Tíminn - 17.11.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.11.1982, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvæmdastjórl: Gfsli Slgurósson. Auglýslngastjórl: Stelngrlmur Gfslaaon. Skrlfatofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrelðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarlnn Þórarlnsson, Elfas Snæland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Krlstlnn Hallgrfmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tfmans: Atll Magnúuson. Blaðamenn: Agnos Bragadóttlr, BJarghlldur Stefánsdóttlr, Eirfkur St. Elrfksson, Friðrlk Indrlðason, Heiður Hclgadóttlr, Slgurður Helgason(fþróttlr), Jónas Guðmundsson, Krlstfn Leifsdóttlr, Skaftl Jónsson. Útlltstelknun: Gunnar Traustl Guðbjörnsson. Ljósmyndlr: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosl Krlstjánsson, Kristfn , Þorbjarnardóttlr, Marfa Anna Þorstolnsdóttlr. Ritstjórn, skrifstofur og auglýslngar: Sfðumúla 15, Reykjavfk. Siml: 86300. Auglýslngasfml: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Askrlft á mánuðl: kr. 130.00. Setnlng: Tæknldelld Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf. Eftir átjánda flokksþingid ■ Átjánda flokksþingi Framsóknarflokksins er lokið. Það mun síðar verða talið með merkustu þingum flokksins. Það kom saman á vissum tíma- mótum í efnahagsmálum landsins. Þjóðin hefur búið við góðæri flest undanfarin ár. Á þessu ári hefur syrt í álinn vegna hinnar alþjóðlegu kreppu og aflabrests. Það hlýtur að leiða til meiri háttar breytinga í efnahagsmálum, ef ekki á að tefla sjálfstæði þjóðarinn- ar í hreint óefni. Um margt minnti því þetta þing á flokksþingið, sem haldið var 1934. Þá stóð þjóðin á örlagaríkum vegamótum. Heimskreppan ógnaði afkomu hennar og sjálfstæði. Flokksþingið 1934 markaði djarfa og róttæka stefnu. Þjóðin brást vel við og flokkurinn styrktist, þrátt fyrir klofning, sem hefði getað orðið honum alvarlegt áfall. Á grundvelli þessa kosningasigurs flokksins var mynduð hin eina sanna viðreisnarstjórn, sem hér hefúr starfað undir erfiðum efnahagslegum kringumstæðum. Starf hennar tryggði efnahagslegt sjálfstæði þjóðar- innar og lagði grundvöll að nýjum atvinnugreinum, sem tryggðu þjóðinni batnandi afkomu í framtíðinni. Má þar ekki sízt minna á tilkomu hraðfrystihúsanna. Þjóðin þarfnast nú róttæks viðnáms- og viðreisnar- starfs eins og á árunum fyrir síðari heimsstyrjöldina. Grundvöllur þess var lagður á nýloknu flokksþingi Framsóknarflokksins. Á þinginu var mörkuð djörf og róttæk efnahags- stefna. Meginefni hennar er að beita lögbindingu um skeið til að tryggja niðurfærslu verðbólgunnar, án atvinnuleysis. Á því kjörtímabili, sem nú er að líða, hefur verið reynt að koma fram hjöðnun verðbólgunnar á grundvelli frjálsra samninga. Viðurkenna ber að sú leið hefur að verulegu leyti misheppnazt og er ekki vænleg til nægilegs árangurs. Þess vegna verður að grípa til lögbindingar, en vitanlega þó í sem mestu samráði við stéttasamtökin. Átjánda flokksþing Framsóknarflokksins einkennd- ist af fleiru en því, að þar var mörkuð djörf og róttæk efnahagsstefna. Um langt skeið hefur ekki borið eins mikið á ungu fólki á landsfundi hérlends flokks og á átjánda flokksþinginu. Konur létu ekki heldur sinn hlut eftir liggja. Þær voru miklu fjölmennari á flokksþinginu er hingað til hefur tíðkazt á hérlendum flokksþingum. Þær tóku mikinn þátt í umræðum og reyndust sigursælar í kosningum. Flokksþingið var hið fjölmennasta, sem Framsókn- arflokkurinn hefur haldið. Það ber vott um góðan og vaxandi áhuga. Flokksþingið var haldið fyrir opnum tjöldum. Andstæðingunum var gefinn kostur á því að fylgjast með störfum þess. Þingið bar glöggt merki þess, að flokkurinn leggur engin bönd á gagnrýni innan vébanda sinna. Það er heilbrigðum og vaxandi flokki nauðsynlegt, að ekki sé þagað um það, sem miður fer, en jafn mikilvægt er að viðurkenna það, sem vel hefur tekizt. Allt bendir til þess, að Alþingiskosningar séu skammt undan. Átjánda flokksþingið hefur lagt traustan grundvöll að þátttöku Framsóknarflokksins í þeim. Þ.Þ. -LLiU flokksþing Framsóknarflokksinsj Tómas Árnason ritari Framsóknarflokksins: Margir stjórn- málamenn hafa sagt þjóðinni ■ Tómnas Árnason ritari Framsóknar- flokksins gerði ítarlega grein fyrir starfi flokksins síðan síðasta flokksþing var haldið. Einnig rakti hann stjómmála- ástandið yfirleitt og að hverju framsókn- armenn stefna. Hann sagði m.a.: Að sjálfsögðu hefur starfsemi Fram- sóknarflokksins frá seinasta flokksþingi einkennst af þátttöku hans í þrem ríkisstjórnum og að mörgu Ieyti erfiðri stöðu í stjómmálum. Það sem gert hefur erfitt fyrir um að taka sérstaklega á efnahags- og atvinnumál- unum er að allt of margir stjórnmála- menn hafa í áróðri sínum sagt þjóðinni ósatt um hvað raunverulega þarf til að koma til að lagfæra þau mál, hvað hægt er að leggja á atvihnulífið og efnahags- kerfið í heild án þess að verra hljótist af. Það er engin önnur leið en að þjóðin verður að leggja eitthvað að sér, láta á móti sér í bili til þess að skipa þeim málum á ábyrgan og fullnægjandi hátt og tryggja örugga afkomu og uppbygg- irigu í framtíðinni. Án þess að endurtaka margt af því, sem formaður Framsóknarflokksins gat um í setningarræðunni vi! ég víkja hér stuttlega að efnahagfsmálum. Mestan hluta ársins 1981 var beitt niðurtalningu í viðureigninni við verðbólguna. í stað þess að spáð hafði verið 70% verðbólgu á því ári lækkaði hún niður í 40% þegar í ágústmánuði í fyrra. En vegna þess, að niðurtalningu verðbólgu var ekki fylgt eftir í fyrrahaust, hækkaði verðbólgan seinast á síðasta ári. Það var ekki fyrr en í janúar á þessu ári sem ríkisstjómin varð sammála um stefnuyfirlýsingu í efnahagsmálum. Þá var jafnhliða leikinn veikur biðleikur í baráttu við verðbólg- una. Lang merkasta atriðið í yfirlýsing- unni var um nýtt viðmiðunarkerfi á þessa leið: „Ríkisstjórnin mun nú þegar stofna til viðræðna við samtök launafólks og aðra hagsmunaaðila atvinnulífsins um viðmiðunarkerfi sem gæti komið í stað núverandi vísitölukerfis og tryggt kaupmátt og jöfnun lífskjára en væri laust við höfuðókosti þess kerfis sem nú gildir. Meðal annars verði reynt að finna leið til þess að ráðstafanir til að jafna orkukostnað landsmanna valdi ekki aukinni verðbólgu. Þá mun ríkisstjórnin hefja viðræður við aðila um verðmyndunarkerfi sjávar- útvegs og landbúnaðar um breytingar á skipan þeirra mála sem stuðlað gætu að hjöðnun verðbólgu en tryggt um leið afkomu í geinum þessum". Eftir verulegar sviptingar í vor og sumar tókst að lokum samkomulag um ráðstafanir í efnahagsmálum í ágústmán- uði s.l. Eitt af þeim atriðum sem samkomulag varð um var svohljóðandi: „ Að undangengnum frekari viðræðum við aðila vinnumarkaðarins verði tekið upp nýtt viðmiðunarkerfi fyrir laun með hliðsjón af hugmyndum viðræðunefndar um vísitölumál, þannig að verðbætur á laun verði greiddar samkvæmt nýju viðmiðunarkerfi eftir 1. des. 1982“. Það má teljast til stórtíðinda í stjómmálunum að viðurkenning hefur fengist á því að hið mjög svo verðbólgu- hvetjandi og gallaða vísitölukerfi skuli endurskoðað og nýtt viðmiðunarkerfi tekið upp. Nýtt og breytt viðmiðunar- kerfi ásamt hliðarráðstöfunum til að verja kaupmátt lægri launa og samræmdri stefnu í efnahagsmálum að öðru leyti er að mínu mati forsenda þess að hægt sé að ná verðbólgunni niður. Niðurtalningarstefna Framsóknar- flokksins gerir ráð fyrir breyttu vísitölu- kerfi. Án þess er vonlaust að niðurtaln- ing geti náð árangri. Þarna hefur hnífurinn staðið í kúnni, að ná sam- komulagi um niðurtalningu sem felur í sér breytt viðmiðunarkerfi. Ríkisstjóm- in mun bráðlega leggja fram frumvarp um breytt viðmiðunarkerfi ásamt fylgi- frumvörpum í samræmi við yfirlýsingu sína. Með þessu samkomulagi hefur náðst áfangi í þessum málum, áfangi sem skilar okkur áleiðis í baráttuni við verðbólguna þótt miklu fleira þurfi til að koma. En fyrst og fremst þarf kerfis- breyting að koma til skiptanna. Síjórnmálaflokkar Það virðist vera popptíska að sverta stjórnmálaflokka og telja þá úrelta og spillta. Á þetta spilar hávær og taumlaus lýðskrumsblaðamennska. En athugum okkar ganga. Hvað er lýðræði? Jú það er stjórnarform þar sem meirihlutinn ræður ríkjum. Hvernig er hægt að skapa meirihluta án þess að menn þjappi sér saman í flokk? Það er deginum ljósara að það er ekki hægt. Og hvernig er svo hægt að stjórna Alþingi án samstæðs meirihluta sem hér hefur ævinlega verið samvinna fleiri flokka? Og hvernig er hægt að mynda ríkisstjórn og hvemig getur hún stjórnað án þess að skipulags- bundinn meirihluti styðji hana? Með því að athuga málin í rökréttu samhengi komast menn fljótt að raun um að rausið um skaðsemi stjórnmála- flokka er tómt lýðskrum sem ekki fær staðist nema menn vilji hreint stjórn- leysi. Rétturinn til að mynda stjómmála- flokk og starfsemi stjórnmálaflokka er forsenda lýðræðis. Án fleiri stjómmála- ■flokka verður ekkert lýðræði. Upplausn stjórnmálaflokkanna þýðir upplausn lýðræðisins. Við skulum því efla okkar flokk, Framsóknarflokkinn og reyna sífellt að bæta hann og aðlaga nýjum þjóðfélags- háttum. Áróðurinn á móti stjómmála- flokkum er hættulegt upplausnar fyrir- brigði sem á að verðskulda fordæmingu allra góðra, lýðræðissinnaðra manna. Þrjár meginstefnur Hér á íslandi eru þrjár meginstefnur í stjórnmálum. í fyrsta lagi þjóðnýtingar- stefna eða sósíalismi, sem vill þjóðnýta eða ríkisreka sem mest af atvinnurekstri landsmanna. Sósíalisminn byggir á lög- festingu ofanfrá þar sem toppurinn ræður öllu. Þar sem flokkurinn ræður. Reynslan sýnir að þar sem sósíalismi hefur verið framkvæmdur er ekki gert ráð fyrir öðrum stjórnmálaflokkum en þeim sem sameinast allir í toppinn og eru í raun og veru einn og sami flokkurinn. Alþýðubandalagið fylgir þessari stefnu, sósíalismanum, og er í umkomu- leysi sínu að burðast við að kalla sósíalisma félagshyggju. En munurinn á sósíalisma og félagshyggju er sá að sósíalisminn byggir á lögfestingu og fyrirmælum frá ríkisvaldinu, en félags- hyggjan byggir á frj álsum einstaklingum, sem stofna og stjórna félögum. Sósíal- isminn kemur að ofan frá almáttugu ríkisvaldi en félagshyggjan byggir á frjálsu fólki í frjálsu landi. í öðru lagi er stefna frj álslyndrar félags- hyggju sem ekki vill ganga lengra í þjóðnýtingu en telur að frelsi og hagsæld landsmanna sé best borgið með því að þeir séu sjálfstæðir og virkir þátttakend- ur í atvinnurekstrinum og leysi sameigin- leg verkefni á grundvelli samvin nu og félagshyggju. Félagshyggja sem byggir á því að menn séu frjálsir að stofnun félaga er ekki sósíalismi. Framsóknarflokkurinn styður þessa stefnu. í þriðja Iagi er íhaldsstefna eða kapítalismi sem vill lítt heftan einstakl- ingsrekstur og hafnar að miklu leyti samhjálparstefnunni. Þetta er stefna Sjálfstæðisflokksins. Þó skiptist Sjálf- stæðisflokkurinn nú í erkiíhald og hina sem eru frjálslyndari í skoðunum. Alþýðuflokkurinn er hægfara þjóð- nýtingarflokkur og virðist framtíð hans óráðin. BUa ip Jt’ jf ■ Súlnasalur Hótel Sögu var oft þéttsetinn meðan á þinginu stóð. Tímamnynd Róbert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.