Tíminn - 16.11.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.11.1982, Blaðsíða 4
 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982 enska knattspyrnan íþróttir lan Rush hefur skorað sjö þeirra. Liverpool er nú í ■ Ekkert virðist geta stöðvað velgengni liðs Liverpool í 1. deild ensku knatt- spymunnar þessa dagana. Fyrir viku varð lið Everton að lúta í lægra haldi gegn meisturanum, sem þá skoruðu fimm mörk og þá var Ian Rush á skotskónum og skoraði þrjú mörk í viðureign Liverpool og Coventry. Þar með hefur Rush skorað sjö mörk í tveimur leikjum fyrir lið sitt og það er því engin tilviljun, að hann var á laugardag kjörinn besti ungi leikmaður mánaðarins i ensku knattspyrnunni. Er hann án efa mjög vel að þeim titli kominn, en eftir leikinn á laugardag er hann búinn að skora 15 mörk á keppnistímabiiinu. Það var hins vegar Kenny Dalgish, sem í vikunni var valinn að nýju í lándsliðshóp Skotlands, er skoraði fyrsta mark leiksins á 8. mínútu. lan Rush tók þá við og skoraði eitt mark í fyrri hálfleik, á 24. mínútu. í þeim síðari bætti Rush við tveimur mörkum, hinu fyrra á 73. mínútu og hið síðara skoraði hann fimm mínútum síðar. Markvörður Liverpool, Bruce Grobb- etaar var í sviðsljósinu á laugardag, er hann varði vítaspyrnu Mark Hateley á 70. mínútu leiksins á Anfield. í þessum ham er erfitt að stöðva Liverpool, liðið er komið með 28 stig og hefur þriggja stiga forskot á Man. Utd. og West Ham sem eru í 2. sæti. Voru þremur mörkum undir en náðu að jafna Lið West Bromwich byrjaði mjög vel í leik sínum gegn Swansea, því að liðið náði þriggja marka forystu áður en lið Swansea kæmist á blað. Þannig var staðan 3-0 þegar 20 mín. voru til leiksloka, en þær nýtti lið Swansea sér vel og náðu að jafna fjórum mínútum fyrir leikslok. Nicky Cross, Hollendingurinn Martin Jol og Peter Eastoe skoruðu mörk W.B.A. Leighton James, Jeremy Char- les og Robbie James skoruðu svo fyrir Swansea, þegar liðið vaknaði af dvalan- um og var það James sem skoraði jöfnunarmarkið. í þeim leik sýndi sig, að það er ekki ástæða til að hætta að berjast fyrr en flautað er til leiksloka. West Ham í annað sætið Lið West Ham, sem hefur ekki átt velgengni að fagna á undanförnum vikum náði að sigra Norwich á Upton Park á laugardag og tryggja sér þar með 2. sætið í 1. deild ásamt Man. Utd. Svo virtist sem Norwich ætlaði að stefna að markalausu jafntefli, því þeir lögðu mesta áherslu á varnarleikinn, en vörn þeirra náði ekki að koma í veg fyrir að Sandy Clark skoraði fyrir West Ham í síðari hálfleiknum. Hitt liðið í 2. sætinu náði að sigra bikarmeistara Tottenham á Old Trafford. Þar skoraði hollenski lands- liðsmaðurinn Arnold Muhren sitt fyrsta mark í deildarkeppninni fyrir Manchest- er United. Fyrsti sigur liðsins í langan tíma og svo virðist sem það hafi ekki mátt við að missa Ray Wilkins úr leik vegna meiðsla. Miklir yfirburðir Watford Liðið hans Elton John, Watford hafði mikld yfirburði gegn Stoke, en þeim tókst ekki að skora nema eitt mark. Þar var John Barnes, einn hinna ungu leikmanna sem talið er að komi til með að verða áberandi í landsleikjum Eng- lendinga á næstu misserum. Hann skor- aði í fyrri hálfleik, en þrátt fyrir þunga sókn tókst honum og félögum hans ekki að bæta við mörkum. ■ Peter Withe hefur leikið með Aston Villa að undanfömu og á laugardag skoraði hann eina mark leiksins gegn Brighton. Lið Manchester City, sem átt hafði góðan kafla í 1. deildinni fyrir leikinn á laugardaginn, mátti bíta í súra eplið er það tapaði fyrir Ipswich. Gengi Ipswich hefur verið upp og niður á síðustu vikum, en á laugardag var skárri hliðin upp og þá nýtti John Wark tækifærið og skoraði eina mark leiksins á Portman Road. Aston Villa á uppleið Lið Aston Villa hefur verið á uppleið að undanförnu og á laugardag fengu þeir ■ Bruce Grobbleaar varði víta- spymu fyrir Liverpool á móti Coven- try. Brighton í heimsókn á Villa Park í Birmingham. Þar skoraði Peter Wythe eina mark leiksins, sem kom Aston Villa í 7. sæti í 1. deildinni. I Southampton léku heimamenn gegn Nottingham Forest, sem átt hefur í vax- andi velgengni að fagna á undanförnum vikum. Þar skoraði lið gestanna fyrst og var Ian Wallace þar á ferð, en Steve Moran náði að jafna úr vítaspymu snemma í síðari hálfleik. Sunderland náði að jafna Liði Sunderland tókst að jafna metin efsta sæti í 1. deild í viðureigninni gegn Luton í Sunderland. það var David Moss sem skoraði fyrr fyrir Luton, en Ian Atkins náði að jafna fyrir heimaliðið, sem hlaut dýrmætt stig í baráttunni í botni 1. deildar. Birmingham seig upp úr neðsta sætinu með því að ná stigi á útivelli gegn Notts County. Hvorugu liðinu tókst að skora og þar með skildi Birmingham Norwich eftir í neðsta sætinu. Danski landsliðsmaðurinn Allan Simonsen lék sinn fyrsta leik með Charlton gegn Middlesbro, og enda þótt honum tækist að skora eitt mark fyrir nýja félagið dugði það ekki því Charlton tapaði með tveimur mörkum gegn þremur. Middlesbro er á hraðri leið upp á við á töflunni í annarri deild eftir að Malcolm Allison tók þar til hendinni. Hann hefur greinilega góð áhrif á leikmenn sína. Fulham vann stærsta sigurinn í 2. deildinni er liðið lagði Grimsby með fjórum mörkum gegn engu og skoraði Gordon Davies tvívegis. Úlfarnir töp- uðu stórt á útivelli fyrir Oldman og féllu þar með niður í 4. sæti í 2. deild, en Sheffield Wednesday, sem er undir ■ John Wark skoraði sigurmark Ipswich gegn Manchester City. stjórn Jackie Charlton er í efsta sæti, þrátt fyrir tap gegn Shrewsbury. Úrslit leikja í 1. deild urðu sem hér segir: Arsenal-Everton -1-1 Aston Villa-Brighton 1-0 Ipswich-Man. City 1-0 Liverpool-Coventry 4-0 Man. Utd.-Tottenham 1-0 Notts County-Birmingham 0-0 Southampton-Nott. For. 1-1 Sunderland-Luton 1-1 Watford-Stoke 1-0 W.B.A.-Swansea 3-3 West Ham-Norwich 1-0 Úrslitin í 2. deild urðu sem hér segir: ■ Allan Simonsen skoraði mark ■ fyrsta leik sínum með Charlton á laugardaginn. Bamsley-Chelsea 1-1 Bumley-Cambridge 2-1 Carlisle-Rotherham 2-2 Charlton-Middlesbro 2-3 Crystal Pal.-Leeds 1-1 Derby-Bolton 0-0 Grimsby-Fulham 0-4 Leicester-Newcastle 2-2 Oldham-Wolves 4-1 Q.P.R.-Blackbum 2-2 Shrewsbury-Sheff. Wed. 1-0 Stadan 1. deild Liverpool West Ham Man Utd Watford Nottm Forest Man City Aston Villa W.B.A Stoke Tottenham Everton Swansea Coventry Notts County Brighton Ipswich Arsenal Luton Southampton Sunderland Birmingham Norwich 2. deild ■ Robbie James skoraði jöfnunar- mark Swansea gegn W.B.A. Sheffd Wednesday 14 9 2 3 29 16 29 Q.P.R. 15 8 4 3 21 12 28 Fulham 14 8 3 3 32 19 27 Wolves 14 8 3 3 21 11 27 Leeds 14 6 6 2 20 14 24 Oldham 14 6 5 3 24 18 23 Grimsby 14 7 2 5 21 21 23 Leicester 14 6 2 6 26 16 20 Shrewsbury 14 6 2 6 18 20 20 Newcastle 14 5 4 5 23 22 19 Chelsea 14 4 6 4 17 15 18 Bamsley 14 4 6 4 18 17 18 Crystal Palace 14 4 6 4 15 14 18 Carlisle 14 5 3 6 29 31 18 Blackburn 14 5 2 7 21 27 17 Charlton 14 5 2 7 21 28 17 Middlesbrough 14 4 5 5 18 27 17 Rothrham 14 3 7 4 16 22 16 Cambridge 15 3 4 3 18 24 13 Bumley 14 4 1 9 2i! 27 13 Bolton 14 2 3 9 10 23 9 Derby 14 1 6 7 10 24 9 UVERPOOL HEFUR SK0RAÐ NIU MðRK ITVEIMUR LEIKJUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.