Tíminn - 17.11.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.11.1982, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 ÍSLENDINGAR í MEIRIHLUTA MEÐAL 1. DEILDARÞJÁLFARA Flest 1. deildarliðin íknattspyrnu hafa ráðið þjálfara <■ 1. deildarliðin í knattspymu eru flcstöll búin að ráða þjálfara fyrir næsta keppnistímabil. Liðin eru frekar snemma á ferð með ráðningar og eru a.m.k. sex félög þegar búin að ganga frá samningum. Islenskir þjálfarar eru a.m.k. jafn- margir og þeir erlendu og eru horfur á að fjórir erlendir þjálfarar verði með 1. deildarlið, en 6 íslendingar. Allir íslensku þjálfararnir hafa þjálfað 1. deildarlið áður. Þróttárar hafa ráðið Ásgeir Elíasson, KR-ingar hafa endur- ráðið Hólmbert Friðjónsson og Magnús Jónatansson verður með Breiðablik. Þá verður Hörður Helgason með lið Skagamanna og miklar líkur eru á að, Guðni Kjartansson verði með lið ÍBK. Víkingar verða með sovéskan þjálf- ara, en ekki er ljóst hver það verður ennþá. Valsmenn og Vestmannaeyingar hafa endurráðið Claus Peter og Steve Fleet og líklegt er að Douglas Reynolds muni halda áfram þjálfun Þórsara. Ekki liggur neitt Ijóst fyrir hver verður eftirmaður Magnúsar Jónatanssonar á ísafirði. Líklegt er að fulljóst verði innan skamms hverjir verði með öll 10 liðin í 1. deild áður en langt um líður. Varðandi félagaskipti leikmanna liggur fátt eitt ljóst fyrir. Vitað er að menn eru að þreifa fyrir sér og hafa mætt á æfingum hjá nýjum félögum. En í þeim efnum liggur fátt eitt ljóst fyrir enn. sh ' I . ■ Guðni Kjartansson mun að öllum líkindum verða með Keflvfldnga í sumar. Lubanski er enn að skora mörk ■ Lubanski, pólski knattspyrnumaðurinn er enn á fullri ferð á knattspymuvöliunum 35 ára að aldri. Nú leikur hann með liði í 2. deildinni í Frakklandi. Liðið heitir Valenciennes og er Lubanski markakóngur liðsins. Sá algrófasti ■ Luis Comet hefur sett nýtt met í knattspymunni í Paraguay með því að vera samtals í keppnisbanni í 810 daga. Geri aðrir betur. Vilja fá kvenfólk ■ Þýska bundesliguliðið Bochum hefur tilkynnt, að allar þær konur sem mæti á heimaleiki liðsins i fylgd mcð karbnönnum fái ókeypis aðgang að leiknum og skiptir engu máli hvort þær verði í stúku eða sæti. Þetta er áreiðanlega tilraun til að fjölga áhorfendum á leikjum iiðsins. SEPP PINOTEK ÁMINNIR MENN ■ Landsliðsþj álfari Dana í knatt- spyrnu Sepp Pinotek var alls ekki ánægður með leik sinna manna gegn Luxemburg í síðustu viku, en þá sigruðu Danir með tveimur mörkum gegn einu og þótti Pinotek það alltof lítill sigur. En hvernig stóð á því að hann var ekki stærri:' „Leikmenn leggja sig alls ekki fram í leiknum og þess vegna næst ekki betri árangur. Menn mega alls ekki hlífa sér af ótta við meiðsli, en sú var raunin með suma af dönsku atvinnumönnunum. Menn mega alls ekki álíta að það sé samá hvernig þeir leiki í landsleikjum, þeir séu hvort eð er öruggir í liðið. Það þarf að vera nógu stór hópur fyrir hendi þannig að barátta sé um allar stöður í liðinu. Meðan sú barátta er ekki fyrir hendi næst ekki nógu góður árangur." Pinotek hefur aðvarað nokkra leikmenn liðsins og segir, að ef þeir bæti sig ekki í þessu tilliti þurfi þeir ekki að hugsa um landsleiki svo lengi semhann ræður. Samningur Pino- teks og danska knattspyrnusamb- andsins varir til sumarsins 1984 og hyggst Pinotek halda samninginn til þess tíma. ■ Jesper Olsen er einn þeirra leikmanna sem Pinotek skammaði. Góður lids- andi ílpswich Engin upplausn undir stjórn Ferguson ■ Sögusagnir hafa verið á lofti í. Englandi þess efnis, að við liggi að leikmenn Ipswich hyggi á ,,byltingu“' innan félagsins og að mikil óánægja sé meðal leikmanna liðsins með nýja framkvæmdastjórann Bobby Ferguson. John Wark skoski landsliðsmaðurinn sem leikur með Ipswich segir um þennan orðróm: „Það er ekki sannleiksvottur í þessu. Við stöndum allir sem einn að baki Ferguson." Þessar sögusagnir eiga án efa rætur að rekja til lélegs árangurs liðs Iðswich framan af keppnistímabilinu, sem leiddi til þess að liðið var um tíma í neðsta sætinu í 1. deild og var svo slegið út í Evrópukeppni félagsliða í 1. umferð. John Wark álítur að orsökina fyrir litlu gengi liðsins nú í haust sé ekki hægt að skrifa á reikning Ferguson. Það stafi fyrst og fremst af því, að lykilmenn hafi átt við meiðsli að stríða og þegar allir verði komnir í fullan gang verði erfitt að vinna lið Ipswich. Á hinn bóginn er John Wark mjög ánægður með leik Steve McCall sem keyptur var í stað Muhren sem seldur var sem kunnugt er til Manchester United. Hann telur McCall hafa leikið vel og honum líst vel á framtíðina hjá félaginu. KEEGAN GEGN SIMONSEN Charlton fær Newcastle í heimsókn í desemberbyrjun ■ Tveir af snjöllustu knattspyrnu- mönnum Evrópu munu mætast á leik- vellinum laugardaginn 5. desember næstkomandi. Þá leika í 2. deildinni ensku Charlton og Newcastle, en þessi tvö lið hafa á sínum snærum annars vegar Danann Allan Simonsen og hins vegar Kevin Keegan. Þeir hafa einu sinni leikið saman, t n það var þegar Liverpool sigraði Borússia Mönchengladbach í Evrópuúrslitaleik í Róm 1977. Þá sigraði Liverpool og Keegan, en Simon- sen hefur áreiðanlega í hyggju að snúa blaðinu við 5. des. Þessir tveir leikmenn eiga margt sameiginlegt. Báðir hafa þeir verið kjörnir bestu knattspyrnumenn Evrópu og báðir léku þeir áður með stórliðum Evrópu, en hafa ákveðið að leika með liðum í 2. deildinni ensku. Mikils er vænst af þeim báðum og vonandi valda þeir aðdáendum sínum ekki vonbrigðum í leikjum liða sinna þar sem eftir er vetrar. Danskir stjónvarpsáhorfendur geta horft á ensku knattspyrnuna á laugar- dögum og leikur Charlton og Newcastle verður leikur dagsins eins og gefur að skilja, þar sem Simonsen er danskur. ■ Keegan og Simonsen mætast í annað sinn á leikvelli í London 5. desember n.k. Nýr stjóri Rússa ■ Valeri Lobanovsky framkvæmdastjóri Dynamo Kiev hefur nýlega verið ráðinn eftirmaður Konstantin Beskov sem framkvæmdastjóri sovéska knattspyrnu- 'landsliðsins. Hann mun hætta með Dynamo Kiev og einbeita sér að störfum fyrir knattspyrnusambandið efftir næsta kcppnistímabil. Vlðavangshlaup í Kópavogi ■ Hið árlega Víðavangshlaup Kópavogs fer fram næstkomandi laugardag. Karlar hlaupa 7,2 km., en konurnar hlaupa 3 kílómetra. Keppnin hefst á Kópavogsvelli klukkan 14.00 á laugardag 20. nóvember 1982. íslandsmót í innan- hússknattspyrnu kvenna ■ íslandsmótið í innanhússknattspyrnu kvenna verður haldið laugardaginn 15. janúar 1983 í Laugardalshöll. Þátttökutilkynningar þurfa að berast skrifstofu K.S.Í. fyrir 22. desember n.k. Þátttökugjald er kr. 500.00. Mótanefnd K.S.Í. Ekkert á hreinu með Pétur ■ Ekkert liggur ennþá ljóst fyrir varðandi það hvort Pétur Guðmundsson megi leika með ÍR í úrvalsdeildinni í körfuknattleik cnn sem komið er. Þau gögn sem KKÍ þarf að fá hafa ekki borist og þvi hefur stjórn sambandsins ekki getað tekið afstöðu til málsins. ÍR-ingar eiga að leika í Keflavík á föstudag og stóra spumingin er sú, hvort Pétur leiki með ÍR og Brad Miley með, ÍBK. Svör við þeim spurningum fást ekki fyrr en á fimmtudag aö sögn forvígismanna KKÍ. Það sígur á seinní hlutann hjá þeím ■ „Það liggur ekki Ijóst fyrir fyrr en í lok keppnistíma- bilsins hvört þetta sé mitt síðasta tímabil með West Ham. Þá rennur samningur minn við félagið út og ég hef ekki tekið ákvörðun um hvað taki þá við.“ Þetta segir Trevor Brooking, en hann ásamt Billy Bonds og Frank Lampard eru gamalreyndir leikmenn með iið West Ham og allir komnir á fertugsaldur. Þess vegna leiða menn hugann að því, hve lengi þeir muni leika. Frank Lampard segir um það: „Ég vona að þetta sé ekki mitt síðasta keppnistímabil og meðan ég er bara 33 ára, er fáránlcgt að láta sér detta í hug að maður sé orðinn of gamall. MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 11 * * ItUNH; 5IOflt m , ms W pramleíðanoi a þess að: 1 POLYTEX með mestum aæðum fv er íslenzk framleiðsla með mestum gæðum fyrir minnstan pening. 2POLYTEX hefur litla en þægilega lykt, sem hverfur fljótt úr húsinu. 5 POLYTEX, glært til íblöndunar, gefur þér möguleika á að ráða glansáferðinni og þvottheldni. 3 POLYTEX hefur iafna oq falleqa ál 6 POLYTEX bess veana er hæat að er auðvelt í notkun og hefur jafna og fallega áferð. ýrist lítið úr rúllu og þess vegna er hægt að mála án þess að breiða yfir alla hluti í herberginu. 4POLYTEX þekur algjörlega í 2-3 umferðum svo þú átt ekki á hættu að þurfa að mála 5-6 umferðir. litir eru allir Ijósekta og því þarf ekki að hafa áhyggjur af upplitun. , 7 POLYTEX ■ því þarf ekki að hafa át fi POLYTEX litum og fæst að auki í POLYTEX og ÓSKALITIR fást í öllum helztu málningarverzlunum er framleitt í 30 staðal- litum og fæst að auki í 1380 Óskalitum. fagleg þjónusta fyrirrúmi Aðrar eftirsóttar málningar- vörur TEXOLIN AKBYLHÚÐ er vatns- þynnt plastefni. Þeir, sem hafa reynslu af þessu efni eru sam- mála um, að það hefur frábært veðrunarþol og viðloðun við tré, svo sem glugga, hurðir, karma, grindverk og margt fleira. MET VÉLALAKK er fljótþorn- andi lakk, með háum glans. Fjöldi notkunarmöguleika, s.s. á bifreiðar, vinnuvélar, járngrind- ur og ýmis verkfæri. Einnig má nota það á tréverk. MET HÁLFMATT lakk gefur jafna og fallega silkimatta áferð. Þaö hentar einkar vel á glugga, hurðir, í eldhús, forstofur, böð og margt margt fleira. É-21 GÓLFHÚÐ er grimmsterkt gólflakk og því mjög gott á vinnusali, í sláturhús, verk- stæði, þvottahús, bifreiðar- geymslur og alls staðar annars staðar, þar sem mikið mæðir á.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.