Tíminn - 16.11.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.11.1982, Blaðsíða 2
12 wiiiííi' X ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982 BilaleiganÁf) CAR RENTAL ■O* 29090 S^fxil3 RÉYMJANESBRAUT 12 REYKJAVIK .Kvöldsimi: 82063 Startarar og Alternatorar Fyrir: Datsun Toyota Mazda Galant Honda Land Rover Cortína Vauxhall Mini Allegro o.fl. enskar bifreiöar Kveikjuhlutir fyrir japanskar bifreiðar. Útvegum með stuttum fyrirvara diselvélar í Bedord c 330 cup Ford D 4 cyl og BMC 4 cyl. með og án gírkassa. Einnig ýmsa aðra varahluti í enskar vinnuvélar. ÞYRILL SF. Hverfisgötu 84 105 Reykjavik Sími 29080 Rúm með útvarpi og vekjaraklukku. Stærð: 90x200 cm. Verð kr. 6.750,- Húsgögn og Suðllrlalldsbraut 18 innrettingar sími 86 900 GLUGGAR 0G HURÐIR Vönduð vinna á hagstœðu veröu Leitið tilboða. ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9. Hf. íþróttir ■ Val Brazy treður hér í körfuna hjá KR-ingum í leiknum í gærkvöldi. Tímamynd Róbert BÆÐI UÐIN FÓRU YFIR 100 STIGIN Þegar KR sigradi Fram f úrvalsdeiidinni 104-101 ■ Það var mikil spenna meðal áhorf- enda í Hagaskóla í gærkvöldi er líða tók að lokum leiks Fram og KR í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik. Jafnt var á öllum tölum, eða þá að munurinn var í mesta lagi 1-2 stig síðustu tvær mínútur leiksins. En á lokakailanum höfðu KR-ingar betur, einkum fyrir góðan leik Stewart Johnson og Jóns Sigurðssonar. En segja má um þennan leik, sem KR-ingar unnu 104-101 að það var ekki sanngjarnt að annað hvort liði þyrfti að tapa, þvi þau léku bæði- i mjög vel. Framarar byrjuðu leikinn mjög vel og höfðu forystu lengst af í fyrri hálfleik, en KR-ingarnir hleyptu þeim hins vegar aldrei langt frá sér. I leikhléinu var staðan 49 stig gegn 44 Fram í hag. Stewart Johnson, sem hafði fremur lítið haft sig í frammi í fyrri hálfleik.fór í fullan gang í byrjun þess síðari og þá tók leikurinn að jafnast verulega og liðin skiptust á um að hafa forystu. Þó tókst Frömurum að hrista KR-ingana af sér um tíma, en alltaf tókst Vesturbæingun- um að ná þeim aftur. Munurinn varð þá allt að 9 stig, en ekki gáfust KR-ingar upp heldur náðu að jafna metin og sigra að lokum. Þetta er fyrsti leikurinn sem Fram tapar frá því að Val Brazy gekk til liðs við þá að nýju. Brazy er mjög snjall leikmaður og án efa einn sá besti, ef ekki sá besti sem leikur hér á landi. Hann reynir að spila félaga sfna upp, en er ekki eingöngu að leika sjálfur, enda þótt hann hafi án efa hæfileika til að sýna meira. í leiknum í gærkvöldi var Brazy ásamt Viðari Þorkelssyni bestur í íiði Fram. Viðar hitti mjög vel í fyrri hálfleik, en eitthvað dapraðist hittnin í þeim síðari. Símon Ólafsson var einnig drjúgur, en eitthvað virtist Þorvaldur Geirsson var daufur og varð hann að yfirgefa völlinn með fimm villur er 12 mínútur voru til leiksloka. Þá sýndi Jóhannes Magnússon góða takta. Johnson var bestur hjá KR ásamt Jóni Sigurðssyni. Johnson sýndi á sér nýjar hliðar í leiknum og tók til að mynda virkari þátt í vamarleiknum en oft áður, einkum í síðari hálfleik og ekki er ólíklegt að það hafi gert gæfumuninn. Jón Sigurðsson var mjög góður í síðari hálfleik og sýndi sinn besta leik á þessu keppnistímabili. Auk þeirra er ástæða til að nefna Stefán Jóhannsson sem var drjúgur og einnig Kristján Rafnsson. Stigin: KR: Johnson: 39, Jón Sigurðs- son 29, Stefán 13, Kristján 9 stig og aðrir minna. Fram: Brazy: 34 stig, Viðar Þorkels- son 28, Símon Ólafsson 17 og aðrir minna. Sem sagt góður leikur og vonandi verður framhald á að liðin leiki jafnvel og í gær, því þá munu áhorfendur ekki láta sig muna um að mæta á leikina. SH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.