Tíminn - 17.11.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.11.1982, Blaðsíða 9
■ Einn af fundarstjórum flokksþingsins, Valur Arnþórsson á tali við Tómas Árnason og Steingrím Hermannsson. Tímamynd EUa Steingrímur Hermannsson: 3000 km. af bundnu slitlagi á 10 árum Framsóknarflokkurinn er upphaflega stofnaður til stuðnings og fulltingis sjálfsbjargarvitleitni almennings og sam- tökum fólks til styrktar í baráttunni fyrir frelsi og betra og fegurra lífi. Stundum heyrist að það sé galli á Framsóknar- flokknum að hann hefur ekki stuðst við erlend kenningakerfi. En sannleikurinn er sá að aldrei hefur þetta gert flokknum villugjarnt. Meginhugsunin hefur verið skýr frá upphafi og mótast nánar af langri reynslu og er nú glöggt leiðarljós og stendur framar kenningakerfum þeim sem áður þóttu svo einfaldur átrúnaður og handhægur en hafa veðrast mjög og aflagast með ýmsu móti við notkunina og ekki skilað þeim árangri sem menn álitu að þeir mundu gera. í því efni er reynslan ólygnust. Framsóknarstefnan er sprottin af ramm- íslenskri rót og þau tengsl verða ekki rofin. En Framsóknarflokkurinn hefur reynt að sameina það besta sem við þekkjum frá öðrum þjóðum íslenskum staðháttum og mun leitást við að gera svo framvegis. Framsóknarflokkurinn vill byggja upp á íslandi sannkallað frjálst lýðræðis- og menningarþjóðfélag efnalega sjálfstæðra manna sem leysa sameiginleg verkefni eftir leiðum sam- taka, samvinnu og félagshyggju. Þjóð- félag þar sem manngildi er metið meira en auðæfi og vinnan, þekkingin og framtakið er sett ofar og látið vega meira en auðdýrkun og fésýsla. Á 65 ára starfsferli Framsóknarflokks- ins héfur flokkurinn átt mikinn þátt í að móta íslenskt þjóðfélag, hann hefur barist fyrir þjóðfélagsréttlæti handa öllum landsmönnum án tillits til búsetu. Oft hefur þar verið á brattann að sækja. Þótt margt megi finna að þjóðfélagsgerð- inni á íslandi mun það þó mála sannast að hér ríkir meira jafnræði ásamt frelsi en í flestum ef ekki öllum þjóðfélögum sem við þekkjum. Byltingarnar í ís- lensku þjóðfélagi seinustu áratugi hafa valdið vissri upplausn sem kemur einnig glöggt fram í skorti á sjálfsaga og mikilli kröfugerð á hendur öðrum en sjálfum sér. Þjóðin verður að læra að stilla kröfum á hendur öðrum í hóf þannig að grundvöllur sé fyrir bættum kjörum fólks. ■ Hér fer á eftir sá hluti ræðu Steingríms Hermannssonar á flokks- þinginu um stjómarsamstarfið og þá stjóm- málalegu kreppu sem komin er upp. Ríkisfjármálin hafa staðið vel. Árviss aukning rekstrarútgjalda veldur þó áhyggjum. Stöðugt verður minna til ráðstöfunar til nauðsynlegra fram- kvæmda, sem þá verður að fjármagna með lántökum. Þessa þróun verður að stöðva. Leita verður Ieiða til þess að tryggja á hagkvæmari hátt þau félagslegu markmið, sem við aðhyllumst. Væri ekki ódýrara t.d.að veita þeim foreldr- um skattaívilnun, sem vilja hafa börn sín heima, fremur en að byggja og reka rándýr dagvistunarheimili. Er ekki skynsamlegra að veita aðstoð til þess að gamalmenni geti dvalist hjá sínum afkomendum fremur en-að safna þeim saman á dýrum elliheimilum. Að slíkum leiðum til sparnaðar verður að leita. í orðum mínum, sérstaklega um efnahagsmálin hefur ekki dulist nokkur gagnrýni á aðgerðir ríkisstjómarinnar. Ég sé enga ástæðu til að leyna því, að við framsóknarmenn erum ekki ánægðir með árangurinn á því sviði. Við viður- kennum það sem hefur mistekist. Hins vegar hef ég einnig leitast við að draga upp mynd af ríkjandi ástandi og ástæð- um. Ég hef einnig vakið athygli á ýmsu, sem ríkisstjóminni hefur vel tekist. Það er æði margt, sem okkur .framsóknar- mönnum hefur tekist að ná fram, ef allt væri til talið. Báðar hliðar málsins þarf flokksþingið að hafa í huga, þegar störfin em metin. Hjá ýmsum framsóknarmönnum gæt- ir tortryggni í garð okkarsamstarfsaðila, ■ í ræðu sinni í upphafi 18. flokksþings Framsóknarmanna nefndi Steingrímur Hermannsson nokkra áfanga varðandi samgöngumál og sagði: í hafnarmálum hefur verið unnið með ekki síst Alþýðubandalagsins. Það er út af fyrir sig ekki óeðlilegt. Við emm mjög mótfallnir þeirri tilhneigingu Alþýðu- ..bandalagsins að auka sem mest allskon- ar ríkisumsvif og afskipti. Við undrumst íhaldssemi þeirra í efnahagsmálum og takmarkaðan skilning á skaðsemi verð- bólgunnar. Hins vegar ber okkur að viðurkenna rétt pólitískrá andstæðinga til þess að hafa aðrar skoðanir en við. Um sum grundvallaratriði em þó stefnur þessara flokka líkar. Við frámsóknar- menn og þeir Alþýðubandalagsmenn sem á annað borð aðhyllast lýðræði og það hygg ég, að þeir geri sem betur fer flestir, viljum jöfnuð, öryggi og lágmarks rétt öllum til handa. Þótt menn séu á verði, er í öllu samstarfi aðalatriði að starfa af flestu en af heilindum og drengskap. Ef slíkt er ekki til staðar er tilgangslaust að gera tilraun til samstarfs. Að sjálfsögðu hafa samstarfsaðilar okkar lagt áherslu á að koma sínum málum fram og orðið nokkuð ágengt. Það höfum við einnig gert. Ég er óhræddur við að leggja málin á vogaskál- ina. Ef einhver spyr mig að því, hvort þetta stjómarsamstarf hafi verið þess virði, svara ég hiklaust, já, ef með því hefur tekist að koma í veg fyrir atvinnuleysisbölið. Ég sagði í upphafi míns máls að óvissa ríkir nú í íslenskum stjórnmálum eftir að einn stuðingsmaður Gunnars Thor- oddsen lýsti því yfir óvænt eftir setningu bráðabirgðalaganna 21. ágúst s.l., að hann styddi ekki lengur ríkisstjórnina. svipuðum hætti óg áður var. Fleiri hafnir nálgast það að fullnægja þörfum nýrri og stærri skipa, en verkefnin framundan virðast ótæmandi. Ég hef látið undirbúa frumvarp til laga um breytingu á Eftir á að hyggja tel ég að rétt hefði verið að kveðja þing strax saman og láta á það reyna hvort stjórnarandstaðan hefði staðið við stóru orðin. Ef bráða- .birgðalögin hefðu verið felld, var sjálfsagt að rjúfa þing og efna strax til kosninga. Ég taldi einnig koma til greina að láta málið koma til atkvæða í neðri deild Alþingis strax og þing kom saman, rjúfa þing, ef málið yrði fellt og efna til kosninga um miðja nóvember. Ég veit að margir framsóknarmenn eru mér sammála um, að slík málsmeð- ferð hefði verið æskileg. Um það var þó ekki samstaða og því um tómt mál að tala. Þing verður ekki rofið án samþykkis allra sem að stjórninni standa. Þeir sem voru því mótfallnir að rjúfa þing og efna til kosninga fyrir áramótin hafa einnig sterk rök fyrir sínu máli. Það var vissulcga umhugsunarvert að stofna í hættu þeim ráðstöfunum í efnahagsmál- um, sem tókst að ná samstöðu um eftir mikla vinnu s.l. sumar. í þessari stöðu taldi ég það einu ábyrgu leiðina að bjóða stjórnarandstöð- unni til viðræðna um meðferð brýnustu þingmála. Því lagði ég það til. Þetta studdi þingflokkur framsóknarmanna einróma. Viðbrögðstjómarandstöðunn- ar hafa valdið mér vonbrigðum. Krafan um að ríkisstjórnin segi af sér jafngildir kröfu um stjórnleysi um lengri eða skemmri tíma. Það væri ábyrgðarlaust. Alþýðuflokkurinn hefur að vísu séð sig um hönd. Hann kveðst nú reiðubúinn að ræða við ríkisstjórnina um framgang mikilvægustu þingmála, að uppfylltum hafnarlögum, sem ég geri ráð fyrir að leggja fram fljótlega. Með því vona ég, að ráðin verði bót á ýmsum þeim annmörkun, sem mér virðast hafa komið í ljós, bæði í undirbúningi, hönnun og þremur skilyrðum. Þau er auðvelt að uppfylla. Fyrsta skilyrðið er, að bráðabirgðalög- in verði án tafar lögð fram á Alþingi. Þetta var þegar ákveðið að gera um miðjan mánuðinn, enda var frumvarpið lagt fram í efri deild í þessari viku. Annað skilyrðið er að stjórnarskrár- nefnd hraði störfum. Það ætti einnig að vera auðvelt að uppfylla. Áður hafði verið upplýst að nefndin stefni að því skila af sér til þingflokkanna fyrir eða um næstu mánaðarmót. Þriðja skilyrðið er, að kosningar verði ákveðnar í aprílmánuði. Ég Tiafði hvað eftir annað lýst því yfir, að ég teldi það eðlilega tímasetningu ogþað höfðu fleiri gert, þegar Ijóst varð að kosningar verða ekki fyrir áramót. Þaðer að vísu heldur hvimleitt að taka við skilyrðum frá Alþýðuflokknum, en þau eru þess eðlis að nánast er útilokað annað en að uppfylla þau. Líklega eru þau sett fram fyrst og fremst til þess að lyfta merki flokksins aðeins frá jörðu. Stjómarflokkarnir voru sammála um að sjálfsagt er að eiga viðræður við Alþýðuflokkinn um framgang brýnustu mála. Innan flokksins eru ýmsir ábyrgir þingmenn, sem ég er sannfærður um að vilja taka á málum af fullri ábyrgð. Á það verðut a.m.k. að reyna. Nú hefur þingflokkur Alþýðuflokks- ins að vísu samþykkt að leggja fram vantraust á ríkistjórnina. Er furða þótt þjóðin spyrji, hvað meina þessir menn, hver eru heilindin. Þau eru því miður lítil. Þeir vita ekki fremur en fyrri daginn í hvorn fótinn þeir vilja stíga. framkvæmdum. f póst- og símamálum tel ég mjög mikilvægt fyrir dreifbýli landsins, að Alþingi samþykkti frumvarp mitt um að koma sjálfvirkum síma á öll býli á landinu áfimm árum. Áætlun um þessa framkvæmd var þegar gerð og liggur fyrir. Eftir henni hefur verið unnið og ég mun leggja áherslu á að svo verði á meðan ég hef áhrif á þau mál. Mér er Ijóst að sumum þykir, að þeir séu of aftarlega í röðinni. Því miður er ekki unnt að setja allar framkvæmdir á fyrstu árin í fimm ára áætlun. Póstur og sími önnuðust niðurröðun eftir reglum, sem ég setti. Ég hygg, að að því hafi verið staðið af fullum heilindum. Töluvert hefur einnig áunnist til jöfnunar á símakostnaði. í fyrsta sinn í ár eru tekjur Póst og síma jafnar frá þéttbýlissvæðinu Suðvestanlands og dreifbýli landsins. Áður var þar á 20-30 af hundraði mismunur dreifbýlinu í óhag. í flugmálum hefur verið lögð sérstök áhersla á öryggisþáttinn. Nokkur aukn- ing fjármagns hefur fengist í þessar mjög svo mikilvægu framkvæmdir, þó hvergi nærri nóg. Allt þokast það þó í rétta átt. Á Alþingi hef ég lagt fram frumvarp um stjórn flugmála. Þar er m.a. gert ráð fyrir ítarlegri áætlanagerð í anda vegaá- ætlana. Vona ég, að það verði til bóta. Það tókst að knýja fram endurnýjun á skipakosti Skipaútgerðar ríkisins og bætta aðstöðu einkum hér í Reykjavík- urhöfn. Þetta vona ég að muni með stórbættri þjónustu reynast farsælt fyrir dreifbýli landsins. í vegamálum hefur e.t.v. mest áunn- ist. Alþingi féllst á tillögu mína um langtímaáætlun í vegagerð. Þar er gert ráð fyrir því að binda framlag til vegamála við ákveðinn hundraðshluta þjóðarframleiðslu. Er í því sambandi um verulega aukningu að ræða frá því sem verið hefur að meðaltali áður. Þetta hefur þegar komið fram m.a. í stórauk- inni áherslu á lagningu bundins slitlags. Það er nú orðið 651 km en var fyrir þremur árum aðeins 270 km. Samkvæmt langtímaáætlun er gert ráð fyrir að leggja um 3000 km á 10 árum. Þessar auknu vegaframkvæmdir ná að sjálf- sögðu einnig til fjölmargra annarra stórra verkefna og átaks til þess að bæta burðarþol og gerð alls vegakerfis landsins. Þetta er að mínu mati einhver aðbærasta framkvæmd, sem við getum ráðist í. Krafan um að ríkisstjórnin segi af sér „ JAFNGILDIR KROFU UM STJÓRNLEYSI sagði Steingrímur Hermannsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.