Tíminn - 16.11.1982, Qupperneq 1

Tíminn - 16.11.1982, Qupperneq 1
■ Leikið var í 3. deild karla á íslandsmótinu í handknattleik um helgina. Lið Skallagríms úr Borgar- nesi fór norður í land og lék á Akureyri gegn Þór og Dalvíkingum. Þórsarar unnu mjög stóran sigur og skoruðu 32 mörk gegn 12. Dalvíking- ar unnu hins vegar mcð minni mun, eða 31 marki gegn 25. Reynir Sandgerði undir stjórn Guðmundar Áma Stefánssonar, sem áður lék með FH sigruðu Tý úr Vcstmannacyjum með 20 mörkum gegn 18. Og ekki tókst Týrumm að sækja gull i greipar Keflvíkinga heldur, því þar töpuðu þeir með 17 mörkum gegn 14. Loks léku Fylkir og Ögri. Þar var svipað upp á teningnum og hjá Þór og Skallagrimi Fylkismenn sem hafa forystu í 3. deild sigraðu Ögra með 34 mörkum gegn 10. Staðan í 3. deild eftir leiki helgar- innar er sem hér segir: Fylkir Þór Ak. Keflavik Reynir TýrVe. Dalvik Akranes Skallagrímur Ögri 5 5 0 0 122-77 10 6 3 2 1 145-111 8 6 3 1 2 130-107 7 5 3 1 1 109-100 7 6 2 1 3 122-105 5 6 2 0 4 134-132 4 3 1 1 1 72-76 3 4 1 0 3 85-112 2 5 0 0 5 59-158 0 Grótta og Haukar sigruðu ■ Aðeins tveir leikir fóni fram í 2. deildinni í handbolta um helgina af fjórum sem fyrirhugaðir voru. Vest- mannacyingar gátu ekki flogið til Akureyrar vegna veðurs og HK fékk frestun vegna þess að þjálfari liðsins Sigurbergur Sigsteinsson var í keppn- isfcrðalagi með kvennalandsliðinu á Spáni. Grótta er enn í toppsæti og eiga þcir Sverri Svemssyni sigurinn að þakka gegn Aftureldingu á föstudags- kvöld. Sverrir skoraði beint úr aukakasti eftir að leik lauk og staðan var þá 29-29. Þrítugasta markið færði því Gróttu tvö stig og er liðið í toppsxtinu í 2. deild. Haukar léku einnig og andstæðing- ar þeirra vora Ármenningar. Haukar sigruðu í þeim leik meö 30 mörkum gegn 26. Mildð skorað í 2. deildinni um helgina. SH Stórsigrar hjá Þór og Fylki Hörkukeppni í 1. deildinni f borðtennis ■ Keppnin í 1. deild íslandsmótsins í borðtennis er hafin og hafa nokkrir leikir farið fram. í karlaflokki léku A-Iið KR og B-lið KR og sigraði A-liðið 6-4 og hlýtur fyrir það 4 stig, því úrslitin í þessum leik eru látin gilda fyrir báðar umferðirnar. Þá hafa A-lið Arnarins og B-lið KR leikið og þar sigraði lið Amarins 6-4. í meistaraflokki kvenna hefur farið fram einn leikur miili A og' D-liða Arnarins og sigraði A-liðið í þeirri viðureign 3-0. Þar gildir hið sama og með leik A og B-liða KR að hann er látinn gilda fyrir báðar umfcrðir og þvi era liðin komin með 4 stig, en A-lið Amarins í karlaflokki með 2 stig. Júgóslavar leika vígsluleik á Akureyri ■ Búið er að ganga frá því, að báðir leikir KR og Bikarmeistara Júgó- slavíu í handknattleik verði leiknir hér á landi. Verða þeir háðir í Laugardalshöll dagana 5. og 7. desember n.k. Hafa KR-ingargengið frá öllum samningum þar að iútandi, að sögn Þorvarðar Höskuldssonar framkvæmdastjóra deildarinnar. Þá mun júgóslavneska liðið leika einn leik á Akurcyri og verður það vígsluleikur nýrrar íþróttahallar Ak- ureyringa. Þar munu þeir mxta liði KA, sem mun hafa innanborðs bræðuma Gunnar og Alfreð Gísla- syni sem báðir leika með KR í 1. deildinni í handbolta, en þeir léku áður með KA, þannig að þeir munu þá leika með sínum gömlu félögum nyrðra. Kristján og Helgi ffara á Húsavik ■ Þeir Helgi Helgason, sem lcikið hefur síðustu árin með Vfldngi í 1. deildinni í knattspymu og orðið íslandsmeistari með liðinu tvö ár í röð hefur ákveöið að lcika næsta keppnistímabil á Húsavík og þjálfa lið Völsungs. Hann og Kristján Olgeirsson sem báðir era Húsvíking- ar að ætt og uppruna hafa ákveðið að snúa aftur heim og taka að sér þjálfun liðsins. Báðir léku þeir með Völsungi áður en þeir fóra til Vfldngs og ÍA. Þetta er mjög mikill liðsstyrkur fyrir Völsung, en að sama skapi missir íyrir liðin sem þeir hverfa frá. Báðir era þeir mjög sterkir leikmenn og hefur Kristján t.d. verið einn sterkasti leikmaður Akurnesinga' á síðustu árum. Helgi var ekki fastur maður i liði Víkings í fyrrasumar, en hann er samt sem áður mjög sterkur leikmaður. Kvermaliðið í öðru sæti ■ íslenska kvennalandsliðið í hand- knattleik hafnaði í 2. sæti á mód sem það tók þátt í á Spáni um helgina. Liðið sigraði Vestur-Þjóðverja og ítali og lék síðasta leik sinn gegn heimakon- um, Spánverjum. Spænska liðið hafði gert jafntefli við Vestur-þýsku stúlkumar og þvi hefði jafntefli nægt þeim íslensku til sigurs ■ mótinu. En ekki fór svo vel, því þær spænsku sigraðu með 21 marki gegn 17. Þess má geta, að þetta vora fyrstu landsleikir íslenska kvennaliðsins i rúmlega eitt ár og ekki eru fyrirhug- aðir neinir kvennalandsleikir á næstu mánuðuin. ■ Það er mikil einbeitni í svip þessara ungu körfuknattleiksmanna sem vora að keppa í íslandsmóti 5. flokks um helgina. Sjá bls. 17. Tímamynd Róbert ÞETTA VERÐA ALLS EKKI LÉTTIR LEIKIR Segir Hilmar Björnsson um landsleikina gegn Vestur-Þjóðverjum í handbolta ■ „Þetta verða alls ekki léttir leikir,“ sagði Hilmar Bjömsson landsliðsþjálfari í handknattleik um viðureign íslendinga og Vestur Þjóðverja í handknattleik um næstu helgi. „Vestur-Þjóðverjar era toppþjóð í handknattleik. Þess vegna verða þeir erfiðir viðureignar. En verði vamarleikurinn og markvarslan í góðu lagi ættum við að geta sigrað.“ Fyrri leikurinn verður háður á föstu- dagskvöld klukkan 20.00 í Laugardals- höll og sá síðari á sama stað á sunnudagskvöld klukkan 20.00. íslenska liðið hefur æft mjög vel fyrir þessa leiki og þá leiki sem koma í kjölfar þeirra, en þeir eru gegn landsliði Frakka. Til marks um æfingaálagið má nefna, að á fimmtán dögum æfði liðið alls 27 sinnum, þannig að flesta daga hefur það æft tvisvar á dag. Er þá æft í hádeginu og á kvöldin. Nú síðustu vikuna hefur liðið Ieikið æfingaleiki gegn 1. deildarliðum og að sögn Hilmars virðist liðið vera að smella saman. Landsliðshópur íslands. Hilmar Björnsson hefur valið 17 leikmenn til undirbúnings undir þessa leiki sem framundan eru. Það eru markverðimir Einar Þorvarðarson, Kristján Sigmundsson og Brynjar Kvaran. Lfnumennirnir Þorgils Óttar Mathiessen, Steindór Gunnarsson, Magnús Teitsson og Jóhannes Stefáns- son. Hornamenn eru Bjarni Guðmunds- ■ Þorbergur Aðalsteinsson á að stjóma landsliðinu á leikvelli í ieikjunum gegn Þjóðverjum og Frökkum. son, Guðmundur Guðmundsson og Ólafur Jónsson. Útispilarar eru Þorberg- ur Aðalsteinsson, Sigurður Gunnarsson, Kristján Arason, Sigurður Sveinssson, Páll Ölafsson, Alfreð Gíslason og Hans Guðmundsson. Fyrirliði landsliðsins er Þorbergur Aðalsteinsson. Þeir Bjarni og Sigurður Sveinsson leika báðir með þýska félaginu Nettelstedt og koma þeir til landsins á fimmtudag, þannig að þeir munu ekki fá langan tíma til æfinga með félögum sínum. En vonandi kemur það ekki að sök. Landslið Vestur-Þjóðverja í landsliðshópi Þjóðverjanna eru eftir- taldir leikmenn: Klaus Woeller, Rein. Fuechse Berlin, Andreas Thiel, Vfl. Gummersbach Dieter Bartke, Fa. Göppingen Ulrich Gnau, Tv. Grosswallstadt Bemd Wegener, Tusem Essen Joerg Loehr, Vfl. Guenzburg Manfred Freisler, Tv. Grosswallstadt Karl-Heinz Schulz, Vfl. Guenzburg Frank Damman Vrl. Gummersbach Thomas Krokowski, Vfl. Gummersbach Erhard Wunderlich, Vfl. Gummersbach Claus Fey, Vfl. Gummersbach Klaus Voik, Tus. Hofweier Uwe Schwnker, Thv. Kiel. Heiner Brand, Vfl. Gummersbach Markus Huett, Vfl. Gummersbach Ulrich Roth, Mtsv. Schwabing Þarna er valinn maður í hverri stöðu og hafa þeir leikið allt að 119 landsleiki, en það er Heiner Brand sem er leikjahæstur leikmanna liðsins. Aðeins einn nýliði er í hópnum Markus Huett frá Gummersbach. SH

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.