Tíminn - 18.11.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.11.1982, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1982 T spegli tímans ... . .. .. • ♦..-tr a Umsjón: B.St. og K.L. JAMES GARNER VILL AUT KONIIRNAR SÍNAR GERA... OG ■ James Garner hefur löngum verið mikill áhuga- maður um golf. Og hann er góður við konurnar sínar. Núna nýlcga sameinaði hann þessi tvö áhugamál sín á þann hátt, að þegar hann tók sér ■ Gigi Garner er ekki síður þrjósk en faðir hennar. Þau eru ekki á sama máli um þessar mundir. ferð á hendur til London til að taka þátt í golfmóti, tók hann ekki bara með sér konu sína, Lois heldur bauð líkja ekkju Henrys Fonda, Shirlee, að taka þátt í ferðinni. Shirlee hefur átt erfitt síðan Henry Fonda dó. Hún segir að James Garner og kona hans hafi lengi verið góðir kunn- ingjar, en eftir að Henry dó, séu þau orðin hennar bestu vinir, enda sýni þau sér fá- dæma nærgætni. Á meðan James geystist um golfvöllinn tóku þær vinkon- urnar sér margt skemmtilegt fyrir hendur. M.a. sáu þær söngleikinn fræga og vinsæla, Cats. Og þær létu sig ekki muna um að bregða sér yfir Ermasundið, til háborgar tísk- unnar, Parísar, þar sem þær heimsóttu frægustu tískuhúsin ■ í þessum þnhyrningi er engum ofaukið. Lois (t.h.) og James Garner hafa reynst Shirlee Fonda (t.v.) sannir vinir í raun. ■ Carol Petrie er vinsæl sem píanóleikari hjá vinum og kunningjum. Ef einhver vill taka lagið í afmælisveislu eða öðrum samkomum er hún alltaf boðin og búin að spila undir. Carol er eiginkona dýrafræðings, við Southport dýragarðinn, Merseyside í Englandi. Hér sjáum við hana spila á píanó og syngja tvísöng með Ijóni! Þessi stóri „köttur“ er mjög vel tarnínn og hefur gaman af að liggja uppi á píanóinu, þegar Carol spilar, og eins og við sjáum á myndinni, reynir hann að taka undir með henni þegar hún syngur. ■ Carol syngur og spilar fyrir heimalinginn. Ekki má mikid ■ „Nei, hvutti minn, það má ekki hlaupa út undan sér. Það er ekkert frelsi til þess hér á þessum bæ“, gæti Andrew prins verið að segja við litla Corgi-hvolpinn, sem hann náði í skottið á og bar svo inn í flugvél til Elizabethar drottn- ingar á flugvellinum í Aber- deen, en konungsfjölskyldan var nýlega í fríi í Skotlandi. Þar var drottningin með alla sex Corgi-hundana sína. Fimm fóru rólegir og góðir inn i fiugvélina, en einn tók á rás og ætlaði út í heiminn og frelsið. Andrew var snöggur og náði óþekktaranganum og bar hann út í fiugvélina. Þegar vélin lenti á Heathrow báru lífverðir og lögreglumenn fimm hundanna, en einn stökk út úr vélinni og niður landgang- inn og í átt að bQ drottningar. Þar var sami pjakkurinn á ferð, og nú þekkti hann bflinn og hentist inn í hann, en drottningin var stórhrifin. ■ Tveir prakkarar; prinsinn og hvolpurinn. og litu á nýjustu hugmyndir þar. En þó að James Garner komist ágætlega af við þær Lois og Shirlee, gildir það ekki um aliar aðrar konur. Hann á nú í stríði við dóttur sína, Gigi, sem orðin er 24 ára og á góðrí leið með að verða þekkt söng- kona. Hún býr um þessar mundir í London með umboðs- manni sínum, hinum fertuga Allan James, en hann hefur átt drjúgan þátt í velgengni hennar sem söngkonu. Nú uppá- stendur hún, að hún vilji giftast Allan. Það á faðir hennar bágt með að sætta sig við. Honum finnst aldursmun- urinn á milli þeirra aUtof mikill, eða öllu heldur Allan of gamall. En sé James þrár, þá er dóttir hans það ekki síður. Hún situr við sinn keip. Frystikista Christinu ■ Fnoii cr líkara en að Christina sé alveg búin að gefast upp í baráttunni við aukakflóm, sem hlaðast á hana jafnt og þétt. Vinir hcnnar, sem heimsóttu hana í sumarfríinu á cinkaeyju hennar Skorpios, segjast þar hafa fundið skýringuna á holdafari hennar. Segja þeir Christinu hafa komið sér upp risavaxinni frystikistu í sumarhöll sinni. Þar hefur hún skipað svo fyrir, að jafnan skuli ríkulcgar birgðir af alls kyns sælgæti, t.d. tertum, rjómaís, brauði með miklu og góðu áleggi, búðingum og glænýjum ávöxtum. I grennd við frystikistuna má finna Christinu nánast hvenær sem er. M.a.s. sagðist einn vinur hennar hafa rekist á hana þar kl. 3 um nótt. Það er sagt mikið verkefni að sjá til þess, að ætíð séu nógar kræsingar í kistunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.