Tíminn - 17.11.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.11.1982, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 ÍJÍliM'ii 15 krossgátaj myndasögurf / |a [5 p7 15” p> «p B. Is 3960. Lárétt 1) Gamalmenna. 6) Gata. 7) Eins bókstafir. 9) 499. 10) Ruggaði. 11) Ending. 12) Úttekið. 13) Strakur. 15) Gólandi. Lóðrétt 1) Gambri. 2) Sama. 3) Fótaferð. 4) Efni. 5) Gamalli. 8) Skipun. 9) Hreyfast. 13) Fisk. 14) Úttekið. Ráðning á gátu no. 3959. Lárétt 1) Æskulíf. 6) Api. 7) Tá. 9) Me. 10) Ilmandi. 11) Na. 12) In. 13) Tin. 15) Iðunnar. Lóðrétt 1) Ættingi. 2) Ka. 3) Uppalinn. 4) LI. 5) Fáeinir. 8) Ála. 9) MDI. 13) TU. 14) NN. bridgel ■ Fyrir skömmu komst umsjónarmað- ur þessa þáttar yfir bridgebók frá 1933 þar sem lýst er keppni sem fór fram milli norður og suðurhluta Englands. Fyrirliði norðurliðsins var Ewart Kempson og fyrirliði suðurliðsins var Lt.-Col. Buller. Buller þessi var mjög litríkur spilari og eindreginn stuðningsmaður þess sem hann kallaði „eðlilegar sagnir“. Hann sá rautt þegar hann heyrði talað um vísindalegar sagnir og sakaði Banda- ríkjamenn um að vera að eyðileggja spilið með sagnkerfum og öðru glingri. Honum fannst t.d. fáránlegt að með þessi spil: S.AKx H. Kx T. AKDGxxx L.x myndu Ameríkanar segja 2 tígla ef félagi opnaði á 1 laufi. Þetta væri bara óþarfa flækja og síðan myndi allt framhaldið kafiia í gerfisögnum. Auðvit- að væri eina rétta sögnin 6 tíglar. Buller og félagar unnu keppnina sem bókin segir frá með nokkrum yfirburð- um en líklega þætti spilamennskan hjá þeim ekki beysin í dag. Spilararnir virðast hafa sagt eftir eyranu: stundum opnuðu þeir á grandi með 12 punkta og stundum með allt uppí 18. Það var líka tilviljunarkennt hvort þeir opnuðu á 1 eða 2 í hálit. Þetta spil er ágætt dæmi: Norður. S. DG10964 H. 10 T. A1084 L.G4 Vestur. S. K H.ADG83 T. KG75 L.AK3 Austur S. 72 H.74 T. D92 L.D109752 Suður. S. A853 H.K9652 T. 63 L.86 Við annað borðið sátu Fox og Troldahl úr norðurliðinu í AV og eftir 3 pöss opnaði vestur á 2 hjörtum, Norður sagði 2 spaða og þeir voru passaðir til vesturs sem sagði 3 hjörtu. Nú sagði austur 4 lauf og vestur hækkaði það í 5 lauf. Það er ekki sagt frá þvf hvernig spilamennskan gekk fyrir sig en Fox vann allavega 5 lauf og fékk 400 fyrir. Við hitt borðið sat Buller í vestur og hann opnaði á 1 hjarta í A. hendinni. Norður kom inná á spaða og það var passað til Bullers. Nú orðið myndu allir dobla með vesturspilin en Buller hefur líklega fundist að fyrst austur gat ekkert sagt yfir 1 spaða þá þýddi ekkert að vera að dekstra frekar við hann. Svo Buller passaði, norður fékk 9 slagi og 130 fyrir það. — Ja, nú er ég búinn að finna hvað var að bílnum hjá þér, hann var bensínlaus. — Þetta eru fölsku augnahárin mín, bjáninn þinn... — Hefurðu nú enn einu sinni gengið í skyrtunum mínum?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.