýju. Þá Ijúka þeir við útförina. vefnaðarmiðstöð landsins, sem aflar meira en þriðjungs af gjaldeyristekjun- um. Þar blómstrar verðbréfamarkaður- inn, þar eru megin krabbameinsrann- sóknarstöðvamar og stærsta kjarnorku- verið í landinu. Þá eru þar heimkynni kvikmyndaiðnaðarins, þar sem meiri filma er brúkuð en nokkur sinni í Hollywood. Úti fyrir ströndinni er olíusvæðið nýja, sem rétt er búið að taka í notkun. „Borggullsins", nefna Indverj- ar þessa borg. íbúamir em 8.5 milljónir, en það nemur varla einu prósenti heildaríbúatölu landsins. Þaðan fást þó um 30 prósent skattanna. Borgin er draumfögur. Hægt og hljóðlega ber ölduna upp að ströndinni neðan við glæsigötuna „Marine Drive“. Sólin er rétt að síga í sæinn handan flóans við Arabiska hafið, einum of rauð, óraunvemleikakennd og stórfeng- leg að sjá, til þess að henni verði með orðum lýst á þessari stundu. Brátt verður koldimmt, og Ijósin við götuna kvikna eins og logandi perluband. „Hálsfesti drottningarinnar", er nafn- ið sem heimamenn hafa gefið þessari götu, en hún liggur m eðfram Chowpatty ströndinni, þar sem götusalar bjóða karrýrétti og „Kwality“ rjómaís. Þama má og skemmta sér við að horfa á götusirkus, þar sem böm leika sér að því að skjóta niður blöðrur eða kasta hringjum í mark. Fyrir nokkra aura Faðirinn braut á honum hnéskeljarnar 18 mánaða gömlum Gammarnir skilja hálfétnar leifar af líkum eftir á svölum háhýsanna Fjérar milljónir byggja fátæktarbælin 300 fjölskyldur flytja til borgarinnar á dag 1 ÞAR ER ÞAÐ LIST AÐ HALDA LÍFINU Bandaríkjanna og Evrópu. Á þessu ári ætti útflutningurinn að nema 4000 tonnum. Þó steðja hættur að greininni í bili: „Erum við kaldrifjaðir villimenn?“ spurði blaðið „Bombay" nýlega og sýndi fram á í grein að froskarnir eru síður en svo orðnir tilfinningalausir, þegar þeir eru skornir á þennan hátt í sundur. Blaðið taldi klórbaðið ónóga deyfingu, enda hreyfðust lappirnar lengi vel, eftir að þær hefðu verið skornar af. Mikil reiðialda fylgdi á eftir. „Félag til andófs gegn misþyrmingu á dýrum“ gekk í bandalag við samtökin „Fegurð án grimmdar" og birtar voru myndir á þeirra vegum af ódæðunum. „Útflutn- ingsrannsóknaskrifstofan" dró fram bækling með reglum um að dýr skyldi aflífa með sársaukalausu móti og hét að starfa sleitulaust að eftirliti með því að þær væru haldnar. Bahwan var farinn að óttast að hann missti starfið. Augljóslega á Bombay því við ýmis vandamál að etja. En mannúðin er þar samt til staðar. Jafnan má finna þar einhverja sem taka upp hanskann fyrir hina minnimáttar. Froskarnir eiga sér málsvará einnig.- Ekki þó Dhavan. Þegar hann var 18 mánaða gamall braut faðir hans á honum báðar hnéskeljarnar, til þess að honum mundi vegna betur síðar sem betlara. Fatlaðir vekja meiri meðaum- kun en þeir heilbrigðu. Slíkar aðfarir voru einkum algengar nokkru eftir 1950, en þekkjast þó enn í dag. Dhavan hefur nú mestar áhyggjur af því að hann getur ekki lengur skriðið. Hann hefur orðið sér úti um viðar- bretti með fjórum gúmmíhjólum undir, en hann nær ekki af brettinu ipp í glugga bifreiðanna.til þess aðreka höridina inn um þá, þegar þeir stoppa við umferðar- ljósin. Því verður hann að stjaka sér áfram á brettinu inn í ösina í miðborginni þar sem iðulega má engu muna að hann verði fyrir slysum. Þar biður hann vegfarendur ölmusu með litlum árangri. Því fær hann heldur ekki inngöngu í betlaraklúbbinn. Betlaraklúbbinn? Já, sei, sei. Margir hinna 70 þúsund betlara í Bombay hafa með sér samtök. Leynifélög, sem minna á Mufíuna, kaupa börn hinna allra snauðustu, einkum litlar telpur og þá helst ef þær eru fatlaðar. Þær falla vel inn í eymdarmynstrið með tárastokkn- um andlitum sínum og ekki er spillir að halda skítugum brjóstmylkingi upp að öxl sér. Þegar einhver gefur ölmusu er sú eða sá litli þögul áminning um það að hér ber að gefa til tveggja. Áð kvöldi er svo allur ágóðinn látinn af hendi fyrir málsverð og næturskjól. Annars er barsmíða að vænta. Ritstjóri blaðs eins í Bombay segir að konungur betlaranna aki um á Mercedes Benz og hafi til umráða fjóra vörubíla. f þeim er beltaraskaranum ekið til heistu staða í bænum og þar eru þeir einnig tíndir upp að kvöldi. Skipulagningin er fyrir öllu. Merkileg borg er Bombay, sem er hin óútnefnda höfuðborg Indlands, og eina raunverulega borgin í landinu að sögn heimamanna. Dehli er aðeins þorp, leiðinlegt aðsetur kontórista og Kalkutta er einn samfelldur rennusteinn. I Bengal ríkja hinir „verkfallsóðu". En Bomb- ay... Þar er stærsta höfn landsins, þar sem meira en 40% af útflutningnum og innflutningnum fer í gegn. Þar er mesta ■ Útigangsmenn skipta hundruðum þúsunda. Eins og krabbamein teygja skarar þeirra sig inn i hverfi hinna ríku. býðst líka að sjá inn í tjaldi bamslík í spíritus sem hefur rana í stað nefs. „Fóstrið var búið til með efnafræðilegum aðferðum, herra minn!“ Gatan bugðast framhjá þessu hátíðar- svæði í átt að Malabar hæðinni með lúxusvillum sínum og skýjakljúfum, sem er nokkurs konar smækkuð útgáfa af Manhattan. Illúðlegir verðir með túrb- jina og grimma Scháferhunda gæta inn- göngudyra úr marmara og bílskúra með þungum glæsivögnum. Leiðin liggur um hið mikilúðlega hlið „Gateway og India“, sem Bretar reistu árið 1911, í tilefni af komu Bretakon- ungs. Steinrunnir stórveldisdraumar Breta eru þama komnir. Minjar um tíma Breta er einnig „Taj-mahal“ hótel- ið, en í háum og vel loftræstum sölum þess segja Bombay búar að andar framliðinna breskra herforingja séu enn á ferð. Þeir bundu enda á æfidaga sína vegna spilaskulda eða óhamingjusamra kvennamála. Þá er að neína Viktoríu- járnbrautarstöðina og tígulegar dóm- kirkjur í Lundúnastíl. „Reserve Bank of India“ er nokkurs konar eftirmynd „Bank of England". Varla hafa Englend- ingar sniðið nokkra borg jafn vandlega að eigin hugmyndaheimi og Bombay. Portúgalir vom fyrstu hvítu mennirnir sem náðu yfirráðum í Bombay. En ekki voru þeir fjölfróðir um staðinn til að byrja með. Þegar Karl II Bretakonungur giftist árið 1661 portúgölsku prinsess- unni Katrínu af Bragansa, lét hirðin í Lissabon hana fá 500 þúsund pund í heimanfylgju, og auk þess borgirnar Tanger og Bombay. „Bombay er ein- hversstaðar í Brasilíu,“ sagði ráðgjafi konungsins. Sjö ámm síðar leigði krún-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.