Tíminn - 14.11.1982, Blaðsíða 31

Tíminn - 14.11.1982, Blaðsíða 31
SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982. an þetta lítilsverða fiskimannaþorp „Austurindía-félaginu" breska. Þar með var Bombay komin í réttar hendur, því Bretarnir höfðu ekki áhuga á að stunda trúboð, eins og Portúgalirn- ir, heldur vildu þeir koma uppstórfelldri verslunarmiðstöð. Tvö hundruð árum síðar var Bombay orðin að Manchester Austurlanda. í samvinnu við Persa, komu Englendingar nú á fót miklum spunaverksmiðjum, þar sem þeir létu sér ekki Iengur nægja að flytja bómullina út. Um aldamótin síðustu voru í borginni um 80 verksmiðjur. Vefnaðariðnaðurinn í Bombay skapar nú til dags atvinnu fyrir um 300 þúsund manns. Ur öllu Indlandi streymir fólk til borgarinnar, sem ber æ meiri svip af einhverrri Babylon nútímans. Aðeins annar hver maður skilur tungu -heima- manna, „Marathi", og í skólunum eru kenndar níu mismunandi mállýskur. Daglega koma til borgarinnar 300 fjölskyldur, eða um 1500 manns, til þess aðleita sér þar að atvinnu. Flest er fólkið komið úr þorpum sveitanna og er öreiga. Það lætur ekki hugfallast, þótt Bombay hafi ekki neitt að bjóða þeim. Langt er um liðið frá því fyllt var upp í þau sund sem aðskildu þær sjö eyjar, sem borgin eitt sinn stóð á. Helmingur- inn af íbúunum byggir á landi sem fyrrum var sjór. En nú hrekkur þetta ekki til lengur. Gömlu mosavöxnu íbúðarblokkirnar, nýju steypukassarnir og hreysi þeirra snauðu, - allt er orðið fullt. Fyrir 30 árum voru íbúarnir tvær milljónir, en nú eru þeir 8.5 milljónir. Talið er að árið 2000 muni þeir verða orðnir 20 milljónir. Þá ætti Bombay að vera orðin stærsta borg í heimi að Mexico City frátalinni. En útþenslumöguleikarnir eru ekki miklir. Borgin er umlukin hafi sunnan, vestan og austanvert, - aðeins til norðurs getur byggðin stækkað. Leiðin frá „Taj“ hótelinu liggur meðfram markaðinum, þar sem þjófar selja góss sitt, karpað er við söluborðin,'-hamars- högg glymja og gamlir grammófónar garga. Viltu kaupa notaðan kopp, kristalsvasa, koparpönnu, gamalt úr? Ekkert auðveldara. Hefur frúin tapað skó? Við hljótum að finna einn sem passar...! í næsta stræti er leðurmarkaðurinn, og þar í grennd heyrist hávaði frá gull- og silfurmarkaðinum. Á „sængurhorn- inu“ töfrar rúmfatagerðarmaður fram allar þær tegundir af koddum, sængum og púðum, sem hver vill, umlukinn skýi af hvítum fjöðrum. Pegar komið er fram hjá markaðnum tekur við hverfi hálf- hrundra íbúðarblokka, sem hróflað var upp um aldamótin handa vefnaðarverka- mönnum. Þar hafast tíu menn við í 20 fermetra herbergi. Þar eru rúmin nýtt á víxl eftir því sem vaktavinnan mælir fyrir um. Nei, þetta eru samt ekki fátækrahverf- in. í Bombay verða menn að líta í kring um sig. Þetta eru miðstéttarlifnaðarhætt- ir. Hér býr Bahwan froskaslátrari. Niður veggina seitla vatnstraumar og bleyta upp í dagatalsmyndinni, sem er eina húsprýðin. Myndin er af guðinum með fílsranann, hamingjuguðinum Ganesc- ha, þar sem hann er kominn upp í snæviþakið fjallalandslag, sem minnir á Alpana. í herberginu er steikjandi hiti og á milli veggja hanga hengirúmin, hvert við annars hlið, svo vart verður komist í milli þeirra. Einn vatnskrani þénar þörfum allra á þessari hæð hússins. Framan við dyrnar er klósettið sem allir brúka. Mennirnir her þéna hver sem svarar 900 ísl. krónum á mánuði. Bahwan stendur órakaður með mittis- skýluna um mjaðmirnar, því það er sunnudagur. Hann segist ætla að fá bróður sinn til Bombay og útvega honum konu. Því skoðar hann vandlega giftingartilboðin í blöðunum sem eru birt sem smáauglýsingar. í hans augum kemur ekki til mála önnur kona en sú sem er auðkennd með bókstöfunum „MJ“. Það ber að lesa sem „Mey vanin við jurtafæði". Þar með eru fyrir hendi þeir eiginleikar sem Indverji af gamla skólanum telur eftirsóknar- verðasta í fari sinnar hei,ttelskuðu, - því þessir kostir sýna að hún er ekki ginnkeypt fyrir holdlegum munaði. En meira að segja í borg þar sem karlar eru fleiri en konur fer lífið engum silkihönskum um „meyjar vandar við jurtafæði". Dætur þykja Indverjum jafn- an vera til byrði, sem best er að reyna að losna við. Því er enginn hörgull á „MJ“ stúlkum í blaðaauglýsingum og. það „MJ“ stúlkum sem meðgjöf fylgir. við taka kofahreysi gerð úr pappa og spýtuubrotum, plasti og pappír. Kring- um þau hlaupa hávær börn og horaðir hundar snuðra í skítnum. Rifrildi af stórri auglýsingu á vegg er f kynlegu ósamræmi við umhverfið: „Haldið Bombay hreinni", stendur þar. ■ Kvikmyndimar eru ein mesta unaðarbótin ■ lífi fátækra Indverja. Dansmærin Jayashri nýtur mikilla vinsælda á hvita tjaldinu. ■ „Periu drottningarinnar“ nefna Bombay-búar hina fögru strandgötu sína. ■ Ríkisstarfsmenn fá mat sinn sendan á skrifstofuna. Það eru einkaheimili sem sjá um þessa þjónustu, stundum 40 km. í burtu. En allt skilar sér á réttum tíma. ■ Her er þvegið og þvegið, - og kostar aðeins fáeina aura. Kaupið er um 900 ísl. krónur á mánuði. Fátæktarbælin Hin réttnefndu fátæktarbæli eru nyrst í borginni. Þau eru handan við skiltið mikla þar sem á er letrað: „Skattheimtu- maðurinn er vinur þinn. Sýndu honum trúnað!" Farið er fram hjá kvikmynda- auglýsingum meira en mannhæðarháum, þar sem mjaðmamikil fegurðardís brosir eggjandi rökum vörum. Nú taka stein- steypuhjallarnir að gerast æ strjálari og Þetta er Dharavi, - fátæktarbælið. Hér býr Nasik fjölskyldan, sem komin er frá þorpi við Aurangabad, og hefur flust hingað með níu börn sín 350 kílómetra veg. Þótt það kunni að hljóma ótrúlega, þá var flutningurinn hingað þó spor í framfaraátt. Um þurrkatímann vofði dauðinn jafnan yfir höfði þeirra í sveitinni. í Bombay er borin von að þau geti lifað við mannsæmandi aðstæður, - en þau geta lifað. Rótað eríöskutunnumeftir matarögn og við jámbrautarteinana er snuðrað eftir viðarkolum. Þau hirða þurran kúaskít, plokka hann upp þar sem hinum helgu kúm hefur þóknast að láta hann falla til jarðar. Upp úr slíku má hafa fimm rúpíur á dag, en það nægir fyrir tei og linsubaunarétti og af og til má kaupa brauðhleif. Að viðurkenna ekki von- leysið Bombay er full af snillingum í listinni að komast af, eins og Nasik fjölskyld- unni. Þeir selja bappdrættismiða og leðurvörur, fjaðrir og plastblóm, vatn og heilsulyf. Þeir stunda nudd og þrífa eyru að innan, þýða drauma og dansa á línu, dáleiða slöngur og temja apa. Þeir eru kaupmenn og listamenn, betlarar og skáld, ágengir og auðmjúkir, glaðir eða flóandi í tárum, - allt eftir því hvernig markaðsaðstæður eru. Alls staðar má kría út aur. „Bombay lifir vegna þess að menn viðurkenna ekki vonleysið", segir indverski rithöfundurinn V.S. Naipaul. En er hvergi vottur um ástæðu til bjartsýni? Renna lestirnar ekki reglulega sína leið, troðnar af fólki, en þó furðu stundvísar, út í úthverfin. Virkar ekki prýðilega kerfi „Dabbawallanna" sem daglega koma með þúsundir málsverða handa skrifstofuliði hins opinbera niður í miðbæinn,málsverðirsem tilreiddir eru á einkaheimilum. Stundum býr sá sem matinn eldar 40 kílómetra í burtu, en fær þó réttum manni mat sinn á réttum tíma. Er kannske ekki hægt að treysta fullkomlega á þvottamennina í „Dhobig- at“, sem standa upp að hnjám í þvottakerjunum og handþvo hvert stykki fyrir fáeina aura? Á nóttum kemur eymdin í Bombay þó best í ljós. í hóruhverfinu „Kamatip- ura“ má líta ferlega máluð barnsandlit gægjast út úr rimlabúrum. Varirnar eru dregnar fram í munúðarlegan stút og fituklístraðir „sari“ sem þær klæðast eru dregnir upp að mjöðmum. Verðið er tíu rúpíur, fimm rúpíur og stundum aðeins þrjár rúpíur, sem er svo ’ sem fimm ísl. kronur. aðeins arabarnir verða að borga hærra verð: þeir koma með svört „schador“-klæði meðferðis, sem eru klæði siðprýðinnar hjá múhameðstrúarmönnum og með því að klæða stúlkurnar í þau, geta þeir laumað þeim fram hjá dyravörðum fínu hótelanna. í grennd við hið virðulega „Tja“ hótel má og finna stækju af hlandi og saur. Þar eru komnir þeir alsnauðustu, úti- gangsfólkið, sem lætur fyrirberast á gagnstéttunum og gerir þarfir sínar hvar sem vera vill. Þetta fólk liggur oft aðeins á hálmvisk, eins og skepnur. Það sækir æ lengra inn í íbúðarhverfi hina ríku, líkt og krabbamein sem breiðist út, Enginn veit hvort útigangsmennirnir eru heldur 300 þúsund eða ein milljón. Tölurnar'sem yfirvöldin gefa upp eru nógu ógnvekjandi: Fjórar milljónir búa í fátæktarbælunum! Á hverjum degi rjúka 255 tonn af brennisteinsoxíðum út í andrúmsloftið og eitra það. 40 manns deyja daglega í umferðarslysum. Að tillögu nefndar einnar var á sínum tíma hafist handa um að flytja hinar 4 milljónir manna úr fátæktarbælunum, - til þess að hreinsa borgina. Var byrjað á þessu í júlí í fyrra. Jarðýtur voru látnar á hreysin og tugir þúsunda voru fluttar út í sveitirnar. En þá tóku dómsyfirvöld til sinna ráða og sögðu: „Indland er ekki einræðisríki, sem getur bannað borgur- unum að búa í borgunum. „Þar með féll hugmynd þessi og um leið hugmyndin um að byggja „Nýju-Bombay“. Gjörspilltir stjórnmála- menn Þessi áætlun hefði nefnilega leitt til þess að ýmis embætti hefðu verið lögð niður og það datt engum manni í hug að mundi verða gert. Embættismönnun- um líður nefnilega of vel í loftræstum skrifstofum í hjarta borgarinnar og meta of mikils tækifæri til að sletta úr klaufunum í næturklúbbunum með stóru köllunum úr viðskiptalífinu. Blaðið „The Daily“ sagði eitt sinn fullum orðum að þeir væru „spilltustu embættis- menn í heirni" og færði til dæmi þessum orðum til sönnunar. Ekki var þó hróflað við viðkomandi embættismönnum. Það dugar ekkert að búast við þjón stu þeirra án mútugjalds og í viðbót við fastagjaldið nema múturnar t.d. 24 þúsund krónum fyrir síma, 9 þúsund krónum fyrir atvinnuleyfi við olíuvinnsl- una, og 2100 krónum fyrir nýtt vegabréf. Séu múturnar ekki greiddar tekur það þrjú til fimm ár að fá þetta í gegn, - ef það þá fæst nokkurn tíma. Það er „partý“ hjá vefnaðarverk- smiðjueiganda einum og það er haldið í einbýlishúsi í baðstaðnum Juhu, þar sem fermetraverðið er um 36 þúsund ísl. kónur fyrir íbúðarhúsnæði. Húsið er í stíl við það sem gerist meðal þeirra nýríku í Bombay. Hér er risastórt rúm með svartri silkiábreiðu og risastórir speglar, sem gera menn kolringlaða. Ljóskösturum er komið fyrir undir pottaplöntum og gervigylling er í háveg- um höfð, eins og á diskótekum í London á sjöunda áratugnum. Hér er forgylltur Eiffelturn, tréönd frá Harrods og „Litla hafmeyjan" frá Kaupmannahöfn. Borið er fram fínasta, skoskt viský, sem kostar 1200 krónur á svörtum markaði. Herrarnir ræða um vetrar- íþróttastaði í Sviss, síðasta „Dallas" þáttinn (því videóið er komið til sögunn- ar hér) og veðreiðar. Dömurnar ræða um peninga sem þær hafa tapað í bridge, síðara hjónaband kvikmyndastjörnunn- ar Dilip Kumar og stóra hunda, sem nú eru mjög móðins. Verksmiðjueigandinn sýnir stækkaðar litmyndir sem hann hefur tekið í fátæktarbælunum og eru af börnum sem standa utan við herfilegan kofa með sólarlagið í baksýn. Hann ræðir um óholl áhrif ofgnægtanna, meðan hann etur ostsneið, ræ ðir um göfgi fátæktar- innar og telur rétt að berjast fyrir því að snúið verði aftur til þeirra lífshátta að lifa við hóflegan kost. Gestirnir fara að tygja sig til brottferðar og nokkrir þiggja heimboð filmstjörnu nokkurrar. í Indlandi er mikið filmað og myndirn- ar eru um 750 á ári. Bíóin eru líka hið eina raunverulega líf fátækra í Bombay. Þar gerist það sem aldrei gerist í raunveruleikanum,. Stúlka úr ræsinu fær þar tækifæri, - á tjaldinu. Með giftingu er stéttamunurinn upphafinn. í kvikmyndunum verða leikararnir að guðum og guðirnir að filmstjörnum. í ríkinu Andhra Pradesh er verið að byggja hof til dýrðar Rama nokkrum Rao, sem lék guðinn Krisna í kvikmynd. Engir skyldu reyna að segja fólkinu að Rao sé ekki virkilegur guð. Frumsýningu á mynd er lokið. Bíl- flautur gjalla, ferðaútvörp glymja, íssal- ar hrdpa, betlarar eru á ferli. Svo dreifist hópurinn og það er komin nótt. Smám saman dvínar ysinn og þysinn í Bombay. Yfir „Turnum þagnarinnar" hnita gammarnir hringa, þegar parsa- fjölskylda nokkur gengur burt eftir að hafa látið þar eftir lfk ástvinar, sem trúin býður að látið sé þessum fuglum eftir. Sögur ganga um að iilfyglin séu oftroðin • af æti og skilji stundum eftir hálfsundur- rifna líkamsparta á svölum háhýsa í grennd við „Turna þagnarinnar". f samkomuhúsinu gefur æðsti Hind- úapresturinn skýringu á því hví ekki skuli afnema mismuninn milli stéttanna. Verið er að eima lélegt brennivín í fátækrabælinu, sem gefa mun kost á nokkurra stunda frelsi frá raunveru- leikanum. Bahwan froskaslátrari má nú vel við una. Bróðir hans hefur fundið „MJ“ meyna og svo er að sjá sem hann muni halda starfinu. Dr. J.G. Diwan, aðstoð- arprófessor við háskólann, hefur komið með málamiðlunartillögu: Froskarnir skulu stungnir með stórri nál í gegn um heilabúið, þannig að miðtaugakerfið sem ræður sársaukaskyninu, lamist. Yngsta barnið í Nasik fjölskyldunni í fátækrabælinu er sjúkt af lungnabólgu. Dr. Behram Badhniwalla, læknir sem bundinn er við hjólastól, gengst fyrir að haldinn sé jasskonsert og skal ágóðinn renna til stuðnings öreiga fötluðu fólki. Betlarakóngurinn sendir vörubíla sína út af örkinni með fullfermi af beininga- mönnum. j»ýtf _

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.