Tíminn - 17.11.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 17.11.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag labriel HÖGGDEYFAR GJvarahlutir Armiila 24 Sími 36510 MIDVIKUDAGUR 17. NÓV. 1982 ÞETTAERJ! DÝIÉH Jónsson, gangbraut- arvörður á Langholts- veginum ■ Nú er kominn sá tími ársins að svartasta skammdegið fer í hönd og skyggni og færð spillisl. Um leið aukast hætturnar á uinferðarslysum um allan helming svart á börnunum í Börn á leið til og frá skóla er kannski sá hópur scm er í inestri hættu. En ástand þessara mála hefur samt breyst nokkuð til batnaðar. Á hættulegustu stöðunum eru gangbrautir upplýstar og gang- brautaverðir eru við fjölförnustu gatna- inótin í nágrenni skólanna. Við ræddum við einn gangbrautavarðanna, Braga Jónsson, en hann gætir barnanna úr Langholtsskóla. - Þetta eru alveg dýrlegir krakkar og það er mikið lán að fá að vera vinur þeirra, segir Bragi, sem nú er orðinn 68 ára í samtali við Tímann. -Ég hef alltaf átt gott með af fást við krakka og þau eldri eru mér síst erfiðari, en þau litlu, segir Bragi og strýkur yfir kollinn á krökkunum sem hópast að honum og kalla hann afa. Aldrei matar- og kaffítímar Bragi sem áður starfaði sem stöðu- mælavörður vinnur nú við gangbrauta- vörsluna fimm daga vikunnar, frá klukkan átta á morgnana til klukkan fimm á daginn og hann tekur aldrei matar eða kaffitíma, enda segir hann það ekki hægt starfsins vegna. Bragi „afi“ Jónsson við starf sitt á Langholtsveginum. - Börnin eru að "koma og fara allan daginn og þá verður einhver að líta eftir þeim þegar þau fara hér yfir Langholts- veginn. - En hvernig er svo umferðin? - Hún hefur lítið breyst og er alveg gífurleg. Tillitsleysið í umferðinni er líka mikið og flestir keyra allt of hratt, en sem betur fer hefur ekkert óhapp orðið hér þau þrjú ár sem ég hef starfað fast scm gangbrautarvörður, segir Bragi og hleypur til að hjálpa tveim litlum stúlkum um sem ganga hikandi skrefum út á götuna. Flest börnin í Langholts- skóla þekkja „afann sinn“ þó orðið það vel að þau stilla sér upp við hliðina á honum og bíða eftir því að hann leiði þau í örugga höfn hinum megin við umferðarhafið. Og Bragi bregst ekki „skinnunum" sínum. Afabörn - Er þetta betra eða verra starf en stöðumælavarslan? - Þetta er miklu betra. Bæði hef ég krakkana og eins var ég orðinn algjör- lega „fótalaus“ í stöðumælavörslunni, segir Bragi og skýrir okkur frá því að • launin séu þau sömu og hann hafí ekki yfir neinu að kvarta í þeim efnum. Ekki kvíðir hann heldur vetrinum og segist öllu vanur. Við spyrjum Braga hvernig aðstaðan sé í skúrnum sem hann hefur til umráða. - Æ minnstu ekki á það, en þetta cr Tímamynd Róbert þó afdrep. Það versta er annars þegar kalt er og vindur því þá er gólfkuldinn svo mikill. Og þegar veðrið er gott þá er alltof heitt hér inni, segir Bragi og hlær og segist bara hafa gott af útiver- unni. - Hvernig er það áttu eitthvað af barnabömum? - Já, alveg helling, en þau búa því miður ekki hér í borginni og því verð ég að fara út á land til að hitta þau, segir Bragi og bætir því við að krakkamir úr Langholtsskólanum bæti honum „bamabarnaleysið“. - Það er ekki ónýtt að eiga þessi „afabörn" hér, segir Bragi og skundar í veg fyrii umíerðina og hjálpar einu af „sínum minnstu bömum“ yfir- - ESE fréttir Mikil ófærð ■ Mjög erfið færð var víða um land sökum óveð- ursins sem geisaði sl. sól- arhring. Samkvæmt upplýsingum Arnkels Einarssonar, vega- eftirlitsmanns þá varð Hell- isheiði fljótlega ófær í gær og Reykjanesbraut og vegir á Reykjanesi voru af og til ófærir. Á Suðurlandi var skafbylur á mörgum stöðum og færð því erfið. Fært var með suðurströnd- inni austur með landi. Á Kjalarnesi og í Hvalfirði þyngdist færð fljótlega vegna hríðarbyljanna, en síðan var fært norður yfir Holtavöruheiði allt að Blönduósi. Þar fyrir norðan, þ.e. í Skagafirði, Eyjafirði og Þingeyjasýslum var ófært að mestu leyti, a.m.k. komust vega- gerðarmenn ekki að til að kaiina ástand vega sökum veðursins. Fjallvegir voru þá ófærir á Vestfjörðum, en fært innan fjarða á flestum stöðum. ESE Dýpsta nóvem- berlægð síðan 1953 ■ Lægðin sem veldur óveðrinu sem nú er víða á landinu mun vera sú dýpsta sem gengið hefur yfir Island í nóvembermánuði frá 1953. Dýpst var hún 945 millibör, samkvæmt upp- lýsingum Veðurstofunnar. { dag verður lægðin tals- vert fyrir austan landið en eftir sem áður kemur hún til með að ráða veðurfar- inu. Gert er ráð fyrir að á öllu vestanverðu landinu verði N-V átt 5-7 vindstig og éljagangur. Á Norður- landi er búist við norðanátt, 6-8 vindstigum og snjó- komu. Sama gildir á Norð- Austurlandi og Aust- fjöðum norðantil. Veðrið á Suð-Austurlandi verður að öllum líkindum skárra en annars staðar á landinu, norðan 4 til 5 vindstig og heiðskírt. Frost verður um allt land. Sjó dropar „Höföinglega“ boðið! ■ Það vakti athygli manna sem sérstaklega var boðið að vera viðstaddir afmælishóf Módelsamtakanna í Broadway sl. sunnudagskvöld, að það kostaði 30 krónur að vera boðsgestur. Fólk dreif að hús- inu með boðsmiðana sína og ætlaði að ganga inn, en var þá stillt upp í röð og gert að greiða rúllugjald, sem vafalítið hefur runnið til hússins. Það skal tekið fram að á boðsmiðanum stóð með smáu letri innan um allan afmælisuppsláttinn að rúllugjald væri 30 krónur, en heldur þótti þetta saint aumt. Maður hefði haldið að veitingahúsið græddi nægilega á matargestom og vínsölu að ekki tæki að ergja fólk með að rexa í því um smáaura. En það gefur auðvitað auga leið að margt smátt gerir eitt stórt og Broadway tekur yfir eitt þús- und manns. Til hamingju með afmælið. En nú verður annað mikið kvöld í Broadway annað kvöld. Þá halda SATT tónlislarkvöld til styrktar byggingarhapp- drætti sínu.Væntanlega verða einhverjir boðsgcstir þar og það er líklega rétt að minna þá á að hafa smáaurana með til að henda í byggingarsjóð Broad- way, enda mun það vera regla á kvöldum sem þessum. Bryndís Schram í framboð? ■ Ágúst Einarsson, sem skip- aði annað sætið á framboðs- lista Alþýðuflokksins í Suður- landskjördæmi í síðustu kosn- ingum, hefur nú boðið sig fram í prófkjöri í Reykjavík og mun því hverfa af listanum hjá sunnlenskum krötum. Mikil leit er nú gerð að frambærilegum frambjóðanda í annað sætið í stað Ágústs. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Dropa er nú eink- um einblínt á að fá þekkta fjölmiðlakonu í þetta sæti. Það er Bryndís Schram. Er talið að hún sé ekki fráhverf þessu, né heldur eiginmaður hennar Jón Baldvin Hannibalsson. Eitt Ijón á þessum frama vegi mun þó vera, samkvæmt heimildum Dropa, að Hreinn Erlendsson, núverandi forseti Alþýðusambands Suðurlands, skipaði þriðja sætið á listanum síðast og hefur fullan hug á því að færa sig upp í það sæti, sem Ágúst hefur nú losað. Það geta því orðið átök á milli fjölmiðla- konunnar og verkalýðsleiðtog- ans um annað sætið. Krummi ... ....var að heyra af sölumanni sem sagt hefði verið upp vegna skorts á kurteisi í umgengni við viðskiptavinina. Suttu seinna var sölustjórinn á gangi úti í bæ og mætti þá sölumanninum fyrrverandi, sem þá var kom- inn í lögreglubúning. „Jæja, þú ert þá kominn í liðið", sagði sölustjórinn. „Já“, svaraði hinn. „Þetta er starf, sem ág hef sóst eftir alla ævi. í þessu djobbi hefur viðskiptavinurinn ævinlega rangt fyrir sér.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.