Tíminn - 17.11.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.11.1982, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 7 erlent yfirlit ■ Javier Peres de Cuellar framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna Umhverfisvernd borgar sig og eykur atvinnu Umhverfisáætlun S.Þ. gegnir miklu hlutverki ■ ÁHUGI fyrir umhverfisvernd vex nú hvarvetna í heiminum. Sérstök stofnun vinnur að þessum málum á vegum Sameinuðu þjóðanna, Umhverf- isáætlun Sameinuðu þjóðanna (UNEP), og hefur starf hennar víða borið góðan árangur, en vafalaust á hann eftir að verða margfalt meiri. Áhuginn hefur ekki sízt aukizt síðan það kom í Ijós, að umhverfisvernd stuðlar að aukinni at- vinnu, en ekki því gagnstæða, eins og oft var haldið fram í fyrstu. Hér fer á eftir grein um þessi mál eftir Birgir Halldén, sem starfar á upplýs- ingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. „Auðvitað eru bæði margar og brýnar ástæður til þess að ástunda umhverf- isvemd. Til dæmis að gera umhverfi okkar heilnæmara og okkur þægilegra. í starfi á vegum Umhverfisverndaráætl- unar Sameinuðu þjóðanna, U.N.E.P., koma stöðugt fram fleiri og fleiri sannanir þess, að baráttan gegn um- hverfisspjöllum er einnig efnahagslega hagkvæm. Þar að auki getur þessi barátta skapað ný störf. Fyrir nokkrurti árum var hafizt handa á vegum Umhverfisvemdaráætlunar Sameinuðu þjóðanna um að rannsaka, hvaða efnahagslegur ábati tengdist um- hverfisverndaraðgerðum í allmörgum O.E.C.D.-löndum. Af þessum athugun- um hefur komið í ljós, að ekki aðeins þjóðfélagið, heldur einnig einkafyrir- tæki, geta notið vemlegs hagnaðar af umhverfisvemd. Sem dæmi um iðnfyrir- tæki, sem náð hafa frábæmm árangri á þessu sviði, má nefna eftirfarandi: Svissneska fyrirtækið Ciba-Geigy hef- ur með því að minnka mengað frárennsli um helming í tenglsum við framleiðslu sína sparað 400 þús. dollara á ári. Endurvinnsla, sem á sér stað í Japan, kostar 100 dollara á hvert tonn, en gefur af sér 140 dollara á tonn í nýrri orku. Árlegur hagnaður er 500 þús. dollarar. Ein af 22 frönskum verksmiðjum, sem breyta úrgangsefnum í nytsamleg efni, er Elfs-olíuhreinsunarstöðin í Feyzin, sem notar koloxíð frá framleiðslunni og hagnast á því um 2,2 millj. dollara á ári. Fyrirtæki í grennd við Edinborg, sem framleiðir áfengi, býr til dýrafóður úr urgangsefnum, sem verða til við fram- leiðsluna. Árlegir afkastavextir þess fjármagns, sem lagt var í fóðurfram- leiðsluna, eru í kringum 100% Fyrirtækið 3M í Bandaríkjunum gekkst fýrir herferð í verksmiðjum sínum í 15 löndum undir kjörorðinu: Það borgar sig að koma í veg fyrir mengun. Á 9 mánuðum minnkaði loftmengun frá verksmiðjum fyrirtækisins um 70. þús tonn og megnað frárennslið minnkaði um 1,9 milljarða lítra. Sparnaður við. þetta nam 11 millj. dollara. SÚ STAÐREYND, að hægt er að hagnast á aðgerðum til að vernda um- hverfið á auðvitað rætur til þess að rekja, að mengun og önnur umhverfis- eyðilegging er auðvitað ekkert annað en sóun á verðmætum auðlindum. Aðgerðir á sviði umhverfisverndar geta því auðvitað haft í för með sér efnahagslegan ábata og aukið fram- leiðni. Þar við bætist, að aðgerðum af þessu tagi fylgir oft, að það dregur úr sjúkdómum og dánartíðni lækkar og almenn vellíðan eykst. Sé það hins vegar látið undir höfuð leggjast að koma í veg fyrr mengun, getur það orðið samfélaginu dýrt og atvinnulífinu sömuleiðis. Það kostar u.þ.b. 1000 dollara að hreinsa 200 1 af olíu, sem hellt er í sjóinn. Slysið, sem varð í efnaverksmiðjunni í Seveso á Ítalíu, hafði í för með sér kostnað, sem varlega reiknað er í kringum 150 millj. dollara. Það sem gera þarf til að gera kjarnorkuverið á Þriggja-mílna-eyju í Bandaríkjunum starfhæft að nýju, mun kosta langtum meira fé. Loftmengum veldur gífurlegum skaða. í Bandaríkjunum er taiið, að kostnaður af völdum loftmengunar sé éinhvers staðar á bilinu 2-35 milljarðar dollara á ári. í Frakklandi hefur verið reiknað út, að kostnaðurinn árið 1978 hafi verið milli 3,4-4,2% af vergri þjóðarframleiðslu. Þetta á aðeins við um kostnað af 24 mengunarefnum. í Sovét- ríkjunum er talið, að áhrif loftmengunar á heilsufar og framleiðni kosti um 38 dollara á hvern íbúa og að tjónið, sem loftmengunin veldur á ökrum og túnum, sé á bilinu 130-135 dollarar á hektara. Þegar hefur náðst fram verulegur sparnaður. Milli 1970-1977 tókst í Bandaríkjunum að lækka agnafjöldann í andrúmsloftinu um 12% og talið er, að þetta hafi í för með sér lækkun á útgjöldum til heilbrigðismála um 8 milljarða dollara á ári. Hversu mikillar fjárfestingar er þörf til að ná svona árangri er erfitt að meta nákvæmlega, en allt bendir til þess, að aðgerðir til að koma í veg fyrir mengun, borgi sig á mjög skömmum tíma. ANDSTÆTT ÞVÍ, sem ýmsir áður höfðu haldið, hefur strangari löggjöf á sviði umhverfismála ekki áhrif í þá átt að fjölga þeim, sem atvinnulausir eru. Vist kann svo að fara, að nokkur fyrirtæki neyðist til að hætta starfsemi sinni, þar sem þau geta ekki fullnægt nýjum og strangari kröfum. En á móti kemur, að yfirleitt skapast fleiri ný störf en þau sem tapast. Tæknileg endurnýjun hefur í för með sér ný starfstækifæri. Umhverfismálayfirvöld í Bandaríkj- unum hafa þannig komist að þeirri niðurstöðu í rannsókn, sem beindist að tímabilinu 1971-1981, að næstum því 1 milljón nýrra starfa hafi skapazt sem bein afleiðing af auknum kröfum um umhverfisvernd. Bandaríkjamennirnir, sem að þessari rannsókn stóðu, halda því fram, að allt að 30 ný störf geti skapazt fyrir hvert eitt, sem tapast. Norðmenn fara mun varlegar í sakimar. En einnig í Noregi hafa menn komizt að þeirri niðurstöðu, að aðgerðir á sviði umhverfisverndarséu atvinnuaukandi, því reiknað er með að 1,5-2 ný störf hafi bætzt við fyrir hvert starf, sem lagt hefur verið niður. Einnig er auðvelt að sjá kostina við bætta umhverfisvernd sé litið til heimsins alls. Það er ekki aðeins loftmengunin, sem ekki virðir landamæri. Öll lönd í veröldinni eru háð hinu alþjóðlega hagkerfi. Ef einhvers staðar á sér stað sóun á auðlindum, t.d. að því er varðar regnskóga hitabeltisins, þá hefúr slíkt í för með sér margvíslegar efnahagslegar afleiðingar fyrir fjölmörg lönd í öðrum heimshlutum. Undanfarinn áratug hefur það verið svo, að það hefur verið fyrst og fremst í Evrópu sem menn hafa gert sér grein fyrir því, að umhverfisvernd er hagkvæm og borgar sig. Nú er röðin komin að öðrum löndum." Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Skrifstofustarf Skrifstofustarf V hjá Rafveitu Hafnarfjaröar er laust til umsóknar. Grunnlaun eru skv. 10. launaflokki. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum fyrir 24. nóvember n.k. til Rafveitustjóra sem veitir nánari upplýsingar um starfið. Rafveita Hafnarfjarðar. VÖKVAPRESSA MÚRBROT — FLEYGUN HLJÓÐLÁT - RYKLAUS Tökum að okkur alla múrbrota- og fleygavinnu, hvar og hvenær sem er. T.d. í húsgrunnum og holræsum, brjótum milliveggi, gerum dyra og gluggaop, einnig fyrir flestum lögnum og f.l. Erum með nýja og öfluga vökvapressu. Vanir menn. VERKTAK Sím. 54491. Frá Mjólkurbúi Flóamanna Til sölu 3 Mesedes Bens vörubílar, palllausir. Til sýnis við bílaverkstæði MBF. Upplýsingar gefur Grímur Sigurðsson. Tilboð skilist fyrir 25. nóv. n.k. Mjólkurbú Flóamanna Selfossi. Cabína rúmsamstæða. Dýnustærð: 200x90 cm. Verð með dýnu kr. 6.950,- Húsgögn og SuSur„ndsbtautl» mnrettmgar simi.86-900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.